Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 48
MÁNUDAGINN 27. október mun listamaður troða upp í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, maður sem með réttu er hægt að kalla Íslandsvin. Um er að ræða Alan nokkurn Spar- hawk, gítarleikara og söngvara hljómsveitarinnar Low, sem heim- sótt hefur Ísland tvisvar. Sparhawk kemur í þetta skiptið fram einn og mun flytja bæði sóló- efni og lög með Low. Í nokkrum lögum mun hann reyndar njóta að- stoðar innlendra aðstoðarmanna, þeirra Kjartans Sveinssonar (Sigur Rós) og Þráins Óskarssonar (Hud- son Wayne). Alex MacNeil, fulltrúi listfélagsins Tíma sem sér um inn- flutninginn á Sparhawk, segir að Einn í lægð Alan Sparhawk Aðgangseyrir á tónleika Alan Sparhawk 1000 kr og aldurs- takmark ekkert. Hudson Wayne og Kimono hita upp. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Sparhwak hafi sjálfur stungið upp á þessu enda hrifinn af landi og þjóð. Hann segir að Kjartan og Þrá- inn hafi komið að Tíma-mönnum og lýst yfir áhuga á því að vinna með Sparhawk. Hann býst við að þrenn- ingin kíki í hljóðver Sigur Rós- armanna daginn áður og djammi eitthvað saman. Alan Sparhawk úr Low með tónleika hérlendis 48 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL Sýnd kl. 6. SG MBLSG DV Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05 og 10.15. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. B.i. 16.Kl. 6 og 8. B.i. 14. 6 Edduverðlaunl  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” ATH!AUKASÝNINGKL. 9.05 Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. SVEINN WAAGE Rosalega miskunnarlaust Ertu stress- aður fyrir kvöldið? Ef maður væri ekki stressaður þá væri eitt- hvað ekki í lagi. Hæfilegt stress er nauð- synlegt. Hvað færðu út úr þessu? Að láta fólk hlæja er ofboðslega góð tilfinning. Þetta er samt rosa- lega miskunnarlaust og margir hafa lent hryllilega í því. Þegar uppistandarinn klikkar er það ekki bara sársaukafullt fyrir hann held- ur líka áhorfendurna. Hvaðan færðu efni? Ég er svo blessunarlega heppinn að hafa upplifað eitt og annað en síðan hefur þetta mikið með ímyndunaraflið að gera. Ég hef til dæmis mikið verið að leika mér með tungumál og bera saman er- lendar þjóðir. Segðu eitthvað fyndið? Ummmm…nei, ég er að geyma allt mitt besta efni til annars kvölds. BÖÐVAR BERGSSON Hálfgert vesen Ertu tilbúinn fyrir kvöldið? Ekkert sérstaklega, það var aldrei hugmyndin að fara í úrslit og ég varð hálfhissa á því. Það má segja að þetta sé hálfgert vesen… Hvað færðu út úr þessu? Ég var algjör- lega plataður í þessa keppni, hef nánast ekk- ert verið í uppi- standi. Jú, reyndar gerði ég þetta nokk- uð mikið á yngri árum, held að hápunkturinn á ferlinum hafi verið þegar ég var 13–16 ára. Hver er þinn uppáhaldsgrínari? Bara þessir gömlu, Bill Murray Chevy Chase og John Belushi. Er Jay Leno fyndinn? Ég mundi kannski ekki segja að hann væri fyndinn, hann er frekar kómískur. Segðu eitthvað fyndið? Heyrðu nú mig…viltu það… (hlær) nei, ég held ekki… nei, veistu… nei! GUÐMUNDUR ATLASON Allt misskilið Hvernig leggst kvöldið í þig? Bara nokkuð vel. Ég er ekkert stressaður, ég hætti því fyrir þremur eða fjórum árum. Hvernig stóð á því? Ég veit það ekki, einn daginn rann bara af mér stressið. Hvað færðu út úr þessu? Hlutirnir gerast nú ekki mikið erf- iðari en þetta. Þarna kemur fólk á staðinn til að láta hafa fyrir sér. Smá mistök og salurinn deyr. Hefur þú lent í slíku? Já, þegar ég stjórnaði einu sinni veislu á Höfn í Hornafirði. Ég mætti með fullt af efni sem ég var búinn skrifa niður en sá fljótt þeg- ar ég var byrj- aður að þetta gekk engan veginn í fólkið úti á landi. Þetta hafði samt virkað vel í bænum. Ég hélt samt ótrauður áfram en það var bara allt misskilið sem ég sagði. Hver er þinn uppáhalds grín- isti? Sam Kennisson heitir hann en hann dó fyrir 11 árum. Hann hafði verið predikari áður en hann gerð- ist grínari. Hver er þinn stíll? Ég myndi segja að það væru einn- ar línu brandarar. STEINN ÁRMANN Kúnst að vera ekki dónalegur Ertu tilbúinn fyrir kvöldið? Ekki alveg, ég er að velja efni á milli þess sem ég er að leggja klæðningu á þak. Áttu þér uppáhaldsgrínara? Nei, eiginlega ekki. Ég var reynd- ar mjög hrifinn af Eddie Izzard sem kom hingað til lands fyrir nokkru. Honum tókst að vera fyndinn án þess að vera dónalegur. Það er kúnst. Hefurðu lent illa í því? Já já, margoft. Það er alltaf jafn ömurlegt ef maður nær ekki til áhorfenda. Ég man til dæmis eftir fyrstu skemmtuninni okkar Dav- íðs (Þórs Jónssonar) sem var á árshátíð hjá Olís. Lengi vel tók enginn í salnum eftir okkur, svo þegar fólk fór að taka eftir því að við vorum að reyna að vera fyndnir þá vorum við bara púaðir niður. Geturðu sagt eitthvað fyndið? Þessi spurning er algjör dauði! Geturðu sagt mér brandara? Fáðu þér standara! HAUKUR SIG. Samúðarfull skepna Ertu stress- aður? Stress er ekki til í minni orða- bók. Hvað færðu út úr þessu? Bara ólýsan- legt kikk. Þetta er ævilangt hobbí sem byrjar snemma, og kallast athyglissýki alveg þar til maður fær fyrstu ávís- unina þá eru þetta orðnir hæfileik- ar. Hvernig er íslenskur húmor? Hann er allt í senn fjölbreytilegur en einfaldur. Ég myndi segja að hann snúist um að gera hið hvers- dagslega nógu fyndið. Ég nenni nú samt ekki að hljóma eins og ein- hver húmorfræðingur… Hvernig er þinn stíll? Ég er samúðarfull skepna. Óttastu andstæðingana? Nei, ég fagna þeim, ef ég hefði þá ekki, gæti ég ekki unnið neinn. Nei nei, þetta eru þrælklárir stákar sem allir eiga fullt erindi í þetta. Geturðu sagt eitthvað fyndið? Núna í símann?! Ertu að spauga? Alla vega ekkert sem má birta. Jú allt í lagi: Hann kemur með fyndinn brand- ara sem því miður reynist ekki prenthæfur… Uppistandarinn 2003 valinn í Leikhúskjallaranum í kvöld Smámistök og salurinn deyr HLÁTRASKÖLL og fliss munu hljóma um Leikhúskjallarann í kvöld því þá fer fram úrslitaviðureignin í keppninni um Uppistandarann 2003. Keppendur að þessu sinni eru fimm talsins, allt sigurvegarar úr undan- úrslitum. Keppendurnir voru allir eiturhressir en furðulega lítið stressaðir þegar blaðamaður hafði samband við þá í gær. Þrír þeirra þeir Sveinn Waage, Böðvar Bergsson og Guðmundur Atlason vinna allir saman á auglýsingadeild Norðurljósa, Steinn Ármann Magnússon er landskunnur leikari og Haukur Sig. er þjón- ustufulltrúi byggingariðnaðarins. bryndis@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.