Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 29 að þær taki mið af hinu nýja umhverfi en ekki þeim þörfum sem uppi voru á tímum kalda stríðsins. Bandaríkin séu í stríði og þegar hafi verið háðar tvær styrjaldir, annars vegar í Afg- anistan og hins vegar í Írak. Þá áherslu sem Bandaríkin leggja á að kalla orrustuþoturnar í burtu frá Keflavíkurflugvelli verður að skoða í þessu samhengi. Bandaríkin líta svo á að með varnarsamningnum og viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli sé öryggi Íslands tryggt. Skuldbindingar varnarsamnings- ins séu enn í fullu gildi og fullur vilji til að sú verði áfram raunin. Hins vegar sé mat ríkjanna á því hvernig varnarsamstarfið beri að útfæra og hver varnarviðbúnaðurinn eigi að vera á Keflavíkur- flugvelli hverju sinni ekki hið sama. Innan bandaríska stjórnkerfisins má finna þau sjónar- mið að áhersla Íslendinga á að loft- varnir verði enn til staðar taki um of mið af aðstæðum fyrri ára og jafn- framt tryggi þoturnar fjórar ekki ör- yggi landsins með einum eða neinum hætti í raun. Þær hafi ekki verið bún- ar vopnum í mörg ár og séu því ekki færar um að bregðast við (operational) nema með þó nokkr- um fyrirvara. Ólíkt stöðumat Raunar má segja að þarna endurspeglist að mörgu leyti viðhorfsmunur Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja, ekki síst í norðurhluta álf- unnar. Í Evrópu taka varnir enn mið af hefð- bundnum land- og loftvörnum þar sem mark- miðið er að bregðast við árás annars ríkis. Í Bandaríkjunum hefur áherslan eftir ellefta sept- ember verið sú að ekki sé sem stendur ástæða til að hafa áhyggjur af slíku. Rússar séu ekki lengur í stakk búnir hernaðarlega til að ógna nágranna- ríkjum sínum og eigi þar að auki stöðugt meira samstarf við Bandaríkin og NATO jafnt pólitískt sem á sviði öryggismála. Yrði breyting þar á yrði hún á löngum tíma og myndi ekki beinast gegn einstökum ríkjum (t.d. Íslandi) heldur bandalag- inu í heild eða að hluta. Sem dæmi um breytt gildi loftvarna er nefnt að Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland telji sig ekki þurfa á flugher að halda þrátt fyrir að eiga landamæri að Rússlandi. Þar í landi sé það metið svo að ef Rússland myndi á ný taka upp fyrri siði væri það ekki ógn við þau einvörðungu heldur NATO í heild sem þá yrði brugðist við með sam- ræmdum hætti. Hin nýja ógn Í Washington hefur sú skoðun verið ríkjandi síðustu misseri að sú ógn er Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra stafi mest hætta af sé hryðjuverkastarfsemi og að eitthvað í líkingu við ellefta september eða þaðan af verra (t.d. með beitingu efna- eða lífefnavopna) endurtaki sig. Við slíkri ógn sé ekki hægt að bregð- ast með hefðbundnum varnarviðbún- aði á borð við orrustuþotur eða skriðdrekasveit- ir. Í kjölfar ellefta september hélt flugher Banda- ríkjanna um skeið uppi stöðugum loftvörnum yf- ir nokkrum af helstu borgum landsins en frá því hefur nú verið horfið að nær að öllu leyti vegna óheyrilegs kostnaðar. Þá er gjarnan nefnt dæmið um leiðtogafund NATO í Prag á síðasta ári er Bandaríkin héldu uppi stöðugum loftvörnum yfir borginni á meðan fundurinn stóð. Til að tryggja að hægt yrði að taka ákvörðun um aðgerðir ef eitthvað kæmi upp á urðu tveir ráðherrar í tékk- nesku ríkisstjórninni að skipta með sér verkum og vera á „vakt“ til skiptis hálfan sólarhring í senn. Ekki hafa átt sér stað formlegar viðræður um það milli Íslands og Bandaríkjanna um hvernig bregðast ætti við ef upp kæmi áþekk staða í grennd við Ísland og gerðist ellefta september 2001 í New York og Washington. Hver tekur hina endanlegu ákvörðun um að skjóta niður far- þegaflugvél sem talið er að hafi verið rænt af hryðjuverkamönnum? Ljóst er að slík ákvörðun yrði aldrei tekin af Bandaríkjunum einhliða. Ekki er til neitt dæmi í sögunni um að grípa hafi orðið til aðgerða af slíku tagi. Hins vegar liggur fyrir að það er ógn sem þessi sem Banda- ríkjastjórn telur að helst þurfi að hafa áhyggjur af í lofthelgi Vesturlanda. Sú hugsun er ríkjandi í Washington að eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að mæta hinni nýju ógn með hefðbundnum aðferðum og liggur það mat til grundvallar þeirri heildarendurskoð- un á herafla Bandaríkjanna sem nú er í gangi, þar með talið á Íslandi. Í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna hefur oft mátt heyra þá gagnrýni af hálfu Íslendinga að Bandaríkin leggi of mikla áherslu á hina tækni- legu hlið mála og þá ekki síst bandaríska varn- armálaráðuneytið í Pentagon. Nauðsynlegt sé að líta á málið út frá pólitísku og sögulegu sam- hengi. Þessi viðhorfsmunur er að mörgu leyti eðlilegur. Bandaríkin horfa eðli málsins sam- kvæmt á varnarskuldbindingar sínar út frá bandarískum þjóðarhagsmunum á meðan íslensk sjónarmið meta varnarþörf landsins út frá ís- lenskum þjóðarhagsmunum. Vissulega fara þessi sjónarmið saman að sumu leyti en ekki öllu. Þannig telja Bandaríkin ekkert því til fyrirstöðu að verja Ísland úr fjarlægð, þ.e. að t.d. orrustu- þotur hafi hér ekki fasta viðveru. Út frá íslenskum sjónarmiðum er hins vegar brýnt að hér sé til staðar sá við- búnaður á hverjum tíma sem nauð- synlegur er vegna varna landsins en ekki einungis fyrirheit um að hann sé tiltækur í öðrum ríkjum ef á þarf að halda. Þot- urnar séu tákn um að Bandaríkin taki þá skuld- bindingu sína alvarlega að halda hér uppi trú- verðugum vörnum. Án þeirra sé Keflavíkurstöðin fyrst og fremst eftirlitsstöð og hlekkur í varnarkerfi Bandaríkjanna og NATO. Í Washington má heyra þau sjónarmið að vissulega sé það rétt að Bandaríkin leggi ríka áherslu á hina hertæknilegu hlið mála. Hins veg- ar sé það markmið hersins og þeirra er bera ábyrgð á öryggismálum að meta ógn og aðstæð- ur hverju sinni og miða áætlanir og varnarþörf út frá niðurstöðunni. „Á Íslandi er það algengt við- horf að Íslendingar vilji ekki taka þátt í mati á hernaðarhliðinni. Það sé ekki ykkar mál … Það er hins vegar ekki hægt að aðskilja þetta tvennt…Því miður hefur verið það mikil áhersla á þoturnar að hin víðari umræða hefur ekki náð að komast í gang,“ sagði einn viðmælandi. Það virðist ljóst að í bandaríska stjórnkerfinu er nú til staðar vilji og áhersla á að ræða þessi mál „milli vina“ og ná niðurstöðu sem bæði ríkin telja viðunandi. Engin leið er að meta hvenær sú niðurstaða mun liggja fyrir. Það virðist hins veg- ar ríkjandi viðhorf að ekki sé neinna breytinga að vænta á næstunni, jafnvel ekki næstu árin. „Eitt ár, tvö ár, það skiptir ekki öllu máli,“ sagði við- mælandi. „Þetta mál mun hins vegar ekki hverfa af borðinu.“ Stóri hvellur framundan? Áður en frekar verður rætt um framtíðar- skipulag Keflavíkurstöðvarinnar verður hins vegar að ljúka því heildarendurmati sem nú er í gangi á varnarviðbúnaði Bandaríkjahers um all- an heim. Innan Bandaríkjastjórnar er vilji fyrir því að gera einhverjar róttækustu breytingar síðustu áratuga á þeim viðbúnaði vegna breyttr- ar stöðu heimsmála. Í grein í nýjasta hefti Foreign Affairs rekja þeir Kurt M. Campbell, varaforseti Center for Strategic and International Studies, og Celeste Johnson Ward, sem stundar rannsóknir við CSIS, grein þar sem þau mál eru rakin. Stað- hæfa þau að þær breytingar sem framundan eru séu róttækari en þær sem gerðar voru að loknu Víetnamstríðinu og að kalda stríðinu loknu. Nauðsynlegt sé að mati Bandaríkjastjórnar að heraflinn verði hreyfanlegri og færður nær hugs- anlegum átakastöðvum. Það kalli hins vegar á að verulega verði dregið úr viðbúnaði í til dæmis Þýskalandi, Suður-Kóreu og Japan. Núverandi skipulag hermála taki um of mið af því að stöðva verði sovéskar skriðdrekasveitir er komi æðandi yfir Fulda-sléttuna. Nú verði að berjast gegn hryðjuverkum og koma í veg fyrir útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Nauðsynlegt sé að geta gripið til aðgerða snöggt og óvænt. Þetta kalli á töluverðar breytingar í Asíu en róttækar og harkalegar breytingar á herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Campbell og Ward segja að vissulega sé það hlutverk Pentagon að leggja fram tæknilega út- færslu á því hvernig skipuleggja beri varnirnar. Jafnumfangsmiklar breytingar og nú sé rætt um hafi hins vegar óhjákvæmilega áhrif á utanrík- ismál og því verði aðrar stofnanir Bandaríkja- stjórnar að koma að málinu, að ekki sé minnst á bandamenn í öðrum ríkjum. „Slíkt samráð virðist hins vegar ekki eiga sér stað,“ segja þau. Það er þó mat þeirra að breytingar verði engu að síður að framkvæma. Ekki sé réttlætanlegt að halda úti um 100 þúsund hermönnum í 400 herstöðvum í Evrópu þegar engin ógn blasi við í álfunni. Það blasi hins vegar við að alvarlegustu afleið- ingarnar af breytingum verði ekki hernaðarlegar heldur pólitískar og diplómatískar. Breytingar, jafnvel á jaðrinum, veki gífurlega athygli í öðrum ríkjum og veki upp spurningar um áform Banda- ríkjanna. Verði breytingum þeim sem varnar- málaráðuneytið áformar ekki fylgt eftir með markvissum hætti á hinum diplómatíska vett- vangi gæti það haft slæmar afleiðingar í för með sér. Campbell og Ward segja að tryggja verði að allar breytingar verði teknar til gaumgæfilegrar skoðunar af þeim sem málið varðar. Það að farið sé réttar boðleiðir leysi ekki öll vandamál en muni vafalítið gera að verkum að önnur ríki verði móttækilegri fyrir breytingum. Skýra verði þá hugsun og þau markmið er liggi að baki breytingum og leggja áherslu á að þær taki mið af stöðu heimsmála en ekki staðbundn- um aðstæðum. Einnig verði að undirstrika að Bandaríkin séu með breytingunum ekki að falla frá fyrri öryggisskuldbindingum. Í raun sé Bush-stjórnin að leggja til eins konar „stóra-hvell“ (Big Bang) í öryggismálum þar sem nær öllum þáttum öryggismála verði umturnað. Í lok greinar sinnar segja Campbell og John- son að forsendur þær er Pentagon leggi til grundvallar hugmyndum sínum séu um margt skynsamlegar tæknilega og að á næstu árum ættu stjórnvöld að hrinda ýmsum þeirra í fram- kvæmd smátt og smátt. Hins vegar verði að tryggja að jafnframt verði ekki fórnað margs konar samstarfi og þeim samböndum er verið hafa í gildi um langt skeið og þjónað hafi hagsmunum Bandaríkj- anna vel og gætu haldið áfram að gera það um ókomna tíð. Það sé eng- in glóra í því að ná jaðarárangri er gæti hugsanlega nýst við aðgerðir í framtíðinni ef það myndi grafa undan sambandi við nána bandamenn eða gera að verkum að mikilvæg ríki endurskoði öryggissamband sitt við Bandaríkin. Þótt ekki sé minnst á Ísland í grein þeirra og hún fjalli fyrst og fremst um Þýskaland, Japan og Suður-Kóreu, má segja að skýrar hliðstæður séu varðandi samskipti Íslands og Bandaríkj- anna. Það eru miklar breytingar framundan í varn- armálum Bandaríkjanna er munu hafa áhrif um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Sú niðurstaða er náðist í sumar mun hins vegar vonandi tryggja að reynt verði að stíga þau skref í sameiningu með hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi. an heim. Viðræður um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík fara fram í samhengi við þá endurskoðun. æður í samhengi ttæka uppstokkun Fyrir liggur að viðræður um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík munu fara fram í samhengi við þær víðtæku breytingar sem Bandaríkjastjórn áformar á varnarvið- búnaði sínum um allan heim. Hugmyndir varnarmálaráðu- neytisins bandaríska ganga út á róttæka uppstokkun. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við háttsetta embættismenn og óháða sérfræðinga í Washington og fjallar um stöðuna framundan. Reuters varnarmálaráðuneytinu, í síðasta mánuði. Hluti af þjálfun bandarískra herflugmanna er nú að búa sig sálfræðilega undir að skjóta niður farþegaflug- er 2001. Er það til marks um þau breyttu viðhorf er einkenna afstöðu til varnarmála. Þoturnar ekki sagðar tryggja varnir Mikilvægi sam- ráðs við banda- menn ítrekað sts@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.