Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár HEIÐARGERÐI - PARHÚS Nýkomið í sölu 232 fm 6 herb. fallegt parhús á tveimur hæðum með 30 fm bílskúr. 4 svefnherbergi, 2 stofur, eld- hús og 2 baðherbergi. Húsið býður upp á mikla möguleika. Sólríkur suð- urgarður í rækt. Mjög góð eign á góðum stað. Áhvíl. 3 millj. Óskað er eftir tilboði í eignina. VESTURHÚS - NEÐRI SÉRHÆÐ - LAUS FYRIR JÓL Stór og rúmgóð 107 fm íbúð á neðri hæð í tvíbýli á frábærum útsýnisstað. Sérinngangur og hellulögð verönd til suðurs. Gluggar á þrjá vegu. Tvö svefnherb. og samliggjandi stofur. Af- ar björt og vel skipulögð íbúð á frá- bærum útsýnisstað. Verð 16,0 millj. Áhv. húsbr. 7,0 millj. BERGSTAÐASTRÆTI - HÆÐ OG RIS Sérlega sjarmerandi, mjög björt og vel skipulögð 123,3 fm íbúð í þríbýli, sem er hæð og ris. Á hæðinni eru samliggjandi stofur, rúmgott eldhús, baðherb. flísalagt m. baðkari. Tvö stór og rúmgóð svefnherbergi. Á efri hæð er 21,1 fm vinnuherbergi með fallegu útsýni. Það eru falleg furuborð á gólf- um neðri hæðar. Búið er að endur- ídraga rafmagn og endurn. rafmagns- töflu, einangra gólf, járn á þaki 10 ára. Verð 18,3 millj. Áhv. 4,9 millj. FISKAKVÍSL - ÚTSÝNI Sérlega falleg og vel skipulögð 121 fm íbúð á tveimur hæðum með glæsilegu útsýni af tvennum svölum. Baðherbergi flísalagt. Gegnheilt eik- arparket á öllum gólfum. Íbúðin er í 2ja hæð fjölbýli. Nýtt járn á þaki og sameign vel umgengin. Sérlega fal- legt og mikið útsýni yfir borgina. Áhv. 5,8 millj. byggsj. og lífeyrissj. Verð 17,8 millj. 8808 GAUTLAND - LAUST STRAX Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. íbúð á annarri hæð á þessum eftir- sótta stað. Hús að utan nýmálað og viðgert. Þrjú svefnherb. Nýtt parket. Laus strax. Áhvílandi ca 7,0 millj. Verð 12,9 millj. GULLSMÁRI Nýtt á skrá. Björt og afar vel skipu- lögð 86 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð (3ja hæða fjölb.) í nýviðgerðu og máluðu fjölbýli. Þrjú svefnherbergi innan íbúðar. Rúmgóð stofa. Eldhús með beykiinnréttingu. Flísalagt bað. Vestursvalir úr stofu. Verð 13,5 millj. HÁALEITISBRAUT - LAUS FYRIR JÓL Vorum að fá sérstaklega góða 99 fm 4ra herbergja íbúð á þriðju hæð - að- eins ein íbúð á hæð. Íbúðin, sem er mjög rúmgóð, skiptist í hol, 2 stofur, 2 svefnherbergi, uppgert baðherbergi og eldhús með eldri sérstaklega vel með farinni innréttingu. Stutt í alla þjónustu. Verð 14,9 millj. MIÐLEITI - LYFTA Vorum að fá í einkasölu glæsilega 101 fm 3ja herb. íbúð á fimmtu hæð, ásamt stæði bílskýli. Tvö svefnherb., stofa/borðstofa, stórar suðursvalir, rúmgott eldhús og flísal. baðherb. Fallegt útsýni er frá íbúðinni. Þvotta- hús er innan íbúðar með miklu skápa- plássi. Gólfefni: Parket og flísar. Laus 1. febrúar. Verð 18,7 millj. HJÁLPARSAMTÖKIN Save the Children, sem á íslensku nefnast Barnaheill, telja aukin áhrif Sam- einuðu þjóðanna for- sendu þess að upp- byggingar- og þróunarstarf í Írak geti gengið sem skyldi. Fulltrúi sam- takanna, Christopher Cuninghame, er staddur á Íslandi en hann sagði í samtali við Morgunblaðið að ótryggt öryggis- ástand í Bagdad ylli því að erfitt væri að halda úti hjálparstarfi þar í borg. Cuninghame er ábyrgur fyrir neyðar- aðstoð Bretlands- deildar Save the Children í Írak. Hann mun segja frá starfi samtakanna á málfundi sem haldinn er í dag í Norræna húsinu í tengslum við dag Samein- uðu þjóðanna. Verkefni Save the Children í Írak hafa verið af ýmsum toga á undanliðnum árum, s.s. vegagerð og bryggjusmíð. Frá lokum stríðs- ins í apríl hefur hins vegar einkum verið reynt að tryggja vernd barna. Má í því sambandi nefna hættuna sem stafar af sprengjum sem víða liggja enn og sem ekki sprungu þegar þeim var varpað til jarðar. Þá hafa skólar sums staðar verið notaðir sem vopnageymslur og leiksvæði barna sömuleiðis. „Við höf- um verið að hreinsa upp þessi svæði og vinnum að því í sam- ráði við heimamenn að finna út hvar hætta sé fyrir hendi,“ segir Cuninghame. Þá sé unnið að því að koma skólum og sjúkrahúsum í starf- hæft rekstrarform að nýju – en mikið var um gripdeildir á slík- um stöðum fyrstu dagana eftir að stríð- inu lauk. Ennfremur er unnið að því að tryggja aðgang barna að dýrum lyfjum. Grundvallaröryggi verður að vera tryggt Cuninghame var síðast í Írak í ágústbyrjun. Segir hann að sér hafi fundist þá að vísbendingar væru um að lífið væri að taka á sig eðli- lega mynd á ný. Honum hafi hins vegar verið ljóst að brugðið gæti til beggja vona hvað öryggisaðstæður varðaði. Segir Cuninghame að sjálfsmorðsárás á höfuðstöðvar SÞ seint í ágúst, þar sem á þriðja tug manna dó, hafi sett verulegt strik í reikninginn. Er það nú mat Save the Children að dregið hafi úr ör- yggi í mörgum hverfa Bagdad. „Staðreyndin er sú að árásir eins og þær, sem nú eru daglegt brauð í Bagdad, hefðu verið forsíðufréttir í byrjun stríðs. Nú teljast þær hins vegar ekki lengur fréttnæmar,“ sagði Cuninghame. Var fyrir nokkru ákveðið að kalla alþjóðlega starfsmenn Save the Children í Bagdad frá landinu vegna öryggisaðstæðna þar í borg. Cuninghame segir öryggi eina af frumforsendum þess að samtök eins og Barnaheill geti starfað á stað eins og Írak. Þá sé það mjög bagalegt fyrir samtökin að SÞ skuli ekki hafa meiri áhrif á stjórn mála, SÞ veiti hjálparsamtökum þá regn- hlíf sem þau þarfnist. „Við þurfum á því að halda að aðstæður séu tryggar. Á stað eins og Írak þurfa aðstæður einnig að vera með þeim hætti að við getum unnið okkar störf án þess að vera grunuð um að vera hliðholl hernámsliðinu, sem skortir heimild í skilningi alþjóða- laga til að vera þar,“ sagði Christopher Cuninghame. Christopher Cuninghame Fulltrúi hjálparsamtakanna Save the Children á Íslandi Aukin áhrif SÞ for- senda hjálparstarfs GEIMFARINN Yang Liwei er eng- inn venjulegur maður. Hann varð í síðustu viku fyrsti Kínverjinn til að fara út í geim og fyrir vikið ræða þarlendir fjölmiðlar um hann sem þjóðhetju – Yang er gjarnan sagður einn af bestu flugmönnum kín- verska flughersins, rifjað er upp að hann var afburðanámsmaður, að hann sé meðlimur í Komm- únistaflokknum og góður fjöl- skyldufaðir. Einn félaga Yangs lýsti honum meira að segja sem „þjóð- argersemi“. En hvar er þá Yang? Hann virðist horfinn af yfirborði jarðar. Þrátt fyrir augljósan áhuga stjórnvalda á því að stilla Yang upp sem hetju hef- ur hann ekki komið fram opinber- lega í þá sex daga sem liðnir eru síð- an hann kom úr geimför sinni. Hins vegar hefur átta ára sonur Yangs, Yang Ningkang, verið í sjónvarpinu og öll helstu dagblöð hafa birt myndir af honum þar sem hann veif- ar klúti barnadeildar Kommúnista- flokksins í Kína. „Pabbi minn, Yang Liwei, er ofboðslega merkur maður og ég er mjög stoltur af honum,“ sagði Yang yngri við athöfn sem haldin var í skóla hans í þessari viku. Fá fordæmi eru fyrir því í Kína hversu mjög Yang hefur verið hampað – a.m.k. er sjaldgæft að lif- andi einstaklingum sé hampað svo ofboðslega. Xinhua-fréttastofan sagði t.a.m. frá því í gær að heima- bær Yangs, Huludao í Liaoning- héraði í norðausturhluta Kína, hefði uppi áform um að reisa styttu af Yang ásamt eftirmynd af geimfari hans. Að slíkur heiður sé sýndur lif- andi manni er nánast einsdæmi, t.a.m. var ekki byggð stytta af Deng Xiaoping, fyrrverandi forseta Kína, fyrr en eftir að hann var dáinn. Einstaklingurinn skyggi ekki á afrekið sjálft Ráðamenn í Kína hafa ekkert sagt um það hvenær Yang eldri komi næst fram opinberlega, né hafa þeir útskýrt hvers vegna ekki hefur sést til hans. Fréttaskýrendur segja skýringuna á fjarveru Yangs hugs- anlega þá að stjórnvöld vilji ekki verða þess valdandi að fólk horfi um of á einstaklinginn, sem drýgði dáð- ina. Þau vilji að lögð verði áhersla á afrekið í heild, margir hafi enda átt hlut að máli, bæði vísindamenn og yfirvöldin sem ákváðu að stefnt skyldi á mannaða geimferð. Þessi skýring virðist þó í fljótu bragði ekki ríma fyllilega við þá staðreynd að ráðamönnum hefur jú einmitt verið mjög í mun að hampa Yang. Ef til vill kristallast í þessu öllu sú þversögn sem í reynd felst í til- raunum stjórnvalda til að gera Yang að þjóðhetju heima fyrir: nefnilega sú að hugmyndin um hetjudáð ein- staklinga er auðvitað í mótsögn við þá meginkenningu kínverskra kommúnista að heildin skipti alltaf meira máli en einstaklingurinn. Hvar er kínverska þjóðhetjan Yang? Fyrsti geimfari Kína hefur ekki sést opinberlega í tæpa viku Peking. AP. AP Yang Liwei hittir eiginkonu sína, Zhang Yumei, og son, Yang Ningkang, í Peking á fimmtudag eftir að hann hafði orðið fyrstur Kínverja til að fara út í geim. Yang hefur ekki sést opinberlega frá því þessi mynd var tekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.