Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24|10|2003 | FÓLKÐ | 9 „Við erum að spá í hvers vegna Ís- land hefur svona sterk tök á okkur, hvað er svona merkilegt við þetta blessaða sker okkar,“ segir Páll þeg- ar hann er spurður út í sýninguna. Hún er haldin í tilefni þess að tímarit- ið Iceland Review er 40 ára og er byggð á stórri afmælisgrein sem birt- ist í blaðinu. „Við vildum gefa Íslendingum hér heima nasasjón af því sem við erum að gera, það er einkum fólk erlendis sem fær blaðið en því er dreift til yfir hundrað landa,“ útskýrir Páll. Slátur, Halldór Laxness, Sigur Rós, lopasokkar, og friðsælt um- hverfi rétt utan við höfuðborgina, eru allt hlutir sem mótað hafa Íslending- inn fyrr og nú, segir Páll. „Svo nátt- úrlega er veðrið eitthvað sem Íslend- ingar eru alltaf að pæla í. Ég gæti til dæmis hringt í þig niður á Mogga án þess að þekkja þig neitt og spjallað í tuttugu mínútur um veðrið án þess að það yrði leiðinlegt.“ Ert þú mikill Íslendingur? „Já, verð ég ekki að segja það? Ég vildi allavega hvergi annars staðar búa. Ég hef líka farið svo víða um landið í vinnu minni fyrir blaðið og það eru forréttindi að hafa fengið að koma á alla þessa staði.“ Hver er uppá- haldsstaðurinn þinn á Íslandi? „Heimili mitt, ekki spurning.“ |bryndis@mbl.is Ljósmynd/Páll Stefánsson SIGUR RÓS OG SLÁTUR Hvað eiga pylsa, öruggt umhverfi og löng heit sturta sameiginlegt? Jú, allt eru þetta fyrirbrigði sem finna má á myndum Páls Stefánssonar ljós- myndara á sýningu um það sem íslenskt er sem haldin er í Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.