Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 24.10.2003, Síða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 24|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir LAUGARDAGUR 23:15 Gaukurinn Einar Örn fylgist með Hrafnkeli Flóka syni sínum FIMMTUDAGUR 23:30 Nasa Leaves heilla áhorfendur LAUGARDAGUR 22:50 Gaukurinn Botnleðja spilar. Skyndilega birtist nakinn maður með 10-11 poka á hausnum FIMTUDAGUR 0:30 Gaukurinn Lords of the Underground spila græjulaust fyrir Elvar úr Afkvæmunum AUGNABLIK Á AIRWAVES Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Morgunblaðið/Árni Torfason Að hlusta á tónlist er góð skemmtun en oft vill bregða við að þessi dægradvöl þróist út í hávaðarifrildi milli fólks með ólík sjónarmið. Það er í sjálfu sér voða gaman að skegg- ræða tónlist fram og aftur en það er þá ágætt að fólk hafi nytsemi þess í huga. Slík rifrildi eru álíka nytsamleg og að hlaupa alls- ber hringinn í kringum húsið sitt – þó það gæti eflaust verið gaman er það vita gagns- laust. Mér hefur fundist það svolítið gegn- umgangandi á mínu stutta æviskeiði hversu dramatískt það hefur stundum reynst að tjá sig um einhverjar hljómsveitir eða söngvara. Hjartað tók alveg kipp og ömurlegheitin hellt- ust yfir mann – hvurslags heimsklassabjáni maður gat nú verið að fíla ekki þennan eða hinn. Maður er bara sjálfkrafa afskrifaður sem effemm-gella eða óviðræðuhæfur á þessu sviði. Dæmi um nokkur bönd sem mér hefur gjarnan þótt mikill heilagleiki loða við eru Bítlarnir, Radiohead og Sigur Rós. Bítlarnir eru góðra gjalda verðir en það verður nú tæplega sagt að allt sem þeir gerðu hafi verið snilld. Sumir vilja meina að fjórmenningarnir frá Liverpool hafi aldrei gert mistök og telja það nánast guðlast að and- mæla því. Lög eins og „Ob-la-di, Ob-la-da“, „All You Need Is Love“ og „Imagine“ eru til dæmis hræðilega leiðinleg lög. Sömuleiðis er flest það sem Paul hefur verið að gera upp á síðkastið ekki upp á marga fiska. Sigur Rós er annað dæmi. Fjölmiðlum leið- ist ekki að tilkynna okkur sem hérna á klak- anum búum hvaða stjörnur voru á tónleikum með þeim og búast líklega við því að allir falli í stafi. Eins og það sé eitthvert sama- semmerki milli gæða tónlistarinnar og þess að Brad og Jennifer Pitt hafi verið að fíla þá. Þegar ég útskýri fyrir fólki að mér finnist Sigur Rós ekkert sérstök hljómsveit er mér oftar en ekki bent á þann fjölda verðlauna sem sveitin hefur unnið til bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hey! Hvernig var það aftur, fékk ekki Rocky Óskarinn? Að vísu fannst mér nú Sly ólíkt betri söngvari en Jónsi í myndinni þarna með Dolly Parton. Radiohead – það er svona band sem er al- veg heilagt hjá strákum, það má ekkert segja. Allir voru búnir að ákveða að Kid A yrði alveg geggjuð áður en hlustað var á hana og hún sökkaði. Ég skil þetta ekki og finnst svona sjónarmið alltaf vera dálítið eins og nýju fötin keisarans og skil ekki af hverju fólk er gjörsamlega að pissa á sig út af óorðnum hlut. Ég er ekkert endilega að drulla yfir þessi bönd sem hér voru nefnd heldur vil ég meina að það eigi að leyfa manni að tjá sig um þau án þess að eiga á hættu að reita alla við- stadda til reiði, verða ekki boðið í næsta partí eða litinn hornauga. Morgunblaðið/Þorkell ÓVERJA NDI AFSTAÐ A Snillingar eða hvað? DRÖFN ÖSP SNORRADÓTTIR bítlarnir - radiohead - sigur rós

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.