Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 24|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ „Það er auðvelt að samsama sig þessum titli, Söngvarar á barmi taugaáfalls,“ segir bass- inn, Davíð Ólafsson sem er fastráðinn hjá Íslensku óperunni og er umsjónarmaður fernra há- degistónleika sem haldnir eru í haust. „Ég las það í Newsweek að óperusöngur er skil- greindur annað streitumesta starf í heimi á eftir akstri í Formúlu eitt og svo eru nautabanar í þriðja sæti.“ Tónleikarnir, Söngvarar á barmi taugaáfalls, verða haldnir 28. október. Þar syngja þeir Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón saman aríur eftir Verdi og Kurt Kopecky spilar á píanó. Tónleikarnir verða haldnir hálfsmánaðarlega í Íslensku óperunni en Davíð segir að tón- leikarnir Nú er það svart með negratónlist hafi verið vel sóttir og stemningin frábær. Frosin tár eru þriðju tónleikarnir þar sem flutt verða valin ljóð úr Vetrarferðinni eftir Schubert og síð- an kemur Uxahali í hádeginu þar sem atriði úr Rósariddaranum eftir Strauss verða sungin. Ólafur segist reyna að gera fyrirsagnir sem fólk reki augun í, en séu að sama skapi skemmtilegar, þannig sé reynt að poppa þær upp. „Á tónleikunum Söngvarar á barmi taugaáfalls sá ég fyrir mér karl- og kvensöngvara í of- urstærð á sviðinu. Hún í fanginu á hon- um með miklum tilburðum og allir að fara yfir um. Við erum náttúrulega að gera grín að okkur sjálfum líka og hefð- bundnum hugmyndum um óperur. Í þessu tilfelli syngja karlmenn aríurnar. Í kappi upp á líf og dauða. Ég syng aríur Filipps konungs sem kemst að því að konan hans elskar son hans og frönsku rannsóknarriddararnir láta kála syninum. Menn eru á barmi taugaáfalls, kannski ekki alveg að fara á límingunum, en allavega á nippinu. Allar aríurnar tengjast dauðanum, dauða barna þeirra sem eru að syngja. Þeir eru flæktir í valdatafl og fórna jafnvel börnum sínum á pólitísku skákborði,“ segir Davíð alvarlegur. Þetta eru áhrifamestu bassa- og barítónaríurnar eftir Verdi. Davíð segir að stemningin sé í raun háalvarleg þó að það sé hálfírónískt að hafa titilinn svona, en hann er á því að húmor sé háalvarlegt mál. „Þess vegna hlýtur að vera hægt að gera háalvarleg mál svolítið húmorísk,“ segir hann sposkur. Næstu tónleikar á eftir verða úr Vetrarferðinni og heita Frosin tár. „Við vorum þá að hugsa um eitthvað í líkingu við Tár úr steini eftir Jón Leifs. Þetta er um flakkara sem örlögin eru búin að ýta út á gaddinn,“ segir Davíð. „Svo kemur Uxahali í hádeginu. Af því að það er barón í Vínarborg sem heitir barón Ox sem ég myndi álíta að héti þá barón Uxi og af því að þetta er í hádeginu þá hlýtur það að vera Uxa- hali í hádeginu. Ég lét setja hala á mig á myndinni í dagskránni. Ég er með rós og hala sem við slitum af ljónadúkku, sem við fundum úr Töfraflautunni. Þetta snýst allt um það að líða betur í hádeginu og skila betri afköstum í vinnunni,“ segir Davíð kampakátur að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Húmor er háalvarlegt mál 28. október Söngvarar á barmi taugaáfalls í Íslensku óperunni MENN ERU Á BARMI TAUGAÁFALLS, KANNSKI EKKI ALVEG AÐ FARA Á LÍMINGUNUM, ALLAVEGA Á NIPPINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.