Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar AUDI hefur sett á markað nýjan A3 sem er talsvert breyttur í útliti. Hann er nokkru stærri, með meiri örygg- isbúnað og um leið lítið eitt dýrari en fyrri gerðin. Það hefur ekki selst mikið af A3 hér á landi í gegnum árin. Bíllinn kom fyrst á markað árið 1996 og frá byrjun var hann í boði með tveimur bensín- vélum og dísilvél. Nýi bíllinn er á sömu botnplötu og VW Golf og Skoda Octavia, en sækir á önnur mið enda mun betur búinn bíll og efnisval og frágangur eins og best gerist. Prófaður var Audi A3 með 1,6 lítra bensínvélinni en auk hennar er nú boðið upp á 2ja lítra FSI-bensínvél. Þegar fram líða stundir ætlar Audi einnig að bjóða bílinn með quattro- fjórhjóladrifskerfinu og 3,2 lítra, V6 vél, 250 hestafla. Eingöngu þrennra dyra A3 er orðinn mun stæðilegri og kraftalegri bíll á að líta, þökk sé breiðari brettaköntum. Í staðalgerð- inni, Attraction, kemur hann á 16 tommu stálfelgum en í Ambiente-út- færslu á 17 tommu álfelgum. Þetta er bíll sem fellur í flokk millistærðarbíla, C-flokk, en höfðar meira til þeirra sem sækjast eftir bílum í dýrari verð- flokki sem hafa útlitið með sér. Fram- endinn er snaggaralegur og um leið kraftalegur. Grillið er fremur stórt með hringjunum fimm og listar eru samlitir yfirbyggingunni. Prófunar- bíllinn er á breiðum dekkjum, 205/55 R16, og hann virkar verklegur og spennandi farkostur á að líta. Stóri ókosturinn við Audi A3 er sá að enn sem komið er fæst hann ein- göngu í þrennra dyra útgáfu. Fimm dyra útgáfan kemur ekki á markað fyrr en næsta haust. A3 er því fyrst um sinn bíll sem hentar best barn- lausum einstaklingum, þótt vissulega sé hægt að koma þremur fyrir í aft- ursætunum. Þar er þó frekar þröngt um manninn og sömuleiðis er það ókostur að framsætin hafa ekki minni, þ.e.a.s. þau falla ekki í sína upphaflegu stöðu eftir að farþega hef- ur verið hleypt inn í aftursæti. Þessu fylgir því að ökumaður þarf að end- urstilla sætið. Mælaborðið og umhverfi öku- manns er fremur einfalt og látlaust en verulega er vandað til alls frágangs og efnisvalið er sömuleiðis í hæsta gæðaflokki. Lítil vél 1,6 lítra vélin skilar 102 hestöflum við 5.600 snúninga á mínútu. Þetta er sama vélin og í VW Golf. Þetta er vél sem dugar til allra almennra nota en hún býður ekki upp á skemmtilega takta fyrir þá sem hafa ánægju af sportlegum akstri. Audi A3 er þannig gerður bíll, hvað varðar þægindi og klassískar línur í hönnun, að hann kallar eiginlega á meira afl. Það fá menn strax í 2,0 lítra vélinni, en svo virðist sem Audi ætli ekki að bjóða bílinn með hinni velheppnuðu 1,8 lítra túrbóvél, sem er fáanleg m.a. í A6 og svo auðvitað VW Passat. Það sem vekur hvað mesta ánægju með nýjan A3 eru aksturseiginleikar bílsins. Hjólaupphengjur að framan eru úr áli sem gerir það að verkum að ófjaðrandi þyngd bílsins er minni en ella og að aftan er fjölarma, sjálfstæð fjöðrun. Bíllinn liggur feiknavel á götu og þrátt fyrir framhjóladrifið undirstýrir hann ekki að ráði fyrr en virkilega er látið á hann reyna á mikl- um hraða í kröppum beygjum. Fjöðrunin er dálítið sportleg en engu að síður fer hún létt með að éta upp allar ójöfnur svo aksturinn er þýður, eins og í mun stærri bíl. Stýr- ingin er nákvæm og bíllinn er léttur í stýri og leggur sig minna í beygjum en vant er um bíla í þessum stærð- arflokki. Staðalbúnaður í öllum gerð- um A3 er spólvörn, sem er góður kostur jafnt innanbæjar að vetrarlagi sem í akstri á malarvegum. Bíllinn er með loftkældar diska- bremsur að framan og en venjulegar aftan og hemlunareiginleikar hans eru með miklum ágætum. Skemmti- leg hönnun er á handbremsunni sem miðar ekki síst að því að spara plássið frammi í bílnum. Audi A3 1.6 er lítill millistærðarbíll sem er vel smíðaður og vandaður í frágangi og hann státar af einhverj- um bestu aksturseiginleikum í sínum flokki. Stærsti ókosturinn við þessa gerð bílsins er vélin, sem er ekki nógu aflmikil til þess að veita mikla akst- ursánægju. Sömuleiðis er verðið nokkru hærra en fyrir aðra bíla í sama stærðarflokki, eða 2.360.000 kr. með 5 gíra beinskiptingu og tæpar 2,6 milljónir kr. með sjálfskiptingu, en á það ber að líta að menn þurfa að borga aukalega fyrir meiri búnað og líka merkið. Morgunblaðið/Jim Smart Audi A3 er stæðilegur á vegi en hér er hann sýndur á 17 tommu álfelgum. Stærri og breyttur Audi A3 REYNSLUAKSTUR AUDI A3 Attraction eftir Guðjón Guðmundsson Mælaborðið er stílhreint og frágangur allur vandaður. Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Jim Smart Bíllinn er hlaðbakur en einungis fáanlegur þrennra dyra enn sem komið er. Hægt er að fella niður aftursætisbök og mynda allt að 1.100 lítra farang- ursrými. gugu@mbl.is Vél: Fjórir strokkar, 16 ventlar, 1.595 rúmsentí- metrar. Afl: 102 hestöfl við 5.600 snúninga á mínútu. Tog: 148 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. Hröðun: 11,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 185 km/ klst. Lengd: 4.205 mm. Breidd: 1.765 mm. Hæð: 1.420 mm. Gírkassi: 5 gíra bein- skiptur. Eigin þyngd: 1.295 kg. Fjöðrun: Sjálfstæð álfjöðr- un að framan, sjálfstæð fjölarma fjöðrun að aftan. Hemlar: Diskar, kældir að framan, ABS, EBD og ASR-spólvörn. Hjólbarðar: 205/55 R16 Farangursrými: 350– 1.100 lítrar. Eyðsla: 7,9 lítrar í blönd- uðum akstri. Verð: 2.360.000 kr. Umboð: Hekla hf. Audi A3 1.6 Attraction Mælarnir eru fíngerðir en gott er að lesa af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.