Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÝNING Ólafs Elíassonar, The Weather Project, í Tate Modern-safninu í London, sem opnuð var sl. fimmtudag, hefur nú þegar laðað að rúmlega 100.000 sýning- argesti og hafa aðsóknartölur ekki verið jafngóðar frá því fyrst eftir að safnið var opnað í maí 2000. Að sögn netfréttamiðla dagblaðanna The Scotsman og Evening Standard má líkja stemningunni í safninu við nútíma- gjörning. En hópar af fólki safnast nú saman í Túrbínusalnum, forma munst- urmyndanir á gólfinu og fylgjast svo með útkomunni í speglunum sem listamað- urinn kom fyrir í lofti salarins. Auk speglanna hefur Ólafur komið fyr- ir hálfhringlaga ljósi er minnir á sólu í lofti salarins og er rýmið þess utan fyllt mistri. Misturkennt sólsetrið er hins veg- ar erfitt að virða fyrir sér standandi með höfuðið reigt aftur og virða flestir gest- anna því sýninguna fyrir sér ýmist sitj- andi eða liggjandi á gólfinu. „Fólk leggst á gólfið í allt að klukku- tíma í einu,“ sagði talsmaður Tate Mod- ern. „Með svo marga liggjandi á gólfinu líkist stemningin helst því sem finna má á sólarströnd. Fólk ýmist situr í hring eða liggur hönd í hönd í eins konar stjörnu- myndun.“ Reuters Sýningargest ber við risastóra sólu Ólafs Elíassonar í Túrbínusal Tate Modern. Sýning Ólafs Elíassonar í Tate Modern 100.000 gestir séð sýninguna HNÚFUBAKUR flækti sig í netatrossu í Eyjafirði í gær og varð hann frelsinu feg- inn þegar þeir frændurnir Árni Halldórs- son og Garðar Níelsson á Gunnari Níels- syni EA höfðu skorið hann úr trossunni. Taldi Árni að hann hefði verið flæktur í trossuna frá deginum áður eða frá því seinnipartinn á mánudag. Morgunblaðið/Kristján Hnúfubakurinn var orðinn mjög dasaður. Hnúfubakur skorinn úr netatrossu  Var orðinn/19 MIKIÐ hefur borið á stórfenglegu sjónarspili norðurljósa á kvöld- og næturhiminum að und- anförnu. Að sögn Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings er ekki hægt að halda því fram að eitthvað óvenjulegt sé við það þó að mikið beri á norðurljósum. Norðurljósin orsakast af flæði rafagna frá sólinni og að sögn Þorsteins hefur verið órólegt segulsvið undanfarna mánuði og á björtum dögum hafa menn séð vel til norðurljós- anna. „Það hefur verið mikið um norðurljós í haust en þetta hefur hefur verið mjög truflaður tími. Það eru rafagnastraumar frá sólinni sem ráða þessu og það hefur verið afar mikið um þá í allt sumar og haust,“ segir hann. Hópur japanskra vísindamanna var hér á landi við norðurljósamælingar í september sem tókust með afbrigðum vel, að sögn Þor- steins. Koma þeir nokkuð reglulega til Íslands vegna þessara athugana en um samvinnuverk- efni er að ræða og að sögn Þorsteins var leið- angur þeirra í haust sá best heppnaði til þessa. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Norðurljósin dönsuðu á heiðskírum himninum við Rauðavatn í fyrrakvöld en þessir hestar létu þó ljósadýrðina ekkert á sig fá. Mikið sjónarspil norðurljósa í allt haust HÚSAVÍKURBÆR hefur selt útgerðarfélag- inu Vísi hf. í Grindavík allan hlut sinn í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur en leggur í staðinn 150 millj- ónir króna í hlutafé nýs félags sem stofnað verður um rækjuvinnslu á Húsavík. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Húsavíkur í gær. Stefnt er að aukinni rækjuvinnslu á Húsa- vík í framtíðinni. Í samkomulagi milli Vísis, Húsavíkurbæjar og Fiskiðjusamlags Húsavíkur felst að Vísir kaupir allan hlut Húsavíkurbæjar, 26,3%, í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur á um 313 milljónir króna. Samhliða því hefur verið stofnað nýtt félag um rækjuvinnslu á Húsavík, FH-Rækja hf., og verða allar eignir FH sem lúta að rækju, sem metnar eru á um 500 milljónir króna, lagðar skuldlaust inn í hið nýja félag. Húsavíkurbær mun leggja um 150 milljóna króna hlutafé í nýja félagið, auk þess sem aðrir fjárfestar hafa lagt til um 100 milljónir króna. Húsavíkurbær kemur því þannig ekki lengur að bolfiskvinnslu í bæj- arfélaginu. Stefnt er að því að vinna úr um 10 þúsund tonnum af rækju hjá hinu nýja fyrirtæki á ári en verksmiðjan hefur unnið úr 6–8 þúsund tonnum á ári á undanförnum árum. Jafnframt hefur FH-Rækja hf. samið við út- gerðarfélagið Ljósavík í Þorlákshöfn um kaup á tveimur rækjuskipum félagsins, Aski ÁR og Gissuri ÁR, ásamt aflaheimildum sem nema um 6% af heildarúthafsrækjukvótanum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki veðhafa. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir viðskiptin fyrst og fremst til að tryggja rækju- vinnslunni öruggari aðgang að hráefni. Slíkt sé nauðsynlegt í þeim hremmingum sem rækjuiðn- aðurinn hefur gengið í gegnum á undanförnum árum. Reinhard Reynisson, bæjarstóri á Húsavík, segir að með samkomulaginu skapist tækifæri til að efla bæði rækjuveiðar og -vinnslu á Húsa- vík, auk þess sem uppi séu áform um að efla þar bolfiskvinnslu. Auk þess losi bæjarfélagið með samkomulaginu um umtalsverða fjármuni. Nýtt félag stofnað um rækjuvinnslu á Húsavík  Nýtt rækjufyrirtæki/12 ÍSLENSK börn, sem búsett eru er- lendis, eiga þess brátt kost að við- halda móðurmálinu á Netinu þar sem í smíðum er íslenskuskóli. Verk- efnið er unnið af Símenntunarstofn- un Kennaraháskóla Íslands fyrir mennta- og utanríkisráðuneyti og er ráðgert að skólinn verði formlega opnaður í janúar næstkomandi. Fyrsta námskeið skólans hefst 26. október. Þar geta nemendur æft sig í íslensku með því að fást við náms- efni, fara í leiki og skoða vefsíður. Íslenskuskóli á Netinu  Daglegt líf/23 „ÞAÐ er ágætur bragur hér í Grímsey en óneitanlega bregður manni við. Það er minna um að maður hitti fólk á förnum vegi og margt er öðru vísi en vant er. En það er alltaf létt yfir okkur,“ segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Gríms- ey, en í gærmorgun héldu tæplega 40 Grímseyingar á brott í vikuferð til Portúgals með beinu flugi frá Akureyri. Þetta er hátt í helming- ur íbúa í Grímsey. Mannlífið ber þessa merki en ekki liggur þó athafnalífið niðri á meðan, að sögn Óttars. Meðal ann- ars er í Grímsey töluverður hópur manna sem vinna að stórfram- kvæmdum við flugvöllinn og dýpk- un hafnarinnar um þessar mundir. Heldur tómlegt var um að litast í grunnskólanum í gær því aðeins fjórir nemendur eru eftir í eynni. 10 nemendur héldu til dvalar og náms „uppi á Íslandi“ og koma heim eftir rúma viku. 40 Grímseyingar brugðu sér til Portúgals Ágætur bragur þrátt fyrir fámennið  Bátarnir bíða/6 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.