Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 45 ÓHÆTT er að telja Niccolo Amm- aniti einn efnilegasta rithöfund Ítalíu. Hann hefur skrifað þrjár skáldsögur og er meðal ann- ars þekktur fyrir það í heimalandi sínu að vera yngsti rithöfund- urinn sem unnið hefur Viareggio- Repaci bók- menntaverðlaun- in sem þykir mik- ill heiður. Þessi bók Ammanitis er fyrsta bók hans sem gefin er út á ensku, en einnig skilst mér að til standi að gefa hana út á íslensku í haust, sem er vel. Bókin segir frá piltinum Michele Amitrano sem býr með foreldrum sín- um og yngri systur í húskofa í sveita- þorpi. Reyndar er vafasamt að hægt sé að kalla þorpið því nafni, því ekki eru nema fimm hús í því sem öll hafa séð betri daga. Sagan gerist hita- sumarið mikla 1978. Eitt sinn þegar Michele er að leik með félögum sínum finnur hann nokkuð óhugnanlegt í hrörlegu húsi sem á eftir að breyta lífi hans. Faðir Micheles, sem er iðulega fjarverandi, flækist í málið og smám saman fær það á sig á ógurlegri blæ. Ammaniti er snilldarhöfundur og nær að fanga vel tilfinningasveiflur piltsins, ranghugmyndir æskunnar og hvernig þær spegla heim hinna fullorðnu og draga fram sannleikann og ljótleikann. Málið er nefnilega að sannleikurinn um það sem Michele finnur snertir nánast alla í þorpinu hans, allir eru flæktir í illvirki sem Michele ákveður að koma í veg fyrir. Stíllinn hjá Ammaniti er sérdeilis skemmtilegur, ef marka má þýð- inguna, setningar knappar og samtöl vel skrifuð. Honum tekst sérstaklega vel að draga upp mynd af umhverfi og aðstæðum í fáum dráttum og gæða sögusviðið lífi. I’m Not Scared er frá- bær átakanleg dæmisaga um það hvernig fólk getur talið sér trú um hvað sem er, blekkt sjálft sig og svæft siðferðiskennd og samvisku, með því einu að telja sér trú um að það eigi annað skilið en það sem lífið býður upp á. Átakanleg dæmisaga I’m Not Scared eftir Niccolo Ammaniti. Útg. Canongate 2003. 144 síður innb. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur HLJÓMSVEITIN Dúndurfréttir hef- ur undanfarin ár gert garðinn fræg- an með hljómleikum þar sem þeir hafa rennt sér í gegnum sígild verk meistara eins og Led Zeppelin og Pink Floyd (þar sem þeir hafa tekið plöturnar Dark Side of the Moon og The Wall eins og þær leggja sig). Á morgun munu þeir félagar einhenda sér í gegnum lagabálk Led Zeppelin og verða tónleikarnir í Loftkast- alanum. „Þetta virðist nú bara ætla að verða vinsælla með árunum,“ segir Matti, einn meðlima Dúndurfrétta þegar blaðamaður spyr hvort þetta sé alltaf jafnvinsælt hjá þeim. Í fréttatilkynningu frá Dúndur- fréttum er vísað í hið virta rit Roll- ing Stone þar sem blaðið lýsir því yf- ir að Dúndurfréttir séu besta Led Zeppelin/Pink Floyd heiðrunarband í heimi. Blaðamaður spyr nú bara hreint út, er fótur fyrir þessu? „Já, já,“ segir Matti. „Þetta var í einhverju sumarblaði þeirra árið 1997. Það var smáúttekt á Gauknum þar sem staðurinn var búinn að keyra tónleikakvöld upp á hvern einasta dag í tíu ár. Við vorum svo heppnir að vera að spila þegar blaðamaður frá Rolling Stone rak inn nefið. Og hann lýsti þessu yfir. Sem er auðvitað frábært.“ Er það kannski of langt gengið að gefa út plötu, einungis með tökulög- um, er pæling sem borin er undir Matthías. Hann svarar því til að þeir hafi ekki hugleitt það sérstaklega. Segir hlæjandi að það væri örugg- lega ekki sniðugt markaðslega séð. „Við erum samt búnir að fullgera þrjár plötur. Ein er blönduð töku- lagaplata, svo erum við með eina Dark Side og eina Wall klárar. Frá- bærar upptökur allt saman en alls óvíst er með útgáfu. Síðan erum við líka með frumsamið efni tilbúið.“ Matti segir sposkur að bandið hafi nú verið stofnsett á sínum tíma svo meðlimir gætu skrifað á sig bjór á Gauknum. Hann hafi nú ekki séð fram á að þetta myndi endast svona lengi. En kann hann einhverjar skýringar á þessum miklu vinsæld- um þessarar efnisskráar? „Ég held að fólk hafi bara gaman af því að heyra þessa tónlist flutta á tónleikum. Þetta er auðvitað frá- bært efni. Ég held að það saki ekki heldur að við höfum alveg óskaplega gaman af þessu sjálfir.“ Algjört dúndur! Morgunblaðið/Billi Pétur og Matti á sviði. Um tvenna tónleika er að ræða. Þeir hefjast kl. 20.00 og kl. 22.30. Miðaverð er 2.300 kr. Dúndurfréttir flytja tónlist Led Zeppelin í Loftkastalanum Með ástarkveðju Lísa (Love Liza) Drama Bandaríkin 2002. Myndform VHS. Bönn- uð innan 12 ára. 95 mín. Leikstjórn Todd Louiso. Aðalhlutverk Philip Seymour Hof- man, Kathy Bates. ÞESSI fyrsta mynd leikarans Todd Louiso (væskilslegi afgreiðslu- maðurinn í Champ- ionship Vinyl- plötubúðinni í High Fidelity) fjallar um sorgina, ástvinar- missinn. Hversu veröldin getur ver- ið óbærileg þeim sem slíkt upplifar, hreint út sagt fá- ránlega andstyggileg. Og þessi fá- ránleiki er alveg að fara með Wilson Joel eftir sjálfsmorð Lizu kærustu hans. Hann missir fótfestuna í lífinu og til að flýja þennan óréttláta heim, sefa sársaukann, ánetjast hann bensínsniffi. Hér fer þungbært drama en gráglettið í fáránleika sín- um og eymd Joels, sem Hofman túlkar frábærlega en bróðir hans Gordy á handritið og fékk verðlaun fyrir það í Sundance.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Á síðustu dropunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.