Morgunblaðið - 24.10.2003, Page 11

Morgunblaðið - 24.10.2003, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24|10|2003 | FÓLKÐ | 11 Jacques Tati Tati-kvikmyndahátíð hefst á fimmtudag í Há- skólabíói. Sýndar verða sígildar gam- anmyndir Tatis, sem eru engu lík- ar, þ.e. Playtime, Hátíðisdagur (Jour de fete), Frændi (Mon Oncle) og Fjörugir frídagar (Hulot’s Holiday Les Vacances de M. Hulot). Ljóðatónleikar Barítónsöngvarinn Jorma Hynninen og Gustav Djupsjö- backa, píanóleikari halda söngtónleika kl. 20 í TÍBRÁ í Salnum. Á efnisskrá eru söng- lög eftir Vaughan-Williams, Hugo Wolf, Gothoni, Rautavaara og Sibelius. Listin að byggja Skoðunarferð um Ásmund- arsafn undir leiðsögn Péturs H. Ármannssonar, deild- arstjóra byggingarlistadeild- ar Listasafns Reykjavíkur, kl. 15. Hann ræðir bygg- ingarsögu hússins og kynnir hugmyndir Ásmundar Sveinssonar um bygging- arlist. Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur una- sið se make my space noisy í Til- arleikhúsinu. Yfir hlóðunum Kristín Björk Kristjáns- sson ásamt Andrew D’Ang- öfu Arnalds og Sigurði Hall- atrix) gli árið ið x-æði gerist rjót- að u- að i. Í Söngur við kertaljós Hera syngur valin lög á kósítónleikum með kertaljósum á Gauknum. fo lk id @ m bl .is arinn alsbræður og Helgi og hljóð- temningunni í Kjallaranum. Players Sætir tónar Hunangs á Players. Beitiskipið Potjomkin Beitiskipið Potjomkin, frægasta kvikmynd Eisensteins, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í dag kl. 15. Að þessu sinni er tónlistin með myndinni eftir austurríska/þýska tónskáldið Edmund Meisel. Hann var sam- starfsmaður Eisensteins, en tónlist hans við Beitiskipið Potjomkin var hafnað í Moskvu á sínum tíma, en sú útgáfa var lengi sýnd í Þýskalandi. Aðgangur öllum heimill og ókeypis. Beðmál í borginni Blaðakonan Carrie og vinkonur hennar leysa kynlífsvandann heima í stofu í Beðmálum í borginni, sem sýnd er í Sjónvarpinu á fimmtudags- kvöld kl. 22.45. Fimmtudags- forleikur Changer, Days of Our Lives, Heroglymur og Brothers Maj- ere troða í Fimmtudags- forleik á Loftinu í Hinu Hús- inu. Tónleikarnir byrja kl. 20. Frítt inn fyrir alla alls- gáða og eldri en 16 ára. Wim Wenders Saga frá Lissabon, þýska leikstjórans Wim Wenders, sýnd í Goethe-stofnuninni kl. 20.30.Mynd sem fjallar um þá list að fanga ver- öldina í hljóði og myndum, um samspil fagurfræði og tækni. Flamenco Flamenco-söngkonan Ginesa Ortega syngur með Sinfóníunni kl. 20 á fimmtudags- kvöld. Ortega er af sígaunaættum og hóf söngferilinn 12 ára. Í dagskránni segir: „Dömur mæti með blævæng, herr- ar með stuttan kveikiþráð.“ Kvennamorð- klúbburinn Því ekki að lesa aðra bók James Pattersons um kvennamorð- klúbbinn. Lög- reglukonan Lindsay Boxer finnur á sér að óhugnanleg morð í San Fransiskó tengjast. Hún kallar aftur sam- an kvennamorð- klúbbinn. Snarkið í stjörnunum Jón Kalman Stefánsson les úr skáld- sögunni Snarkið í stjörnunum á út- gáfuhátíð Bjarts í Súfistanum á fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Síðasta freisting Krists Umdeild stórmynd Mart- ins Scorsese Síðasta freisting Krists sýnd í Kvikmyndasafni Íslands, Bæjarbíói, kl. 20. Klifurhúsi n. Mistök geta skilið á milli stunduð án viðeigandi var- Í Klifurhúsinu er slík hætta ður allar til fyrirmyndar. Hrefna Friðriksdóttir, lögfræð- ingur á Barnaverndarstofu, og Sævar Sigurgeirsson, texta- smiður á auglýsingastofu, eru líka áhugaleikarar og hafa starfað lengi innan Hugleiks. Þau taka þátt í stuttverkahá- tíðinni Margt smátt, sem Bandalag íslenskra leikfélaga og Borgarleikhúsið standa fyr- ir á laugardaginn. Hátíðin verður sett í Borgarleikhúsinu kl. 17 og standa sýningar fram eftir kvöldi með hléum og lýkur með dansleik á Nýja sviðinu. Alls eru um 20 stuttverk frá níu leikfélögum á dagskránni og leika Hrefna og Sævar í verkinu Afturelding eftir Þór- unni Guðmundsdóttur í leik- stjórn Rúnars Lund. Skilgreiningin á stuttverki er að það er 15 mínútur að lengd eða styttra og er Afturelding nákvæmlega 15 mínútur. „Við þurfum að segja þrjár setn- ingar hratt til að það fari ekki í 16 mínútur,“ grínast Sævar. Verkið er grínverk þótt sögu- þráðurinn hljómi í fljótu bragði ekkert grín. „Það fjallar um fólk sem er að fara að svipta sig lífi,“ segir hann. „Þau hitt- ast á eyðilegri heiði,“ bætir Hrefna við. Hann er mis- heppnaður fjármálamaður og hún vanfær kona, útskýra þau. „Þau hittast með ófyr- irséðum afleiðingum,“ segir Sævar. Afturelding er óvenjulegt leikverk að því leyti að það er skrifað í bundnu máli. „Frá- bært að fá svona texta til að smjatta á,“ segir Sævar. „Of- boðslega gaman. Maður verð- ur að vera mjög nákvæmur á þessum texta. Þetta kallar á aðrar áherslur,“ segir Hrefna. Þau hafa flutt verkið áður, í Kaffileikhúsinu í nóvember í fyrra á vegum Hugleiks, við góðar viðtökur. „Viðbrögðin þar voru mjög góð og þá komst maður að því hvað það er erfitt í svona bundnum texta að gefa pásur á hlátur,“ segir Sævar. Auk þess að leika í þessu verki eru þau bæði höfundar verka á hátíðinni. Sævar er með verkið Bara innihald, sem Leikfélag Dalvíkur flytur og Hrefna með Lífið í lit, sem Hugleikur er með. „Það er afskaplega gaman að fara í þetta samstarf við Borgarleikhúsið. Þetta er við- urkenning á því mikla starfi sem er í áhugaleikhúsunum og tækifæri til að sýna hvað við höfum verið að gera. Þetta er vítamínsprauta til félag- anna og í sumum tilfellum hef- ur verið sérstaklega samið nýtt efni fyrir hátíðina,“ segir Hrefna. |ingarun@mbl.is Margtsmátt Morgunblaðið/Ásdís AFTURELDING ER GRÍNVERK UM ALVARLEGA HLUTI. HREFNA OG SÆVAR BREGÐA Á LEIK Í LEIKMUNAGEYMSLU BORGARLEIKHÚSSINS. Djassperlur Guðlaug Ólafsdóttir syngur á djasstónleikum ásamt kvart- etti á Kaffi kúltúr við Hverfisgötu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.