Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Toyota Landcruiser 90 VX NEW, árg. 2003, sjálfsk., ekinn 24 þús. Einn með öllu. Verð 5.290 þús. Mitsubishi Pajero 2,8 TDI, 35", árg. 1999, 5 gíra, ekinn 82 þús., Mjög gott eintak. Verð 2.790 þús. Toyota Landcruiser 90 VX D4-D Common rail 33" árg. 2000, sjálfsk. ekinn 193 þús. Verð 2.950 þús. Chevrolet Silverado 1500 Z 71, 33", 5,3 bensín, árg. 2000, sjálfsk., ekinn 50 þús. Verð 2.690 þús. 480 8000 HVORT sem mönnum líkar betur við manninn eða ekki verður því ekki á móti mælt að Michael Schumacher er mestur allra ökuþóra Formúlu-1 í seinni tíð. Hann vann á dögunum heimsmeistaratitil ökuþóra í sjötta sinn, afrek sem seint verður jafnað. Sjálfum finnst honum hann ekki verð- ugur í samanburði við argentínska ökuþórinn Juan Manuel Fangio sem varð fimm sinnum meistari á árunum 1961–67 og vann þá 24 mót af 51 sem hann tók þátt í. Schumacher hefur keppt 194 sinnum og unnið 70 sinn- um. Sérfræðingar formúluvefjar ITV hafa valið 10 merkustu sigrana á ferli Schumachers og er niðurstaða þeirra eftirfarandi, auk sigranna í San Mar- ínó og Austurríki á þessu ári og í Mal- asíu árið 2001: Belgía 1992 Fyrsti sigurinn og einn sá besti, ná- kvæmlega ári eftir að hann hóf keppni í sömu braut. Schumacher sýndi þar hæfileika sína í bleytu og við breytilegar aðstæður. Það byrjaði að rigna á öðrum hring kappaksturs- ins og setti það mikinn strik í reikn- inginn. Schumacher var einna fyrstur til að skipta yfir á regndekk, eða á fimmta hring. Ayrton Senna reyndi hins vegar að halda áfram á þurr- dekkjum við stöðugt versnandi að- stæður. Þegar brautin var tekin að þorna á ný ákvað Schumacher að skipta yfir á þurrdekk í lok 30. hrings og var því með sex sekúndna forystu þegar keppinautarnir höfðu einnig stoppað og skipt yfir á þurrdekk. Er svo pústkerfi yfirburðabíls Nigel Mansell hjá Williams bilaði var hann á grænni grein og ók til glæsilegs jómfrúarsigurs. Portúgal 1993 Schumacher lét það ekki aftra sér þótt Benettonbíll hans stæði Willi- amsfákum Alain Prost og Damon Hill langt að baki hvað hraða varðar. Dæmigerð kænska tæknistjórans Ross Brawn og frammistaða Schu- machers í stjórnklefanum færði hon- um sigur öðru sinni. Var hann fimmti á eftir bílahóp er hann stoppaði á 21. hring til dekkjaskipta. Að þjónustu- stoppum búnum var hann orðinn á undan Prost sem tafðist í förum fyrir tilstilli Jean Alesi á Ferrari. Afréð Schumacher að halda áfram og stoppa ekki aftur. Knúði hann bíl sinn sem ákafast mátti og varðist atlögum Prost undir lokin og kom tæpri sek- úndu á undan honum á mark. Belgía 1995 Helgin byrjaði illa er Schumacher rann á svellinu í vætusamri tímatöku og hafnaði í 16. sæti. En með dæmi- gerðri baráttu keyrði hann í krókum framhjá keppinautunum og á 16. hring hafði hann komist upp í annað sætið á eftir keppinaut sínum um heimsmeistaratitilinn, Damon Hill hjá Williams. Tók að rigna fjórum hringjum seinna og íhaldssamari Hill fór fljótt inn að bílskúr og skipti yfir á regndekk. Schumacher ók áfram á þurrdekkjum og freistaði þess með góðri bílstjórn að halda forystu. Hill dró hann uppi og hófst hörð rimma og nýtti Schumacher alla keppnishörku sína og hæfileika til að halda mun hraðskreiðari Williamsbílnum fyrir aftan. Á endanum komst Hill fram úr eft- ir að bílar þeirra snertust í fyrstu beygju brautarinnar, Les Combes, en fljótlega þornaði brautin svo þurr- dekk Schumachers nutu sín betur og hann komst fljótt aftur fram úr. Aftur byrjaði að rigna á 28. hring svo að ör- yggisbíll var sendur út í brautina. Notuðu bæði Michael og Damon tækifærið til þess að skipta um dekk en Hill fékk 10 sekúndna refsistopp fyrir að aka of hratt í bílskúrareininni og mikilfenglegur sigur var því Schu- machers. Nürburgring 1995 Ef til vill mesti sigur Schumachers á heimavelli en Schumacheræði hafði skotið rótum í Þýskalandi haustið 1995. Damon Hill þurfti einkar mikið á því að vinna kappaksturinn til að kljást við Michael um heimsmeistara- titil ökuþóra en Benettonþórinn gerði fljótt út um vonir enska ökuþórsins. Michael var annar framan af í rign- ingarakstri og valdi þriggja stoppa keppnisáætlun í þessu móti eins og Benetton gerði í mörgum öðrum. Botnkeyrði hann á milli stoppa og gekk áætlunin upp. Kom hann út úr lokastoppinu 24 sekúndum á eftir for- ystumanninum Jean Alesi er 16 hringir voru eftir. Hóf hann mikinn eltingarleik og minnkaði bilið um tvær sekúndur á hring og tók svo fram úr með ævintýralegum hætti ut- anvert í hlykkbeygjunni í lok hrings- ins er þrír hringir voru eftir. Spánn 1996 Schumacher er yfirleitt óviðjafnan- legur í bleytu en í Barcelona árið 1996 var sem hann gengi á vatni. Enginn átti neitt svar við akstri hans er himn- arnir rifnuðu yfir Katalóníu og regnið buldi á brautunum. Sérfræðingar höfðu lengst af líkt Ferrari F310 bílnum við dráttarbát en það var honum ekki til trafala á þeim degi. Með einstökum hæfileik- um sínum yfirsteig hann veikleika bílsins. Í ræsingunni mistókst honum og féll úr sjötta sæti niður í það ní- unda í slagnum inn að fyrstu beygju en í lok hringsins hafði hann aftur heimt sæti sitt. Ekki leið á löngu þar til hann byrj- aði að vinna sig fram á við, tók fram úr Eddie Irvine, Gerhard Berger, Da- mon Hill, Jean Alesi og loks Jacques Villeneuve. Var hann með forystu frá 12. hring til loka mótsins þrátt fyrir að taka þjónustustoppi meira en aðr- ir. Unun var að horfa á bílstjórnunina og menn fengu á tilfinninguna að hann hefði getað unnið sigur þennan dag þótt á Minardi væri. Sigurinn var markverður sakir þess að hann var sá fyrsti sem hann vann á Ferraribíl en á honum hefur hann nú unnið 32 mót. Ítalía 1996 Í þessu móti öðlaðist Schumacher sess í hjarta heitra stuðningsmanna Ferrari, svonefndra tífósi. Fram að því höfðu þeir haft vissan fyrirvara á honum, töldu hann hrokafullan og kuldalegan. En ekkert bræðir hjörtu tífósíanna betur en sigur í Monza. Michael hóf keppni í þriðja sæti en Damon Hill og Jacques Villeneuve hjá Williams féllu snemma úr leik er þeir rákust utan í keilur sem settar voru upp á keppnisdegi í hlykkbeygj- um. Minnstu munaði að Schumacher yrði fórnarlamb þeirra líka en slapp með því að sleppa stýrinu er hann rakst utan í eina. Komst hann fram úr Alesi í þjónustustoppi og eftirleikur- inn var auðveldur. Enginn glæsisigur en einhver mikilvægasti fyrir hann. Mónakó 1997 Saman fór að þessu sinni færni Schumachers á götum furstadæmis- ins og í rigningu. Stakk hann bókstaf- lega af og hvarf sjónum keppinaut- anna sem fengu ekkert að gert. Rigning vofði yfir rétt fyrir ræs- ingu og hafði hann úr tveimur bílum að spila, annar settur upp fyrir rign- ingu en hinn fyrir þurrviðrisakstur. Valið var skynsamlegt og hann skundaði á burt er rigningin buldi skyndilega niður. Ökuþórar Williams hófu keppni fremstir og völdu af óskiljanlegum ástæðum að hefja keppni á þurr- dekkjum og var Schumacher kominn fram úr þeim áður en fyrsti hringur var á enda. Lét hann forystuna ekki frá sér eftir það og varð rúmri mínútu á undan næsta bíl á mark þótt sjaldn- ast virtist nokkur asi á honum. Ungverjaland 1998 Í þessum kappakstri fór saman skörp hugsun Brawn og hinn mikli hraði Schumacher. McLarenbílarnir voru í sérflokki árið 1998 þegar öllu er jafnað, en akstursfærni Michaels bætti það upp. Brawn ákvað að breyta keppn- isáætlun og gera þrisvar hlé á akstr- inum í stað tvisvar eins og McLaren valdi jafnan. Hélt Schumacher í við silfurörvarnar framan af en var kom- inn fram úr eftir seinna stopp sitt og varð því að byggja upp 22 sekúndna forskot á Mika Häkkinen til þess að halda enn forystu eftir þriðja stopp sitt. Það gekk upp og sýndi Schu- macher því færni sína með því að leggja Häkkinen að velli þótt McLar- enbíllinn stæði Ferrarifáknum fram- ar. Japan 2000 Ætlunarverkinu lokið. Eftir fimm ára atlögu rættist loks draumur Schumacher um að færa Ferrari heimsmeistaratitil. Og það gerði hann með stæl. Í kappakstrinum tókust á tveir mestu ökuþórar seinni tíma, Schumacher og Mika Häkkinen, í húfi var heimsmeistaratitillinn. Michael varð að gefa eftir og sjá Häkkinen skjótast fram úr í ræsingunni en síðar hurfu þeir öðrum keppendum. Häkk- inen hélt forystunni fram yfir fyrstu þjónustustoppin en síðan byrjaði að dropa. Við hinar breytilegu aðstæður sem fylgdu rigningunni skein Schumacher og tók mikinn sprett þegar Häkkinen stoppaði öðru sinni og tókst að vinna sér inn nokkrar sekúndur sem dugðu til þess að komast fram úr er hann sjálfur lauk sínu seinna stoppi. Sig- urinn var þar með hans og einnig heimsmeistaratitillinn. Reuters Ferrari-liðið hefur oft haft ástæðu til að fagna á undanförnum árum. Fræknir sigrar Schumachers Reuters Schumacher er óumdeilanlega einn mesti ökuþór í Formúlu-1 í seinni tíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.