Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 11
skapa jákvæða ímynd af fyrirtækj- um í augum almennings. Sam- vinnufyrirtæki eiga mun lengri sögu samfélagslegrar ábyrgðar en einkafyrirtæki, enda stofnuð með þetta að augnamiði þegar um mið- bik 19. aldar. Samvinnufyrirtæki hafa samt ekki nýtt sér þessa yf- irburði og vannýttu auðlind sem samfélagsleg ábyrgð er. Samvinnu- hreyfingin er þó að vakna til vit- undar um þetta um þessar mundir. Nýlegt íslenskt dæmi má nefna yf- irlýsta stefnu KEA að vera byggðafestufélag. Á aðalþingi Sambands breskra samvinnufélaga í maí sl. voru sam- þykktar reglur og aðferðir til að meta samfélagslega ábyrgð sam- vinnufyrirtækja. Þessar reglur geta orðið fyrirmynd samvinnu- félaga í öðrum löndum, en sam- vinnuhreyfingin er gífurlega öflug víða um heim. Sem dæmi um styrkleika samvinnufélaga má nefna að International Co-opera- tive Alliance (ICA), sem stofnað var 1895, samanstendur í dag af 250 aðildarsamböndum samvinnu- félaga sem hafa um 750 milljónir meðlima í yfir 100 löndum. Í Evr- ópusambandslöndum eru um 180.000 samvinnufélög með um 80 milljónir meðlima og um 3,2 millj- ónir starfsmanna. Í Bandaríkjun- um eru um 47 þúsund samvinnu- félög í með um 100 milljónir viðskiptavina eða um 40% íbúanna. Samvinnufyrirtæki eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Bandaríkj- anna. 20 samvinnufélög þar í landi velta meira en 90 milljörðum ís- lenskra króna á ári. Bandarísk samvinnufélög í raforkuframleiðslu sjá 36 milljónum manna fyrir raf- magni og eiga meira en helming rafmagnslína í landinu. Meira en 50 milljónum Bandaríkjamanna er þjónað af tryggingarfélögum sem eru í eigu samvinnufélaga eða ná- tengdum fyrirtækjum Það er at- hyglisvert að samvinnufélögin njóta velvilja almennings vegna samfélagslegrar ábyrgðar þeirra. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að Bandaríkjamenn vita lítið um sam- vinnufélög, en 89% þeirra vilja heldur kaupa vörur frá samvinnu- fyrirtækjum en einkafyrirtækjum ef verð og gæði eru hin sömu. Á bilinu 60–65% telja þessi fyrirtæki hafa hagsmuni neytenda í fyrir- rúmi og að þau séu traustsins verð. Um 46% vilja eiga hlut í samvinnu- fyrirtækjum og 69% segja að þörf sé fyrir samvinnufélög í samfélög- um nútímans. 66% eru sammála um að samvinnulánafélög (credit unions) séu „fyrir fólkið“ en bank- ar þjóni aðeins gróðasjónarmiðum. Í Kanada telja 80% manna að með því að versla við samvinnufélög haldist fjárfestingar í heimabyggð. Mælikvarðar samfélags- legrar ábyrgðar Breska samvinnuhreyfingin hefur þróað 16 mælikvarða yfir sam- félagslega og samvinnufélagslega ábyrgan rekstur, þ.e. 4 mælikvarða yfir samvinnufélagslega ábyrgð, 9 mælikvarða yfir samfélagslega ábyrgan rekstur og 3 mælikvarða yfir umhverfislega ábyrgan rekstur (sjá nánar á www.samvinna.com). Þeir 4 mælikvarðar sem ná yfir samvinnufélagslega ábyrgð eru: Viðskipti/fjárfesting í samvinnu- félögum sem hlutfall af veltu, við- skipti við meðlimi sem hlutfall af veltu, hagnaðargreiðslur til með- lima sem hlutfall af hagnaði og fjöldi meðlima sem taka þátt í at- kvæðagreiðslum sem hlutfall af fjölda meðlima, mælikvarðar yfir samfélagslega ábyrgan rekstur eru 9: Fjöldi starfsmanna og meðlima sem eru á endurmenntunarnám- skeiðum, starfsmannavelta, fjöldi vinnuslysa og veikindatíðni, kynja- hlutföll og þjóðernishlutföll meðal starfsmanna, ánægja viðskiptavina, vitnisburður um að tekið sé tillit til mannréttindamála í ákvörðunum um fjárfestingar, vitnisburður um að tekið sé tillit til hvort sam- félagshópum sé mismunað í ákvörðunum um fjárfestingar og við ráðningar starfsfólks, hlutfall samninga við birgja sem staðið er við hvað greiðslur varðar sem hlut- fall af heildarfjölda samninga við birgja, fjárfestingar í nærsam- félaginu og samvinnufélögum sem hlutfall af hagnaði fyrir skatta. Loks eru 3 mælikvarðar yfir um- hverfislega ábyrgan rekstur: Magn CO2 mengunar á hvert tonn fram- leiðslu, hlutfall úrgangs sem fer í endurvinnslu sem hlutfall af heild- arúrgangi og vatnsneysla. Með því að gera grein fyrir þessum mæli- kvörðum auðvelda fyrirtækin al- menningi að taka ákvörðun um að eiga frekar viðskipti við samvinnu- félög en einkafyrirtæki. Íslenskar aðstæður Íslenskt atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur áratugum. Sá alþýðukapít- alismi sem hér ríkti áður er óðum að hverfa. Í stað smárra fjöl- skyldufyrirtækja eru hlutafélög og verðbréfamarkaður nú leiðandi í þróun nýrra fjárfestinga í atvinnu- lífinu. Hrun Sambands íslenskra samvinnufélaga og sala fyrirtækja í eigu þess ásamt einkavæðingu rík- isbankanna á síðustu árum hefur gerbreytt forsendum. Samhliða þessari þróun hefur eignarhald í atvinnulífinu færst á færri hendur, sérstaklega í sjávarútvegi og bankageiranum og fólksflótti af landsbyggðinni hefur farið úr böndum. Gera má ráð fyrir því að gagnrýni á fjárfestingar fyrir- tækja, fákeppni og valdasamþjöpp- un í samfélaginu muni aukast í ná- inni framtíð. Við þessar aðstæður má búast við því að krafan um samfélagslega ábyrgan rekstur verði ofarlega á baugi og að skiln- ingur á samfélagslegu mikilvægi samvinnufélaga muni eflast að nýju. Þrátt fyrir hrun SÍS á síð- asta áratug er samvinnurekstur enn mikilvægur í íslensku atvinnu- lífi og gæti eflst ef svo fer sem horfir. Höfundur er prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2003 B 11 NFRÉTTIR  Vinnum saman... „Okkur hjá Lýsingu finnst mikilvægt að vinna náið með viðskiptavinum okkar þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja. Við viljum vita hvað starfsemi þeirra gengur út á og vera þannig í stakk búin til skilja þeirra þarfir og veita framúrskarandi þjónustu. Það er metnaður okkar að veita faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu sem byggist á sérþekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja.“ Sveinn Þór Stefánsson Fjármögnun atvinnutækja og hvað segir þú?Starfsmaður hefur sama númer í GSM-síma og í innanhússkerfi þegar fyrirtækið fær GSM-áskrift hjá Og Vodafone. Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone • Sími 800 1100 • www.ogvodafone.is Hlöðver er 147 inni, Hlöðver er 147 úti. einfalt að skipta Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 22 74 1 0/ 20 03 SAMSKIP og útgerðarfyrirtækið Stálskip ehf. í Hafnarfirði hafa gert með sér samning um að Samskip sjái um alla flutninga á afla frystitogara Stálskipa á markað í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Samningurinn er til tveggja ára og er áætlað flutningsmagn um 4–5 þúsund tonn á ári af frystum afurð- um togaranna Ránar HF 42 og Þórs HF 40 sem Stálskip gera út. Eig- endur Stálskipa ehf. eru hjónin Guð- rún Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Ágúst Sigurðsson útgerðarstjóri sem undirritaði samninginn fyrir hönd Stálskipa ásamt Hinriki Bjarnasyni, deildarstjóra útflutn- ings hjá Samskipum. Ágúst Sigurðsson og Hinrik Bjarnason. Samskip sjá um alla flutninga Stálskipa ÁSTRALSKT dótturfyrirtæki alþjóðlega álfyrirtækisins Alcoa, Alcoa of Australia, var nýlega valið í hóp þeirra tíu ástralskra stórfyrirtækja sem þykja hafa staðið sig best í því að axla samfélagslega ábyrgð, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Alcoa. Í tilkynning- unni segir að fyrirtækið RepuTex útnefni á hverju ári áströlsk stórfyrirtæki sem þyki hafa skarað fram úr á þessu sviði, og að mati RepuTex hafi Alcoa í Ástralíu staðið sig best þarlendra stórfyrirtækja í því að rækta gott sam- band við nærsamfélög. Verðlaun séu veitt í fjórum flokkum og Alcoa sé í sjötta sæti þegar heildarniðurstaða í öllum flokk- unum er reiknuð út, en alls nái úttekt RepuTex til 100 ástralskra stórfyrirtækja. Þá segir í tilkynningunni að námafyr- irtæki í eigu Alcoa í Ástralíu hafi einnig nýlega verið veitt verðlaun fyrir árangur á sviði heilsuverndar og öryggismála, svo- kölluð MINEX-verðlaun. Verðlaunin séu veitt árlega af samtökum námafyrirtækja í Ástralíu. Alcoa hlýtur viðurkenningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.