Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í GEGNUM tíðina hafa listamenn haft áhrif á samfélag sitt með ýmsu móti og minnist ég (skop)kenningar sem segir að fyrsti myndlistarmaður- inn hafi ekki endilega verið sá sem fyrstur krotaði mynd á helli, heldur sá sem gerði hellamálverk sem hafði þau áhrif að veiðimenn hellasam- félagsins upplifðu sig ósigrandi þegar þeir horfðu á myndina og með þá til- finningu héldu þeir svo á veiðar. Myndin hafði semsagt bein áhrif á samfélagið. Myndlist er ekki skilin frá því samfélaginu. Hún er hluti af því og jafnframt raunsær spegill þess hugarfars sem ríkir í hverju menn- ingarsamfélagi fyrir sig, hvort sem um trúarlegt, heimspekilegt eða fé- lagslegt hugarfar sé að ræða. Lista- menn vinna þó misjafnlega markvisst með samfélagsleg málefni og sumir hverjir nota myndlist til þess að varpa ljósi á það sem er í deiglunni hverju sinni, taka þá ýmist skýra afstöðu sjálfir eða vinna í einhverskonar heimildarform sem hlutlaus áhorf- andi. Myndlist kann líka að vera notuð af menningarsamfélagi til þess að upp- hefja sjálft sig. Bandaríski abstrakt expressjónisminn var t.d. notaður í pólitískum tilgangi og dældi banda- ríska ríkisstjórnin í samvinnu við auð- kýfinga eins og Rockefeller, pening- um í að kynna þessa bandarísku myndlistarbylgju í Evrópu um miðja síðustu öld, sem mótvægi við rúss- neska sósjalrealismann og þá sem táknmynd hins frjálsa manns og hins nýja stórveldis sem hafði tekið við af Evrópu á öllum sviðum, þ.á m. í list- um. Abstrakt expressjónisminn var reyndar ekki kynntur á Íslandi að sömu áfergju. En bandaríski herinn kom og byggði hér herstöð, flugvöll, setti upp kanasjónvarp, útvarp með Wolf Man Jack og hafist var handa við að Ameríkuvæða Íslendinga. Herstöðin í Keflavík hefur fyrir löngu skotið djúpum rótum í þjóðar- sál okkar, sumir segja þær fúnar, aðr- ir segja þær styrkar. Þetta 4.000 manna einangraða þorp hefur ekki verið sérlega aðgengilegt íslenskum almenningi þessa síðustu fjóra ára- tugi en nú hafa myndlistarmennirnir Erik Pauser og Spessi lagt í að gera skil á daglegu lífi íbúa innan girðing- arinnar í myndbandsinnsetningu í Nýlistasafninu sem nefnist „Base“. Spessi ætti að vera flestum íslenskum listunnendum kunnur, en Erik Pau- ser er aftur á móti sænskur listamað- ur og er þetta í fyrsta sinn sem þeir tveir skapa verk saman. Erik hefur áður unnið í samstarfi. Leikstýrði m.a. heimildamyndinni „Lucky People Center international“ ásamt Johann Soderbergh, þar sem gerð er útekt á dans „kúltúr“ ólíkra menning- arsamfélaga. En mynd þessi var ein- mitt sýnd nýlega hér í sjónvarpinu. Alls eru þetta fjögur myndbönd varp- að á tvo veggi safnsins og spanna 38 mínútur hvert. Má skipta þemanu í tvo hluta, þ.e. starfsumhverfi og fjöl- skyldulíf. Íbúar herstöðvarinnar reyna að lifa eðlilegu fjölskyldulífi innan girðingarinnar og við fylgjumst með degi í lífi ungrar yfirkonu í hern- um, sjáum hana í starfi þar sem hún leiðbeinir óbreyttum hermanni í því hvernig skuli bregðast við hryðju- verkum og sýnir honum hreint frá- leitt kynningarmyndband undir fyr- irsögninni „Taliban bodies – Let the bodies hit the floor“ og sýnir það „yf- irburði“ bandaríska hersins. Við er- um svo leidd um herstöðina, sjáum barnaafmæli á stöðinni, barnaskólann þar sem nemendur byrja daginn á því að lýsa yfir hollustu sinni við banda- ríska fánann, lítum inn á fjölskyldu- basar, keiluhöll, skyndibitastaði og hlýðum á nokkur viðtöl við hermenn sem starfa mestallan daginn á bak við skrifborð. Að mörgu leyti er þetta dapurleg sjón að sjá, óskaplega óspennandi líferni, sérstaklega fyrir fjölskyldur. Írónían er þó ekki langt undan og allt smellur þetta saman í vel útfærðri innsetningu listamann- anna sem rótar upp í tilfinningaskal- anum svo maður veit hreint ekki hvort betra sé að gráta eða hlæja. Stríð og útopía Í Gallerí Hlemmi sýnir sænski listamaðurinn Jon Brunberg tvö verk undir yfirskriftinni 101 ár og Fram- tíðartillaga fyrir mannkynið. Í aðal- rými gallerísins hefur listamaðurinn varpað grafískri hreyfimynd á vegg- inn. Myndin sýnir landakort og spannar myndskeiðið 20 sekúndur. Í þennan skamma tíma rennur ártalið 1900–2000 á skjánum ásamt sprengjuhljóði og gulum og rauðum punktum er merkja hvar styrjaldir hafa verið háðar á tímabilinu. Tala látinna telur samhliða ártalinu og nær upp í tæpa hundrað milljón á þessu 101 ári. Það er helst þessi háa tala sem slær mann, en útfærslan er ann- ars lítt spennandi, hvorki aðlaðandi né fráhrindandi, bara klárar upplýs- ingar í mynd. Í fremra rými gallerísins sýnir Brunberg verk sem hann vann með sænsku listamannasamtökunum SOC. Það er mun forvitnilegra verk sem byggist á samkeppni um tillögur að hinu fullkomna samfélagi eða „The Utopian World Championship“ og má fylgjast með keppninni á heimasíðu SOC, þ.e. www.soc.nu/utopian. Á veggnum í Gallerí Hlemmi hefur listamaðurinn gert annað landakort og merkir inn á það hvaðan keppend- ur og dómnefnd koma. Jafnframt má glugga í ritgerð sigurvegarans í fyrra, TROY, „Glundroði nýja heims- ins“. Samkvæmt sýningarskrá þá er ætlunin með verkefninu að kanna stöðu útópískra hugmynda í dag. Það er svolítill gæðastjórnunarkeimur af þessu öllu saman, en á kómískan máta. Gæti allt eins verið verkefni á vegum Samtaka iðnaðarins þótt markmiðið kunni að vera öllu háleit- ara hjá SOC. Þetta verk er lýsandi dæmi um myndlistarverk þar sem samfélagið tekur beinan þátt í sköpun verksins og í þessu tilfelli mörg ólík samfélög. Framtakið er því mjög áhugavert og reyndar mun áhuga- verðara á Netinu en í galleríinu, sem virkar frekar sem kynning á því en markviss sýning. Hinn íslenski arfur Jon Brunberg er þriðji Svíinn til að sýna í Gallerí Hlemmi á síðustu 15 mánuðum. Fyrst var það Elin Wykström, svo Thomas Broomé og nú Jon Brunberg. Þykir mér athygl- isvert að allir þessir listamenn, sem og Erik Pauser ásamt Spessa í Ný- listasafninu, vinna með samfélagsleg eða pólitísk málefni. Wykström deildi á þrælabúðir sem stórfyrirtæki reka í þriðja heiminum og Broomé tók fyrir Ameríkuvæðinguna. Ádeilin pólitísk myndlist er ekki svo tíð á Íslandi og þá síst að tekin séu fyrir þetta alþjóð- lega félagsleg málefni. Þeir listamenn sem markvisst vinna með samfélags- leg málefni halda sig frekar við ís- lenskan veruleika og þá hinn íslenska arf í nútímanum. Það er vissulega nauðsynlegt þar sem arfurinn kann auðveldlega að gleymast í nútíman- um, þjóð, samfélag og einstaklingur þurfa jú alltaf að skilgreina sig í nýju samhengi og oft á tíðum eru það myndlistarmenn sem taka það hlut- verk. Einn slíkra listamanna er Birgir Andrésson sem um þessar mundir sýnir í Kling & Bang galleríi. Birgir dregur engar glansmyndir af hinum þjóðlega arfi. Minnisstæð eru verk hans um flakkara og umrenninga og framlag hans á Feneyjatvíæringinn árið 1995 þar sem hann sýndi íslenska ullarfána í sauðarlitum. Sýningin í Kling & Bang nefnist „Alcofountain“ og er samstarfsverk- efni á milli Birgis Andréssonar, Sig- urðar Sveins Halldórssonar og Hlyns Sigurbergssonar, en þeir síðarnefndu sjá um útlitshönnun listaverksins. Um er að ræða þrjá heimilisgos- brunna á hillum, sýndir í fullri virkni og uppstilltir í kassa. Þetta eru syk- ursætir brunnar í postulínsskálum en í stað vatns rennur íslenskt brennivín út um brunnopið. Umbúðirnar eða kassinn er vel útfært, en hvort það sé gert til að pakka inn gosbrunni eða til að gera umbúðir brennivínsflösku meira aðlaðandi er nokkuð sem sýn- ingargestur verður að gera upp við sjálfa sig. Vissulega má túlka þetta verk á ýmsa vegu en þar sem áfeng- isneysla Íslendinga er ekki til mikillar fyrirmyndar finnst mér áhugaverðast að sjá þetta sem myndlíkingu fyrir blindni á vímuneyslu Íslendinga, þar sem drykkjumenningin er sett í fal- legar umbúðir og þannig er eitthvað gert fagurt á yfirborðinu en ófagurt undir niðri. Ekki má svo gleyma hinni eilífu glímu listamannsins við að ná fram andanum í efninu. Í þessu tilfelli er það vínandinn sem leggst yfir sýn- ingarrýmið og inn um öndunarfæri sýningargestsins sem bætist þá við hinn sjónræna þátt. Þjóðlegt og alþjóðlegt Frá sýningu Spessa og Eriks Pauser í Nýlistasafninu. „Alcofountain“ Birgis, Sigurðar og Hlyns. Staðreyndir um mannfall í styrjöldum í 101 ár í útfærslu Jon Brunbergs. Jón B. K. Ransu MYNDLIST Nýlistasafnið MYNDBANDSINNSETNING SPESSI OG ERIK PAUSER Opið frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 14–17. Sýningu lýkur 16. nóvember. Gallerí Hlemmur BLÖNDUÐ TÆKNI JON BRUNBERG Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14–18 Sýningu lýkur 26. október. Kling og bang BLÖNDUÐ TÆKNI BIRGIR ANDRÉSSON SIGURÐUR SVEINN HALLDÓRSSON HLYNUR SIGURBERGSSON Opið fimmtudag til sunnudags frá kl. 14– 18. Sýningu lýkur 26. október. LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld leikritið „Ástarbréf“ eftir bandaríska höfund- inn A.R. Gurney. Sýnt verður í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti, en unnið er að endurbótum á Samkomuhúsinu um þessar mundir. Tvö hlutverk eru í leikritinu og með þau fara Saga Jónsdóttir og Þráinn Karlsson. Listrænn ábyrgðarmaður sýningarinnar er Þorsteinn Bachmann leikhússtjóri. Úlfur Hjörvar þýddi verkið. „Þetta er eitt af þekktustu verkum Gurn- eys, en hann var afkastamikið leikskáld og hlaut margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín,“ sagði Þorsteinn. Verkið er skrifað árið 1989 þegar höfundurinn er kom- inn á efri ár og sagði Þorsteinn að hann hefði að einhverju leyti byggt það á eigin reynslu. Ástarbréf var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir tíu árum, 1993, og fóru þau Herdís Þorvalds- dóttir og Gunnar Eyjólfsson þá með hlut- verkin. Verkið fjallar um samband tveggja ein- staklinga ævina á enda í gegnum bréfaskrift- ir. Þetta eru þau Andrew og Melissa og þau byrja að skrifast á strax sem börn. „Þetta er einstaklega hugljúf saga, áhorf- endur fá þarna tækifæri til að fylgjast með tveimur einstaklingum, konu og karli, allt frá bernsku og fram á efri ár. Það eru bréfin sem þeim fara á milli sem eru uppistaðan í verk- inu,“ sagði Þorsteinn. „Það er eitthvað fallegt og sammannlegt við þetta verk, eitthvað sem allir þekkja.“ Þau Melissa og Andrew feta hvort sinn veg- inn í lífinu, hann verður lögfræðingur og öld- ungadeildarþingmaður, sem m.a. kemst í 60 mínútur, en hún gerist listamaður sem á dálít- ið bágt með að umgangast flöskuna um tíma. „Þau ná einhvern veginn aldrei almennilega saman, en bera þó ástarhug hvort til annars, hann endurspeglast í bréfum þeirra,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði verkið vel skrifað og það hefði verið leikið víða um heim og notið vinsælda hvarvetna. Enda væri það ríkt að innihaldi þótt umgjörðin væri einföld. „Þetta er leikið aftur og aftur, það má segja að þetta sé sígild sýning,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði verkið sérlega meðfærilegt. „Þetta verk hentar okk- ur sérstaklega vel, það er þægilegt fyrir leik- húsbudduna.“ Þorsteinn sagði höfundinn gefa boltann nokkuð frjálsan; þetta væri verk sem þyrfti einfaldlega að „lesast upphátt“ eins og hann orðaði það. Leikfélagið hefur fengið Arnór Vilbergs- son píanóleikara til liðs við sig og leikur hann ljúfa tóna á meðan þau Saga og Þráinn, í hlut- verkum Melissu og Andrews, lesa bréfin sín. „Við viljum skapa hér notalegt andrúms- loft, þægilega rómantíska stemmningu,“ sagði Þorsteinn, en leikhúsgestir sitja til borðs meðan á sýningu stendur og í samstarfi við Kaffi Karólínu verður unnt að kaupa veit- ingar. Önnur sýning á Ástarbréfum verður annað kvöld, föstudagskvöld, síðan verður sýnt 31. október, en í nóvember verður sýnt á laug- ardagskvöldum. Þegar á líður mánuðinn sem og í desember er ætlunin að bjóða leik- húsgestum upp á jólahlaðborð fyrir sýningu. Þarf einfaldlega að lesast upphátt! Morgunblaðið/KristjánSaga Jónsdóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum í Ástarbréfum. Myndlistargagnrýni endaslepp Vegna mistaka féllu lokaorð um myndlistarsýningu Söru Björnsdóttur í Lesbókinni á laugardaginn var niður. Rétt er setningin svona: „Sara sýnir einmitt engan hlut í listasafn- inu, en hún sýnir samt sem áð- ur óm rýmisins eða bergmál þess.“ Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.