Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „HELSTI kostur þess að reka fyrirtæki á Akureyri er sá að hér er miklu betra starfsfólk. Reynsla okkar er sú að hér er miklu minni veltuhraði starfsmanna og lægri launakostnaður, sem við eigum kannski ekki að vera státa af en það er ljóst að sú þensla sem á sér stað á höfuðborgarsvæðinu end- urspeglast í hærri launum fyrir verkamannastörf,“ sagði Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar, á morgunverðarfundi sem Íslandsbanki stóð fyrir á Hótel KEA í gær. Þar fór Baldur m.a. yfir kosti þess og galla að reka fyrirtæki á Norðurlandi. Hann sagði jafn- framt að húsnæðis- og að- stöðukostnaður væri lægri fyrir norðan og að þar munaði miklu. Baldur sagði aðspurður að sam- kvæmt sinni athugun væri launa- munur á milli áðurnefndra svæða 10–20%. Helsti ókostur þess að reka fyr- irtæki á Norðurlandi er flutnings- kostnaðurinn, að mati Baldurs. „Fyrirtæki á landsbyggðinni þurfa að halda uppi starfstöðvum á höf- uðborgarsvæðinu, samhliða rekstri á landsbyggðinni. Það er alveg ljóst að ef menn ætla að reka starfsemi á landsvísu og ná ár- angri, verða þeir að vera með sölu- og dreifiþjónustu á höf- uðborgarsvæðinu.“ Baldur sagði að þrátt fyrir fjarlægð frá stærsta markaðnum væri hægt að bjóða þar upp á svipaða þjónustu varð- andi afhendingu á vöru og fyr- irtæki á því svæði væru að bjóða. Hann sagði að varðandi flutn- ingsmál í landinu væri staðan sú að Eimskip og Samskip réðu ríkj- um á þeim markaði. Þau fyrirtæki hefðu keypt Rík- isskip og nánast alla aðila í land- flutningum á Íslandi. „Fyrirtækin tvö hafa tekið að sér að hagræða í þessu kerfi, fækka skipum og nýta bílana betur en þau hafa líka, af fullum þunga, hækkað verðið. Og þau hafa líka þurft að taka á sig skattlagningu, sem að öllu leyti er rökrétt, þar sem verið er að færa kostnað og niðurgreiðslu skipa- félaganna sem var á inn- og út- flutningi, í framhaldsflutninga út á land og gjaldfæra á þá sem nýta sér þá þjónustu. Þetta hefur í raun endurspeglað auknar álögur á fyrirtæki sem starfa á lands- byggðinni. Ef ekki verður breyt- ing á mun rekstur fyrirtækja sem þurfa að keppa við aðila á höf- uðborgarsvæðinu færast frá lands- byggðinni á höfuðborgarsvæðið.“ Þarf ekki tvær afgreiðslur fyrir Eimskip og Samskip Baldur sagði þó ljóst að þessi breyting hefði haft í för með sér bætta þjónustu en að hún mætti þó ekki verða til þess að menn væru að setja hundruð milljóna í hafnarmannvirki á ýmsum stöðum, þar sem þeir fjármunir nýttust mun betur í vegagerð. „Það þarf að byggja upp öflugt vegakerfi, sem þjónar atvinnulífinu á lands- byggðinni miklu betur en eitt skip í viku. Það þarf að hætta þessari sóun á fjármunum í óarðbærar framkvæmdir, eins og hafn- armannvirki eða flugvelli, sem standa svo ónotuð.“ Baldur sagði jafnframt að flutningafyrirtækin gætu hagrætt enn frekar. Það þyrfti t.d. ekki tvær afgreiðslur fyrir Eimskip og Samskip á Ak- ureyri. „Úti í heimi eru fyrirtækin með skrifstofur og söludeildir og samnýta svo vöruhús og aðstöðu. En svo er það aftur spurning hvort Samkeppnisstofnun myndi leggja stein í götu fyrirtækjanna ef þau tækju upp samstarf, þar sem samkeppnislöggjöfin hér er miðuð við milljónaríki. Mín nið- urstaða, varðandi flutningsmál og fyrirtækjarekstur á landsbyggð- inni er sú, að ríkið verður að greiða niður flutningskostnað fyr- irtækja á landsbyggðinni til að jafna samkeppnisstöðu þeirra. Ef ekki tel ég að það eigi eftir að hafa í för með sér að rekstur fyr- irtækja sem þurfa á flutningnum að halda muni óhjákvæmilega fær- ast að helsta markaðssvæði lands- ins.“ Baldur sagði varðandi þróun at- vinnulífs á Norðurlandi, ættu menn ekki að bíða eftir neinum töfralausnum. Á svæðinu væru miklir möguleikar, t.d. í sjávar- útvegi, ferðaþjónustu og skóla- málum. Hann sagði nauðsynlegt að efla Akureyri sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið en hins vegar gerðu menn lítið annað en að tala um það. Menn þyrftu m.a. að vinna í því að fá ríkisstofnanir norður. „Menn þurfa að setja sér það markmið að hér verði 30.000 manns árið 2010 en hins vegar er þetta spurning um leiðir. Akureyrarbær, þing- menn, atvinnulífið og ríkisvaldið þurfa að vinna að því að skapa hér ný tækifæri.“ Framkvæmdastjóri Sjafnar á Akureyri, um kosti fyrirtækjarekstrar á Norðurlandi Hér er miklu betra starfsfólk og launakostnaðurinn lægri HLYNUR Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, hvatti til þess í ávarpi við opnun listaverkasýn- ingar Roni Horn í Háskólanum á Akureyri á laug- ardaginn að listkennsla yrði tekin upp þar á bæ; kennsla í myndlist og tónlist, jafnvel dansi. „Það er ósk mín að hér á Akureyri verði tekin upp kennsla í myndlist á háskólastigi og reyndar ekki einungis í myndlist, heldur óska ég þess að við myndum taka upp kennslu í tónlist og jafnvel dansi, vegna þess að þó að við búum ekki í mjög stórum bæ – ég þori varla að segja litlum bæ – lengst norður í Íslandi, þá vitum við að það er svo mikilvægt; við þekkjum mikilvægi menntunar- innar í þessum bæ.“ Hlynur sagði oft talað um Akureyri sem skólabæ, en að sínu mati hefði hann fyrst orðið það fyrir alvöru 1987 þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður. Hann telur lífið í bænum hafa breyst til batnaðar á þeim 16 árum sem liðin eru; „þá er ég að tala um menningarlíf, atvinnulíf og mannlíf al- mennt. Reyndar er það þannig að ég get ekki séð Akureyri fyrir mér án Háskólans á Akureyri í dag. Og ég held að það sé ekki svo mikið mál að koma á myndlistarmenntun [á háskólastigi] hér í bænum okkar. Við höfum þegar góðan grunn sem er Myndlistarskólinn á Akureyri og þann frábæra grunn sem Háskólinn á Akureyri er og með því að sameina þessa þætti, og þá auðvitað Tónlistarskól- ann líka, þá sé ég fyrir mér að hér geti risið og dafnað blómleg kennsla í myndlist og tónlist og dansi á háskólastigi.“ Hlynur tók þannig til orða að myndlistin og tón- listin ættu sér engin landamæri og það væri afar mikilvægt að fólk, e.t.v. sérstaklega í bæ eins og Akureyri langt norður í Íslandi, fengi stefnur og strauma erlendis frá til þess að auðga líf sitt. „Ég held líka að við eigum eitthvert erindi við umheim- inn. Kannski getum við kennt eitthvað gott og það sem er mikilvægara, held ég, að við getum lært eitthvað gott.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak- ureyri, sagði hugmyndir þær sem Hlynur reifaði hafa verið til skoðunar við stofnunina. Hann sagði slík mál ávallt taka nokkurn tíma, en fullvissaði viðstadda um það að ekki skorti áhuga innanhúss á því að hrinda þeim í framkvæmd. Hvatt til listkennslu við Háskólann á Akureyri Listin mikilvæg: Hlynur Hallsson og Roni Horn ræðast við þegar sýningin var opnuð. ARNAR Gústafsson, bóndi í Brimnesi á Ár- skógsströnd, fékk falleg haustlömb á dögunum, þegar ærin Skífa bar tveimur hrútum í lok síð- asta mánaðar, eftir að hún kom til byggða úr seinni göngum á Þorvaldsdal. Arnar var hinn ánægðasti með að fá tvo fallega hrúta á þessum árstíma og verða þeir báðir settir á. Lambhrút- arnir fá pela með móðurmjólkinni, þeir hafa dafnað vel og voru hinir sprækustu þegar ljós- myndari Morgunblaðsins var í Brimnesi. Arnar býr þar með bróður sínum og eru þeir með um 330 kindur og tæplega 40 kýr. Morgunblaðið/Kristján Haustlömb í Brimnesi Ærin Skífa bar tveimur hrútum eftir að hún kom til byggða úr seinni göngum á Þorvaldsdal Ánægður: Arnar Gústafsson, bóndi í Brimnesi, með hrútana tvo, sem fæddust í lok síðasta mánaðar. TÓLF tilboð bárust í lagningu hitaveitu á Svalbarðsströnd frá verktökum víðs vegar af landinu og voru átta þeirra undir kostn- aðaráætlun, sem hljóðaði upp rúmar 97 milljónir króna. Tilboðin voru frá rúmum 55% af kostnaðaráætlun og upp í rúm 120%. Austfirskir verktakar í Kópavogi buðu lægst í verkið, eða rúmar 55,8 milljónir króna. Vinnuvélar Símonar Skarphéð- inssonar á Sauðárkórki buðu rúm- ar 57,8 milljónir króna í verkið, eða tæplega 60% af kostnaðar- áætlun og GV-gröfur á Akureyri áttu þriðja lægsta tilboðið en það hljóðaði upp á tæplega 71 milljón króna. Verktakar Klöpp á Akranesi áttu hæsta tilboðið í verkið en það hljóðaði upp á rúmar 117 milljónir króna. Um er að ræða lagningu á 13 km stofnæð milli Akureyrar og Svalbarðseyrar, lagningu dreifi- kerfis hitaveitu í dreifbýli út frá stofnæðinni og einnig norðan Sval- barðseyrar, ásamt tilheyrandi jarðvinnu. Skiladagur verksins er 31. ágúst 2004. Norðurorka á Akureyri keypti Hitaveitu Svalbarðsstrand- arhrepps í síðasta mánuði og var greitt fyrir félagið með hlutafé í Norðurorku. Samhliða kaupunum skuldbatt Norðurorka sig til að leggja hita- veitu á Svalbarðsströnd.    Tólf tilboð bárust í lagningu hitaveitu Afrískur trommusláttur | Nú um helgina verður boðið upp á Af- rótrommunámskeið í Tónlistarskól- anum á Akureyri. Námskeiðið hefst á morgun, föstudag 24. október, og er alls í þrjú skipti eða frá kl. 16 til 18 frá föstudegi til sunnudags. Kenndur verður hefðbundinn trommusláttur frá Gíneu, V-Afríku og grunnhljóð „djembe-tromm- unnar“ (lík bongo-trommu) könnuð og kennd. Trommukennarinn á námskeið- inu heitir Sagatala og er frá Gíneu í V-Afríku. Hann hefur víðtæka reynslu sem kennari og trommu- leikari bæði í heimalandi sínu en einnig víðar í Afríku og Evrópu. Trommur verða til afnota fyrir nemendur í tímum. BALDUR sagði að fyrirtæki á Ak- ureyri hafi verið allt of upptekin af því að þjóna aðeins Eyjafirði, í stað þess að ætla sér að verða best á sínu sviði á land- inu öllu. „Hér hafa verið rekin öflugustu fram- leiðslufyrirtæki landsins í mjólk- uriðnaði, kaffi, hreinlætisvörum eða málningu en það sem hefur vantað er öflugra dreifikerfi og betri aðgangur að markaði. Fyrirtæki hér þurfa að vera markaðsdrifin og menn eiga ekki að vera með neina minnimátt- arkennd gagnvart þeim aðilum sem við erum að keppa við. Menn eiga heldur ekki vera með neina minni- máttarkennd yfir því að lítil fyr- irtæki á landsvísu séu að sameinast á Akureyri, því þannig verða þau stór á landsvísu og geta sótt af full- an þunga og náð árangri þar sem markaðurinn er.“ Baldur sagði að framtíðin lægi í höndum heimamanna sjálfra; „það koma engar lausnir frá ríkinu eða detta af himnum ofan.“ Það koma eng- ar lausnir frá ríkinu eða af himnum ofan Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.