Morgunblaðið - 23.10.2003, Page 1

Morgunblaðið - 23.10.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 287. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Leysa af í 70 mínútum Nýir menn stjórna 70 mínútum á Popptíví næstu vikur Fólk 52 Ekki má vanrækja rækjuna, en opna þarf nýja markaði Ver 2 Fegurð í tónum Philippe Entremont kemur fram með Sinfóníunni Listir 26 Framtíð í rækjunni HANS-Adam II, fursti af Liechtenstein, seg- ir enga ástæðu fyrir Liechtensteinstjórn að gefa eftir í deilu hennar við Tékkland og Slóvakíu, þótt hún kunni að ganga af EES- samningnum dauðum. Þessi deila varð til þess að fulltrúar Liechtenstein neituðu, öðr- um samningsaðilum að óvörum, að undirrita samninga um aðlögun EES-samningsins að stækkun Evrópusambandsins. Í viðtali við dagblaðið Liechtensteiner Vat- erland segist furstinn eiga bágt með að sjá fyrir sér að af stækkun EES geti orðið án þess að Liechtenstein samþykki það. Enn- fremur segir hann hugsanlegt að ESB muni þá segja EES-samningnum upp og tvíhliða samningar komi í hans stað. Reyndar búist hann fastlega við því að eftir fáein ár verði Noregur hvort eð er genginn í Evrópusam- bandið, og Ísland sennilega líka. Liechtenstein Segir EES brátt úr sögunni  Fullveldið/10 ALLT að 200.000 manns er haldið í þrælkunar- búðum í Norður-Kóreu og algengt er að fang- arnir séu pyntaðir eða teknir af lífi og margir svelta heilu hungri, að því er fram kemur í skýrslu sem Mannréttindanefnd Bandaríkjanna birti í gær. Þar er því einnig lýst hvernig vanfær- ar konur úr röðum þúsunda Norður-Kóreu- manna, sem flúðu til Kína en voru sendir aftur til heimalandsins, eru neyddar í fóstureyðingu eða látnar horfa á fangaverði drepa börn þeirra. Skýrslan byggist m.a. á frásögnum um 30 fyrrverandi fanga og fangavarða sem sluppu frá Norður-Kóreu og henni fylgja gervihnattamynd- með myndir af feðgunum á heimilum sínum. Kona á meðal fanganna var handtekin fyrir að syngja suður-kóreskt dægurlag. Aðrir höfðu bú- ið í Japan en snúið aftur til heimalandsins og eru álitnir „spilltir af japönsku frjálslyndi og kapítal- ískri hagsæld“. Haft er eftir fyrrverandi fangaverði að á ári hverju hafi 1.500–2.000 fangar, aðallega börn, dáið í búðum hans. Þá segir í skýrslunni að börn kvenna, sem vísað var frá Kína, hafi verið kæfð með handklæðum fyrir framan mæður þeirra og sagt hafi verið við þær að Norður-Kóreumenn geti ekki brauðfætt börn erlendra feðra. ir af búðum, námum og verksmiðjum þar sem fangar eru neyddir í „þrælkunarvinnu“. Á meðal þeirra eru pólitískir fangar sem voru handteknir fyrir meinta andstöðu við Kim Jong- Il, leiðtoga landsins, eða föður hans, Kim Il- Sung, sem lést 1994. Nokkrir þeirra voru hnepptir í fangelsi fyrir að fara ekki nógu vel Allt að 200.000 N-Kóreu- menn í þrælkunarbúðum Pyntingar og aftökur algengar og verðir sakaðir um barnadráp Washington. AFP. BÍLAR aka frá hollenska bænum Houten og í kringum lendingarpall fyrir „fljúgandi furðuhluti“ í útjaðri bæjarins. Listamaðurinn Martin Rebeek hannaði pallinn í samstarfi við fulltrúa Houten og á hann að gera geimverum kleift að lenda heilu og höldnu í Hollandi. Lendingarpallur fyrir geimverur Reuters „ÞAÐ er fráleitt annað en að sama skatthlutfall gildi um allar tekjur, óháð uppruna,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þegar hann setti fertugasta þing sam- bandsins í gær. „Þar vísa ég bæði í skatta á fyr- irtæki og á fjármagn. Í samfélagi samtímans byggir fjölmennur hópur afkomu sína nær einvörðungu á arð- greiðslum eða tekjum af fjármagni. Finnst mönnum eðlilegt að mismuna í skattlagningu launatekjumannin- um í óhag? Skyldi fólk almennt gera sér grein fyrir því hve háir fjár- magnstekjuskattar eru í þeim lönd- um sem við berum okkur saman við? Algengt er að sama skattprósenta gildi um laun og fjármagn en sums staðar eru skattar á arðgreiðslur eft- ir öðru hlutfalli,“ sagði Ögmundur. Hann minnti á að hér væri skattur á vexti og arð 10% en í Noregi væri hann t.d. 28%, í Danmörku 43% og í Sviss 42,4%. „Allt tal um að hækkun fjármagnstekjuskatts myndi þýða stórfelldan fjármagnsflótta úr land- inu er gjörsamlega út í hött. Það færi ekki króna úr landi, einfaldlega vegna þess að jafnvel hækkun ís- lenska fjármagnstekjuskattsins um helming, um 100%, þýddi að eftir sem áður væri hann lægstur hér á landi samanborið við nánast öll lönd sem tíðkast að bera Ísland saman við,“ sagði hann. Sama skatthlutfall gildi um allar tekjur  Algengt/6 KYNLÍFSMARKAÐUR á Íslandi veltir 650 milljónum króna á ári að því er fram kemur í nýrri rannsókn á skipulögðum rekstri atvinnufyr- irtækja á sviði kynlífsþjónustu. Í rannsókninni var m.a. leitast við að varpa ljósi á eignatengsl milli ein- staklinga og fyrirtækja innan kyn- lífsiðnaðarins. Fram kemur að eignatengsl á kynlífsmarkaðinum séu ekki jafn- mikil og ætla mætti en oft reyndist erfitt að fá upplýsingar um hvaða eigendur stæðu á bak við þessi fyr- irtæki. „Þó er að finna eignatengsl, til dæmis á milli erótísku nuddstof- unnar X-nudds og tímaritsins Sex í Reykjavík, svo og á milli eigenda nektardansstaða í Keflavík annars vegar og Reykjavík hins vegar. Al- mennt virðist gilda sú regla að hver haldi sig á sínu sviði markaðarins og forðist tengsl við önnur svið,“ segir í niðurstöðum. Kynlífsmarkaður á Íslandi kortlagður Ársveltan um 650 milljónir  Segja/4 ÁRÁSUM, sem leiða til meiðsla, hefur fjölg- að verulega í skólum Óslóar og lætur nærri að annan hvern dag meiðist þar einhver af völdum ofbeldis, að því er fram kom á fréttavef Aftenposten í gær. Vitnað er þar í skýrslu sem leiddi í ljós að á fyrri helmingi ársins var tilkynnt um 110 ofbeldistilvik í skólunum og 62 þeirra leiddu til greinilegra meiðsla. Slíkum lík- amsárásum fjölgaði um 40% frá sama tíma árið áður. Ellefu tilvikanna voru tilkynnt til lögreglu. Í skýrslunni kemur einnig fram að 70% nemendanna, sem beittu ofbeldi, ganga í barnaskóla og 92% þeirra eru piltar. Al- gengast er að þeir ráðist á kennslukonur. Upplýsingafulltrúi fræðslumiðstöðv- arinnar í Ósló segir þessa þróun áhyggju- efni en bendir á að í skólunum eru alls 70.000 nemendur. Knut Myhrer, aðalöryggisfulltrúi skól- anna, segir að nýleg rannsókn bendi til þess að fjórði hver kennari verði fyrir alvarlegu höggi frá nemanda einhvern tímann á starfsferlinum. Ofbeldi eykst í norskum skólum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.