Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ undirritaðar samstarfskonur Auðar Guðjónsdóttur viljum taka undir orð hennar í greinarkorni sem birtist í Morgunblaðinu 18. okt sl. Þar rekur hún hugmyndir sínar um framhald á þeirri vinnu sem hún hefur nú þegar unnið svo ötullega að það er að kynna draum sinn um stofnun gagnabanka til að halda ut- an um nýjungar á sviði lækninga á mænuskaða. Hún hyggst nú láta gera myndband um ungt fólk sem hefur lamast og hefur viljað taka þátt í ýmiss konar tilraunameðferð- um, þar sem það hefur engu að tapa en allt að vinna. Þetta eru úræði sem ekki eru hefðbundin en eru þó þekkt meðferð við mænuskaða ein- hversstaðar í heiminum. Sjóður ís- lenskra kvenna var stofnaður af hjúkrunarfræðingum á skurð- og svæfingardeild LSH v/Hringbraut til stuðnings hugsjónum Auðar til lækninga á mænnuskaða. Nú viljum við leita til ykkar íslenskra kvenna um stuðning við þetta merkilega hugsjónastarf móður sem gefst aldrei upp. Reikningsnúmer sjóðs- ins er 1151-15-551500 kennitala sjóðsins er 540202-3110 ARNA BRYNJÓLFSDÓTTIR og ELÍN ÝRR HALLDÓRS- DÓTTIR, skurðhjúkrunarfræðingar. „Ákall til íslenskra kvenna“ Frá Örnu Brynjólfsdóttur og Elínu Ýrr Halldórsdóttur LANGISJÓR er ein af fegurstu nátt- úruperlum þessa lands, kristaltær og óviðjafnanlegur, vatnið er yfir 20 kíló- metra langt, ligg- ur frá suðvestri til norðausturs og nær að rótum Vatnajökuls suð- vestanverðum. Það er ógleym- anlegt að sigla norður eftir Langasjó í góðu veðri, sigla framhjá hverri eynni á fætur annarri, framhjá ótal víkum, vogum og fjörð- um og virða fyrir sér ægifagurt út- sýnið til allra átta. Snarbrattar fjallshlíðarnar ná al- veg niður í vatn og í logninu sem oft er algert á vatninu speglast fjöllin á vatnsfletinum og maður verður alger- lega heillaður af þessu sköpunarverki náttúrunnar, fegurðinni og kyrrðinni. Austan megin vatnsins rísa Fögru- fjöll, ótrúlega fagur fjallgarður og fegurð hans magnast þar sem hann gengur fram í kristaltært vatnið í Langasjó, við suðurenda fjallgarðsins trónir svo Sveinstindur yfir þessu öllu eins og sannur konungur öræf- anna. Að vestanverðu liggur annar fjall- garður, Breiðbakur, meðfram vatn- inu. Breiðbakur er ólíkur Fögrufjöll- um og gengur ekki eins brattur niður í vatnið en hann er ekki síður fagur með furðulegar og einstakar hraun- myndanir og ótrúlega litadýrð. Að norðan sér svo í hvítan jökulinn sem verður skírari og fegurri eftir því sem norðar dregur. Þessi sigling norður Langasjó er slíkt sjónarspil náttúrufegurðar að sú manneskja sem ekki verður djúpt snortin af því sem fyrir augu ber hlít- ur að vera algerlega ónæm fyrir feg- urð og tærleika okkar fallega lands. Ég, ásamt nokkrum félögum mín- um, hef dvalið við veiðar á Langasjó nokkur undanfarin sumur. Við höfum farið hver um sig nokkrar ferðir á hverju sumri og stundað veiðar bæði á stöng og í net, við höfum veiðiréttin í vatninu á leigu og þessar ferðir eru okkur ólýsanleg uppspretta ánægju og lífsfyllingar. Í vatninu veiðist bleikja, hún er stór og falleg, svona 3-6 pund, og er ákaflega góður matfiskur. Um leið og heim er komið úr veiði- ferð í Langasjó er byrjað að hugsa fyrir næstu ferð. Veturinn er harður á þessum slóð- um svo ekki er um það að ræða að stunda veiðar yfir vetrarmánuðina, en um leið og snjóa leysir er farin fyrsta ferð að vori. Ég hafði einhvern tímann heyrt að ýmsir hefðu hugmyndir um að veita Skaftá yfir í Langasjó og taka síðan vatnið undir Breiðbak og veita því svo áfram yfir í Þjórsá. Mér fannst það svo fjarstæðukennt að nokkrum manni skuli detta í hug að gera Langasjó að ljótum drullu- pytti sem hann sannarlega yrði ef af þessu yrði, að ég hugsaði ekki svo mikið um þetta þá. Í síðustu ferð minni í Langasjó nú í sumar brá mér hins vegar illa þegar ég sá gröfu, jarðbor og aðrar vinnu- vélar að taka sýni á Breiðbak þar sem Landsvirkjun fyrirhugar að gera göng undir fjallgarðinn. Það er sem sé full alvara á bak við þessar hugmyndir; til stendur að gera Langasjó að gráu uppistöðulóni og eyðileggja þar með þessa undur- fögru náttúruperlu. Nú brýni ég alþingismenn og landsmenn alla, hvar sem þeir búa og hvar í stétt sem þeir standa, til að standa vörð um Langasjó, látið álit ykkar í ljós og ef þið eruð í vafa þá endilega leggið land undir fót og skoðið þetta fagra vatn og gangið á Sveinstind og virðið fyrir ykkur eitt- hvert fegursta útsýni á Íslandi áður en þið takið afstöðu. Ef Langasjó verður fórnað á altari stóriðju og hagvaxtardrauma verður það okkur sem þjóð til ævarandi skammar og reyndar neita ég alger- lega að trúa því að við séum svo skammsýn og snauð af virðingu fyrir ægifegurð og hreinleika okkar ein- staka lands. ÞORVALDUR GARÐARSSON, Básahrauni 22, Þorlákshöfn. Við megum ekki fórna Langasjó Frá Þorvaldi Garðarssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.