Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Enn er ekki sopið kálið. Ráðstefna Líffræðifélagsins um friðun Ólík sjónarmið varðandi friðun LÍFFRÆÐIFÉLAGÍslands stendurfyrir ráðstefnu í Norræna húsinu laugar- daginn 24. október. Yfir- skrift ráðstefnunnar er „Friðun“ og verður fjallað um hugtakið bæði út frá fræðilegum og hagnýtum hliðum. Ráðstefnan hefst kl. 9:30 og lýkur með pall- borðsumræðum sem hefj- ast kl. 16, en að þeim lokn- um fer fram móttaka. Ráðstefnan er öllum opin og verður aðgangseyri stillt í hóf eftir því sem kostur er. Hvað getur þú sagt mér um Líffræðifélag Íslands og starfsemi þess? „Líffræðifélag Íslands er opin félagasamtök sem hafa það að sínu markmiði að standa að ráðstefnum og annarri fræðslu félagsmönnum sínum til handa. Félagið var stofnað 1979 og eru félagar nú um 380 manns.“ Hvert er tilefni ráðstefnunnar? „Ráðstefnan í ár tekur einna helst mið af þjóðmálaumræðu undanfarið en þar hafa umhverf- ismál, verndun og friðun verið mjög áberandi. Þar má nefna um- ræðuna um Norðlingaölduveitu, Kárahnjúkavirkjun og alfriðun rjúpunnar svo fátt eitt sé talið. Einnig má nefna að á nýafstöðnu Umhverfisþingi voru náttúru- verndarmál í brennidepli og kynnt drög að náttúruverndar- áætlun fyrir árin 2004–2008.“ Hvert er markmiðið með ráð- stefnunni? „Markmiðið er fyrst og fremst að efla umræðu og fjalla um frið- un frá sem flestum sjónarhorn- um, bæði fræðilegum og hagnýt- um. Í því skyni hefur verið leitað til sérfræðinga á ýmsum sviðum, bæði líffræðinga, jarðfræðinga, heimspekinga og hagfræðinga. Við vonumst til þess að með ráð- stefnu sem þessari opnist nýjar leiðir til tjáskipta á faglegum og gagnlegum grunni.“ Hver eru helstu þemu ráð- stefnunnar og hverjir taka til máls? „Umfjöllunarefnin eru mörg og ætlunin er að nálgast friðunar- hugtakið út frá ólíkum forsend- um. Meðal þess sem fjallað verð- ur um eru siðfræðilegar og hagfræðilegar forsendur friðun- ar, friðun tegunda og friðun land- svæða. Ólafur Páll Jónsson heim- spekingur og aðjunkt við heimspekideild Háskóla Íslands mun flytja erindi sem hann nefnir „Undir hælum athafnamanna“. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, pró- fessor í grasafræði við Líffræði- stofnun Háskóla Íslands, flytur erindi um friðun og verndun gróðurs, en þess má geta að tí- unda hver háplöntutegund er á válista Náttúrufræðistofnunar. Ólafur Nielsen, vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, fjallar um friðun fugla, en hann er okkar helsti sérfræðingur um rjúpuna. Hann hefur verið að rannsaka stofnstærð rjúpunnar undanfarin ár og skoð- að hvað geti haft áhrif á stofnstærðina. Áki Ármann Jónsson veiði- stjóri ætlar að tala um alfriðun refs og Sigurður Jóhannesson hagfræðingur um hagfræði frið- unar. Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, fjallar um líffræðileg- an fjölbreytileika og leiðir til að viðhalda honum og María Harð- ardóttir frá Umhverfisstofnun flytur erindi um verndun land- svæða, auk þess sem hún mun ræða um nýkynnta náttúruvernd- aráætlun fyrir árin 2004–2008. Dr. Helgi Torfason, sviðsstjóri jarðfræðisviðs Náttúrufræði- stofnunar Íslands, mun kynna niðurstöður skýrslu sem unnin var hér á landi 2002 um friðun jarðfræðiminja, en þessi skýrsla hefur enn ekki verið kynnt op- inberlega. Jarðminjar eru nefni- lega ólíkar líffræðilegum minjum, því þær fjölga sér ekki og megnið af þeim verður aldrei bætt ef þeim er eytt. Einnig tekur til máls Sigmar A. Steingrímsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, sem fjalla mun um verndarsvæði í hafinu og hvernig Íslendingar standa sig í þeim efnum. Lengst af hefur stjórnun fiskveiða takmarkast við einstaka fiskistofna, en nú er um- talsverð þróunarvinna í gangi varðandi hugmyndafræði vist- fræðilegrar fiskveiðistjórnunar, sem felur í sér að hafsvæði eru friðuð frekar en einstakir stofnar. Að erindisflutningi loknum verða síðan pallborðsumræðum sem formaður Líffræðifélags Ís- lands, Ólöf Ýrr Atladóttir, stjórn- ar. Þar taka þátt aðilar frá hags- munasamtökum og fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, Land- vernd, Náttúruverndarsamtökin, Bændasamtök Íslands og Orku- veituna.“ Af hverju er mikilvægt að halda ráðstefnu á borð við þessa? „Það er alltaf mikilvægt að skiptast á skoðunum og þarna gefst fagaðilum og öll- um áhugamönnum um friðun kostur á að kynna sér flest þau mál sem hafa verið svo áberandi í allri sam- félagsumræðu upp á síðkastið. Undanfarin ár hefur því miður verið of lítið um gagnvirka um- ræðu milli talsmanna annars veg- ar fyrirtækja og hins vegar hags- munasamtaka. Okkur fannst því tími til kominn að leiða þessa að- ila saman til skemmtilegra skoð- anaskipta. Að sjálfsögðu vonumst við til þess að sjá sem flesta í Norræna húsinu á laugardag.“ Helga Þóra Eiríksdóttir  Helga fæddist 16. desember 1970 í Keflavík. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990 og BS-prófi í líf- fræði við Háskóla Íslands 1996. Á árunum milli 1996 og 2002 var Helga deildarstjóri DNA- raðgreiningar hjá Íslenskri erfðagreiningu, en starfar nú sem sölufulltrúi hjá Pharmanor. Helga hefur verið varaformaður Líffræðifélags Íslands síðan 2001 og er einn skipuleggjenda ráð- stefnunnar um helgina. Hún á einn son, Hlyn Gunn- arsson, 3 ára. Friðun áberandi í umræðunni NOKKRIR laxar komu austan úr Breiðdalsá í Norðurlax á dög- unum til notkunar í ræktunar- starfinu en þegar farið var að skoða fiskinn kom í ljós að meðal þeirra var einn eldislax sem ein- hvers staðar hefur sloppið úr sjó- eldiskvíum og ef til vill úr kvíun- um hjá Neskaupstað. Eldishængurinn er auðþekktur á því hversu sporður og uggar eru illa farnir auk þess sem vöxt- ur hans er nokkuð öðruvísi. Eldisfiskur í hrygningarlaxi Laxamýri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Helgi Vigfússon, Jón Benediktsson og Aðalsteinn Haraldsson hjá Norðurlaxi með laxana, en í miðjunni er eldisfiskurinn sem var fargað. GERA má ráð fyrir að Og fjarskipti hf. (Og Vodafone) verði í framtíðinni útnefnt sem fyrirtæki með umtals- verða markaðshlutdeild á fleiri mörkuðum en samtengimarkaðinum og það mun gera það að verkum að Síminn mun eiga auðveldara með að keppa á almennum forsendum og þá einnig í verði. Þetta er mat Páls Ásgrímssonar, forstöðumanns lögfræðideildar Sím- ans, en Páll segir að fram til þessa hafi Síminn nánast verið eina fyrir- tækið sem talið hafi verið með um- talsverða markaðshlutdeild í skiln- ingi fjarskiptalaganna. En eftir því sem Og Vodafone verði útnefnt með umtalsverða markaðshlutdeild á fleiri mörkuðum fái Síminn í auknum mæli að keppa á almennum samkeppnisforsendum, s.s. í lægra verði. Segir samkeppnisyfirvöld hafa sett þröngar skorður „Hingað til hafa samkeppnisyfir- völd sett okkur mjög þröngar skorð- ur og takmarkað heimildir okkar til þess að vera t.d. í beinni verðsam- keppni og þá sérstaklega á mörkuð- um þar sem Og fjarskipti hafa verið að ná árangri í markaðshlutdeild eins og t.d. á farsímamarkaði en einnig á gagnaflutningsmarkaði þar sem þeir eru líka með umtalsverða hlutdeild að mínu mati.“ Auðveldar Símanum að keppa í verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.