Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 SIGURJÓN Þorvaldur Árna- son, bankastjóri Landsbankans, segir að ekki sé öðrum en bönk- unum til að dreifa á íslenskum fjármálamarkaði til að leiða um- breytingaferli í atvinnulífinu. Hlutverk þeirra sé í raun sögu- legt og sé afleiðing af þeim breytingum sem gerðar hafi ver- ið innanlands og þeirri þróun sem átt hafi sér stað erlendis. Þetta kom fram á morgunverð- arfundi Verslunarráðs Íslands í gær þar sem rætt var um þær sviptingar sem eiga sér stað á fjármálamarkaði og framtíðar- sýn nýrrar kynslóðar. Á fundinum rakti Sigurjón breytingarnar aftur til kvóta- kerfisins snemma á níunda ára- tugnum og breytinga á fjármála- markaðnum og einkavæðingu á síðasta áratug. Breytingarnar hér væru einnig í takt við er- lenda þróun, svo sem landnám markaðsaflanna í Austur-Evr- ópu, aukið viðskiptafrelsi og byltingu í upplýsingatækni. Allt mótaði þetta framtíðarsýnina og leiddi til útrásar vegna þess að skilyrði viðskiptalífsins hér og erlendis hefðu verið samræmd, sem hjálpaði okkur til að sækja út og keppa á jafnréttisgrund- velli. Mikil áhersla hefði áður verið lögð á að fá erlenda fjárfesta inn í landið. Það hefði helst heppn- ast í áliðnaðinum, en þrátt fyrir áhuga á að fá erlenda fjárfesta inn í bankana eða Símann hefði það ekki tekist svo nokkru næmi. Fjármagnið sem streymt hefði inn í innlend fyrirtæki hefði komið fyrir tilstuðlan inn- lendra aðila og útrásin hefði síð- an verið framtak einstaklinga í samvinnu við fjármálafyrirtækin. Sigurjón sagði styrka þátttöku innlends fjármálamarkaðar og vilja fjármálafyrirtækjanna til að styðja við þessa umbreyt- ingaþróun hafa skipt miklu máli. Vel heppnuð samvinna Hann sagði útrás þeirra fyrir- tækja sem unnið hefðu þétt með fjármálafyrirtækjum hafa gengið betur en annarra. Sú staðreynd að útrásarfyrirtæki hefðu unnið misjafnlega náið með fjármála- fyrirtækjum kynni að vera skýr- ingin á að útrásin hefur heppn- ast misjafnlega vel og hann sagði hægt að fullyrða að árang- urinn hefði ekki orðið mestur á því sviði þar sem við ættum að hafa mesta hlutfallslega yfir- burði, þ.e. í sjávarútvegi. Sigurjón sagðist telja stöðuna á innlendum fjármálamarkaði í dag nákvæmlega eins og að hefði verið stefnt. Bönkunum hefði verið breytt í einkafyrir- tæki sem hefðu arðsemi að leið- arljósi og lögum hefði verið breytt til að sameina viðskipta- bankaþjónustu og fjárfestingar- bankaþjónustu og til að sameina verðbréfafyrirtæki bankanna við bankana sjálfa. Þetta væri í samræmi við þróun erlendis. Allt hefði þetta líka verið nauðsyn- legt til að gera bankana að þokkalega sterkum einingum. Sigurjón sagði að til að hafa fjárfestingarbanka og viðskipta- banka undir einum hatti þyrfti lagaramminn að vera í samræmi við það, og hann væri það. Laga- ramminn væri tiltölulega þröng- ur og eftirlitsaðilum væri ætlað stórt hlutverk sem þeir sinntu vel og þeir hefðu styrkst á síð- ustu árum í að sinna þessu hlut- verki sínu. Hann sagði ósann- gjarnt þegar því væri haldið fram að aðskilnaður ólíkra þátta bankanna væri ekki nægjanleg- ur og Kínamúrar héldu ekki. Engin málefnaleg rök væru til að halda slíku fram. Bönkunum falið hlutverk Sigurjón telur að aðstæður séu þannig að öðrum en bönkunum sé ekki til að dreifa nú til að leiða umbreytingarferli í at- vinnulífinu. Ekki sé æskilegt að ríkið taki það hlutverk að sé og lífeyrissjóðir eigi erfitt með að hafa forystu um slíkt. Erlendis séu það oft sérstakir sjóðir sem taki þetta hlutverk að sér og sú staða sé ef til vill að koma upp hér á landi. Straumur sé að hasla sér völl á þessum vett- vangi, Burðarás verði hugsan- lega slíkur sjóður og sama kunni að eiga við um Meið, sem er stærsti hluthafi Kaupþings Bún- aðarbanka. Sigurjón sagði ekki skrýtið þótt einhverjum þætti of geyst farið þegar miklar umbreytingar ættu sér stað, en þegar þetta væri sett í víðara samhengi mætti sjá að þetta væri eðlileg afleiðing þess sem breytt hefði verið í umhverfinu á síðustu ár- um og áratugum og í samræmi við það sem hefði verið að gerast erlendis. Bönkunum hefði með breyt- ingum síðustu ára verið falið það hlutverk að leiða þróun um- breytinga í atvinnulífnu og ákaf- lega mikilvægt væri að þeim tækist að leysa það verkefni á farsælan hátt. Sögulegt hlutverk Bankastjóri Landsbankans segir bönkunum hafa verið falið ákveðið hlutverk og þátttaka þeirra á fjármálamarkaðnum sé í samræmi við það AP Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir það ósanngjarnt þegar því er haldið fram að aðskilnaður ólíkra þátta bankanna sé ekki nægjanlegur og að Kínamúrar haldi ekki. Engin málefnaleg rök séu til að halda slíku fram. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS PENINGAR eru drifkraftur breytinga, en án þekkingar eru þeir til lítils og þekk- ingin stýrir flæði fjármagnsins, að því er Þórður Már Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélagsins Straums, sagði á fundinum í gær. Hann sagðist telja að fjármagnsflæði á markaðnum muni fara vaxandi og að fjármagnsmarkaðurinn muni dýpka og seljanleiki aukast. Þórður Már sagði nýja kynslóð á fjár- málamarkaði gera aukna kröfu um arðsemi fjárfestinga í stað annarra markmiða. Ákvörðunartaka verði skilvirkari í framtíð- inni en áður hafi verið og yngra fólk muni treysta síður á opinbert fjármagn en áður var. Þá muni vægi menntunar og símennt- unar aukast. Hann sagði ekki mikla vaxtarmöguleika innanlands og fjármagnið í bönkunum yrði þess vegna að hluta til notað til útrásar. Jafnframt væri þó mikilvægt að gleyma ekki innlendum markaði og feta varlega út á við. Þórður Már telur miklu skipta hvernig staðið er að útrás, að sérþekking sé vel nýtt og orðsporið sé gott. Hann sagðist ekki líta á hugtakið heimamarkað banka sem land- fræðilegt heldur sé heimamarkaður sá markaður þar sem fyrirtæki hafi sérþekk- ingu, svo sem sjávarútvegur. Hann sagði of snemmt að segja til um ár- angur af útrás íslenskra fyrirtækja, en ljóst sé að bankarnir séu að læra, því fylgi ákveðinn kostnaður sem muni skila sér til hluthafa síðar. Þórður Már segir að fjármagnsmark- aðurinn hafi breyst að því leyti að verið sé að fást við stærri tölur en áður. Markaður- inn hafi búið til fleiri aðila sem taki virkan þátt á markaðnum og þátttakendum sé því að fjölga og þar með dýpki markaðurinn. Þórður Már telur ekki að hlutabréfa- markaðurinn hér á landi sé að verða veikari eins og stundum hafi komið fram í um- ræðunni, en þó þurfi að huga að nokkrum atriðum til að efla hann. Hann sagði að fjölga þyrfti nýskráningum fyrirtækja í Kauphöllinni og leita eftir því að fá erlend fyrirtæki til að skrá sig hér á landi. Til þess þyrfti að skapa umhverfi, til að mynda í gegnum skatta eða með því að hafa sér- stakan markað fyrir sjávarútveg. F J Á R M Á L Peningar og þekking S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Tilboð í Flugstöðina Hópur fjárfesta vill kaupa Flugstöðina 2 Lesið í ormafár Ormar og vírusar sífellt algengari í tölvum 9 SUMARHÚSAMÓDELIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.