Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðlaug HelgaSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 29. mars 1939. Hún andaðist á Landspít- alanum v/ Hring- braut fimmtudaginn 16. október. Foreldr- ar hennar voru Sveinn Tómasson málarameistari, f. 12. ágúst 1898, d. 23. júlí 1960, og Sigríður Al- exandersdóttir, f. 13. júní d. 10. febrúar 1992. Systkini Helgu eru Sæmundur Ingi, f. 29. apríl 1931, d. 1. ágúst 1996, og Vilhelmína Sofía, f. 30. júlí 1934. Helga giftist 20. apríl 1961 Grími Friðbjörns- syni, f. 16. júlí 1931. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, sambýlis- maður Þórður Axel Magnússon. 2) Gunn- hildur, maki Yngvi Óðinn Guðmunds- son, börn þeirra eru Guðmundur Hrafn, Lena Sól og Helga Kristín. 3) Þröstur. Helga starfaði m.a. hjá Hagkaupum Kjörgarði, Bóka- verslun Ísafoldar, á símanum á BSR og síðast hjá Hreyfli þar til hún lést. Útför Helgu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma mín, það er sárt til þess að hugsa að þú skulir hafa ver- ið tekin frá okkur ástvinum þínum svona snögglega. Enginn vissi í raun hversu veik þú varst, nema þá kannski að þú hafir gert þér það ljóst en viljað hlífa okkur ástvinum þínum eins og þín var von og vísa. Þú hafðir alltaf áhyggjur af öllum öðrum en sjálfri þér og þá sérstak- lega okkur pabba og að sjálfsögðu Þresti í hans vandamálum. Þú varst alltaf stoðin og styttan í fjölskyldunni, sem allir gátu leitað til, hvort sem það voru við, ættingj- ar, vinir eða aðrir sem þurftu á hjálp að halda. Þú varst jafnframt ánægð yfir því að við Doddi skyld- um loksins vera búin að finna hvort annað og hversu hamingjusöm við erum, þá gastu loksins farið að hafa aðeins minni áhyggjur af mér, því að þær hafðir þú alltaf í gegnum öll mín veikindi. Það er sárt að hugsa til þess að þú skyldir þurfa að kveðja okkur svo snemma, en ég trúi að guð hafi ætlað þér einhver önnur störf. Ég veit jafnframt að afi, amma og Ingi hafa tekið vel á móti þér. Elsku barnabörnin þín, sem þú kallaðir gullmolana þína, eiga erfitt með að skilja af hverju guð þurfti að taka þig svona fljótt frá þeim og þá sérstaklega litla nafna þín, hún Helga Kristín, sem ekkert skilur hvar amma er. Elsku mamma mín, minning þín mun ævinlega lifa í minningu okkar. Guð blessi og veiti styrk, pabba, Þresti, Gunnhildi, Óðni, Guðmundi Hrafni, Lenu Sóley, Helgu Kristínu og Dodda. Guð blessi þig, mamma mín, þín dóttir, Sigríður. Elsku mamma mín nú ert þú far- in frá okkur og eftir sitja minning- arnar einar. Þú varst tekin svo snögglega frá okkur og ég náði ekki að tjá þér hvað mér þótti vænt um þig og allt það sem þú hafðir gert fyrir mig. Á mínum yngri árum átt- um við okkar góðu stundir og mjög góðar minningar. Þegar ég átti erf- itt í skólanum og var lagður í einelti og kom jafnvel heim úr skólanum hágrátandi, þá varst þú til staðar til að hughreysta mig og veita mér styrk til að halda áfram. En eftir því sem ég varð eldri fór ég að vera erf- iðari við þig og pabba og gerði margt sem særði ykkur, en svo lof- aði ég öllu fögru en sveik þau loforð jafnharðan. Þegar ég leiddist út í eiturlyfjaneyslu og vitleysuna sem því fylgdi varð það þess valdandi að þú og pabbi höfðuð stöðugar áhyggjur af mér og áttuð svefnlaus- ar nætur, og ekki urðu áhyggjurnar minni á meðan ég bjó erlendis um tíma. Því að eins og alltaf þá varst þú ávallt tilbúin að hjálpa öðrum, og varst jafnvel búin að því áður en þú varst beðin um hjálp, þú settir alltaf alla aðra í fyrsta sæti og gleymdir að hugsa um eigin heilsu. Ég veit að ég var ekki sá fyrirmyndarsonur sem þið vonuðust til að ég yrði, og í mörg ár var ég til stöðugra vand- ræða. En síðasta eitt og hálft ár hafði ég gert allt sem ég mögulega gat til að bæta fyrir þann skaða sem ég hafði valdið ykkur. Ég fór í með- ferð og hreinsaði mig upp, og tók mig á í því að vera sá góði sonur sem þið áttuð alltaf að fá. Ég veit að ég átti margt eftir ósagt við þig mamma mín, en þú fórst of fljótt frá okkur því ég átti þér svo margt að þakka. En ég mun halda áfram að vera sterkur og feta þessa beinu braut sem ég er nú á, og vera til staðar fyrir pabba eftir bestu getu. Ég veit að amma Sigga og afi og Ingi frændi hafa tekið á móti þér þegar þú kvaddir þennan heim, og ég veit að þið munuð vaka yfir okk- ur og fjölskyldum okkar, og veita okkur styrk til að halda áfram að lifa lífinu. Þinn sonur Þröstur. Elsku tengdamamma, mig langar að þakka þér fyrir samfylgdina og allt það sem þú hefur gefið mér og mínum á þessum tuttugu árum sem við höfum þekkst, þú lifðir fyrir barnabörnin þín og gafst þeim ást og umhyggju enda hefur það alltaf verið þannig að börnin hafa beðið um að fá að fara til ömmu Helgu og afa Gríms og toppurinn var að fá að vera eftir, fá að gista og láta ömmu stjana við sig og horfa á boltann eða boxið með afa. Tíminn hefur flogið áfram og ótrúlegt að þessu sé lokið og maður er ekki sáttur við hvað allt gerðist hratt, því ég hefði viljað segja svo margt, þú sást alltaf jákvæðu hlið- arnar á því sem ég var að fram- kvæma hvort sem ég var að skipta um bíla eða kaupa bátinn sem eng- inn annar sá neitt jákvætt við, ég gæti þá allavega veitt í soðið. Þú gafst svo mikið af þér sjálfri, varst alltaf að hugsa um aðra svo þú gleymdir að hugsa um þig, það var aldrei neitt að hjá þér og enginn mátti hafa of mikið fyrir þér. Barnabörnin þín, þau Guðmund- ur Hrafn, Lena Sóley og Helga Kristín hafa misst mikið, en eftir stendur að þau eiga góðar minning- ar sem lifa áfram um frábæra ömmu. Ég og Gunnhildur dóttir þín þökkum þér fyrir allt saman, elsku Helga, megi Guð geyma þig. Ástar- og saknaðarkveðja, Yngvi Óðinn Guðmundsson. Elsku amma Helga, okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum, en það er svo erfitt að koma ein- hverju á blað þegar svona stendur á og orð segja svo lítið, þegar minn- ingarnar eru svo margar og sökn- uðurinn svo sár. Þú fórst allt of snemma, ekki nema 64 ára, og við áttum eftir að gera svo margt sam- an, Gummi að verða 18 ára, og á fullu í skólanum og að reyna að verða fullorðinn, samt var hann allt- af litli strákurinn hennar ömmu sinnar þótt hann væri orðinn næst- um tveir metrar, enda fyrsta barna- barnið hennar, þangað til Lena Sól- ey fæddist sex árum síðar. Þá fékk amma Helga loksins stelpu til þess að dúlla við, kaupa kjóla á og monta sig af. Amma studdi hana Lenu sína, alveg sama hvað hún var að gera, hvort sem var í íþróttunum eða skólanum, þó að litla stelpan hennar væri að verða unglingur 12 ára gömul. Mamma og pabbi voru alltaf í vandræðum með hana ömmu því hún var alltaf að gera eitthvað fyrir okkur krakkana, bjóða okkur að gista með tilheyrandi veislum og dekri, eða bara gera eitthvað skemmtilegt og óvænt saman. Svo loksins fékk amma Helga aðra litla stelpu og nöfnu þegar litli sólar- geislinn hennar, Helga Kristín, fæddist fyrir tveimur árum. Helga Kristín var alltaf að hringja í ömmu sína og amma í hana enda hringdi hún oft bara til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með litlu englana sína. Þú varst, eins og pabbi sagði alltaf, alvöru amma. Við áttum svo frábæra ferð í sum- ar til Spánar með þér og afa og aldr- ei hefðum við trúað því að það væri síðasta fríið okkar með þér, við vit- um að þú munt fylgjast með okkur úr fjarlægð og passa upp á okkur, að við gerum nú enga vitleysu, við lofum að við munum passa hvert upp á annað og hann afa Grím. Þú munt lifa með okkur í minn- ingunni um alla framtíð, þú gafst okkur svo mikið. Ástar- og saknaðarkveðjur Guðmundur Hrafn, Lena Sóley og Helga Kristín. Helga systir er dáin. Ekki hvarfl- aði að mér þegar við töluðum saman á miðvikudaginn að ég ætti ekki eft- ir að tala við hana oftar. Það var mikið áfall þegar Gunnhildur hringdi í mig á fimmtudag og sagði að mamma sín væri dáin. Ég man svo vel þegar hún fæddist, ég var ekki mjög ánægð að vera ekki leng- ur litla barnið. Ég sagði þó að mér þætti pínulítið vænt um hana þegar hún svæfi. En það átti eftir að breytast. Helga ólst upp hjá ástrík- um foreldrum að Bræðraborgarstíg 35 í Reykjavík. Helga var fallegt barn með sína ljósu lokka og síðar glæsileg stúlka. Hún sýndi fljótt mikinn persónuleika. Ef hún ákvað eitthvað var erfitt að breyta því. Það lýsir henni eflaust best er hún fór með Inga bróður til Bretlands þegar hann þurfti að fara í mikinn uppskurð. Þá stóð hún sem klettur við hlið hans. Það var hennar mesta gæfuspor þegar hún gekk að eiga Grím, eft- irlifandi maka sinn, þau eignuðust þrjú mannvæn börn. Ekki má gleyma ömmubörnunum sem voru hennar gleði og yndi. Ég og börnin mín, Sveinn Jónas, Ásgeir og Ragn- heiður Guðrún, kveðjum góða syst- ur og frænku með miklum söknuði. Elsku Grímur, Sirrý, Gunnhildur og Þröstur, missir ykkar er mikill, megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Vilhelmína Sofía Sveinsdóttir. Kæra Helga. Fimmtudaginn 16. okt. bárust okkur þau hörmulegu tíðindi, sem okkur eiga seint eftir að líða úr minni, að hún Helga okkar hefði kvatt þennan heim. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve erfitt var að fá þá frétt að þú kæmir ekki aftur til okkar í vinnu. Þegar þú fórst og sagðir að þú kæmir aft- ur fljótlega datt okkur ekki í hug að þetta væri í síðasta sinn, sem leiðir okkar lægju saman. Bros þitt og hlátur eiga aldrei eftir að líða okkur úr minni. Það eru ekki margar manneskjur sem eru eins hjarta- hlýjar og þú varst. Ef það kom eitt- hvað upp á varstu alltaf fyrst til að koma og síðust til að fara. Þú máttir ekkert aumt vita en varst líka ákveðin og fylgin þér og þoldir illa óréttlæti. Við viljum hér kveðja þig í hinsta sinn með þökk fyrir öll árin sem hafa verið okkur ómetanleg. Við vottum Grími, Sirrý, Gunn- hildi, Þresti og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð, missir ykkar er mikill. Starfsfólk símaafgreiðslu Hreyfils-Bæjarleiða. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kæra fjölskylda, við sendum ykk- ur innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökkum Helgu vináttu og góð kynni. Ester og fjölskylda. Elsku Helga mín. Nú er tíminn þinn kominn og allt- af er verið að sanna fyrir okkur hversu litlu við ráðum í þessum heimi. Þú, ég og fjölskyldur okkar hafa verið tengdar sterkum vináttu- böndum allt frá því áður en þú fæddist, og við tvær, alltaf síðan verið vinkonur. Í þessari stuttu kveðju langar mig að koma á fram- færi kæru þakklæti til þín fyrir innilega vináttu þína og ljúfa sam- fylgd í gegnum lífið. Ég bið algóðan Guð að blessa þig og styrkja á vegferð þinni héðan og einnig bið ég Guð að hugga og leiða Grím, eiginmann þinn, börnin ykk- ar og barnabörn og ekki síst Mínu systur í sorg þeirra. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Kær kveðja, Þórunn Vilmundardóttir (Tóta vinkona). Elsku uppáhaldsfrænka mín, Helga, er látin. Hafi eitthvað komið mér virkilega á óvart nokkurn tíma, þá var það að heyra að þú værir horfin af okkar sjónarsviði. Þetta er hlutur sem mátti ekki gerast. En því miður taka guðirnir þá sem þeir elska og eru bestir. En hvað um okkur? Öll þessi stóra fjölskylda okkar elskaði þig líka. Eftir að amma Þura dó varst þú einróma kjörin höfuð allra í ættinni. Svo í raun varst þú of ung til að fara frá okkur. Ættin okkar er einstök. Gamlir sem ungir, fjarskyldir og náskyldir. Þetta var ein fjölskylda sem hélt hópinn. Núna höfum við misst þá kærustu og bestu frænku í heimi. Ég er nokkrum árum yngri og ég hef aldrei séð eða hitt Helgu öðruvísi en hlæjandi og í góðu skapi, sem var mjög smitandi. Ég sagði stundum við hana að við vær- um eins og tvíburar, því uppátækin, hláturinn, að gleðja aðra og hjálpa, þar vorum við eins. Helga vann í mörg ár hjá Bif- reiðastöðinni Hreyfli á næturnar. Þar held ég að séu mörg þung spor- in tekin núna. Elsku frænka, ég þekki þig og ég veit að þú myndir rassskella mig, ef ég myndi syrgja þig. Lífið heldur áfram, myndir þú segja, svo ekki gráta mig. Að vísu er sorg eigin- girni. Af hverju fæ ég ekki að hafa hana hjá mér? En elsku Helga mín, þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið tómarúm þú skilur eftir hjá allri ættinni, gömlum sem ungum. Að vísu veit ég að það er alveg sér- stök móttökunefnd sem tekur á móti þér, handan við móðuna miklu. Eins og ég nefndi áður er ætt okkar alveg sérstök, einnig þau sem taka á móti þér. Þetta er samt, fyrir okkur sem eftir verðum og elskum þig, rosa tómarúm í fjölskyldunni okkar. Elsku Helga frænka, ég veit að þú getur ekki látið það vera að kíkja niður til okkar og skilur okkur vel. Elsku Grímur, Sirrý, Gunnhildur og Þröstur. Ég votta ykkur og ykk- ar fjölskyldum mína innilegustu samúð. En hafið það alltaf í huga hversu einstök þið eruð fyrir að hafa átt svona yndislegan maka og móður. Hugsið um allar ánægju- stundirnar sem þið hafið átt með eiginkonu og móður, annars yrði hún ákaflega sár. Því hversu mikið hún myndi vilja hugga ykkur, þá getur hún það ekki, nema með ljósu árunum, sem hafa verið mörg. Elsku Mína frænka. Ég votta þér og fjölskyldu þinni mína innilegustu samúð, þar sem þið voruð óaðskilj- anlegar systur og þú ein eftir úr systkinahópnum. Síðan votta ég allri ætt okkar innilega samúð, fyrir að við höfum misst stóran höfðingja í ætt okkar. Því það tómarúm sem Helga skilur eftir sig er erfitt að fylla. En hún myndi ekki vilja að við gæfumst upp. Svo Guðlaugu Helgu Sveinsdótt- ur til heiðurs, höldum við ættar- böndunum enn þá sterkari. Vilhelmína Ragnarsdóttir, Trelleborg í Svíþjóð. Elsku Helga mín. Ekki óraði mig fyrir að þegar ég heyrði í þér í sum- ar, að það væri í seinasta skipti. Þessi tvö ár sem við unnum saman á símanum kynntumst við mjög vel. Þú varst dugnaðarforkur, bæði í einkalífinu og vinnunni. Það lék allt í höndunum á þér, hvort sem það var vinnan , matseld eða handa- vinna. Þú tókst mig strax undir þinn verndarvæng, því það var oft mikið álag hjá okkur. Betri leiðbeinandi gat ég ekki fengið. Oft hugsa ég um orð þín, við vinnum svo vel saman og við getum líka þagað saman. Oftast var nú spjallað og mikið hlegið. Það var hægt að leita til þín með svo margt og ekki stóð á svörum hjá þér. Ef bílstjórana vantaði hjálp, þá varst þú nú snögg að redda mál- unum. Varst svo úrræðagóð með alla hluti. Þú varst svo stolt af litlu barna- börnunum þínu. Talaðir mikið um þau. Svo fékkstu litla nöfnu og varst afskaplega ánægð með það. Ég votta Grími og börnum þínum og barnabörnum innilegar samúða. Anna Helga Gylfadóttir. GUÐLAUG HELGA SVEINSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR frá Munkaþverá, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 20. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 27. október kl. 13.30. Vilhjálmur Baldursson, Guðrún Haraldsdóttir, Stefán Baldursson, Sigríður V. Jóhannesdóttir, Þóra Baldursdóttir, Gunnar Baldursson, Ingigerður Baldursdóttir, Sigurður G. Jósafatsson, Sigríður Baldursdóttir, Tryggvi Ragnarsson, ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.