Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 24|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Airwaves: Það er mikil hamingjustund á ári hverju þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. Sannkölluð tónlistarjól í október. Bærinn fyllist af fólki; íslensku tónlistaráhugafólki og erlendu bransa- fólki og ferðamönnum. Reykjavík gengur í endurnýjun lífdaga á meðan loftbylgjurnar ganga yfir og maður trúir því um stund að maður búi sannarlega í ótrú- lega „kúl“ borg þar sem allt er að gerast. Í þetta skiptið spiluðu um 120 hljómsveitir og plötusnúðar og tókst mér að sjá nokk- urn part af því. Ég heimsótti hipp hopparana á Gauknum á fimmtudagskvöldinu. Af því sem ég sá fengu Forgotten Lores (lífleg sviðsframkoma) og O.N.E. bestar viðtökur áhorfenda af íslensku sveitunum og greinilegt að Opee nýtur mikilla vin- sælda. Hjálpar það eflaust að hann rappar í einu vinsælasta lagi sumarsins „Mess it up“ með Quarashi. Killa Kela sýndi líka frábæra takta og framkallaði hin ótrúlegustu hljóð aðeins með hjálp raddbanda og hljóðnema og gat flutt einn og óstuddur „I’m a Slave 4 U“ með Britney … Ertu með skilríki?: Ég var spurð um skilríki á barnum á Gauknum og var ánægð með það því það eru ekk- ert nema gleðitíðindi þegar maður er orðinn 28 ára gamall. Reyndar er ég mjög oft spurð um skilríki sem hlýtur að einhverju leyti mega þakka áralangri notkun hágæða krema frá Lancôme og reykleysi … Best klæddir: Á NASA var svo góð dagskrá á föstudags- kvöldinu að ég gat haldið mig að mestu leyti þar. Kimono, Vínyll og Singapore Sling, best klædda hljómsveit Íslands með aðstoð Nonnabúðar, voru með frábært prógramm en svo tóku „kúlistarnir“ í The Kills við. Það dugði mér að sjá nokkur lög með þeim og ég fór í staðinn að fylgjast með Brooklyn-sveitinni TV on the Radio á Gauknum. Hún var hreint út sagt frábær, uppgötv- un hátíðarinnar fyrir mér líkt og The Rapture í fyrra. Tv on the Radio voru einmitt að hita upp fyrir Interpol, aðra frá- bæra New York-sveit í Roseland í NYC á miðvikudagskvöldið og það á áreiðanlega eftir að heyrast meira frá þeim á næstunni … Að æra óstöðugan: Einar Örn fannst mér það skemmtilegasta sem ég sá á laugardagskvöldið en hann spilaði á Gauknum. Einhver hefði sagt að hávaðinn væri nægur til að æra óstöðugan en ég er ekkert óstöðug og fannst mér hávaðinn því ekkert ærandi heldur yndislegur … Ábending dagsins: Endilega hlusta á Party Zone, danstónlistarþátt þjóðarinnar á Rás 2 á laugardagskvöldum en þar hefur síðustu vikur mátt heyra stórskemmti- lega endurhljóðblöndun Gusgus á lagi með Einari Erni… Áfram Vesturbæjarlaugin: Ég náði nú að gera eitthvað fleira en að fara á tónleika um síðustu helgi. Ég fór bara í Vesturbæjarlaugina í staðinn fyrir Bláa lónið á bæði laugardag og sunnudag og synti kílómetrann enda þýðir ekki að dýfa sér ofan í fyrir minna. Nema heitipotturinn verði fyrir valinu … Unglingavandamál: Sá líka Þrettán (Thirteen), bandaríska kvik- mynd á kvikmyndahátíð Eddunnar. Myndin hefur valdið nokkrum usla fyrir að varpa ljósi á spillta veröld táningsins í Los Angeles. Ég hafði bara gaman af því að fylgjast með uppátækjum aðalpersónanna. Þær voru nú samt bara al- gjör englabörn miðað við í myndinni Krakkar (Kids) eftir Larry Clark frá árinu 1995 ef einhver man eftir henni. | ingarun@mbl.is Yndislegur hávaði FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is | Árni Þórarinsson ath@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Árni Torfason tók myndina á forsíðunni af Álfdísi Þorleifsdóttur, sem er í 6.-B í Menntaskólanum í Reykjavík. Álfdís er nýkomin heim frá Ungverjalandi, þar sem hún heimsótti eldri systur sína og skoðaði sig um. Hún lætur vel af dvöl sinni í því fallega landi, en systir henn- ar er þar við læknanám. Álfdís segist ekki vera búin að gera upp við sig hvað taki við að stúdentsprófi loknu, en hana langar til að skoða heiminn. Forsíðan … að töframaðurinn David Blaine myndi sleppa óskaddaður úr 44 daga dvöl á fastandi maga í klefa hátt yfir jörðu við Thames-ána, þreytulegur þó. … að Rayleen Thomas, kafari í stærsta sædýrasafni heims í Townsville í Queensland í Ástralíu, myndi strjúka kviðinn á þessum tígulega og stóra fiski. … að Goldie Hawn myndi fá viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi árangur í leiklist á Kvikmyndahátíð Holly- wood. Á myndinni skelli- hlær þessi skaplétta leik- kona ásamt Mary Hart, kynni í sjónvarpsþættinum „Entertainment Tonight“. Við vissum ekki fyrir viku … … að Kambódíubúinn Sek Yi, sem talinn var elsti maður heims, myndi deyja í vik- unni. Sek Yi, sem var tígr- isdýraveiðimaður og tals- maður sjálfsvarnaríþrótta, þakkaði langlífið reyk- ingum. … að fjármálaráðherra Bret- lands, Gordon Brown, myndi í vikunni eignast heil- brigðan son ásamt eig- inkonu sinni, Sarah Brown, á konunglega sjúkrahúsinu í Edinborg. Afkvæmið hlaut nafnið John, í höfuðið á afa sínum, föður Gordons. … að gríski listamaðurinn Alexandros Psychoulis myndi setja upp sýninguna Líkamsmjólk í Aþenu og vekja reiði gyðinga með verkum sínum, sem meðal annars sýna matvörumark- að eftir sjálfsmorðsárás Palestínumanna. Hann klæðir sig. Það er kalt úti. Komið frost. Hann fer í buxur og skyrtu. Svo fer hann inná bað. Hann burstar tennurnar vandlega með sápu. Rammt sápubragðið brennir góminn. Það er í lagi. Hann á þetta skilið. Hann lætur kalda vatnið renna. Þegar það er orðið nógu ískalt þvær hann sér um hendurnar. Síðan lætur hann renna á sokkana sína. Hann vindur sokkana og fer í þá blauta. Svo fer hann í skóna. Kaldur hrollur hríslast niður bakið á honum. Hann klippir út myndir úr Morgunblaðinu. Það er morgunmaturinn hans. Hann borðar Idi Amin, tvö einbýlishús úr Fasteignablaðinu og eina Cheerios-auglýsingu. Betra verður það ekki. Hvernig væri lífið án rútínu? Þetta hefur hann gert á hverjum morgni síðan mamma hans dó. Eftir að hafa skóflað í sig morgunmatnum fer hann í líkamsrækt og hittir gamla sagnfræðikennarann sinn úr menntaskóla. Það er eitthvað erótískt við þessa fundi þeirra. Tveir sveittir karlmenn samankomnir á göngubretti að ræða um ástandið á Vesturbakkanum. Þetta hafa þeir gert síðan jarðskjálftinn mikli reið yfir Suðurland. Það lá þó í loftinu að eitthvað óvenjulegt myndi henda þá í dag. Eftir að hafa rætt málin í um 20 mínútur upp- götvar hann að hluti myndarinnar af Idi Amin er fastur á milli tannanna og hefur verið þar síðan fyrr um morguninn. Hvernig gat þetta verið? Tilviljun? Af hverju sagði enginn frá þessu? Samsæri? „Oft hefur Idi Amin verið á milli tannanna á fólki, jafnvel oftar en fólk hefur verið á milli tannanna á honum, en að hann skuli vera milli þinna tanna í bókstaflegri merkingu er auðvitað algjört met,“ segir sögu- kennarinn og hlær að eigin hnyttni. Þó að okkar maður hafi jafnan gaman af sagnfræði og gríni henni tengdu er honum ekki skemmt. Það er heldur engin tilviljun að þegar eitthvað óvenjulegt og spennandi virðist í uppsiglingu skal það alltaf klúðrast: „Það er af því að þú ert aumingi,“ hefði mamma hans sagt. Svo hefði hún refsað honum með því að setja hann í ískalda sturtu. Hann sem hafði hugsað sér að verð- launa sig fyrir heljarinnar fitubrennslu með því að fara í eina ylvolga. Nú þurfti hann ekki bara að eiga hrollvekjandi dag heldur þurfti hann að finna sér aðra líkamsræktarstöð. „Þú ert algjör aumingi,“ hermdi hann eftir móður sinni. Mamma veit best. Fyrsti hluti | eftir Jón Gnarr Keðj usag an Annar hluti | eftir Barða Jóhannsson Þriðji og síðasti hluti | eftir Ásmund Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.