Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 19 lifun Frítt til áskrifenda! tímarit um heimili og lífsstíl Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 29. október Sjálfsmynd | Hvað verður um sjálfsmyndina í áföllum og sorg? er yfirskrift fyrirlestrar sem Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við Háskóla Ís- lands, flytur í Kirkjulundi, safnaðar- heimili Keflavíkurkirkju, næstkom- andi laugardag. Fyrirlesturinn hefst klukkan 10. Veitt verður kaffi og að loknum fyr- irlestri verður boðið upp á léttan há- degisverð við vægu verði. Allir eru velkomnir.    Æfa barnaleikrit | Leikfélag Keflavíkur hefur ráðið Stein Ár- mann Magnússon til að leikstýra barnaleikritinu „Með álfum og tröll- um“ eftir Staffan Westerberg. Fyrsti samlestur var um miðjan mánuðinn en verkið verður ekki frumflutt fyrr en í janúar vegna þess að Þjóðleikhúsið er nú að æfa Græna landið í Frumleikhúsinu, frumflytur verkið þar um helgina og sýnir næstu vikur. Góður tími gefst því til að æfa barnaleikritið og verður undirbúningurinn afslappaðri, að því er fram kemur á heimasíðu LK.    Víkingafélag stofnað | Böðvar Gunnarsson sem smíðar gripi úr járni og tré boðar til stofnfundar víkingafélags á veitingastaðnum Paddy’s að Hafnargötu 38 í Keflavík, í kvöld klukkan 20. Að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanesbæjar verður markmið félagsins að við- halda handverki landnámsmanna. Ungir funda | Aðalfundur Ungra jafnaðarmann á Suðurnesjum verð- ur haldinn laugardaginn 1. nóvem- ber kl. 17 í sal Verslunarmanna- félags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 í Keflavík. Á dagskrá verða hefð- bundin aðalfundarstörf. Lög liggja frammi til kynningar á www.politik- .is. Farið verður á Paddy’s eftir fundinn og haldið upp á ársafmæli UJ-Suðurnesjum.    Reykjanesbæ | Tæp 300 tonn af járnadrasli og öðru rusli voru fjarlægð úr Reykjanesbæ í um- hverfisátaki sem gert var í haust. Á næsta ári er stefnt að umfangsmikilli hreinsun gamalla öskuhauga á Stapanum. Reykjanesbær, fyrirtæki og umhverfis- samtök stóðu fyrir umhverfisátakinu, annað árið í röð. Kröftum manna er einkum beint að því að fjarlægja járnarusl. Í fyrrahaust söfn- uðust um 1000 tonn og er talið að umgengni um þau svæði sem hreinsuð voru hafi verið góð síðan. Áttu menn því von á að ekki myndu safnast nema 100 til 150 tonn í ár en niður- staðan varð tæp 300 tonn, að því er fram kem- ur í skýrslu um átakið sem lögð hefur verið fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar og samstarfs- aðila í átakinu. Þegar er hafinn undirbúningur að sams kon- ar átaki á næsta ári. Myndir hafa verið teknar af svæðum sem ætlunin er að leggja áherslu á. Í skýrslunni kemur fram að áhugi er á að taka til hendinni á Stapanum. Þar eru fiskhjallar til lýta og mikið drasl í fjöruborðinu eftir áratuga losun sorps af Suðurnesjum. Í skýrslunni kem- ur fram að þetta sé mikið verk og leita þurfi eftir heimildum til þess og helst fá fleiri aðila til samstarfs um verkið. Stefnt að hreinsun á Stapanum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grindavík | Það voru margar spurningar sem krakkarnir í 5. bekk Grunnskóla Grindavíkur spurðu stelpurnar þrjár sem fóru í bekk skól- ans á dögunum til að kynna sína hlið á tor- læsi. Það er reyndar frekar sjaldgæft að stelpur séu með þessa hömlun, strákar hafa verið meira áberandi í þeim hópi og vakti heimsókn stúlknanna þeim mun meiri at- hygli. Enginn af krökkunum í 5. bekk kvaðst hafa heyrt minnst á torlæsi eða önnur nöfn sem notuð eru um hömlunina þegar spurt var að því í tímum. Margir krakkanna nutu þó að- stoðar sérkennara við lestur. Rætt var um að sú hömlun sem torlæsi er hafi ekkert með gáfnafar viðkomandi nemenda að gera, hægt væri að hjálpa þeim sem ættu við þetta að etja með ýmsum ráðum. Rætt var um fræga menn með torlæsi og hve mikill tími fer í heimalærdóm. Fram kom í máli stúlknanna að á rólegum heimalær- dómsdegi tekur tvær klukkustundir að læra fyrir skólann en oft fari það upp í fjórar stundir. Þær njóta þó stuðnings í skólanum þannig að heimalærdómurinn fer að ein- hverju leyti fram þar. Stúlkurnar, Tara Sif Haraldsdóttir, Stella Steingrímsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sögðu að mæður þeirra væru duglegar að hjálpa þeim við heimalærdóminn. Þær sögðu að krakkarnir hefðu spurt fínna spurninga og gefið gott hljóð. Það besta við að fara í svona heimsóknir væri þó það að fá frí í tím- um og svo auðvitað ef þetta hjálpaði ein- hverjum öðrum. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Tara Sif, Stella og Ingibjörg: Allt að fjórar klukkustundir að læra heima. Tvo til fjóra tíma við heimalærdóminn Reykjanesbæ | Félagar í kiwanisklúbbnum Keili í Reykjanesbæ afhentu Ólafi Oddi Jóns- syni, presti í Keflavík, viðurkenninguna Lundann á árlegu lundakvöldi klúbbsins. Lundinn er veittur einstaklingi sem hefur lát- ið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa eða bæjarfélagsins. Séra Ólafur Oddur gerði sjálfsvíg að um- talsefni í ávarpi við setningu þings kiwanis- manna í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Það varð til þess að nokkrir klúbbar tóku sig saman um að gefa út og dreifa bókamerkinu Lífsvísi sem vörn gegn sjálfsvígum. Fram kom í rökstuðningi nefndar sem ákvað hver fengi Lundann í ár að Ólafur Oddur hefði einnig veitt ómetanlega aðstoð við undirbún- ing verkefnisins. Ólafur Oddur fékk Lundann Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Séra Ólafur Oddur Jónsson tekur við Lundanum úr hendi Óskars Ásgeirssonar, forseta Keilis. Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.