Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 33 FYRIR tæpum fjórum árum fór þverpólitískur hópur fólks að koma reglu- lega saman til að ræða nauðsyn þess að stofna samtök velunnara Rík- isútvarpsins. Ástæðan fyrir tilurð þessa hóps voru m.a. hugmyndir um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Lögð var áhersla á að snúa vörn í sókn og efla Ríkisútvarpið til að gegna því hlutverki sem það hefur skv. núgildandi lögum, svo það megi áfram vera ríkisútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í land- inu. Þessi hópur stofnaði síðan samtökin Hollvinir Rík- isútvarpsins haustið 2002 á fjölmennum fundi í Norræna hús- inu. Lýðræðisleg skylda RÚV Mikilvægasta hlutverk Ríkisútvarpsins er í þágu lýðræðisins, sem endurspeglast í því að Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Um lögbundið hlutverk stofnunarinnar segir svo í 3. gr. laga um Rík- isútvarp: Ríkisútvarpið skal leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grund- vallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Það má eflaust deila um það hvort Ríkisútvarpið leitast ávallt við að rækja þessa skyldu. Hins vegar er óumdeilanlegt að fjölmiðlar í einkaeigu hafa engar slíkar skyldur. Þeir ákveða sjálfir hverjir fá að tjá sig og þeir geta birt efni að eigin geðþótta. Það er óhætt að fullyrða, að enginn ljósvakafjölmiðill stendur Rík- isútvarpinu framar hvað varðar fjölþætta og vandaða dagskrárgerð. Hug- myndir um einkavæðingu hefðu það líklega í för með sér að þetta vandaða efni hyrfi að mestu, vegna þess að það er ekki nógu ,,markaðsvænt“ í augum eigenda á frjálsum markaði. Markmið einkareksturs er nefnilega aðeins eitt: Að skila eigendunum fjárhagslegum hagnaði. Sporin hræða Erfitt hefur reynst að fá gild rök fyrir því að breyta Ríkisútvarpinu í hluta- félag. Þó hafa þær röksemdir heyrst að stofnunin þurfi að geta brugðist skjótt við í samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að sporin hræði ef um væri að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því hingað til hafa slík hlutafélög undantekn- ingarlaust verið seld. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menn- ingu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta bú- in ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. Aðalfundur samtakanna verður haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 26. október nk. kl. 16 og eru allir velunnarar stofnunarinnar hvattir til að mæta og leggja með því málefninu lið. Kosin verður ný stjórn og vænta má fjörugra umræðna um hlutverk samtakanna í framtíðinni. Framtíð Ríkisútvarpsins Eftir Margréti K. Sverrisdóttur Höfundur er stjórnarmaður í Hollvinasamtökum Ríkisútvarpsins. ÞEGAR fjallað var á Alþingi í janúar 2001 um viðbrögð löggjaf- ans við dómi Hæstaréttar í ör- yrkjamálinu voru fjölmargir lög- fræðingar kallaðir til ráðuneytis. Meðal þeirra vorum við fjór- menningarnir, sem sömdum frumvarp ríkisstjórnarinnar, þ.e. auk mín þeir Jón Sveinsson hrl., Baldur Guðlaugsson ráðuneyt- isstjóri og Þórir Haraldsson, að- stoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Á fund allsherjarnefndar komu svo líka prófessorarnir við lagadeild HÍ, Sigurður Líndal og Eiríkur Tóm- asson, sem og lektorinn Skúli Magnússon og stundakennarinn Guðrún Gauksdóttir. Að auki var lögfræðingurinn Oddný Mjöll Árnadóttir kallaður til. Allir þessir lögfræðingar voru á einu máli um, að frumvarp rík- isstjórnarinnar uppfyllti kröfur stjórnarskrár. Í hóp með þessum lögfræðingum og með sömu skoðun á þessu, má setja marga aðra fræðimenn í lögfræði, sem að vísu tjáðu sig ekki um þetta tiltekna frumvarp, en hafa tjáð sig almennt og fræðilega um lagaatriði sem þetta varða. Meðal þeirra er til dæmis Ólafur Jó- hannesson. Í ræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður flutti á Alþingi föstudaginn 17. október sl., í umræðum utan dagskrár um nýfallinn dóm Hæstaréttar, nafn- greindi hún mig einan sem ráð- gjafa ríkisstjórnarinnar í málinu. Það er eins og hún telji mig eina lögfræðinginn á Íslandi sem mark er á takandi. Það eitt skipti máli hvað ég hafi talið og ráðlagt. Ég tel mig til þess knúinn að taka upp þykkjuna fyrir hina. Þeir eru allir vandaðir og hæfir lögfræðingar sem hafa getið sér án undantekninga gott orð fyrir störf sín á vettvangi lögfræð- innar. Það er því afar óverð- skuldað og ranglátt af varaþing- manninum að nefna þá ekki til sögunnar, þegar hún fjallar um þetta málefni. Nema þetta hafi bara verið yfirsjón? Yfirsjón? Höfundur er prófessor við lagadeild HR. Jón Steinar Gunnlaugsson Síðumúla 21 Sími 588-9090 Suðurlandsbraut 52 Sími 530-1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - SK U 2 07 60 09 /2 00 3 Fjárfesting til framtíðar í hjarta borgarinnar www.101skuggi.is Kringlan 8-12, 3. hæð Sími 575 9000 Nánari upplýsingar: Íbúðir til afhendingar í september 2004. * Íbúðin afhent tilbúin án gólfefna. ** Íbúðin afhent tilbúin til innréttingar. 26,5 milljónir kr. * 126 m2 19,8 milljónir kr. * 96 m2 34,5 milljónir kr. ** 136 m2 34,9 milljónir kr. ** 164 m2 25,5 milljónir kr. ** 139 m2 26,9 milljónir kr. ** 136 m2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.