Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 49 kannski stærsti plúsinn við þetta samstarf Sálar og Sinfó. Það gengur upp, er óþvingað og sannfærandi. Eiga þar stóran þátt snjallar útsetn- ingar Þorvalds Bjarna Þorvaldsson- ÞAÐ var vel til fundið og djarft uppátæki hjá forsvarsmönnum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands að leita til tónlistarmanna er jafnan flokkast undir rokk eða dægurtónlist – hin óæðri tónlistar- form, gefa þeim færi á að leika á tónleikum með Sinfóníunni sína tón- list og sjá hver útkoman yrði. Það er og jákvætt hversu mikið frelsi popp- ararnir hafa fengið til þess að gera það sem þá lystir og hafa þeir sem tækifærið hafa fengið nýtt sér það á misjafnan hátt. Fyrstar voru rokk- og hipp-hoppsveitirnar Botnleðja og Quarashi. Quarashi komst klakk- laust frá sínu, bætti reyndar litlu við rokkskotna hipp-hoppið þeirra að hafa Sinfóníuna með en það staðfest- ist hins vegar sem mann grunaði fyr- irfram í hinu tilfellinu; Botnleðja leikur eðalpönkrokk, hrátt og ein- falt, sem má ekkert við mengun á borð við ofhlaðið sinfónískt flúr. Báð- ar kusu sveitir þær að færa eldri lög sín í sinfóníska búninga og það kom því ánægjulega á óvart er þriðja samstarfssveit Sinfóníunnar, Sálin hans Jóns míns, ákvað að bera á borð nýtt frumsamið efni, sérstaklega fyr- ir þetta tilefni. Tónleikarnir fóru fram í nóvember á síðasta ári og voru óumdeilanlega best heppnaðir af þessum þrennum, enda þurfti að endurtaka þá tvisvar vegna vin- sælda. Það leynir sér ekki, á ofannefnd- um dæmum, að það hentar betur að færa grípandi og vandaða popptón- list Sálarinnar í sinfónískan búning en hipp-hopp og pönkrokk. Hér spil- ar líka stóran þátt að Guðmundur og Jens sömdu sérstaklega með sinfó- samstarfið í huga og hafa greinilega lagað lagasmíðar sínar að því. Flest laganna níu eru þannig epísk og kalla á grand útsetningar, sem er ar fyrir sinfóníuna. Miklu máli skipt- ir hversu vel hann þekkir bæði tónlistarformin, poppið og klassík- ina, og veit því upp á hár hvernig þau geta best gagnast hvort öðru. Eini gallinn við útsetningarnar er að á stundum vilja þær verða fullsöng- leikjakenndar, sem ekki á við hér. Eins og áður segir er til fyrir- myndar að þeir Sálarmenn skyldu taka sig til og semja sérstaklega fyr- ir samstarfið með Sinfó. Þó verður að segjast eins og er að þeir hefðu örugglega hagnast á því að hafa haft meiri tíma til lagasmíðanna, þó ekki væri nema til að hafa haft úr fleirum að velja. Þannig jafnast standardinn í lagasmíðunum ekki á við tvíeykið Annan mána og Logandi ljós, þar sem bæði má finna einstaka sterkari lög og betri heildarmynd. Það breyt- ir því þó ekki að á Vatninu er að finna nokkur afar vel samin lög, sem jafn- framt eru þau lög sem best falla að samstarfinu við sinfóníuna. Ber þar fyrst að nefna hið gullfallega „Síð- asta tækifærið“, þar sem merkja má hvað best styrk Guðmundar sem lagahöfundar. Í senn einfalt og áhrifaríkt lag, fullt af trega og tign- arlega og frábærlega sungið af Stef- áni, flutt af sveitunum tveimur sem hvergi renna eins vel saman. Titillag plötunnar er kannski hvað líkast lög- unum af tveimur síðustu plötum. Gott lag, ekta sálarepík sem græðir heilmikið á stuðningi sinfóníunnar. Þá er „Og?“ býsna lúmskt, útsetn- ingar með djarfara móti, þyngra en flest hin, en vinnur á við hverja hlustun. Rokkaðri lögin ganga ekki eins vel upp. Þar skilur helst á milli popp- sveitar og sinfóníu og í ljós kemur hvers vegna slík samvinna hefur sjaldnast verið affarasæl í gegnum tíðina. Þó hefur „Allt eins og það á að vera“ yfir sér skemmtilegan McCartney-ískan blæ enda útsetn- ingin mjög í anda þess sem George Martin gerði t.a.m. fyrir Bond-lagið „Live and Let Die“. Þrátt fyrir áðurnefndar misfellur er þetta verkefni í heild vel heppnað og báðum sveitum til sóma. Sinfóní- an sýnir þann léttleika, fjölbreytni og víðsýni sem slík sveit þarf að hafa til að bera og Sálarmenn staðfesta enn og aftur hversu ríkir þeir eru að metnaði, kjarki og vilja til þess að finna tónlistarflæði sínu nýja far- vegi. Nokkuð sem aðrar íslenskar dægurlagasveitir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Sinfónía með Sál Sálin & Sinfó Vatnið Sálin hans Jóns míns og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Níu laga plata með frumsaminni tónlist eftir Sálina hans Jóns míns. Öll lög eftir Guðmund Jóns- son, nema „Nú er stund“ sem er eftir Jens Hansson. Textar eftir Friðrik Sturlu- son. Sálina skipa Friðrik Sturluson bassi, Guðmundur Jónsson gítar og bakraddir, Jens Hansson saxófónn, rafsax, Jóhann Hjörleifsson trommur og slagverk og Stefán Hilmarsson söngur. Útsetningar Sálin hans Jóns míns. Útsetningar fyrir Sinfóníuna Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson. Konsertmeistari Sigrún Eðvaldsdóttir. Einleikur á fiðlu í „Síðasta tækifærið“ Una Sveinbjarnardóttir. Tekið upp á tón- leikum í Háskólabíói dagana 21., 22. og 23. nóvember 2002. Upptökustjórn Guð- mundur Jónsson. Skífan Bernharður Wilkinson stjórnandi og Stefán Hilmarsson, söngvari Sál- arinnar hans Jóns míns, á sviði Há- skólabíós í nóvember 2002. Morgunblaðið/Kristinn Skarphéðinn Guðmundsson BANDARÍSKI leikarinn Robert De Niro, sem er sextugur, er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Upplýsingafulltrúi leikarans, Stan Rosenfield, segir þó að góðar lík- ur séu á að De Niro nái fullum bata. Upplýsingafulltrúinn bætti við að hin sextugi Óskarsverðlauna- hafi ætlaði að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta veikindin ekki skaða leikferil sinn og að hann myndi halda þeirri áætlun sinni að hefja tökur á næstu mynd sinni Hide and Seek í byrjun næsta árs. De Niro hefur leikið í yfir 60 kvikmyndum á 40 ára leikferli og tvívegis fengið Óskarsverðlaunin. Hann sló fyrst í gegn í myndunum Guðföðurnum II, Taxi Driver og Mean Streets. De Niro með krabbamein Reuters Robert De Niro, ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. PIRATES OF THE CARIBBEAN ONCE UPON A TIME IN MEXICO AMERICAN PIE THE WEDDING EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i.10 Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.”  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.