Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 38
KIRKJUSTARF 38 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn, sem skotist hefur upp á stjörnuhimininn á örfáum árum, er líklegt til að gera harða atlögu að Íslandsmeistaratitli skákfélaga þriðja árið í röð. Líkleg- ustu keppinautar þeirra um titilinn eru Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur. Íslandsmót skákfélaga fer nú fram í 30. skipti og efsta deildin ber nafnið Flugfélagsdeild- in. Allt frá upphafi hef- ur þetta verið langvin- sælasta og fjöl- mennasta keppni hvers árs og vinsældirnar virðast síst vera að dala. Það er til marks um styrkleika Íslands- meistara tveggja síð- ustu ára, Skákfélagsins Hróksins, að hugsanlegt er að sterk- asti skákmaður okkar Íslendinga, Jóhann Hjartarson, tefli á fimmta borði sveitarinnar ef þeir erlendu skákmenn sem væntanlegir eru hingað á vegum Hróksins tefla á fjórum efstu borðunum. Það er orðið langt síðan Jóhann hefur sést annars staðar en á fyrsta borði í keppni með íslenskri sveit. Nái Hrókurinn að sigra nú, þá hafa þeir náð að komast fram úr Taflfélaginu Helli sem einn- ig hefur unnið Íslandsmótið tvisvar, en eiga enn langt í land með að ná Taflfélagi Reykjavíkur sem hefur al- gjöra yfirburði í fjölda Íslandsmeist- aratitla og hefur hampað bikarnum 23 sinnum. Hvernig sem gengur hjá Hróknum um helgina halda þeir ótrauðir áfram og hefja öflugt al- þjóðlegt skákmót, Mjólkurskákmót- ið, á Selfossi á þriðjudaginn. Tveir af titilhöfum Taflfélagsins Hellis verða fjarri góðu gamni um helgina, en stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Lenka Ptacnikova eru nú fararstjórar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barna og ung- linga í Grikklandi. Það má því búast við að slagkraftur Hellismanna verði eitthvað minni en stundum áður í fyrri hluta keppninnar. Sigurður Daði Sigfússon, sem nýlega er geng- inn í Helli, mun þó vafalítið gera sitt til að bæta upp fjarveru Helga Ólafs- sonar úr A-liðinu. Líklegt er að Taflfélag Reykjavík- ur verði einnig nokkru veikara en undanfarin ár, en þar munar um þá Sigurð Daða og Magnús Örn Úlfars- son sem stundar nú nám erlendis. Annars verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig liðin í Flugfélags- deildinni verða skipuð nú þegar búið er að takmarka fjölda erlendra skák- manna í hverju liði við helming liðs- manna. Ákveði einhver lið að fullnýta þann kvóta getur það haft veruleg áhrif á úrslitin í deildinni. Það er hins vegar orðið erfitt á síðari árum að fá upplýst um skipan einstakra liða fyr- ir keppnina og eina leiðin til að fá áreiðanlegar upplýsingar er að mæta í Menntaskólann við Hamrahlíð um helgina og fylgjast með. Í annarri deild er Hrókurinn einn- ig líklegur til að vinna öruggan sigur enda með fjölda erlendra skák- manna hér á landi um helgina og lík- legt er að einhverjir þeirra verði settir í annarrar deildar lið Hróks- ins. Alls verður keppt í fjórum deildum og má búast við, að 300–400 skák- menn setjist að tafli í Menntaskól- anum við Hamrahlíð um helgina, en fyrsta umferð verður tefld á föstu- dagskvöld. Sigurður Daði sigraði á Stiga- móti Taflfélags Garðabæjar Sigurður Daði Sigfússon (2.370) sigraði á Stigamóti Taflfélags Garða- bæjar sem lauk 20. október. Sigurð- ur Daði hlaut 8 vinninga af 9 og tap- aði ekki skák. Jóhann H. Ragnarsson (2.104) fékk hálfum vinningi minna eftir jafntefli í loka- umferðinni, en hann hafði haft for- ystu á mótinu fram í síðustu umferð- ir. Þetta mót verður til að fjölga enn íslenskum skákmönnum á alþjóðlega stigalistanum, en fjórir nýir skák- menn birtast á næsta FIDE-lista fyrir frammistöðu sína á því. Úrslit mótsins: 1. Sigurður Daði Sig- fússon 8 v. 2. Jóhann Hjörtur Ragnarsson 7½ v. 3. Þorvarður F. Ólafs- son 5 v. 4. Leifur Ingi Vilmund- arson 4½ v. 5.–6. Jóhann Helgi Sig- urðsson, Stefán Freyr Guðmundsson 4 v. 7.–9. Björn Jónsson, Páll Sigurðsson, Sindri Guðjónsson 3½ v. 10. Svanberg Már Páls- son 1½ v. Ingvar sigraði á þriðja mótinu í Bikarsyrpu Eddu útgáfu Ingvar Þór Jóhannesson hefur nú sigrað á tveimur mótum í röð í Bik- arsyrpu Eddu útgáfu sem tefld er á Netinu, nánar tiltekið á ICC. Arnar E. Gunnarsson er hins vegar efstur í sjálfri syrpunni. Þriðja mótið var af- ar sterkt og fjölmennt en 49 skák- menn tóku þátt í því. Fjórða mótið fer fram eftir þrjár vikur, hinn 9. nóvember. Lokastaðan: 1. Ingvar Þór Jóhannesson 8 v. af 9 2. Snorri G. Bergsson 7½ v. 3. Magnús Örn Úlfarsson 7 v. 4.–5. Bragi Halldórsson og Arnar E. Gunnarsson 6½ v. 6.–10. Róbert Harðarson, Sigurður Páll Steindórsson, Gylfi Þórhallsson, Lenka Ptácníková og Davíð Ólafsson 6 v. 11.–13. Ögmundur Kristinsson, Sæv- ar Bjarnason og Pálmi R. Pétursson 5½ v. 14.–26. Davíð Kjartansson, Björn Þorfinnsson, Ólafur Kristjánsson, Ingvar Ásmundsson, Arnar Þor- steinsson, Halldór Brynjar Hall- dórsson, Heimir Ásgeirsson, Jón Kristinsson, Sigurður Eiríksson, Hrannar Baldursson, Gunnar Björnsson, Áskell Örn Kárason og Einar K. Einarsson 5 v. 27. Páll Þórarinsson 4½ v. o.s.frv. Sigur gegn Austurríki í lokaumferð EM landsliða Íslenska skáklandsliðið sigraði lið Austurríkis með þremur vinningum gegn einum í lokaumferð Evrópu- móts landsliða. Ísland hlaut 8 stig og 15 vinninga og hafnaði í 26. sæti eða fimm sætum ofar en meðalskákstig sveitarinnar sögðu til um. Þröstur og Stefán stóðu sig best, hlutu 3½ vinn- ing í 7 skákum. Rússar urðu Evr- ópumeistarar. Röð efstu liða: 1. Rússland 17 stig (22½ v.) 2. Ísrael 15 stig (22½ v.) 3. Georgía 13 stig (22 v.) o.s.frv. Skákæfingar að hefjast Skákskóli Íslands í samstarfi við UMSB og Grunnskólann í Borgar- nesi standa fyrir skákkennslu á þriðjudögum kl. 14–15:30 í skólan- um. Helgi Ólafsson stórmeistari mun koma annan hvern þriðjudag og leið- beina. Námskeiðið er fyrir alla á grunnskólaaldri. Gjald fyrir skákkennsluna er 1.200 kr. til áramóta. Þátttaka tilkynnist til UMSB í síma 437-1411 eða hjá Guð- rúnu Sigurjónsdóttur í síma 894- 0567 Íslandsmót skákfélaga hefst á morgun SKÁK Menntaskólinn við Hamrahlíð ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA 24.–26. okt. 2003 Daði Örn Jónsson Jóhann Hjartarson dadi@vks.is Áskirkja. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Þor- valdur Halldórsson syngur af sinni al- kunnu snilld. Allir velkomnir. Fræðslu- kvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur fjallar um sorg og trú. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. For- eldramorgnar frá kl. 10–12. Vinafundir frá kl. 13–15. Landspítali – háskólasjúkrahús. Arnar- holt. Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið frá kl. 12. Þjónustu annast Sigur- björn Þorkelsson. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Alfafundur kl. 19. Umsjón hefur Nína Pétursdóttir og með henni hópur sjálf- boðaliða, sem langar að kynna gestum sínum grundvallaratriði kristinnar trúar. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ- unglingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17. Hættulegi fundurinn. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Vinafundur. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 25. okt. kl. 14. Forvitnast um í Staðahverfi. Kaffiveitingar. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10 og 13 fram á föstu- dag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúð- um aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar í sam- vinnu leikmannaskólans og Reykjavík- urprófastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Stelpustarf fyrir 3., 4. og 5. bekk kl. 16.30. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtileg- ar og fræðandi samverustundir. Kirkju- krakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Grafarvogskirkju og einn- ig í Húsaskóla á sama tíma. Æskulýðs- félag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogs- kirkju kl. 20. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænarefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa–nám- skeið í Salaskóla. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Op- ið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynn- ingar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára krakka kl. 16.30–18. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning- ur í Kirkjulundi: kl. 15.10–15.50 8.A í Holtaskóla, kl. 15.55–16.35 8.B í Holta- skóla. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og styrking fundur fimmtudaginn 23. október kl. 17.30. Kaffi á könnunni og eru allir vel- komnir. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 23. október kl. 20. í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Natalía Chow organisti leikur á orgel við helgi- stund að spilum loknum. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn/foreldramorgunn í safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víð- isson. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigð- isstofnun. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson. Kl. 20 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K- heimilinu. Fjölskylduhópar taka fyrsta sporið í átt til bata. Sr. Þorvaldur Víð- isson og umsjónarfólk. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. AD KFUM&K. Fundur í kvöld kl. 20. Hornboginn. Efni í umsjón Bergsteins Gizurarsonar byggingarverkfræðings. Hugleiðing sr. Bragi Friðriksson fv. sókn- arprestur. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stund- ina. Glerárkirkja. Mömmumorgunn alla fimmtudaga kl. 10–12. Fjáröflunartón- leikar vegna flygilkaupa kl. 20.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 ung- lingaafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf Morgunblaðið/ÓmarKópavogskirkja. Íslandsmót kvenna í tvímenningi Mótið verður haldið í Síðumúla 37 helgina 1.–2. nóvember. Mótið hefst kl. 11.00 báða dagana. Spilaður verð- ur barometer allir við alla. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.ie Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 16. október sl. var spilað 2. kvöldið af 3 í Málarabutl- ernum. Þessi pör skoruðu mest um kvöld- ið: Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 37 Auðunn Hermannss. – Gunnar Þórðars. 28 Brynjólfur Gestsson – Garðar Garðarss. 19 Þórður Sigurðsson – Páll Skaftason 19 Ríkharður Sverrisson – Þröstur Árnason 19 Efstu pör að loknum 2 kvöldum eru: Magnús Guðmundsson – Gísli Hauksson/ Þórður Sigurðsson 63 Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 60 Auðunn Hermannss. – Gunnar Þórðars. 43 Brynjólfur Gestss. – Garðar Garðarss. 23 Vilhjálmur Þ. Pálsson – Sigurður Vilhj. 21 Því miður er ekki hægt að koma upplýsingum inn á heimasíðuna þessa dagana, vegna þess að verið er að breyta um vistunarstað heima- síðna hjá Bridssambandi Íslands. Síðasta kvöld mótsins verður spil- að í Tryggvaskála fimmtudagskvöld- ið 23. október stundvíslega kl. 19.30. Bridsfélag SÁÁ Fimmtudagskvöldið 16. október mættu 10 pör til leiks og var spilaður Howell-tvímenningur, 9 umferðir, 3 spil á milli para. Þessi pör urðu hlut- skörpust (meðalskor 108): Unnar Atli Guðm. – Jóhannes Guðm. 126 Þóroddur Ragnarss. – Guðm. Gunnþ. 124 Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 123 Þorlákur Hannesson – Ólafur Oddsson 118 Gísli Ólafsson – Sveinn Ragnarsson 117 Spilað er öll fimmtudagskvöld og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19.30. Spilastaður er Sóltún 20, Lionssalurinn. Keppnisgjald kr. 700 (350 fyrir yngri spilara). Umsjónarmaður er Matthías Þor- valdsson og má skrá sig á staðnum eða hjá honum í síma 860 1003. Allir eru velkomnir og hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Loks er vakin athygli á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/fel/saa. Stefán og Þórólfur unnu tvímenninginn hjá BA Stefán G. Stefánsson og Þórólfur Jónasson sigruðu í þriggja kvölda Greifatvímenningi Bridsfélags Akureyrar sem nú er lokið. Lokastaða er þessi: Stefán G. Stefánsson - Þórólfur Jónasson 96 Björn Þorláksson - Frímann Stefánsson 93 Árni K. Bjarnason - Ævar Ármannsson 51 Stefán Vilhjálmsson - Guðmundur Víðir 41 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 37 16 pör tóku þátt og eru úrslit loka- umferðarinnar þessi: Jón Björnsson - Halldór Svanbergsson 34 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 31 Gissur Gissurars. - Hans V. Reisenhaus 31 Björn Þorláksson - Frímann Stefánsson 26 Reynir Helgason - Stefán Sveinbjörnsson 22 Spilað er á þriðjudags- og sunnu- dagskvöldum kl. 19.30, í Hamri, Fé- lagsheimili Þórs. Á þriðjudagskvöld- um eru forgefin spil og keppnisstjóri á staðnum. Næsta þriðjudagskvöld byrjar Aðaltvímenningur Bridsfélags Ak- ureyrar, er það fjögurra kvölda tví- menningur. Metþátttaka í Borgarfirðinum Mánudaginn 20. október mætti 21 par til spilamennsku hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar og hafa ekki verið fleiri í áratugi. Spilaður var Mitchell- tvímenningur, alls 24 spil. Félagið hefur fengið góðan liðs- auka frá Viðskiptaháskólanum á Bif- röst og það voru einmitt þeir Ingi- mundur og Óskar Bifrestingar sem skutu öllum öðrum pörum langt aft- ur fyrir sig að þessu sinni með risa- skor. Úrslit urðu annars sem hér segir. N-S Ingimundur Sigfúss. – Óskar Stefánss. 69.4 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 64.9 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 52.4 A-V Jón H. Einarsson – Elín Þórisdóttir 61.9 Örn Einarsson – Kristján Axelsson 56.9 Svanhildur Hall – Hildur Traustadóttir 55.4 Guðmundur Kristins. – Ásgeir Ásgeirs. 55.4 Spilað er í Logalandi hvert mánu- dagskvöld. Bridsdeild Breiðfirðinga 12. og 19. október var spilaður tví- menningur með þátttöku 12 para hvert kvöld. Úrslit urðu eftirfarandi. 12.10.: Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 149 Bragi F. Bjarnas. – Baldur Bjartmarss. 132 Karl Ómar Jónsson – Sigurður Ólafss. 129 19.10.: Karólína Sveinsd. – Sveinn Sveinsson 138 Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 129 Björn Friðriksson – Jóhannes Guðm. 128 Spilað er í Breiðfirðingabúð á sunnudögum frá kl. 19. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið tveimur kvöldum og 11 umferðum af 17 í barómeterkeppni félagsins. Sveinn Ragnarsson og Vil- hjálmur Sigurðsson jr. hafa náð ágætri forystu, en Unnar Atli Guð- mundsson og Jóhannes Guðmanns- son koma í humátt á eftir: Sveinn Ragnarsson – Vilhjálmur Sig. jr. 101 Unnar Atli Guðm. – Jóhannes Guðm. 83 Gunnlaugur Karlss. – Ásmundur Örnól. 52 Leifur Kr. Jóhanness. – Már Hinrikss. 35 Jón Guðmar Jónss. – Friðjón Margeirss. 26 Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu á öðru spilakvöldinu: Unnar Atli Guðm. – Jóhannes Guðm. 56 Sveinn Ragnarsson – Vilhjálmur Sig. jr. 49 Anna G. Nielsen – Guðlaugur Sveinss. 23 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.