Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 39 DAGBÓK BIRKIR Jónsson, hinn ungi alþingismaður fram- sóknarmanna, varð Íslands- meistari í einmenningi um helgina. Alls tóku 84 spilarar þátt í mótinu og spiluðu tæp- lega 100 spil. Heiðar Sig- urjónsson varð í öðru sæti, og nýkjörinn forseti BSÍ, Kristján B. Snorrason, í því þriðja. Bridssambandsþing var haldið á sunnudaginn og þar tók Kristján við forseta- embættinu af Jóni Sig- urbjörnssyni, föður Birkis, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Jón fékk það ánægjulega hlutskipti að ljúka embættisverkum sín- um með því að afhenda syn- inum sigurlaunin fyrir ein- menninginn. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ K875 ♥ 8 ♦ D10872 ♣D54 Vestur Austur ♠ 1096 ♠ -- ♥ ÁKD1075 ♥ G643 ♦ G9 ♦ K6543 ♣K8 ♣G973 Suður ♠ ÁDG432 ♥ 92 ♦ Á ♣Á1062 „Ég var oft heppinn,“ sagði Birkir af hógværð þeg- ar hann var beðinn um „gott spil“ frá mótinu, og tilnefndi þetta úr lokaumferðinni: Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu Dobl Allir pass Birkir var í aukahlutverki í austur, en makker hans var Gísli Þórarinsson. Í andstöð- unni voru Haraldur Haukur Ingason og Hermann Þor- valdsson. Svo sem sjá má, eru 11 slagir nokkuð upp- lagðir í spaðasamningi í NS, og því uppskáru AV vel á því að taka fórnina. Það gaf AV 31 stig af 40 mögulegum að fara einn niður á fimm hjört- um, því víðast hvar fengu NS að spila spaðasamning (sagnhafi hitti auðvitað ekki á að veiða tígulásinn blankan fyrir aftan kónginn). Ein tala á skorblaðinu vakti athygli umsjón- armanns. Það var 1430 í NS fyrir sex spaða. Hvernig skyldi vera hægt að fá 12 slagi í spaðasamningi? Svar- ið liggur í tíglinum. Vestur er með G9 í tvíspili. Nían kemur í ásinn og ef sagnhafi fer næst af stað með drottn- inguna, getur hann byggt upp þrjá slagi á litinn og losnað þar við þrjú lauf heima! Sá sem þarna var að verki var Sigurbjörn (Bessi) Haraldsson og makker hans var enginn annar en Krist- ján B. Snorrason. Þetta hlýtur að vera spil mótsins. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA SÓLARUPPKOMA Upp á himins bláa braut blessuð sólin gengur. Ekki hylur hennar skraut haf né fjöllin lengur. Fuglar kvaka fegins-róm, fagna’, að gott er veður. Tárfellandi brosa blóm, brim við sandinn kveður. Fram af háu hjöllunum hellir sólin fossum. Fannir roðna í fjöllunum fyrir hennar kossum. – – – Páll Ólafsson LJÓÐABROT STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert skemmtileg/ur, heillandi og sannfærandi og líf þitt er yfirleitt við- burðaríkt og spennandi. Það eru mikilvægar breytingar í vændum í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Maki þinn gæti komið þér á óvart í dag. Það er líka hugs- anlegt að ókunnugt fólk komi þér í erfiða aðstöðu. Haltu ró þinni. Þetta er ekkert sem þú ræður ekki við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að vera opinn fyrir nýjum aðferðum og nýrri tækni í vinnunni. Mundu að hópvinna skilar oft betri ár- angri en einstaklings- framtakið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ást við fyrstu sýn er hugs- anleg í dag og þá er líklegast að þú hrífist af einhverjum sem er mjög ólíkur þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er líklegt að þú finnir nýja aðferð við heimilisverkin eða að þú kaupir nýtt heimilistæki í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert óhrædd/ur við að láta skoðanir þínar í ljós í dag. Fólkið í kringum þig kann að meta það að þú vilt vera þú sjálf/ur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hætt við að þú fáir óraunhæfar skyndihugdettur í dag. Þú ættir því að forðast að kaupa nokkuð. Bíddu til morguns og athugaðu hvort þig langar enn í hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn hentar vel til að reyna eitthvað nýtt. Það er líklegt að þú uppgötvir eitt- hvað óvænt um sjálfa/n þig og heiminn í kringum þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert kraftmikil/l og svolítið eirðarlaus í dag. Treystu innsæi þínu en bíddu þó til morguns með að hrinda hug- myndum þínum í framkvæmd. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir hitt gamla vini eða áhugavert ókunnugt fólk í dag. Hversdagslegir hlutir geta þróast í óvenjulegar átt- ir. Haltu vöku þinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nýjar og óvenjulegar hug- myndir um leiðir til fjáröfl- unar vekja áhuga þinn í dag. Taktu þér tíma til að hugsa málið. Bíddu með fram- kvæmdir til morguns. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn hentar vel til rann- sókna í vísindum, stjörnu- fræði, tækni- eða verkfræði. Hugur þinn er opinn og frjór. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þú finnir til óvenju- legs örlætis í garð einhvers í dag. Hikaðu ekki við að sýna örlæti þitt. Það mun koma þér til góða síðar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. Rf3 Rf6 2. d4 g6 3. c4 Bg7 4. g3 d6 5. Bg2 0-0 6. 0-0 Rc6 7. Rc3 e5 8. d5 Re7 9. e4 Rd7 10. b4 a5 11. Ba3 h6 12. bxa5 Hxa5 13. Bb4 Ha8 14. a4 f5 15. Rd2 b6 16. a5 Rc5 17. axb6 Hxa1 18. Dxa1 cxb6 19. Rb5 fxe4 20. Rxe4 Rf5 21. Da7 Hf7 22. Da8 Bf8 23. Bxc5 bxc5 24. Ha1 Dd7 25. Ha7 Bb7. Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða sem lauk fyrir skömmu. Ognjen Cvitan (2.516) hafði hvítt gegn Antonis Ant- oniou (2.208). 26. Rf6+! og svartur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 26. – Kg7 27. Rxd7 Bxa8 28. Rxf8. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 40 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 22. október, er fertugur Stein- þór Jónsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi, Bragavöllum 7, Reykjanesbæ. Steinþór og eiginkona hans, Hildur Sigurðardóttir, taka á móti gestum í félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ föstu- daginn 24. október kl. 19.30. Svipmyndir/Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Dómkirkjunni af sr. Erni Bárði Jónssyni þau Melkorka Árný Kvaran og Kjartan Hjálmarsson. Heimili þeirra er á Laug- arnesvegi 110. Skugginn/Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní sl. í Áskirkju af sr. Sigurði Grétari Helga- syni þau Alma Birna Braga- dóttir og Guðmundur Her- mannsson. Svipmyndir/Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. ágúst sl. í Hall- grímskirkju af sr. Ólafi Skúlasyni biskup þau Unni Sletten og Gunnar Gríms- son. Heimili þeirra er í Ála- sundi, Noregi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sautján pör hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar Mánudaginn 13. október mættu 17 pör til spilamennsku hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar. Spilaður var Mitchel tvímenningur alls 24 spil. Örn og Krist- ján virðast ætla að mæta ferskir til leiks því þeir unnu sinn riðill og þeir voru einnig efstir fyrsta kvöldið. Úrslit urðu sem hér segir. N-S Örn Einarsson – Kristján Axelsson 59.2% Hörður Gunnarss.– Hlynur Angantýs. 55.6% Svanhildur Hall – Hildur Traustad. 55.2% A-V Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 63.1% Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 56.8% Hrefna Jónsdóttir – Þórður Karlsson 56.1% Gert er ráð fyrir að spila eins- kvöldstvímenning næsta mánudag en 27. október er gert ráð fyrir að hefja aðaltvímenning félagsins. Spilað er í Logalandi hvert mánudagskvöld og eru allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 14. okt. var spilaður tvímenningur í Gjábakka og mættu 22 pör. Lokastaða efstu para í N/S: Jón Stefánsson - Þórsteinn Laufdal 244 Helga Helgad. - Sigurún Pálsd. 232 Guðm. Magnúss. - Magnús Guðm.ss. 228 Hæsta skorin í A/V: Magnús Þosteinss. - Guðm. Þórðarson 250 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 234 Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 231 Sl. föstudag var þátttakan dræmari eða 18 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 263 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 240 Júlíus Guðm.ss. - Óskar Karlss. 239 Og í A/V urðu eftirtalin pör efst: Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 275 Halla Ólafsd. - Jón Lárusson 270 Auðunn Guðm.ss. - Bragi Björnsson 249 Þriðjudaginn 11. nóvember hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni sem spiluð verður 11., 18., og 25. nóvember og stendur skráningin sem hæst. Að- stoðað er við myndun sveita. Á föstudögum verður áfram spilaður tvímenningur. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 17. október. Úrslit urðu þessi: Norður/suður Jón Jóhannsson – Jón Bergþórsson 130 Stefán Ólafsson – Bjarnar Ingimarsson 117 Þorvarður S. Guðmunds. – Árni Bjarnas. 101 Austur/vestur Hermann Valsteinss. – Jón Sævaldss. 113 Jón R. Guðmundss. – Kristín Jóhannsd. 104 Guðmundur Guðmundss. – Árni Guðm. 103 Spilað var á sex borðum og meðal- skor var 100. Bridsfélag Kópavogs Að loknum tveimur kvöldum af þremur eru línur farnar að skýrast í Hraðsveitakeppninni. Að margra mati fengu tvær sveitir óhæfilega hátt skor og stendur slagurinn fyrst og fremst á milli þeirra síðasta kvöldið. Hinar sveitirnar hafa þó uppi ráðagerðir um hvernig má lækka á þeim flugið, svo það verður spurt að leikslokum. Hæstu kvöldskor: Ragnar Jónsson 653 Vinir 635 Staða efstu sveita: Ragnar Jónsson 1214 Vinir 1195 Bernódus Kristinsson 1134 Soffía Daníelsdóttir 1094 Bridsfélag Suðurnesja Nú er sveitarokkið hálfnað. Staðan er nú: Kristján Kristjánss. – Garðar Garðarss. 111 Svavar Jens. – Gísli Torfa – Arnór Ragn. 106 Dagbjartur Einarss. – Guðjón Einarss. 102 Svala Pálsdóttir – Grethe Íversen 100 Ef allir mæta kl. 19.30 er hægt að byrja stundvíslega. Kristján formaður Kristjánsson er efstur í sveitarokkinu og sat með 17 punkta í norður eftir grandopnun með- spilarans. Hann segir svo frá: Eitt spil frá síðasta kvöldi leit svona út. Norður heldur á: ÁK7/ÁDG7/K876/65. Suður opnar á 15–17 grandi og eftir 2 lauf frá norðri meldar hann 2 spaða. Ef þú meldar 3 tígla færðu 3 grönd, en ef þú stekkur í 4 grönd færðu svarið 5 hjörtu = 2 ásar, ekki spaðadrottning. Nú er þitt að velja lokasögn. Svar í næstu viku. Kristinn efstur í Gullsmára Sveitakeppni Bridsdeildar FEBK Gullsmára hófst mánudaginn 20. októ- ber. 12 sveitir mættu til leiks. Spilaðar vóru tvær umferðir. Næstu tvær um- ferðir verða spilaðar fimmtudaginn 23. október. Efstu sveitir eftir tvær um- ferðir vóru þessar. Sveit Kristins Guðmundss. 42 Sveit Þorgerðar Sigurgeirsd. 40 Sveit Guðjóns Ottóssonar 40 Sveit Einars Markússonar 36 Sveit Sigurðar Björnssonar 36 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi Opið hús frá kl. 17-19 Mjög falleg 76 fm 3ja herbergja íbúð á jarð- hæð með sérinngangi í góðu þríbýlishúsi á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottaherb., rúmgóða parketlagða stofu, 2 herbergi, eldhús með borðaðstöðu og baðherbergi. Húsið var nýlega málað að utan. Laus fljótlega. Áhv. húsbr. 7,1 millj. Verð 12,3 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, miðvikudag, frá kl. 17-19. Verið velkomin. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.