Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NREKSTUR RANNSÓKNIR sýna að arðsemi sam- félagslega ábyrgra fjárfestingasjóða er meiri en annarra fjár- festingasjóða. Í þess- ari grein verður hug- takið samfélagslega ábyrgur rekstur skil- greint og fjallað um hvernig má mæla samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Loks verð- ur gerð grein fyrir sérstöðu og yfirburða- stöðu samvinnufélaga hvað varðar sam- félagslega ábyrgan rekstur. Upphafið í Bandaríkjunum Hugtakið samfélagslega ábyrg rek- stararstefna felur í sér að stofnanir eða fyrirtæki samþætti sjálfviljug umhverfismál og samfélagsleg markmið í daglegum rekstri sínum og gagnvart eigendum og hags- munaaðilum jafnt innan sem utan fyrirtækisins. Grundvallarhugsunin er í megindráttum þríþætt, þ.e. ef stofnunin eða fyrirtækið á að vera sjálfbært verður það að vera fjár- hagslega tryggt, það verður að lág- marka umhverfisskaða af rekstr- inum og það verður að starfa í samræmi við samfélagslegar vænt- ingar. Það sem einkennir sam- félagslega ábyrga rekstrarstefnu er að stofnanir og fyrirtæki hafa sjálfviljug frumkvæði í umbótum en bíða ekki eftir að löggjöf neyði þau til umbóta. Saga samfélagslega ábyrgrar rekstrarstefnu (SÁR) er bæði ný og gömul. Sem dæmi um sjálfviljuga stefnu af þessu tagi má nefna rekstur samvinnumannsins Robert Owens í byrjun 19. aldar, en honum ofbauð barnaþrælkun og bág kjör verkafólks. Í verksmiðju sinni í New Lanark í Skotlandi hækkaði hann laun og ráðningar- aldur barna, byggði húsnæði og skóla fyrir verkafólkið og stóð fyrir ýmiss konar velferðarumbótum. Umbætur hans urðu fyrirmynd að samvinnuhreyfingu nútímans. Upp- haf SÁR í „nútímanum“ má rekja til mannréttindabaráttu í Banda- ríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar, baráttunni gegn Víetnamstríðinu og aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Fyrsta dæmið um SÁR er frá 1967 þegar Kodak-fyr- irtækið í Rochester, New York neyddist til að bæta kjör svartra starfsmanna vegna þrýstings frá hópi nýrra hluthafa sem höfðu gagngert keypt sig inn í fyrirtækið til að ná fram umbótum. Árið 1971 stofnuðu tveir meþódistaprest- ar fjárfestingasjóð, Pax World Fund, en á þeim tíma var enginn sjóður til sem mark- visst fjárfesti ekki í fyrirtækjum sem framleiða hergögn. Eignir þessa sjóðs eru í dag metnar á yfir 75 milljarða íslenskra króna. Bar- átta Ralph Nader og efling neyt- endasamtaka í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum leiddi til vit- undarvakningar um mannréttinda- brot stórfyrirtækja þar í landi ekki síður en vitundarvakningar um skaða af framleiðslu og neyslu margvíslegra vara fyrir umhverfi og heilsufar almennings. Á sama tíma voru stofnaðar sérhæfðar rannsóknarstofnanir eins og The Council for Economic Priorities, sem rannsaka SÁR. Það voru gjarnan trúarsamtök sem stofnuðu hina mörgu samfélagslega ábyrgu fjárfestingasjóði. Á áttunda og níunda áratugnum varð baráttan gegn aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku gífurlega mikilvægur þáttur í þeirri vitund- arvakningu sem varð meðal al- mennra hlutafjáreigenda í Banda- ríkjunum, lífeyrissjóða og fylkisstjórna sem beittu sér gegn fjárfestingum í Suður-Afríku. Árið 1977 lagði presturinn og mannrétt- indabaráttukempan Leon Sullivan fram lista yfir lágmarksviðmið fyr- ir fyrirtæki sem fjárfesta í Suður- Afríku. Viðmiðin urðu fyrirmynd margra bandarískra fylkisstjórna í fjárfestingum þeirra, einnig lífeyr- issjóða og háskóla sem margir hverjir eiga hlutafé í fyrirtækjum. Viðmið Sullivans áttu að stuðla að kynþáttajafnrétti á vinnustöðum með tilliti til umgengni, ráðninga, launa, starfsþjálfunar, starfsframa og aðstoðar við starfsmenn við öfl- un húsnæðis, skólagöngu, heilsu- ræktar og heilsugæslu. Árið 1982 voru samþykkt lög í fylkinu Conn- ecticut sem skylduðu fylkið til að fylgja viðmiðum Sullivans í fjár- festingum og rekstri fyrirtækja sinna. Háskólinn í Wisconsin gekk lengra og seldi hlutabréf sín í fyr- irtækjum sem ekki fylgdu Sullivan- viðmiðunum. Árið 1983 bannaði fylkið Massachusetts fjárfestingar í fyrirtækjum og bönkum sem áttu í viðskiptum í Suður-Afríku. Ári síðar gáfu stærstu lífeyrissjóðir Bandaríkjanna út starfsreglur sem takmörkuðu fjárfestingar í Suður- Afríku. Þetta voru lífeyrissjóðir New York-borgar og Kaliforníu- fylkis. Eignir þeirra voru þá jafn- virði um 5000 milljarða íslenskra króna. M.a. vegna hótana lífeyr- isjóðanna um að hætta viðskiptum við stórbankana Chase Manhattan og Citicorp hættu bankarnir að lána suður-afrískum fyrirtækjum. Samkvæmt helstu stofnun Banda- ríkjanna á sviði mats á samfélags- lega ábyrgum fjárfestingum, Social Investment Forum (SIF), hefur umfang hlutafjár í fyrirtækjum sem metið er út frá samfélagslegri ábyrgð aukist gríðarlega á síðustu árum. Í Bandaríkjunum voru slíkar fjárfestingar jafnvirði 48 þúsund milljarða króna 1995. Tveimur ár- um síðar voru þær metnar á 89 þúsund milljarða, 1999 á 162 þús- und milljarða og 175 þúsund millj- arða árið 2001. SIF byggir mat sitt á þremur viðmiðum. Í fyrsta lagi eru upplýs- ingar um fjárfestingar í fyrirtækj- um sem hafa komist á lista yfir samfélagslega ábyrg fyrirtæki sem skara fram úr hvað varðar starfs- mannahald, umhverfisvernd, holl- ustu og öryggi framleiðsluafurða og mannréttindamál í heimalandi og erlendis. Í öðru lagi er aflað upplýsinga um umfang fjárfestinga fjárfesta sem beita sér með virkum hætti í stefnumörkun þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Fjárfestarnir gera kröfu til fyrirtækjanna um að þau taki upp samfélagslega ábyrga rekstrarstefnu. Í þriðja lagi er upplýsinga aflað um fjárfestingar aðila sem fjár- festa í nærsamfélögum með það að markmiði að bæta hag þeirra sem búa í jaðarbyggðum. Um er að ræða fjárfesta sem skapa atvinnu í slíkum byggðum, bjóða tekjuminna fólki lánsfé, veita fjármagni til smárra fyrirtækja, til byggingar ódýrs húsnæðis og velferðarþjón- ustu eins og t.d. barnagæslu. Sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar í ýmsum öðrum lönd- um en Bandaríkjunum. Russell Sparks hefur áætlað að umfang samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á Bretlandi hafi numið um 24 þús- und milljörðum króna árið 2001. Í Kanada var upphæðin um 2.400 milljarðar króna og í öðrum Evr- ópusabandslöndum en Bretlandi um 1.300 milljarðar króna. Arðsemi samfélagslega ábyrgra fjárfestinga Samfélagslega ábyrgar fjárfesting- ar (SÁF) virðast vera umtalsverðar á Vesturlöndum, en margir efast um arðsemi þeirra. Rannsóknir benda til þess að arðsemi SÁF sé ekki minni en annarra fjárfestinga. Arðsemin virðist raunar lítið eitt meiri. Breska ríkisstjórnin lét taka saman skýrslu 1998, „Is There a Cost to Ethical Investing“. Í henni voru 42 SÁF-sjóðir í Bretlandi bornir saman við 185 fjárfestinga- sjóði sem ekki eru bundnir af sam- félagslegri ábyrgð. Eignir SÁF- sjóðanna í úrtakinu voru um 175 milljarðar króna, en eignir hinna sjóðanna um 900 milljarðar króna. Á árunum 1992–98 var arðsemi SÁF-sjóða 17,3%, en hinna 16,5%. Á tímabilinu 1994–6 voru þessar tölur 14,6% og 13,5%. 1996–98 var arðsemin 19,7% og 17,8%. Kvaðir á lífeyrissjóðum – frumkvæði Breta Skýrsla bresku stjórnarinnar var hluti af vinnu sem tengdist áætl- unum ríkisstjórnarinnar um að setja lífeyrissjóðum reglur sem neyddu þá til að meta fjárfest- ingakosti á grundvelli samfélags- legrar ábyrgðar. Árið 2000 tók gildi reglugerð í Bretlandi sem hefur valdið straumhvörfum á fjár- magnsmörkuðum í Evrópu. Sam- kvæmt reglugerðinni er lífeyris- sjóðum skylt að hafa opinbera fjárfestingastefnu þar sem fram kemur hvers konar fjárfestingar viðkomandi sjóður stendur fyrir, hlutfallið milli ólíkra tegunda fjár- festinga, hvaða arðsemiskröfur eru gerðar og hverjar forsendur áhættumats eru. Auk þess er sjóð- unum skylt að gera grein fyrir með hvaða hætti er tekið tillit til sam- félagslegra, umhverfislegra og sið- ferðislegra markmiða í ákvörðun- um um fjárfestingar. Loks er þeim skylt að gera grein fyrir hvaða stefnu sjóðirnir hafa varðandi það að beita þeim atkvæðisrétti sem fylgir fjárfestingum í fyrirtækjum. Reglugerðin hefur leitt til hugar- farsbyltingar í fjárfestingum lífeyr- issjóða ekki síst vegna þess að miklar upplýsingar um samfélags- lega ábyrgar fjárfestingar hafa safnast upp og mikil þekking á að- ferðum við mat á slíkum fjárfest- ingum hefur skapast. Svipaðar reglugerðir og sú breska hafa síð- an orðið að veruleika í Austurríki, Svíþjóð og Þýskalandi, en Evrópu- sambandið stendur nú fyrir mikilli stefnumörkunarvinnu á þessu sviði. Mælingar á samfélagslega ábyrgum rekstri Það að geta sýnt fram á samfélags- lega ábyrgð er mikilvægt til að Samfélagsleg ábyrgð fyrir- tækja vannýtt auðlind Á undanförnum árum hefur áhugi manna á félagslegri ábyrgð fyrirtækja vaxið. Gagnrýni er orðin hávær á umhverfisspjöll fyrirtækja víða um heim, brot á mannréttindum, barnaþrælkun og bág kjör sem verka- fólki er víða boðið upp á, skrifar Ívar Jónsson. Þessi þróun hefur leitt til þess að fyrirtæki sjá ástæðu til að skapa ímynd af sér meðal almennings sem leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð þeirra. Morgunblaðið/Einar Falur Það sem einkennir samfélagslega ábyrga rekstrarstefnu er að stofnanir og fyrirtæki hafa sjálfviljug frumkvæði í umbótum en bíða ekki eftir að löggjöf neyði þau til umbóta. Þetta getur skapað jákvæða ímynd af fyrirtækjum í huga almennings. Ívar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.