Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 37 ÞAKRENNUR Frábært verð! B Y G G I N G AV Ö R U R www.merkur.is 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R. HREYFING og World Class hafa ákveðið að ganga til samstarfs við Krabbameinsfélagið, Samhjálp kvenna og Estée Lauder í árvekn- isátaki um brjóstakrabbamein. Átakið stendur allan októbermán- uð og tákn þess er bleik slaufa. Drykkjarbrúsar sem seldir eru til styrktar átakinu verða nú fá- anlegir á líkamsræktarstöðvum World Class og Hreyfingar, en þeir eru einnig til sölu í þrjátíu verslunum sem selja vörur frá Estée Lauder, einkum snyrti- vöruverslunum og lyfjabúðum. Þá hafa þessar tvær líkams- ræktarstöðvar tekið að sér að dreifa svonefndum sturtuspjöld- um, en það eru lítil plasthúðuð spjöld sem hengja má upp í sturt- um. Á spjöldunum eru leiðbein- ingar um sjálfskoðun brjósta og hvatning um að nýta sér brjósta- myndatöku sem í boði er á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins. Spjöldum þessum er einnig dreift á heilsugæslustöðvum og víðar. Þess má geta að rannsóknir benda til þess að með því að stunda líkamsrækt reglulega megi draga úr líkum á því að fá brjóstakrabbamein, segir í frétta- tilkynningu. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna, og Hafdís Jónsdóttir, eigandi heilsurækt- arstöðvarinnar World Class. Ágústa og Hafdís eru með drykkjarbrúsa sem seldir eru til styrktar árvekniátaki um brjóstakrabbamein en Guðrún held- ur á upplýsingaspjaldi til að leiðbeina konum um sjálfskoðun brjósta. Styrkja átak vegna brjóstakrabbameins Rétt skal vera rétt Í pistli mínum um fjölmiðla í Les- bók síðastliðinn laugardag vísa ég til erindis Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar á afmælishátíð Halldórs Lax- ness sem ber nafnið „Myrkur heims- ins“ og segi: „Þar fjallaði hann um lygar í skrifum kommúnistans Hall- dórs Kiljans um Sovétríkin og máli sínu til áréttingar sýndi hann á tjaldi tuttugu mínútna myndasyrpu af sov- éskum fjöldagröfum.“ Þetta var sam- dóma álit allra sem ég spurði út í fyr- irlesturinn (ég var ekki viðstaddur). Nú hef ég fundið myndirnar og text- ana sem Hannes varpaði á tjald á heimasíðu hans og þar er aðeins ein mynd af sovéskri fjöldagröf. Þetta var aukaatriði í málflutningi mínum og sneri fyrst og fremst að því að út- skýra hvers vegna fjölskylda Hall- dórs gæti verið treg að veita honum liðsinni. Hér bið ég Hannes velvirð- ingar á þessari rangfærslu. Guðni Elísson LEIÐRÉTT Fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum verður á morgun, fimmtu- daginn 23. október, kl. 16–17.30 í stofu 101 í Odda. Sænski sagnfræð- ingurinn Jens Rydström kynnir niðurstöður doktorsritgerðar sinnar frá 2001 en þar skoðar hann við- horf til svokallaðs ónáttúrulegs kynlífs í Svíþjóð, 1880–1950. Rit- gerð Rydström ber heitið „Sinners and Citizens: Bestiality and Homo- sexuality in Sweden 1880–1950“ og ber fyrirlesturinn á fimmtudag sama heiti. Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram á ensku. Flugþing Flugmálastjórn Íslands og samgönguráðuneytið halda flug- þing á hótel Loftleiðum á morgun, fimmtudaginn 23. október. Sex er- lendir og fimm íslenskir sérfræð- ingar um flugmál flytja erindi á þinginu, sem haldið verður undir kjörorðinu Flug í heila öld – saga og framtíð flugsins. En um þessar mundir er þess minnst víða um heim að eitt hundrað ár eru liðin frá því Wright-bræður flugu fyrsta vélknúna loftfarinu. Á flugþingi verður bæði horft yfir farinn veg í þróun flugs í heiminum og til framtíðar á þeim tímamótum sem farþegaflug nútímans er nú á. Fyrirlesarar á þinginu eru: Russell Lee safnstjóri á flug- og geimvís- indasafni Smithsonian-stofnunar- innar í Washington DC, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Graham Warwick frá tímaritinu Flight Int- ernational, Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, Victor Aguado, forstjóri EUROCONTROL í Brussel, Allan Winn, forstjóri Bro- oklands-flugsafnsins í Bretlandi, Arngrímur Jóhannsson, stjórn- arformaður Atlanta, Jerry Mack, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bo- eing-verksmiðjunum, Þórarinn Kjartansson, forstjóri Bláfugls, Dieter Schmitt, aðstoðarfram- kvæmdastjóri rannsóknar- og framtíðarverkefna hjá Airbus verk- smiðjunum, og Ómar Benediktsson, forstjóri Íslandsflugs. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík efnir til lögfræðiþings á morgun, fimmtu- daginn 23. október kl. 12, í þingsal 101, Háskólanum í Reykjavík. Ró- bert Spanó, aðstoðarmaður um- boðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, flytur erindið „Stjórnskipulegt eftirlits- hlutverk Alþingis“. Þátttaka er öll- um heimil. Á MORGUN Árlegur vetrarfagnaður Átthaga- félags Þórshafnar og nágrennis verður haldinn laugardaginn 25. október á Engjateigi 11 (Kiw- anishúsinu) Reykjavík. Húsið opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Að lokinni dagskrá leikur hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi fram eftir nóttu. Brottfluttir Þórshafnarbúar velkomnir. Nánari upplýsingar: unn- urar@internet.is Á NÆSTUNNI LÖGREGLAN á Akureyri lýs- ir eftir stolinni bifreið af gerð- inni Toyota Camry, árgerð 1987, sem stolið var frá Helga- magrastræti milli klukkan 17 og 19 á mánudagskvöld. Bif- reiðin er grá að lit og með vind- skeið að aftan. Þeir sem vita um bifreiðina eru beðnir um að láta lögregluna vita. Lýst eftir stol- inni bifreið ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.