Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNES Árnason, leikmaður körfuknattleiks- liðs KR, lét mikið að sér kveða á þeim tveimur mínútum sem hann lék með liði sínu gegn Njarð- vík í úrvalsdeild karla, Intersportdeildinni, síð- asta sunnudag. Jóhannes er kunnur baráttujaxl og afrekaði hann að fá fimm villur á tveimur mín- útum. Að auki gaf hann eina stoðsendingu og tapaði knettinum einu sinni. Njarðvíkingar unnu leikinn á heimavelli sínum, 79:77. Kapp best með forsjá „Ég held að þetta sé heimsmet – ef ekki þá örugglega jöfnun á heimsmeti,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR-liðsins, í gær. „Ég náði ekki að skipta honum útaf þegar hann fékk fjórðu villuna. Jóhannes ætlaði sér að berjast í vörninni og það gerði hann svo sannarlega, en eigum við ekki að segja að kapp sé best með forsjá,“ bætti Ingi Þór við. Fékk fimm villur á tveimur mínútum ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í 55. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnu- sambandins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ís- land fellur um sjö sæti frá síðasta lista sem kom út fyrir mánuði en þá voru Íslendingar í 48. sæti. Heimsmeistarar Brasilíumanna eru sem fyrr í efsta sæti á listanum, Frakkar eru í öðru, Spán- verjar í þriðja, Argentínumenn í fjórða og Hol- lendingar fara úr sjöunda sætinu upp í það fimmta. Englendingar eru í sjötta sæti, Þjóð- verjar fara upp um tvö sæti og eru í sjöunda, Ítalir, Tyrkir og Mexíkóar eru svo jafnir í 8.–10. sæti. Danir er efstir Norðurlandaþjóðanna en þeir eru í 14. sæti, Svíar í 18. sæti, Norðmenn falla um tólf sæti, eru í 37. sæti, Finnar eru í 41. sæti og Færeyingar skipa 124. sæti listans. Landsliðsmenn Kúveit eru hástökkvarar FIFA-listans að þessu sinni en þeir fara upp um 28 sæti – eru í 50. sæti. Ísland í 55. sæti á FIFA-lista KRISTJÁN Guðmundsson sem á dögunum sagði upp störfum sem þjálfari hjá hjá 2. deild- arliði ÍR í knattspyrnu ásamt aðstoðarmanni sínum, Magnúsi Þór Jónssyni, snýr að öllum lík- indum til baka í Breiðholtið ásamt Magnúsi Þór og taka þeir upp þráðinn á nýjan leik sem þjálf- arar ÍR-liðsins. „Landslagið hefur breyst“ „Ég er kominn í viðræður við ÍR sem eru langt komnar,“ sagði Kristján við Morgun- blaðið í gær. Spurður hvað hefði breyst frá því hann sagði upp sagði Kristján; „Sú yfirlýsing sem við sendum frá okkur þegar við ákváðum að segja upp hefur greinilega vakið menn upp og þeir sem stjórna félaginu hafa komið til móts við þá hluti sem ég talaði um að væru í ólagi. Þar með hefur landslagið breyst.“ Kristján hættur við að hætta með ÍR-liðið FREMSTI spretthlaupari Evrópu, Dwain Chambers frá Bretlandi, er í hópi þeirra íþróttamanna sem hafa notað hið nýja steralyf THG sam- kvæmt frétt dagblaðsins The Guardian. Niðurbrotsefni THG fundust í sýni sem tekið var úr Chambers utan keppni er hann var staddur við æf- ingar í Saarbrücken í Þýskalandi. Ekki var hægt að finna niðurbrots- efni THG-steralyfisins fyrr en ný- verið og leikur grunur á að margir íþróttamenn hafi nýtt sér „gallann“ í lyfjaprófunum og tekið inn hið há- þróaða steralyf. Ekki er búið að kanna svokallað B-sýni en verði niðurstaðan sú sama og úr A-sýninu á Chambers yfir höfði sér a.m.k. tveggja ára keppn- isbann og að auki fær hann ekki að taka þátt í Ólympíuleikum framar samkvæmt reglum breska frjáls- íþróttasambandsins. Þjálfari Chambers er Remi Korchemny frá Úkraínu en hann er búsettur í Bandaríkjunum og segir að Chamb- ers sé saklaus. Chambers er Evrópumeistari í 100 metra hlaupi. Hann á breska metið í greininni ásamt Linford Christie, 9,87 sekúndur. Hann varð þriðji á HM árið 1999 en olli von- brigðum á HM í sumar er hann varð fjórði í París. Aðeins Dwain Chambers og bandaríski kúluvarparinn Kevin Toth hafa verið nefndir á nafn vegna THG-steralyfsins að svo stöddu en gríðarleg rannsókn fer nú fram á öll- um lyfjaprófum sem tekin voru á HM í París í sumar og herma heim- ildir bandarískra dagblaða að allt að 20 kunnir frjálsíþróttamenn séu í hópi þeirra sem hafi notað THG- steralyfið. Það verður ekki sagt að varnar-leikur liðanna tveggja í fyrri hálfleik hafi verið burðugur. Bæði lið tefldu fram hálf- vængbrotnum liðum þar sem FH-ingar söknuðu m.a Loga Geirssonar og HK- ingar Alexanders Arnarsonar sem er frá um óákveðinn tíma vegna meiðsla í hálsliðum. Þrátt fyrir þennan skort á varnarleik var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna sem þó tókst að skora 32 mörk á þessum 30 mínútum. Þar fór fremstur í flokki FH-ingurinn Magnús Sigurðsson en hann skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik. Nokkuð var af Magnúsi dregið eftir hálfleikinn en hann kláraði þó leikinn með sóma og var langbestur í liði FH. FH leiddi í leikhléi, 18:14, liðið skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og hafði að því er virtist nokkuð þægi- lega 5 marka forystu. En HK-ingar eru þekktir fyrir allt annað en að gef- ast upp og sjálfsagt hefur Árni Stef- ánsson, þjálfari þeirra, sagt nokkur vel valin orð í leikhléinu. Eftir brö- suga byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir skoruðu aðeins eitt mark í fyrstu sjö sóknum sínum komust þeir á flug og skoruðu úr 9 sóknum í röð. Þetta var meira en FH-ingar réðu við. HK saxaði jafnt og þétt á forskot þeirra og þegar tæpar 13 mínútur voru eftir af leiknum var jafnt á komið með lið- unum, 22:22. Það var fyrst og fremst einstaklingsframtak þeirra Hauks Sigurvinssonar og Augustas Strazd- as sem færði þetta líf í HK-liðið og uppskáru þeir sem fyrr segir tveggja marka sigur og tvö dýrmæt stig í þessu fyrsta hluta Íslandsmótsins. Haukur Sigurvinsson var hetja HK í þessum leik og hann var sáttur við sigurinn og stigin tvö. „Við byrjuðum leikinn eins og 6. flokkur og kannski var Evrópu- keppnin eitthvað að stríða okkur. En svo kom þetta hægt og bítandi í síðari hálfleik,“ sagði Haukur. „Við vorum heppnir að FH-ingarnir voru með vængbrotið lið. Ef þeir hefðu verið með fullskipað lið þá hefðu þeir sjálf- sagt keyrt yfir okkur. Það vantaði líka í okkar lið en við erum með 17 góða leikmenn og getum leyft okkur að hvíla menn. Við virtumst ekki vera með hugann við leikinn í byrjun, það var dregið í Evrópukeppninni í gær og það hlýtur að hafa eitthvað að segja. Við ætlum okkur að vera í efstu tveimur þremur sætunum í þessum hluta Íslandsmótsins og það er ljóst að hvert stig skiptir máli,“ sagði Haukur Sigurvinsson sem átti af- bragðsgóðan leik í liði HK ásamt Lit- háunum tveimur Andrius Rackaus- kas og Augustas Strazdas. Hjá FH átti Magnús Sigurðsson mjög góðan leik en aðrir náðu ekki sínu besta. Frábær enda- sprettur hjá HK í Kaplakrika BRÁÐSKEMMTILEGUR endasprettur HK gegn FH í Kaplakrika tryggði það að leikur liðanna í gærkvöldi félli ekki beint í gleymsku- brunninn. HK sem var undir lengst af leiks tryggði sér nauman tveggja marka sigur, 29:27, og færðist upp í þriðja sæti suðurriðils í forkeppni fyrir undankeppni Íslandsmótsins. Leikur liðanna var sá síðasti í fyrri umferð forriðilsins og með sigrinum hefur HK hlotið 10 stig eftir 7 leiki en FH hefur 6 stig eftir jafnmarga leiki. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar  PARÍS St. Germain er í viðræðum við Leeds um að fá ástralska fram- herjann Mark Viduka að láni þegar leikmannamarkaðurinn verður opn- aður í janúar. Ástralskir fjölmiðlar greindu frá því að Viduka væri óhress í herbúðum Leeds og vildi komast í burtu frá liðinu en hann hef- ur skorað 50 mörk í 109 leikjum liðs- ins frá því hann var keyptur frá Celt- ic fyrir þremur árum.  PATRICK Kluivert, hollenski landsliðsmaðurinn í liði Barcelona, sagði við fréttamenn fyrir utan Nou Camp, heimavöll Börsunga, í gær að hann vildi ekki yfirgefa liðið og fara til Newcastle en þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um að Kluivert gangi í raðir Newcastle þegar leik- mannamarkaðurinn verður opnaður í janúar. „Þið verðið að trúa mér. Ég vil ekki fara frá Barcelona,“ sagði Kluivert, sem einnig hefur verið orð- aður við Arsenal og Chelsea.  BÆJARYFIRVÖLD í norska bæn- um Lillehammer ætla að nota allt að 800 millj. kr. til þess að undirbúa um- sókn þeirra um vetrarólympíuleik- ana árið 2010, en leikarnir fóru fram í bænum 1994 og komu bænum á „kortið“ eins og sagt er.  FORRÁÐAMENN ítalska knatt- spyrnuliðsins Empoli, sem leikur í efstu deild þar í landi, sögðu þjálfara liðsins upp störfum í gær. Daniele Baldini náði ekki að krækja í nema 2 stig í 6 leikjum og er liðið í næst- neðsta sæti deildarinnar. Fabrizio Corsi, formaður félagsins, segir að ákvörðunin hafi verið erfið þar sem Baldini sé virtur hjá félaginu, enda lék hann með því á sínum tíma, var fyrirliði og nú síðast þjálfari. Attilio Perotti mun taka tímabundið við starfinu en hann er 57 ára gamall og var áður þjálfari Verona í efstu deild.  MARTIN Pieckenhagen, mark- vörður Hamburger í þýsku 1. deild- inni í knattspyrnu, er með slitið krossband í hné. Hann þarf að gang- ast undir aðgerð og er reiknað með að hann verði frá æfingum. Stefan Wächter, varamarkvörður Ham- burger, kemur til með að leysa Pieckenhagen af hólmi en Wächter, sem er 25 ára gamall, hefur aldreið staðið á milli stanganna í 1. deild.  SIGFRIED Held, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, er hættur þjálfun maltneska landsliðsins og hefur Horst Heese verið ráðinn í hans stað. Heese er ekki ókunnugur starfinu en hann var við stjórnvölinn hjá Möltumönnum frá 1988–1991.  LEIKMENN þýska 1. deildarliðs- ins Hertha Berlín standa við bakið á þjálfara sínum, Huub Stevens, og segja að hann sé rétti maðurinn fyrir liðið, þó svo að því hafi ekki gengið sem best í síðustu leikjum. FÓLK Reuters Dwain Chambers hleypur á heimsmeistaramótinu í París. Evrópumeistarinn féll á lyfjaprófi Lyfjaráð ÍSÍ bíður átekta „ÉG tel það ólíklegt að það verði gerðar ráðstafanir til að fara í gegnum gömul sýni vegna hins nýja THG- steralyfs,“ sagði Guð- mundur Sigurðsson, sem á sæti í lyfjaráði Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands. Talsmenn lyfjaeftirlits- ins í Bandaríkjunum og Bretlandi sögðu í gær að farið yrði í gegnum öll sýni sem tekin voru fyrr í sumar á HM í frjáls- íþróttum þar sem að þær aðferðir sem notaðar voru á þeim tímapunkti dugðu ekki til að finna hið nýja THG-steralyf. Guðmundur bætti því við að lyfjaráð ÍSÍ hefði ekki fjallað sérstaklega um þetta nýja steralyf að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.