Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 EINN þekktasti píanókonsert Mozarts, sá nr. 21, verður leikin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30. Einn mesti Mozart-túlkandi okkar daga, Phil- ippe Entremont, leikur einleik og stjórnar píanókonsert- inum á fyrri hluta tónleikanna en 5. sinfóníu Prókofíevs eftir hlé. Um píanókonserta Mozarts segir í efnisskrá: „...með píanókonsertunum setti Mozart sér hið torvelda tak- mark að ná til tveggja áheyrendahópa í einu: annars veg- ar atvinnutónlistarfólks og vel kunnandi áhugamanna (sem oft tilheyrðu aðlinum) og hins vegar hirðarinnar, sem var oft illa að sér í tónlist og hafði litla þolinmæði gagnvart nýstárlegum uppátækjum. Að þóknast báðum var hægara sagt en gert ... En úr þessum einfalda efniviði spinnur Mozart fegurð í tónum sem seint verður jöfnuð.“ 5. sinfónía Prókofíevs var síðasta verkið sem hann stjórnaði sjálfur. Verkið sló í gegn strax við frumflutn- inginn og segir í efnisskrá að það komi ekki á óvart. Þrátt fyrir ýmsa sigra urðu örlög tónskáldsins ansi dap- urleg. „Árið 1948 var hann fordæmdur af Andrei Zhdanov og öðrum forystukólfum menningarmála í Sovétríkjunum fyrir alþýðufjandsamlegan „formalisma“ í verkum sín- um. Ólíkt öðrum fórnarlömbum árásanna (t.d. Shostako- vitsj) lifði Prokofíev það ekki að sjá nafn sitt hreinsað. Verk hans voru sjaldan leikin eftir þetta, og þegar hann lést 5. mars 1953 var hann bugaður maður. Ógæfan virt- ist auk þess elta hann í dauða ekki síður en í lífi. Klukku- stund eftir fráfall Prokofíevs lést Jósef Stalín, og andlát hins mikla leiðtoga kommúnismans skyggði svo að segja algjörlega á andlát eins mesta tónsnillings 20. ald- arinnar. Þegar aprílhefti Sovietskaya Muzyka kom út var minningargrein um Stalín á forsíðu, en klausa um andlát Prokofíevs á síðu 117.“ Franski píanóleikarinn og stjórnandinn Philippe Entremont kemur nú hingað til lands þriðja árið í röð til þess að leika og stjórna. Á tónleikum síðasta árs lék hann píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven. Hann hefur afl- að sér mikilla vinsælda á tónleikaferðum sínum um víða veröld í ríflega hálfa öld með „heillandi framkomu, eld- móði og djúpu tónlistarinnsæi,“ segir í efnisskrá. Spinnur fegurð í tónum Philippe Entremont stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld og leikur jafnframt einleik á píanó. Morgunblaðið/Jim Smart Lesið úr nýj- um bókum á Súfistanum LJÁÐU þeim eyra nefnist upplestr- ardagskrá þar sem kynntar eru út- gáfubækur forlaganna sem mynda Eddu útgáfu, en þau eru Mál og menning, Vaka-Helgafell, Forlagið, Iðunn og Almenna bókafélagið. Kynningarnar fara oftast fram á Súfistanum, bókakaffi í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi og verða fyrst í stað á fimmtudögum en í nóvember bætast þriðjudagarnir við. Einnig verða bókakynningar í Iðnó við Tjörnina í nóvember og des- ember. Dagskráin hefur göngu sína í kvöld kl. 20 með kynningu á nýrri ís- lenskri teiknimyndasögu sem unnin er úr síðasta hluta Njálssögu og heit- ir Blóðregn. Höfundar bókarinnar, þau Ingólfur Örn Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir, fjalla um til- urð bókarinnar og vandann við það að setja Íslendingasögu í svo knappt form. Félagar úr víkingafélaginu Rimmugýgi koma og sýna vopn sín og klæði og bresta jafnvel í bardaga eða söng. Einnig verður lesið upp úr bókinni og teikningarnar sýndar á tjaldi. AUKASÝNING á leikritinu Ólafíu eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur verður á mánudagskvöld kl. 20. Fyrri hluti sýningarinnar er sýnd- ur í Fríkirkjunni en í hléi munu leikarar og sýningargestir ganga yfir í Iðnó og horfa á seinni helm- ing leikritsins um Ólafíu Jóhanns- dóttur. Ólafía þykir ein merkasta kona Íslands. Hún bjó í Noregi í 17 ár og vann afrek sín á meðal hinna fá- tækustu; götufólks, vændiskvenna, róna og sýfilissjúkra. Norðmenn hafa kallað hana, Móður Theresu norðursins. Guðrún Ásmundsdóttir hefur í mörg ár rannsakað ævi og störf Ólafíu. Ólafíu leikur Edda Björgvins- dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson leikur Einar Benediktsson. Önnur hlutverk leika Eyvindur Erlends- son, Guðmundur Óskar Guðmunds- son, Guðrún Ásmundsdóttir, Júlíus Brjánsson, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Kormákur Örn Ax- elsson, Margrét Ákadóttir, Ragn- heiður Harpa Leifsdóttir, Rakel Mjöll Leifsdóttir og Snæbjörn Áki Friðriksson. Miðasala er í Iðnó. Uppselt er á sýningarnar á þriðjudag og mið- vikudag. Aukasýning á Ólafíu Edda Björgvinsdóttir í hlutverki Ólafíu Jóhannsdóttur. Íslendingar á Norræn- um dögum ÞESSA vikuna standa yfir Norrænir dagar í Stokkhólmi og koma margir íslenskir listamenn við sögu. Verk Guðbergs Bergssonar rithöfundar verða kynnt. Heimir Pálsson lektor kynnir rithöfundinn og verk hans, Ylva Hellerud þýðandi les brot úr verkum hans á sænsku og Helga Brekkan sýnir kvikmynd eftir Guð- berg. Hún vinnur nú að gerð heim- ildakvikmyndar um skáldið. Guðbergur mun sækja mót- töku með fulltrú- um sænskra út- gefenda og fjölmiðla. Þá munu leikararnir Borgar Garðars- son og María Árnadóttir lýsa lífinu í Reykjavík í upphafi síðustu aldar með leik- lestri úr Brekku- kotsannál sem heitir á sænsku „Tidens gång i Backstugan“. Báðir þessir bókmenntavið- burðir fara fram í húsakynnum upp- lýsingaskrifstofu Norrænu ráð- herranefndarinnar í Stokkhólmi, „Norden i Fokus“. Auk þeirra verður efnt til sýningar á tískufatnaði sem norrænir tískuhönnuðir hafa hannað. Þar sýnir m.a. Hjördís Ágústsdóttir verk sín en hún er þekkt í Svíþjóð fyr- ir hönnun sína. Þá verður frumsýnd kvikmyndin Nói albinói í kvikmynda- húsinu Zita Folkets Bio í Stokkhólmi. Svavar Gestsson sendiherra flytur erindi sem heitir Móðurmál og sjálfs- mynd. Hjördís Ágústsdóttir Guðbergur Bergsson Ibsen og Kjartan Ragnarsson ANNAÐ hvert fimmtudagskvöld kl. 21 í Norræna húsinu kynna íslensk- ir leikstjórar uppáhaldsleikskáldið sitt á Norður- löndum. Nú er komið að Kjart- ani Ragnarssyni. Mun hann fjalla um Henrik Ibsen og verk hans Jón Gabríel Bork- mann. Leikararn- ir Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir munu leiklesa úr verkinu en það verður sett upp í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. Jón Gabríel Bork- mann er eitt af þekktari leikritum Ibsens og mun þetta vera í fyrsta sinn sem það er sett upp í íslensku leikhúsi. Heimasíða Norræna hússins er á slóðinni www.nordice.is. Kjartan Ragnarsson Sýningum lýkur Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafnar- borg á mánudag. Í Sverrissal og Apó- teki er sýning á leirlist Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur. Í Aðalsal er sýning á verkum Péturs Halldórssonar. Hafnarborg er opin kl. 11–17 alla daga nema þriðjudaga. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Þorsteins Helgasonar lýk- ur á sunnudag. Þar sýnir hann 44 ol- íumálverk. Listasetrið er opið dag- lega frá kl. 15–18. Gallerí Hlemmur Sýning sænska listamannsins Jon Brunberg lýkur á sunnudag. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Aðgangur ókeypis. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.