Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sóknarfundur | Stofnfundur Graf- arholtssóknar verður haldinn í kvöld klukkan átta í sal Ingunn- arskóla í Grafarholti. Þar verður gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun sóknarinnar og kynntar framtíðarhugmyndir um kirkju- starf á svæðinu. Einnig verður kos- ið til sóknarnefndar og ýmissa trúnaðarstarfa á vegum sókn- arinnar. Allt þjóðkirkjufólk á svæðinu er hvatt til þátttöku. Kosningarétt og kjörgengi hefur þjóðkirkjufólk, sem samkvæmt þjóðskrá átti lög- heimili í sókninni 1. október 2003 og hefur náð sextán ára aldri á fundardegi. Breiðholti | Hverfisráð Breiðholts hvetur ráðamenn Íslandsbanka til að kynna sér vel sjónarmið íbúa- samtaka Efra-Breiðholts en íbúar segjast afar óhressir með lokun eina bankaútibúsins í hverfinu og leita því á náðir hverfisráðsins. Í ályktun sem samþykkt var sam- hljóða á fundi hverfisráðsins er vak- in athygli á því að í Fella- og Hóla- hverfi búi um 9.000 manns og hverfið því á stærð við bæjarfélögin Garðabæ og Reykjanesbæ. Í álykt- un hverfisráðsins segir: „Það er ekki á valdi borgaryfirvalda að skipu- leggja þjónustu einkaaðila í hverfum en ráðið bendir á að það er stefna borgaryfirvalda að styrkja hverfin, færa þjónustu nær íbúunum og efla hverfisvitund. Stjórn hverfisráðs Breiðholts hvetur forráðamenn Ís- landsbanka að skoða vel ofangreind sjónarmið.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður hverfisráðs Breiðholts, segir að þó mikil tæknivæðing hafi orðið í allri bankastarfsemi og menn séu farnir að nota heimabanka og slíkt sé engu að síður ljóst að það er þörf á útibúi í þessu hverfi. „Mér sýnist ljóst að ef Íslandsbanki endurskoðar ekki þessa ákvörðun sína muni aðrir bankar eða sparisjóðir fylla í það skarð sem myndast í Efra- Breiðholti. Ég tek eindregið undir þessar áhyggjur íbúanna og við höf- um skorað á Íslandsbanka að skoða hug sinn vel í þessu máli og endur- skoða afstöðu sína. Þetta er líka á skjön við stefnu Reykjavíkurborgar að koma á nærþjónustu við íbúa hinna ýmsu hverfa borgarinnar og það er næst á dagskrá hjá Reykja- víkurborg að koma á samræmdri þjónustumiðstöð fyrir Breiðholtið.“ Íbúar mótmæla lokun bankaútibús Morgunblaðið/Ásdís Ármúla | Tveir kínverskir Kung Fu- meistarar hafa dvalið hér á landi undanfarið í boði kínversku heilsu- ræktarmiðstöðvarinnar Heilsu- drekans, í því skyni að þjálfa ís- lenska Kung Fu-iðkendur og leiða þá lengra inn í leyndardóma þess- arar fornu kínversku sjálfsvarn- arlistar. Þau Wen Tai Feng og Zhang Su Hong frá Shang Xi- héraði í Kína hafa bæði numið Kung Fu-listina frá barnæsku, Wen Tai hefur æft í þrjátíu og sjö ár en Zhang Su í þrjátíu og fimm. Þau eru afar fim og reynd í listinni og hafa vakið mikla aðdáun og innblástur hjá nemendum sínum hér á landi. Að sögn Dong Quing Guan, eig- anda Heilsudrekans, er Kung Fu Ís- lendingum afar nýtt, en hún segir Íslendinga hafa sýnt listinni mikinn áhuga og hafi margir notið leið- sagnar þeirra Wen Tai og Zhang Su. „Það má segja að það séu tvær grundvallarútgáfur af Kung Fu sem við erum að þjálfa hér. Annars vegar hið hraða Kung Fu, sem er afar vinsælt hjá börnum og ung- lingum, og hins vegar Tai Chi, sem er mjúkt Kung Fu og notað til heilsubótar, bæði fyrir eldra fólk og aðra sem hugsa um líkamlega og andlega vellíðan. Kung Fu er holl líkamsrækt fyrir alla, og ekki bara líkamleg heldur einnig góð fyrir sálina.“ Tai Chi er meðal annars stunduð sem morg- unleikfimi í Kína og víða um heim, enda er þar um að ræða bæði hug- leiðslu og heilbrigða áreynslu fyrir allan líkamann án mikillar hættu á meiðslum þótt mörgum komi á óvart hversu mikið maður getur svitnað í hægum og mjúkum hreyf- ingum. Áhugasömum er bent á vefsíðu Heilsudrekans. Heilsurækt líkama og sálar Morgunblaðið/Þorkell Kínverskir Kung-Fu-meistarar heimsækja Ísland TENGLAR ..................................................... www.heilsudrekinn.is. Þau Wen Tai Feng og Zhang Su Hong brugðu á leik í Heilsudrekanum. Kópavogur Einbýli með aukaíbúð/vinnuaðst. óskast Óskum eftir einbýlishúsi á góðum útsýnisstað í Kópavogi fyrir traustan kaupanda. Aukaíbúð eða vinnuaðstaða t.d. í kjallara er skilyrði. Verð allt að kr. 25 millj. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 • Sími 570 4500 • Netfang: fastmark@fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Í dag, miðvikudaginn 22. október kl. 12.15, mun Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, flytja erindi í málstofu Lagastofnunar í Lögbergi, stofu 101. Í málstofunni mun Skúli ræða um hvers vegna menn greini á um lög og rétt. Er hægt að gera upp á milli ólíkra fullyrðinga um gildandi rétt? Á hvaða grundvelli eru laga- legar niðurstöður reistar. Hvernig tengjast niðurstöður um gildandi rétt almennum hugmyndum um lög og siðferði. Allar þessar spurningar lúta með einum eða öðrum hætti að hinni lagalegu aðferð. Viðteknar skoðanir íslenskra lögfræðinga um hina lagalegu aðferð verða reifaðar í ljósi almennra kenninga um lögin og í því sambandi rætt um réttarheimildarhugtakið og gagnrýni á það, en umfjöllun íslenskra fræðimanna um hina lagalegu aðferð hefur mjög beinst að því að gera grein fyrir réttarheimildunum. Allir velkomnir. „Hvers vegna greinir lögfræðinga á um lög? Hin lagalega aðferð og réttarheimildirnar“ Lagastofnun Háskóla Íslands Lögbergi við Suðurgötu - Sími 525 5203 - Netfang lagastofnun@hi.is NÝIR þjónustusamningar við einkarekna leikskóla í Reykjavík voru undirritaðir í Tjarnarbúð Ráðhúss Reykjavíkur í gær eftir þeir voru samþykktir á borg- arráðsfundi. Taka þeir gildi um næstu mánaðamót. Mun nú Reykjavíkurborg, samkvæmt samþykktum borgarráðs, veita einkareknum leikskólum húsnæð- isstyrki auk rekstrarstyrks sem miðast við aldur barna. Nú verða stofnstyrkir aflagðir og húsnæðisstyrkir tvöfaldaðir. Rökin fyrir því eru meðal annars einföldun aðgangs einkaleikskóla að húsnæði, hvort sem ætlunin er að leigja eða kaupa. Einnig er um að ræða einföldun á samskiptum í sambandi við styrki og jafnræði, bæði innbyrðis og gagnvart borgarskólum. Héðan í frá greiða Leikskólar Reykjavíkur einka- leikskólum rekstrarstyrk vegna reykvískra barna frá 18 mánaða aldri. Styrkurinn samsvarar meðalkostnaði á barn miðað við aldur og dvalarstundir eins og hann er í fimm hagkvæmustu leikskólum Leikskóla Reykja- víkur hverju sinni. Þjónustusamningurinn er til tveggja ára og uppsegj- anlegur með sex mánaða fyrirvara. Síðan framlengist hann sjálfkrafa um eitt ár sé honum ekki sagt upp. Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks segir meðal annars að sjálfstæðismenn styðji tillöguna heils- hugar, „en hefðu gjarnan viljað sjá hana fyrr fram- komna. Það er ekki nokkur vafi að ef reglur sem þessi hefðu komið fram fyrr þá hefði ekki verið til staðar þessi biðlistavandi sem Reykvíkingar hafa upplifað á undanförnum áratug.“ Fulltrúar Reykjavíkurlista í borgarráði bókuðu síðan meðal annars eftirfarandi: „Með samþykkt þessari er vandi einkarekinna leik- skóla í borginni leystur og um leið munu þeir geta sinnt fleiri börnum en nú er.“ Reykjavíkurborg gerir þjónustusamning „Vandi einka- rekinna leik- skóla leystur“ Morgunblaðið/Ásdís Garðabæ | Níu af hverjum tíu að- spurðum eru ánægðir með fram- komu starfsfólks íþróttamiðstöðv- arinnar Ásgarðs ef marka má þjónustukönnun sem lögð var fyrir viðskiptavini hennar í júní. Viðskiptavinir íþróttamiðstöðv- arinnar eru tryggir, sjötíu og níu prósent svarenda sögðust koma þrisvar sinnum í viku eða oftar. Hafnarfirði | Í gærkvöldi var hald- inn upplýsingafundur fyrir aðila sem vinna að forvarnar- og félagsmálum meðal barna og unglinga í Hafn- arfirði í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu. Meginmarkmið fund- arins er að auka upplýsingaflæði um það góða félags- og forvarnarstarf sem unnið er í Hafnarfirði og nota þessar upplýsingar til að auðvelda börnum og unglingum að notfæra sér þjónustuna. Að sögn Guðmundar Rúnars Árnasonar, formanns For- varnanefndar Hafnarfjarðarbæjar gekk fundurinn afar vel og var mjög vel sóttur af fólki sem starfar með börnum og unglingum í bænum. Forvarnafundur Fimmtudagsforleikur | Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 23. októ- ber, verða tónleikar á Loftinu í Hinu húsinu. Fram koma Nögl, Innvortis, Lokbrá og Enn ein sólin og fara sveitirnar að eigin sögn með ljúfa tóna. Tónleikarnir eru hluti af svo- kölluðum Fimmtudagsforleik þar sem ungar hljómsveitir leika listir sínar og flytja frumsamda rokk- tónlist. Þarna er kjörið tækifæri til að fylgjast með því hvað ungar kyn- slóðir tónlistarmanna eru að gera. Frítt er inn á tónleikana og hefjast þeir klukkan 20.00. Hitt húsið heldur uppi innihalds- ríkri og uppbyggilegri starfsemi á sviði lista, menningar og fræðslu fyrir ungt fólk. Hitt húsið er menn- ingar- og upplýsingamiðstöð þar sem ungu fólki er veitt ýmis aðstoð og ráðgjöf, við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.