Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Vanda›ar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsni›nar fyrir flinn bíl. Engin göt í mælabor›i›. w w w .d e si g n .is © 2 0 0 3 BÖÐVAR Jónsson er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og keypti sér fyrir nokkrum ár- um Yamaha 750-mótorhjól, sem hann ekur um sér til skemmtunar. Frúin á heimilinu, Anna Karlsdóttir Taylor, er einnig með próf á mótorhjól og fara þau hjónin stundum saman út að hjóla þegar faðir Önnu, Karl Taylor, lánar dóttur sinni hjól sitt af gerðinni Honda Shadow 1100. Það má því segja að mótorhjólaáhuginn hafi þarna skotið rótum í heilli fjölskyldu. „Þetta er auðvitað bara ein af þessum dellum sem maður fær. Ég var í jeppamennskunni hér áður fyrr og þegar tíminn fór að verða takmark- aðri færði maður sig yfir í þetta fyrir um þremur til fjórum árum. Þá keypti ég mér hjól, Yamaha Virago 750, en við erum bæði hjónin með próf á mótorhjól,“ segir Böðvar. Hann er félagi í Örnum –Bifhjólaklúbbi Suðurnesja, ásamt tengdaföður sínum, en segist þó ekkert sérstaklega virkur í starfinu. „Það er rosalega stór hópur sem er í þessum klúbbi og maður sér í tölvupóstinum að það er heilmikið líf í kringum hann, þótt ég geti ekki státað af því að taka mikinn þátt í starfinu. En maður reynir að fara út að hjóla öðru hverju.“ Var langyngstur í fyrstu ferðinni með Örnum Böðvar segir það koma fyrir að þau hjónin fari að hjóla saman þar sem tengdapabbi hans eigi einnig hjól, þótt það gerist ekki oft. „Ég myndi segja að við hjónin hefðum jafnmik- inn áhuga á þessu en ég get ekki sagt að ég sé dellukarl þótt ég hafi mjög gaman af því að fara á góðum degi út að hjóla. Ég veit ekki hvað það er sem heillar mann, það er alltaf gaman í góðu veðri að vera útivið, það er sama hvort það er í þessu, jeppamennskunni eða úti að ganga, það er alltaf gaman að skoða umhverfið og nágrennið.“ Hann gekk í bifhjólaklúbbinn Erni fljótlega eftir stofnun og segir að þá hafi verið skemmtilegast að sjá að hann var langyngstur, 33 ára, í fyrstu ferðinni sem hann fór með klúbbfélögunum. „Mér fannst skemmtilegast við það þegar ég fór í fyrsta sinn út að hjóla eftir að ég gekk í klúbbinn, að þá voru sennilega fimmtán í ferðinni og ég var langyngstur, sá sem var næstur mér var tíu árum eldri. Þannig að ég var bara unglamb íþessu til að byrja með. Síðan hefur fjölgað og nú er fólk frá tvítugu upp í sjötugt í klúbbnum.“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar keypti sér Yamaha 750 Bæði hjónin með mótorhjólapróf Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Hjónin Böðvar og Anna eru bæði með mótorhjólapróf. SPRENGING hefur orðið í áhuga manna á vélhjólum á Suðurnesjum undanfarin misseri og hafa menn sést víða um Reykjanesbæ að æfa sig á nýjum hjólum. Svo virðist sem mótorfákarnir hafi á ný kveikt upp áhugann hjá mörgum sem hafa jafn- vel ekki hjólað áratugum saman á meðan aðrir eru að láta gamlan draum rætast. Til marks um þenn- an mikla áhuga eru nú tæplega 150 félagsmenn skráðir í Erni – Bif- hjólaklúbb Suðurnesja, sem stofn- aður var 27. apríl 2001. Í klúbbnum er fólk á öllum aldri frá tvítugu upp í sjötugt og kom þessi gífurlegi áhugi stofnendum klúbbsins mjög á óvart. Einar Björnsson er formaður Arna og segir klúbbinn upphaflega stofnaðan til að stuðla að betri um- ferðarmenningu og vera vettvangur áhugafólks um mótorhjól. Hann segist hafa reiknað með að félagar í klúbbnum yrðu í mesta lagi 40, en í dag eru skráðir félagar 147. Nýtur þess að hjóla í góðu veðri „Þetta er alls kyns fólk, þó meira í þeim kantinum að menn séu komn- ir yfir fertugt. Obbinn er sá aldur, en félagar eru þó á öllum aldri,“ segir Einar. Hann segist sjálfur hafa fengið delluna á ný fyrir tveim- ur og hálfu ári og hafði þá ekki stig- ið á bak mótorfáki í meira en 30 ár, eftir að hafa verið á skellinöðrum sem unglingur. Um svipað leyti virðist áhuginn hafa smitast víða um Suðurnesin, menn fóru að tala um að stofna klúbb og segist Einar hafa tekið af skarið og hrint því í fram- kvæmd. Eftir það jókst áhuginn og sífellt fleiri gengu í klúbbinn. „Þegar það fór að verða gott sum- ar og maður fór að sjá einn og einn hjóla, þá fékk maður þennan áhuga aftur. Mér leist ekkert á þegar menn voru að hjóla hér fyrir nokkr- um árum í rigningu og roki og fannst það tóm vitleysa. Síðan fékk maður bara þennan fiðring aftur og kýldi á þetta. Ég hef voða gaman af að hjóla í góðu veðri og bara njóta þess. Það er ekki verið að leita eftir hraða eða slíku, það er bara svo gaman að þessu,“ segir Einar. Sjálfur á hann nú tvö hjól, Yam- aha 1100 og Harley Davidson, og fór m.a. í sumar til Barcelona með Harley Davidson-klúbbnum og seg- ir að það hafi verið virkilega gaman og góð viðbót við starfið í Örnum. „Þar erum við með fundi reglulega og yfir sumarið hittumst við alltaf einu sinni í viku og yfir veturinn einu sinni í mánuði og hjólum eitt- hvað saman. Þá fáum við ýmsa aðila til að vera með kynningar á örygg- isbúnaði og öðru því sem mótorhjól- unum tengist og jafnframt koma hingað menn og kynna hjól sem þeir eru að selja,“ segir Einar. Sniglarnir urðu hissa á þessum mikla áhuga Hannes H. Gilbert gekk í klúbb- inn skömmu eftir að hann var stofn- aður, en líkt og Einar hafði hann ekki snert mótorhjól árum saman þegar fiðringurinn tók völdin fyrir þremur árum. „Þetta byrjaði þannig að menn voru að sjá einn og einn hjóla og klúbburinn var settur á laggirnar til að þjappa mannskapnum saman og fara eitthvað saman.“ Að sögn Hannesar hafa menn keypt sér hjól í auknum mæli og m.a verið að flytja inn notuð hjól frá Bandaríkjunum. „Það reiknaði eng- inn með þessum ósköpum. Við erum t.d. með þannig lög að það er bara einn formaður sem er einræðis- herra, en núna stöndum við frammi fyrir því að þurfa að breyta öllu saman, því við héldum að þetta yrði í mesta lagi 20 til 30 manna klúbbur þar sem slíkt myndi ganga upp. En nú er þetta sprungið,“ segir Hann- es. Hann segir að Sniglarnir, Bif- hjólasamtök lýðveldisins, hafi orðið forviða á þessum mikla áhuga og jafnvel talið að verið væri að stofna klúbb þeim til höfuðs. Hannes segir klúbbinn hins vegar eingöngu hafa verið stofnaðan til að þjappa saman vélhjólafólki á Suðurnesjum og klúbbfélagar séu í góðu samstarfi við Sniglana. „En þeir voru forviða á því að úti á landi gæti sprottið upp klúbbur með yfir 100 félaga, þegar illa gengur hjá þeim að fá mann- skap. Síðan hafa menn gengið í Sniglana einnig sem eru í okkar klúbbi.“ „Ef þú færð þessa dellu einu sinni losnarðu aldrei við hana“ Aðspurður af hverju þessi mikli áhugi á mótorhjólum stafi þarna suður með sjó, segist Hannes kunna litlar skýringar á því. „Kannski eru þetta bara gamlir draumar sem hafa blundað í mönnum lengi. Mað- ur sér einkum að menn sem eru komnir yfir fimmtugt eru að fá sér mótorhjól og þá jafnvel í fyrsta skipti og hafa aldrei komið nálægt þessu áður. Kannski er þetta grái fiðringurinn, ég hef enga haldbæra skýringu á þessu aðra en þá að menn séu bara að láta gamlan draum rætast,“ segir Hannes. Sjálfur ekur hann um á gömlu Yamaha FJ 1100 hjóli, árgerð 1985. sem hann kallar sportferðahjól. Hann segist hafa fengið áhugann upphaflega sem unglingur á skelli- nöðru, síðan hafi stærri hjól fylgt í kjölfarið þegar árin færðust yfir, en skyndilega hafi hann hætt og tekið sér hlé frá mótorhjólum í 14 ár. Þá segist Hannes hafa fengið ókeypis í hendurnar hjól sem hann gerði upp og seldi og keypti síðan annað hjól. Áhuginn var þá vakinn á ný og ekki aftur snúið. „Ef þú færð þessa dellu einu sinni þá losnarðu aldrei við hana, aldrei. Alltaf þegar maður sá einhvern á hjóli, þá fór um mann fiðringur að vera með. Þegar tækifæri gafst lét maður slag standa.“ Mikill áhugi á mótorhjólum hefur sprottið upp á Suðurnesjum og eru nú 147 manns skráðir í Erni – Bifhjólaklúbb Suðurnesja Mótorfákar vekja gamlan fiðring Ljósmynd/Hilmar Bragi Nokkrir félagar í Örnum áður en haldið var í hópferð á flugsýninguna á Reykjavíkurflugvelli síðasta laugardag. Einar Björnsson, formaður Arna. Hannes Gilbert ekur á Yamaha-vélfáki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.