Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 B 3 bílar Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali BANDARÍSKIR bílakaupendur telja annað árið í röð að Hyundai Sonata sé besti meðalstóri fólksbíllinn. Þetta er niðurstaða J.D. Power könnunarinnar sem gerð er árlega meðal kaupenda nýrra bíla. Þetta var áttunda árið sem þessi könnun er gerð í Bandaríkj- unum, en henni er ætlað að varpa ljósi á ánægju eða óánægju hjá eigendum nýrra bíla, en könnuni er gerð 90 dög- um eftir að kaupin fóru fram. Sonata val- inn besti kosturinn NÝR Lexus-sportbíll var kynntur á dögunum á bílasýninguni í Tókýó og gefur tóninn varðandi framtíðar- hönnun Lexus GS430. Og þyki mönnum þetta framúrstefnulegt út- lit, þá er ennþá meira sem kemur á óvart undir boddíinu. Bílnum er ætlað að keppa við nýju 7-seríuna frá BMW og Mercedes Benz S-gerð og ljóst er að Lexus þorir að taka áhættu bæði varðandi útlit og tækni. Bíllinn er með 4,3 lítra V8 vél sem gefur bílnum meira en 300 hestöfl og jafnframt er bíllinn fjórhjóladrifinn. Þá hefur Lexus vak- ið væntingar meðal bílaáhugamanna um að bíllinn setji ný viðmið í akst- urseiginleikum eftir að hann kemur á markað í ágúst 2005. Innkoma þessa bíls á markað er sögð marka tímamót af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta fyrsti Lexus-bíllinn sem er alfarið hannað- ur hjá nýja rannsókna- og þróunar- liði Lexus og í öðru lagi verður þetta fyrsti bíllinn merktur Lexus sem settur er á markað í Japan. Glæsilegur Lexus-sport- bíll á leiðinni YFIRMENN BMW hafa ákveðið að reisa nýja verksmiðju til framleiðslu á bílum fyrirtækisins í Leipzig, sem áður var í Austur-Þýsklandi. Áður höfðu stjórnendur BMW skoðað að- stæður í Frakklandi og Tékklandi og þrátt fyrir að laun séu lægri í þessum löndum var ákveðið að velja Leipzig. Verksmiðjan á að taka til starfa árið 2005 og mun halda utan um framleiðsluna á væntanlegri 3-seríu BMW, sem einnig mun líta dagsins ljós árið 2005. Þegar ákveðið var að reisa nýju verksmiðjuna í Leipzig voru 5.500 ný störf auglýst við verk- smiðjuna en 80.000 manns sóttu um störfin. Atvinnuleysið er um 17% í fyrrum Austur-Þýskalandi, en að sögn forráðamanna BMW er tækni- kunnátta íbúanna góð og því sé auð- veldara að kenna nýjum starfsmönn- um í Leipzig réttu handtökin heldur en í Frakklandi og Tékklandi. Ný BMW- verksmiðja Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.