Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S kólar eru griðastaður þekkingar og rann- sókna. Yngri nem- endur „eiga“ að læra helstu niðurstöður ríkjandi kynslóðar á meðan hlut- verk þeirra eldri er að efast um þessar sömu niðurstöður – og endurskapa þær. Þetta segir þó ekki alla söguna, því yngri nem- endur eru einnig hæfir til að efast og spyrja óvæntra spurn- inga. Nemendur spyrja og gera til- raunir en festast í viðjum vanans – hafi þeir ekki lært að efast. Meginástæðan fyrir því að kenna öllum nemendum að efast er að fullorðnir gera oft ekki skýran greinarmun á þekkingu og hags- munum. Mik- ilvægt er því að læra að efast um mál- flutning og niðurstöður annarra. Þeir þurfa að læra að virða samræð- una til jafns við hagsmunabarátt- una. Hagsmunahópar takast t.d. á um aðskilnað ríkis og kirkju og hvort fjölmenningarsamfélag sé æskilegt. Brýnt er að rök og ástæður þessa verði einnig brotin til mergjar í menntastofnunum og fjölmiðlum – með samræðum milli hópa. Þar verði efast um málsvarnir og endurbyggt. Nemendur eru í efirsókn- arverðri stöðu, því þeir eru ekki múlbundnir við kenningar eða aðferðir til að sjá og meta heim- inn. Þeir eiga að öðlast færni í hinum ýmsu aðferðum og í góð- um skólum er þeim einnig gert að efast um gildi þeirra. Enginn þeirra kemst hjá því að horfa í gegnum einhverskonar kenningu eða hugmynd um lífið – en þeim er a.m.k. fært að skipta um sjón- arhorn og bera þau saman. Menntastofnanir eru í raun dásamlegur staður, því þar „eiga“ að fara fram átök um heillavænleg, nytsamleg og mannúðleg sjónarhorn á hvað- eina sem fyrirfinnst í alheiminum – tiltölulega óháð hagsmunum. Andrúmsloftið á fjölmiðlum á að líkjast því sem tíðkast í menntastofnunum, því starfs- menn eiga að vera óháðir sjón- armiðum hagsmunahópa í sam- félaginu. Blaðamenn eiga að bera saman sjónarhorn og draga ályktanir án þess að þjóna til- teknum hópum – og tefla því fram í umræðunni. Utan skóla og fjölmiðla gilda aftur á móti oft aðrar reglur því þar er þekking bundin með spelkum við hagsmuni til að þjóna tilteknum einstaklingum, hópum eða hugmyndafræði. Þar eru átökin oft barátta um völd og ríkjandi sjónarhorn. Þetta á sér stað vegna þess að efnahagur, staða og/eða virðing einstaklinga, fyrirtækja og stofn- ana eða samtaka er undir. Gott dæmi um þetta er staða þjóð- kirkjunnar sem nú er til umræðu á kirkjuþingi. Þjóðkirkjan hikar gagnvart gildum og aðferðum sem mótast í samstarfi við inn- flytjendur á Íslandi. Biskup virð- ist vilja vernda það sem er og stöðu þjóðkirkjunnar í samfélag- inu: „…níu af tíu börnum eru skírð á fyrsta ári, níu af tíu ung- lingum á fjórtánda aldursári fermast í þjóðkirkjunni…“ sagði hann í ávarpi sínu (www.kirkj- an.is). Hér eru ríkir hagsmunir/ verðmæti þjóðkirkjunnar í húfi. „En er hér raunverulegt fjöl- menningarsamfélag?“ spyr bisk- up og „…menn gefa sér þá for- sendu að hér sé fjölmenningarlegt samfélag.“ Ávarp biskups er til eft- irbreytni. Hann efast um það sem stundum er sagt og spyr hvort æskilegt sé að fjölmenning verði ofan á. Hann efast um að það þjóni hagsmunum þjóðkirkj- unnar og þjóðarinnar og færir rök fyrir því. Niðurstaða hans er aftur á móti háð hagsmunum þjóðkirkjunnar. Hann segir: „Er það ekki frumforsenda lýðræð- isins að sjónarmið meirihlutans vegi þyngst, að teknu tilliti til grundvallarréttinda minnihlut- ans?“ Fjölmenning er, í mínum huga, ákveðin aðferð til að nota í sam- félaginu, þar sem ekki er aðeins tekið tillit til sérkenna og fjöl- breytni hópa og einstaklinga, heldur hvatt til lifandi samræða á milli þeirra. Biskup segir: „Við viljum vissulega að þau sem hingað koma frá framandi menn- ingarheimum finni sig velkomin hér og líði vel.“ Talsmaður fjölmenningar gæti svarað þessu svona: „Hvað er að líða vel? Fjölmenning felst í því að móta samfélag eftir ákveðinni aðferð. Hún er samræða á milli hópa þar sem ekki er talað í krafti meirihlutans. Hún er lýð- ræðislega aðferð sem gefur færi á að taka fullan þátt í samfélag- inu, njóta virðingar og fá tæki- færi til að breyta því og velja úr. Aðferðin er tiltölulega sanngjörn og farsæl. En biskup spyr: „En er það nú alveg víst, og er það alveg æski- legt að allur siður sé jafnrétt- hár?“ Svarið er að í fjölmenning- arsamfélagi fá mörg sjónarhorn tækifæri og þau njóta tilhlýði- legrar virðingar. „Jafnrétthár“ merkir að siðir og sjónarmið séu jöfn í upphafi – sitji við sama borð. Eftir það hefst hagsmuna- baráttan samkvæmt gamla kerf- inu – eða þá samræða og til- raunir með að láta gildi mætast. Ég vil t.d. ekki fylgja meirihlut- anum heldur efast og bara prófa hlutina sjálfur. Kosturinn við ræðu biskups er að hún er skýr. Hann er ekki volgur, hann er á móti aðskilnaði ríkis og kirkju. Ástæðan er að hann vill tryggja að sagan um Jesú verði sögð um allt land. Það er fullt samræmi í því að vera á móti þessum aðskilnaði og að vilja ekki taka upp aðferðir fjöl- menningar. Ástæðan er sú að í fjölmenningarsamfélagi gengur t.d. illa að einn trúarhópur sé á sérsamningi hjá ríkinu, jafnvel þótt hann sé bæði stærri og eldri en hinir. Hóparnir þurfa að tak- ast á með samræðum og móta hugmyndir sínar samkvæmt sömu skilyrðum. Einstaklingar velja síðan það sem reynist þeim heillavænlegast óháð uppruna. Samræða trúarhópa Lýðræði í fjölmenningarsamfélagi er lif- andi samræða en ekki talning í meiri- og minnihluta. Ekki er nóg að líða vel í faðmi meirihlutans – mikilvægt er að fá tækifæri til að tala við hann. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is LEIÐARI Morgunblaðsins sl. fimmtudag nefndist Misráðin byggðapólitík og fjallar um orð mín í umræðum á Alþingi, þar sem rætt var um vanda hinna minni sjáv- arbyggða. Í rit- stjórnargreininni er greinilega ratað inn á slæmar villi- götur og umfjöllunin því nokkuð villandi. Gagnrýni leiðarahöf- undar lýtur að því sem kallað er „lausnir“ „sem felast í því að rík- isbáknið sé þanið út“. Orð mín á Alþingi hinn 13. október gefa hins vegar ekkert tilefni til slíkra ályktana, né útlegginga. Í ræðu minni vék ég að því að málshefjandi þessarar umræðu á Alþingi hafði sérstaklega beint sjónum sínum að öðrum lausnum til handa sjávarbyggðunum en þeim sem byggðust á breyttri skipan sjávarútvegsmála. Um það mál sagði ég í ræðu minni: „Stærsti vinnu- veitandinn verður að leggjast á árarnar“ „En það er alveg rétt sem hátt- virtir þingmenn hafa vakið at- hygli á, við þurfum auðvitað að reyna að leggja áherslu á annars konar atvinnulega uppbyggingu jafnframt og ríkisstjórnin verður að taka fast á þeim málum. Það blasir t.d. alveg við að ef stærsti vinnuveitandi landsins, rík- isvaldið, leggur ekki áherslu á uppbyggingu sína úti á landi eins og á höfuðborgarsvæðinu er þetta stríð tapað. Stærsti vinnuveitandi landsins verður einfaldlega að leggjast á árarnar í þessum efn- um og ég vil í þessu sambandi sérstaklega segja það að auðvitað skapast núna ný tækifæri með þeirri uppsveiflu sem fram undan er til þess að fara í meira átak en nokkru sinni fyrr, í það að flytja hin opinberu störf út á land, koma þeim fyrir í þeim byggð- arlögum þar sem fólk kallar á vinnu. Eins og við sjáum á tölum vantar okkur inn í aldurshópana stóra árganga. Ein forsendan fyr- ir því að unga fólkið, fólkið sem hefur leitað sér menntunar, kom- ist til starfa aftur í heimabyggð- um sínum er að ríkisvaldið legg- ist á árarnar einmitt á þessum vettvangi.“ Útþensla báknsins? Þarna er ekki verið að krefjast þess að ríkisvaldið, báknið sé þanið út. Öðru nær. En þarna er hins vegar þess krafist að sann- gjarn hluti ríkisumsvifanna sé ut- an höfuðborgarsvæðisins. Það eru nú öll ósköpin. Þar liggja gríðarleg tækifæri. Stærsti vinnuveitandi landsins er ríkið. Mörg þau verkefni og störf sem unnin eru á þess vegum eru þess eðlis að staðsetningin skiptir litlu máli. Ég hef í ótal ræðum, greinum í dagblöðum og á heima- síðu minni bent á tækifæri sem eru fyrir hendi á þessu sviði. Aldrei hefur þess verið krafist að slík stefnumörkun leiddi til auk- inna ríkisumsvifa. Það er rétt sem segir í leiðara blaðsins að tækifærin í þessum efnum liggja meðal annars í nýj- um stofnunum sem ríkið er að setja á laggirnar. Því miður höf- um við ekki náð að grípa þessi tækifæri. Þrátt fyrir að á þau hafi verið bent. Tregðulögmálið hefur komið í veg fyrir það. Við vitum að tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu á hinn bóginn að menn gangi til slíkra verka. Ótal hillumetrar af skýrslum færa okkur heim sanninn um það. – Og í guðs bænum, ekki fleiri skýrslur af því tagi! Byggðastefna með öfugum formerkjum Menn verða ofur einfaldlega að átta sig á því að ákvörðun um staðsetningu á þjónustu ríkisins er byggðastefna. Með því að stað- setja nær alla þá atvinnu- starfsemi á einu atvinnusvæði, er verið að hygla því umfram önnur. Þetta er eins konar byggðastefna með öfugum formerkjum. Kannanir sýna að fólk vill gjarnan búa á landsbyggðinni. En fólk krefst fjölbreyttra atvinnutækifæra. Slíka möguleika hefur hið opinbera meðal annars verið að búa til í stofnunum sínum og með starfsemi sinni utan landsbyggðarinnar. Unga fólkið á því tæplega mikið val. Vinna við hæfi fæst helst utan heimahaganna og því flytur fólkið á braut. Stefnumótun í þeim anda sem ég hef talað fyrir gæti breytt því. Hver er ávinningurinn? Við vitum að framundan er mikil fjárfesting, sem bæta mun atvinnustigið mjög mikið. Svo mikið raunar, að ýmsir óttast að það kunni að leiða til mikillar og óheppilegrar þenslu. Öll vitum við að þeirrar þenslu mun helst gæta í veikari byggðunum úti um landið með þeim hætti að það laði menn til búferlaflutninga. Fólk sækir í aukna vinnu, meiri umsvif og betri laun. Það er við slíkar aðstæður sem augljóslega skapast gott ráðrúm til þess að færa til störf og setja niður ný störf á vegum hins opinbera úti á landsbyggðinni. Það veldur ekki röskun, vegna þess að atvinnutækifærin að öðru leyti verða kapp nóg. Það eykur ekki ríkisumsvif, vegna þess að einvörðungu verður um að ræða nýja staðsetningu á verkefnum. Það jafnar efnahagssveifluna, forðar okkur frá þeirri hörmung sem byggðaröskunin er. Það stuðlar að bættri nýtingu fjárfestinga í innri mannvirkjum sem þegar hefur átt sér stað og kemur í veg fyrir ónauðsynlega fjárfestingu af sama tagi annars staðar á landinu. Það styrkir og breikkar þær undirstöður atvinnulífsins úti um landið sem við þurfum á að halda. Slíkt geta menn ekki kallað misráðna byggðapólitík. Heldur væri nær að nefna slíkt víðsýni og heilbrigða almenna skynsemi, sem undirrituðum hefur jafnan þótt einkenna ritstjórnargreinar Morgunblaðsins í gegn um tíðina. Er ómögulegt að vinna opinber störf á landsbyggðinni? Eftir Einar K. Guðfinnsson Höfundur er 4. þingmaður Norð- vesturkjördæmis og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í ERINDI á Umhverfisþingi var greint frá þeim að- ferðum sem beitt er við samanburð á virkjunarkostum í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í tilefni umræðu á þinginu og frétta- flutnings af henni eru hér útskýrð nán- ar nokkur atriði um virkjanir og nátt- úruverðmæti. Verðmæti náttúrufars eru flokkuð eftir svonefndum viðföngum í jarð- minjar og vatnafar, vistgerðir, teg- undir lífvera, landslag og víðerni. Þessi verðmæti eru metin óháð þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á virkj- unarsvæðinu. Áhrif virkjunar á verðmætin fara hins vegar eftir tilhögun virkjunarinnar og þar leitar virkjunaraðili að þeirri tilhögun sem skilar hag- kvæmri orkuframleiðslu með sem minnstum spjöllum á umhverfi. Í töflu yfir verðmæti náttúru kom fram að Þjórs- árver fá einna hæsta einkunn af þeim svæðum sem saman eru borin í 1. áfanga rammaáætlunar. Það merkir ekki að áhrif Norðlingaölduveitu séu mest af þeim virkjunarhugmyndum sem bornar eru saman í þetta sinn. Í mati á áhrifum er reyndar fjallað um þá veitu sem fyrirhuguð var með lónhæð í 575 m.y.s. en ekki þá tilhögun sem nú er í mótun og bundin er skil- yrði setts umhverfisráðherra að vatnsborðið verði ut- an marka friðlandsins í Þjórsárverum en þau eru í tæplega 569 m hæð. Þá framkvæmd mætti meta síðar til samanburðar þegar ljóst er hver tilhögun verður. Að því hefur verið fundið að við samanburð á um- hverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun er ekki tekið tillit til orkugetu virkjananna. Það er rétt að ekki hef- ur fundist nothæfur mælikvarði sem reiknar umhverf- isáhrif sem hlutfall af orkugetu. Hins vegar mætti fara þá leið að bera umhverfisáhrif stórrar virkjunar saman við heildaráhrif þeirra smærri virkjana sem byggja þyrfti til að framleiða jafnt og stóra virkjunin. Sem dæmi mætti nefna að uppsett afl Kára- hnjúkavirkjunar verður 690 MW og orkugeta a.m.k. 4.700 GWh á ári. Eini virkjunarkosturinn á Norður- landi sem gæti nálgast Kárahnjúkavirkjun í orkugetu er veita úr Jökulsá á Fjöllum í miðlunarlón í Arnardal og þaðan í Lagarfljót. Umhverfisáhrif þeirrar virkj- unar yrðu ekki minni en Kárahnjúkavirkjunar. Til að ná sömu orkugetu með öðrum virkjunum á Norðurlandi þyrfti að virkja Skjálfandafljót (Hrafna- bjargavirkjun), Austari og Vestari Jökulsár í Skaga- firði (Skatastaða-virkjun og Villinganesvirkjun), Kröflusvæði (stækkun,Vestursvæði og Leirhnjúk), Bjarnar-flag og Þeistareyki en sækja þyrfti a.m.k 800 GWh á ári suður yfir hálendið meðan jarðhitasvæðin væru að ná fullri orkugetu. Þegar horft er til flutn- ingskostnaðar og umhverfisáhrifa háspennulína til viðbótar umhverfisáhrifum virkjananna er ekki senni- legt að allir þessir virkjunarkostir í heild þættu væn- legri en Kárahnjúka-virkjun í hagkvæmni eða um- hverfisáhrifum. Í niðurstöðum 1. áfanga rammaáætlunar sem kynntar verða innan mánaðar er að finna mat og sam- anburð á 35 virkjunarhugmyndum á frumáætl- unarstigi, 14 í vatnsafli og 21 í jarðhita. Auk þeirra eru með í þessum samanburði 5 virkjunarkostir í vatnsafli og 3 í jarðhita sem eru mun lengra komnir í undirbúningi, sumir jafnvel heimilaðir samkvæmt lög- um og samþykktir við mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda. Æskilegt þótti að hafa þessa kosti með til kvörðunar vegna ítarlegra gagna sem um þá hefur verið safnað. Mat rammaáætlunar er hins vegar mun grófara og einfaldara en mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar og tekur því á engan hátt fram. Gildi rammaáætlunar liggur í mati á virkjunarhugmyndum framtíðar og innbyrðis flokkun þeirra, meðan litlu er til kostað og nægur tími er til stefnu að ráðast í frek- ari rannsóknir þeirra virkjunarkosta sem álitlegastir þykja á hverjum tíma. Virkjanir og náttúruverðmæti Eftir Sveinbjörn Björnsson Höfundur er formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.