Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M áfar sitja lang- tímum hér úti á ljósastaurunum, rétt eins og þeir hafi verið skikk- aðir til þess að fylgjast með um- ferðinni eftir Kringlumýrar- brautinni. Svo hvarfla þeir löturhægt út í hverfið; einir fara en aðrir koma, svífa um og alltaf bætast nýir máfar á ljósastaurana. Í sumar var ég í bústað efst í Biskups- tungum. Þar sá ég til máfa, sem flögruðu fram og aftur um ríki mófuglanna. Mér sýnist máfurinn vera að sækja í sig landið. Ég hef meira að segja haft fréttir af flugi hans uppi á hálendinu. Máfurinn er orðinn fugl Íslands. Hann hefur ýtt þrestinum og heiðlóunni til hliðar. Svanasöngur á heiðinni er horfinn. Garg máfsins er orðið að rödd landsins; þetta hása leiðindagarg, sem sker í eyrun og er eins fjarri fuglasöng og hugsazt getur. Mér er ekki skemmt að vakna við þetta garg. Ég þrái þrastaklið- inn. Máfurinn er langt í frá að vera minn fugl. En Richarf Bach skrifaði bók um máfa. Jónatan Livingston Mávur heitir hún; kom út með ljósmyndum Russell Munson og á íslenzku í þýðingu Hjartar Pálssonar. Í þessari bók segir, að flestir máfar læri aðeins einföldustu frumatriði flugsins, því flugið skiptir þá litlu máli, en átið öllu. Það eru þessa kyns máfar, sem ég sé á sveimi yfir Kringlumýr- arbrautinni. En Jónatan Livingston Máv skipti átið engu, en flugið öllu. Hann framdi steypiflug, næt- urflug og listflug. Hvers vegna áttu svona bágt með að vera eins og aðrir í hópn- um, Jonni? kveinuðu foreldrar hans. Þeir vissu sem var að svona flugferði kunnu ekki góðri lukku að stýra. Enda var Jón- atan útlægur ger úr Hópnum fyrir brot gegn virðingu og venj- um Máfakynsins. Þótt ég horfi til himins er ekk- ert ígildi Jónatans í flugferð í minni augsýn. Jónatan kærði sig kollóttan um útskúfun sína. Flugið átti hug hans allan. Og æfingin skap- aði meistarann. Hann kynntist flugmáfunum í himnaríki, að hann hélt, en eins og Sjang gamli sagði; Himnaríki er að vera fullkominn og til þess að geta flogið eins hratt og hugur- inn, þurfa máfar að vita að það sanna eðli er til, eins fullkomið og óskrifuð tala, alls staðar í senn og óháð tíma og rúmi. Skelfing sem mér sýnast máf- arnir fyrir utan gluggann minn fjarri þessu himnaríki. Það er erfitt að sjá þá í þeim hópi, sem Jónatan Livingston kemur til flugs, þegar hann snýr aftur í máfheima. Það er svo erfitt að sannfæra fugl um það, að hann sé frjáls í sölum vinda, um leið og hann sér sinn sanna máf og leggur rækt við það góða, sem í honum býr. Þá verður máfurinn ímynd ótak- markaðs frelsis sagði Jónatan Livingston um leið og hann hvarf til efri flugheima. Þannig sagði Jónatan frelsi máfanna bundið þeim sjálfum. En það er svo langt í frá, að þeir máfar, sem ég horfi á, hafi uppgötvað þennan sannleik Jón- atans. Þótt einn og einn setjist á ljósastaur og þykist horfa spek- ingslega í kring um sig, sé ég strax í gegn um þann leikara- skap! Eins veit ég að þeir máfar, sem ég haft spurnir af fjarri sjó, eru þar ekki í náttúruskoðun, ekki að gráta landið, sem fer undir vatn norðan Vatnajökuls. Nei. Um leið og þeir sleppa ljósastaurnum eru þeir bara leið- inlegir gargmáfar í blindum slag um brauðmolana fyrir utan bak- aríið. Engum þeirra virðist blásin í brjóst æðri þrá, sem leiðir hann ofar ruslahaugunum. Ég velti því stundum fyrir mér, hvað myndi gerast, ef máf- arnir á ljósastaurunum flygju í skrokk á sjálfrennireiðunum á Kringlumýrarbrautinni; okkur, sem þar erum á ferð, en ekki flugi. Þarna ökum við; hópurinn, sem er upptekinn við að varð- veita virðingu og venjur mann- lífsins. Hópurinn, sem slæst um ætið, brýzt um á hæl og hnakka, gargar og goggar. Við svínum hvert fyrir annað. Þeytum flaut- urnar. Steytum hnefana.Við iðk- um aðeins frumatriði lífsins, því fegurð himinsins skiptir okkur litlu máli, en átið öllu. Vort líf, vort líf er lífsgæða- kapphlaup. Knúnir áfram af blindri græðgi berjumst við áfram með hausinn niður við jörð. Okkar innri maður er á ei- lífum vergangi. Við prettum, ljúgum og stelum. Við útskúfum hver öðrum. Við lumbrum hver á öðrum. Við svívirðum hver ann- an. Við drepum hver annan. Við erum á sveimi um allar landsins Biskupstungur í leit að einhverju til að seðja stund- arhagsmunina. Græðgin rekur okkur til hryðjuverka gegn nátt- úru lands og sjávar. Okkur er sama um þröst og lóu. Við erum líka hímandi uppi á hálendinu. Við blekkjum engan nema sjálfa okkur með spekings- svipnum, sem við setjum upp, þegar við tyllum okkur á ljósa- staura lífsins. Við erum ekkert að æfa steypiflug, næturflug eða listflug. Við bara húkum á okkar staur og bíðum eftir því að næsti biti láti sjá sig. Við höfum lagt til hliðar von- ina um silfurgráa máfa í upp- hæðum, sem vekja í okkur löng- un eftir listflugi og þrá eftir auknum þroska. En þrátt fyrir það eigum við að geta látið af gargi og goggi og opnað hug og hjarta þeim himni, þar sem Jónatan Livingston flýgur. Í dag er það mér um megn. Það er svo miklu þægilegra að steypa sér bara gargandi niður úr ljósastaurnum og hella sér í slaginn um brauðmolana fyrir utan bakaríið. En ég mun spyrja mig að þessu aftur á morgun. Máfar og menn Hér segir af flugþrá Jónatans Livingston og máfum og mönnum hjá ljósastaur- unum við Kringlumýrarbrautina. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is SVERRIR Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, hefur undanfarið ritað athyglisverðar greinar í Morgunblaðið um samskipti Alþingis og framkvæmdavaldsins. Hefur Sverrir fært sterk rök fyrir því, að vegur Al- þingis hafi farið minnkandi og að framkvæmdavaldið hafi í æ ríkari mæli sniðgengið Alþingi. Sverrir segir, að Bjarni heitinn Benediktsson, hefði aldrei sniðgengið Alþingi á sama hátt og núverandi valdhafar hafi gert. Í grein í Morgunblaðinu 16. október sl. segir Sverrir orðrétt: „Hvarflar að einhverjum, að Bjarni Benediktsson hefði einn með Guðmundi Í. ákveðið austur í Prag að breyta utanríkisstefnu Ís- lands í grundvallaratriðum án samráðs við og sam- þykktar Alþingis eins og formenn ríkisstjórnarflokk- anna gerðu með því að gera Ísland að aðila að árásarstríðinu í Írak?“ Alþingi skipi rannsóknarnefnd Ég tek undir gagnrýni Sverris Hermannssonar í þessu efni. Ég hefi áður ritað greinar um þetta mál hér í Mbl. og hefi þar gagnrýnt harðlega hvernig staðið var að ákvörðun um að Ísland styddi innrásina í Írak. Í því efni var Alþingi og utanríkismálanefnd sniðgengið. M.a. varpaði ég fram þeirri tillögu, að Al- þingi skipaði rannsóknarnefnd til þess að rannsaka hvort rétt hafi verið staðið að ákvörðun um að láta Ísland styðja árás á Írak. Mig undrar mjög hve al- þingismenn hafa lítið látið þetta mál til sín taka. Að vísu hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt vinnubrögð valdhafa í þessu efni en það vantar allan þunga í þá gagnrýni. Helzt eru það vinstri - grænir, sem hafa gagnrýnt athæfi valdhafanna með miklum þunga. Varðar þingræðið og lýðræðið Ef alþingismenn líða það, að framkvæmdavaldið snið- gangi Alþingi í stórum málum eins og ákvörðun um að styðja árás á annað ríki þá mun framkvæmdavald- ið ganga á lagið og valta yfir Alþingi í æ fleiri mál- um. Það er einhver sljóleiki ríkjandi á Alþingi í þess- um efnum. Það er eins og alþingismenn geri sér ekki ljóst hvað það er alvarlegt mál, að ríkisstjórn hundsi Alþingi og taki sjálf ákvörðun um mál, sem heyra undir Alþingi. Hér er um sjálft þingræðið og lýðræð- ið að tefla. Ég hefi áður gagnrýnt það, að ríkisstjórnin til- kynnti við upphaf nýs valdatímabils hver ætti að verða forseti Alþingis eftir 2 ár. Það er ekki rík- isstjórnar að ákveða það. Það er Alþingis. Og það er óvirðing við Alþingi að tilkynna í dag hvað Alþingi eigi eða muni gera eftir 2 ár varðandi skipan þing- forseta. Mörg fleiri dæmi má nefna til marks um það, að Alþingi er sniðgengið og því er sýnd óvirðing af framkvæmdavaldinu. Sverrir Hermannson á þakkir skilið fyrir að ræða þetta mál á skilmerkilegan hátt í Morgunblaðinu. Hann hefur tekið upp skelegga vörn fyrir Alþingi Ís- lendinga og bent á, að núverandi ríkisstjórn hafi með hastarlegum hætti yfirgengið Alþingi. Eðlilegt hefði verið að einhverjir alþingismenn hefðu tekið þetta mál upp á sama hátt og Sverrir hefur gert. Ríkisstjórnin brýtur stjórnarskrána Núverandi stjórnarflokkar hafa verið svo lengi við völd, að þeir telja sig geta sniðgengið Alþingi og jafnvel einnig geta gert athugasemdir við úrskurði dómstólanna. Má í því sambandi nefna sem dæmi ör- yrkjadóminn svonefnda og afstöðu ríkisstjórnarinnar til hans. Ríkisstjórnin vildi ekki una þeim dómi. Sett voru lög á alþingi 2001, sem draga áttu úr því að nið- urstaða dóms Hæstaréttar næði fram að ganga. Hinn 16. október sl. kvað Hæstiréttur upp dóm, sem sagði, að ákveðin ákvæði laganna frá 2001 brytu í bága við stjórnarskrána! Halldór Ásgrímsson sagði er lögin voru sett 2001, að ef þau brytu í bága við stjórn- arskrána þyrfti ekki aðeins einn ráðherra að segja af sér heldur fleiri. Gaf hann í skyn, að öll ríkisstjórnin yrði þá að segja af sér. Nú liggur fyrir, að lögin brjóta í bága við stjórnarskrána. Verður fróðlegt að sjá hvaða ráðherrar segja af sér. Alþingi sniðgengið Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. „VIÐ getum lært mikið af Kan- adamönnum“, er í fyrirsögn á frétta- grein í Mbl. 13.10. sl. vegna komu Jean Boulva, forstjóra hafrann- sóknastofnunar Kanada í Mont-Joli í Quebec. Forstjórinn tók þátt í hring- borðsumræðum í Hafró af tilefni komu landstjóra Kanada þangað ásamt for- seta Íslands. For- stjórinn hafði ým- islegt að segja um þorsk og ástand hans í heimalandi sínu; enda væri annað óeðlilegt því Kanadamenn voru helstu framleiðendur þorsk- afurða fyrir nokkrum áratugum. Svo dundu ósköpin yfir; þorskveiðar hrundu og veiðibann var sett á 1992. Síðan þá hefur enga ljósglætu verið að sjá; smáveiðar hafa verið leyfðar í dreifbýli með léttum veiðarfærum en 1998 virtist eitthvað vera að rofa til, en strax árið eftir kom í ljós að það var mýrarljós. Allt er við hið sama og nánast engar veiðar. Kan- adamið eru óhemju stór og á þeim stærstu við Labrador og Nýfundna- land (2J3KL) er nánast ördeyða. Kanadamenn hafa lengi verið meðal fremstu þjóða heims í hafrann- sóknum og því er fengur að fá beina tengingu við forstjóra þeirra, eða hvað? Linmælgi og ofurtillitssemi Forstjórinn sagði svo sem ým- islegt. Hann vill breyta veiði- tækninni smám saman. „Við getum ekki haldið áfram að skemma hafs- botninn sem er undirstaða í fæðu- myndun fiskistofna.“ Hann er að tala um botnvörpu, en til þessa hefur varla mátt orða þetta beint út hér- lendis; ekki má mismuna veið- arfærum er sagt í réttlætis- og varn- artón (apologia). Stórskotaliði botnvörpunga er ekki fisjað saman. Margir menn hér hafa rætt um skemmdir botnsins sem ástæðu fyrir lélegu og minnkandi veiðiþoli þorsksins; vitna má í skrif Garðars H. Björgvinssonar, sem hefur öt- ullega fjallað um þau mál. Í BNA hafa miklar rannsóknir farið fram á hafsbotni í aðdraganda lagabreyt- inga um fiskveiðistjórnun; nið- urstöður eru afgerandi um skemmd- ir af völdum botnvörpu; þær eru vitaskuld breytilegar eftir botngerð og dýpi. Forstjórinn talar hreint út um að margir stofnar þorsks séu við Kan- ada og segir: „Árið 1994 voru veiðar bannaðar á átta kanadískum þorsk- stofnum.“ Já, bragð er að þá barnið finnur; þetta hefði mátt viðurkenna fyrr. Erfðarannsóknir hafa sýnt, að fjölmargir undirstofnar þorsks eru við Kanada og þeir teljast í tugum. Labrador hefur marga firði og eins víst er, að flestir þeirra hafi sér- stakan stofn. Ástandið í Kanada er miklu alvarlegra en talið hefur verið. Þeir stofnar sem áður veiddust á landgrunns- og djúpmiðum (off- shore) eru sem týndir séu; þeir gætu verið það fyrir fullt og allt. Já, við getum mikið af Kanadamönnum lært; en hvað var það sem gerðist? Hrun við kynþroska Nýjustu upplýsingar um 2J3KL svæðin (Skýrslur DFO, fisk.ráðun.) sýna ýmislegt um þann bakgrunn, sem Boulva ræddi svo mjúklega um; auk botnvörpu eru breytingar á um- hverfi og vöðuselur dregin til ábyrgðar fyrir eymdinni. Nátt- úrulegur dauði kynþroska fisks er gífurlegur á svæðunum, en furðu sætir hversu margir hér á landi hafa bitið sig fasta í 18% fyrir íslenskan þorsk. Nýjar merkingar hafa sýnt að 4 ára þorskur 1999–2002 hefur 40– 60% náttúrulegan dauða á ári og 6 ára um 80%. Í skýrslunni er línurit sem sýnir, að 6 ára hrygnur eru um 80% kynþroska og 4 ára um 40% á undanförnum árum; náttúrulegur dauði fer því næstum nákvæmlega saman við kynþroskaprósentuna. Á öðrum stað í skýrslunni má sjá, að stærð einstaklinga í hverjum ár- gangi er nú miklu minni en áður var; segja má að Kanadaveikinni sé í raun lýst út í æsar en þó þannig, að allt saman stendur ekki á einum stað í stuttum niðurstöðum. Fiskurinn beinlínis hrynur niður við kynþroska og í veiðistofni er bara 6 ára fiskur og yngri; aðeins er reytingur af 7 ára. En ekki er getið um ástæður vesaldómsins beint í skýrslunni, en það hafa aðrir vísindamenn gert. Stærðarval fisksins verður smám saman með botnvörpu- og dragnót- arveiðum og er það í raun nægileg skýring fyrir vesaldómnum og fisk- hruninu. Í lokakafla skýrslunnar um óvissu stendur orðrétt í þriðju málsgrein: „Geta þorsksins á grunnslóðum (in- shore) til að leiða af sér landgrunns- fisk er óviss. Erfðafræðilegar rann- sóknir á „microsatellites“ hafa sýnt fram á tilvist undirstofna á flestum grunn- og djúpsvæðum. Komið hef- ur fram tilgáta um, að litlar líkur séu á því að hrygningarfiskur á grunn- slóðum geti stuðlað að endurnýjun fisks á landgrunninu. En vísbend- ingar um undirstofna þurfa ekki að útiloka hugsanlegan þátt grunnfisks í endurreisn í framtíðinni. Ef fiskur sem er nú á grunnslóð gæti numið haf (recolonize) á landgrunninu og stuðlað að aukningu á lífmassa þar, eykur það líkur á því að grunnfiskur geti hreyfst þangað.“ Þessi texti ber greinilega með sér málamiðlun í samningu á flóknu efni í hópi manna, sem hafa mismunandi sýn og fagleg- an orðstír að verja. Þetta er hinn raunverulegi lær- dómur, sem hafa má af komu Boulv- as til Íslands með því að tengja það sem hann sagði við það sem sem lesa má í skýrslum DFO. Með því virðist nokkuð einsýnt, að það eru veið- arfærin, sem hafa næstum eytt þorskinum í Kanada og það er ekki aðallega fisktakan sjálf, eða út- hrópuð ofveiði, sem er að verki, heldur úrkynjun, sem verður með stærðarvali í margar kynslóðir; við það týnir fiskurinn eiginleikum sín- um til veiðiþols og hrynur við minnstu eða enga veiði. Nægilegt „útsæði“ af fiski er til á miðunum ef allt væri í lagi. Í skýrslum DFO er ekki fjallað um úrkynjun, en afleið- ingarnar eru mjúklega útlistaðar. Aðrir og óháðir vísindamenn hafa gert grein fyrir því hvernig það verður. Ef umhverfisbreytingar leiða til minnkandi ætis, skýra þær ekki hvers vegna lítill og lélegur fiskur verður svo snemma kyn- þroska í fjölda ára. Þótt Boulva vilji draga til ábyrgðar allan vöðusel norðurhjarans, dugar það ekki til. Hversu stór þáttur botnskemmdir eru og hugsanlegar afleiðingar þeirra, er ekki unnt að áætla með núverandi þekkingu, en öruggt er að þær hafa áhrif. Upplýsingaþvætti Eftir Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.