Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 12
12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 24|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Magnús, flæðir adrenalínið? „Já, það er skrambi mikil spenna alltaf baksviðs. Maður er nátt- úrulega aldrei öruggur með sigurinn. Í þessu tilviki vorum við Magnús Samúelsson mjög svipaðir, en hann átti auðvitað titil að verja. Þetta var dálítið magnþrungið.“ Veltur þetta svolítið á því að pumpa sig í réttan gír fyrir keppnina? „Já, við þurfum að hita okkur vel upp og vera sjóðheitir.“ Þið berið á ykkur? „Já, við berum á okkur smáolíu og erum yfirleitt búnir að bera á okkur brúnkukrem. Annars er eftirvæntingin mest yfir því að törn- inni ljúki. Maður er hungraður og gríðarlega þyrstur, enda er mað- ur búinn að skera rosalega á vökvann síðustu tvo eða þrjá dag- ana.“ Drekkið þið þá bara ekkert? „Við drekkum kannski hálfan lítra af vökva síðasta sólarhring- inn fyrir keppnina.“ Það er ansi lítið. „Já, það sýgur rosalegan kraft úr manni.“ Tilfinningin hlýtur að vera ótrúleg, þegar keppnin klárast. „Já, það er voðalegur léttir. Svo er líka töluvert stressandi að koma fram fyrir fullu húsi, en reyndar er ég orðinn vanur því. Fyrst var það rosalega erfitt, ég man það vel.“ Ég sé að þið eruð með konur í því að bera á ykkur. „Já, það voru tvær stelpur í því.“ Var bitist um það hlutverk? „Þeim leiddist þetta ekkert. Höfðu gaman af.“ |ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Golli ADRENALÍN OG OLÍA STEMNINGIN BAK-SVIÐS Á VAXTAR-RÆKTARKEPPNI ER MAGNÞRUNGIN, ENDA LÝKUR ÞÁ LÖNGUM OG STREMBNUM UNDIR- BÚNINGI VÖÐVA- TRÖLLANNA. MAGNÚS BESS SIGRAÐI Á ÍS- LANDSMÓTINU, SEM HALDIÐ VAR Í AUST- URBÆ UM SÍÐUSTU HELGI. Það var ekki nógu gott með HM. Sérstaklega var það ekki gott hvernig Skotarnir fóru með okkur svona eftir á að hyggja. Hvorki er það íþróttaandinn né þjóðarstoltið sem plagar mig svo að ég þurfi að minnast á þetta skrifandi heldur búa mun einfaldari ástæður að baki: Buddan og óttinn við að verða mér til skamm- ar. Svo er nefnilega mál með vexti að ég ákvað að efna til veðmáls við tvo Skota, nágranna mína á Stúdentagörðunum hér á Konungs- hömrum. Ég hélt nú aldeilis að mínir menn í landsliði smáþjóðarinnar sterku myndu ná fleiri stigum en Skotarnir og þar með sæti ofar. Þessu tóku félagar mínir skosku vel og var lagt undir eitt kvöld drykkju á kostnað fulltrúa þeirr- ar þjóðar sem undir yrði. Niðurstaðan er öllum kunn og sama kvöld beið mín bréf þar sem mér var tilkynnt að veðmálið væri ekki gleymt og fyrr en síðar kæmi að skuldadögum. Ég hafði að sjálfsögðu ætlað málinu allt annan enda og hafði hlakkað til að vera trakteraður á börum bæjarins einhver tvö kvöldin á næstunni. Skuldadagur er í dag og bíður mín að borga drykki ofan í tvö heljarmenni ásamt því að þurfa að halda í við þá en halda líka uppi eigin velsæmi. Mér til huggunar leggja þeir félagar ekki mikið upp úr íburði á öldurhúsum heldur nægir að bjórdælan virki svo ég ætti að geta fundið ódýran bjór að bjóða þeim. Ætli ég reyni ekki líka að fá þá til að drekka dulítið áður en við leggjum í hann í von um að það slökkvi þorstann aðeins. Barir hér í Stokkhólmi eru annars með tölu- vert ólíku sniði en í Reykjavíkinni og kemur þar fernt til. Fyrir það fyrsta eru allflestir staðir veitinga- staðir með eldhúsi en barinn þar til hliðar og ekki þungamiðja rekstrarins. Í öðru lagi eru margir staðir eingöngu kaffi- staðir, þ.e. án vínveitingaleyfis, og lokað í síð- asta lagi kl. 19. Þetta eru jafnframt þeir staðir sem eru hvað vinsælastir hjá ungu fólki og ekki að því hlaupið að fá borð á þeim vinsæl- ustu yfir miðjan daginn. Það er þó ekki skrýtið því Svíar munu vera mestu kaffisvelgir í gjör- vallri Evrópu og elska þeir sitt „fíka“ eins og kaffið, kaffitíminn og jafnvel kaffistaðirnir heita. Þriðja er afgreiðslutíminn sem er ólíkt þrengri en Íslendingar eiga að venjast. Margir staðir eru bara opnir til eitt um helgar og lang- flestir til tvö. Lengri næturstund er vandfundin. Kannski er það ekki svo skrýtið að hægt sé að selja Reykjavík sem skemmtanalífsborg. Hið fjórða er að kúnnahópurinn er ákaflega mismunandi eftir því hvar í borginni mann ber niður. Þetta er að vísu engin nýlunda fyrir þá sem þekkja til stórborga en það er nokkuð merkilegt í ekki stærri borg en Stokkhólmi og í landi sem maður gæti talið einsleitara án þess að þekkja til. Þessi skil eru af mjög félags- legum toga og sækir hver í sinn líkan. Austan af miðbænum eru ríkra manna börn og lið sem vonast til að glansinn flagni af þeim og setjist á sig. Sunnan megin sundsins er fólkið sem ekki myndi nokkurn tímann láta sjá sig á krán- um norðan megin, „indí“-krakkarnir og þeir sem aðhyllast fagurfræði fremur en við- skiptafræði. Einn dálkahöfundur hér hefur þó að vísu bent á að báðum megin býr sæmilega efnað miðstéttarfólk en að munurinn liggi fremur í hugsunarhætti, vinstri og hægri, pólitík. Borgin er byggð á nokkrum eyjum og er þar að auki nokkuð hæðótt sem dregur skýr mörk í borg- arlandslagið. Sjálfur mun ég halda á stúd- entapöbb í kvöld því þar er bjórinn ódýrari. LÍFIÐ Í STOKKHÓLMI SVERRIR BOLLASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.