Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24|10|2003 | FÓLKÐ | 13 „Við byggjum þetta á grunnhugmyndinni, en 70% textans eru frum- samin,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar höfunda 1984 – ástarsögu, sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói annað kvöld og byggð er á skáldsögu George Orwells frá árinu 1949. „Mesta áskorunin felst í því að nokkuð er liðið síðan skáldsagan var skrifuð og þá var hún fyrst og fremst hugsuð sem heimspekirit og nán- ast varnaðarorð til mannkynsins. Orwell treður tveimur sögupersónum inn sem ástarsögu, en hún er afskaplega veik. Til að snerta fólk þurft- um við því að finna nýja nálgun á verkið. Við fórum þá leið að styrkja ástarsöguna um þessar tvær manneskjur sem elskast, en er gert það ókleift vegna utanaðkomandi aðstæðna.“ Þorleifur Örn semur leikritið með Arndísi Þórarinsdóttur, nema í bók- menntafræði við Háskóla Íslands, sem einnig er aðstoðarleikstjóri. Tuttugu og tveir leikarar eru í sýningunni, sem er þrír tímar, og hlut- verkin miklu fleiri. Hvernig gengur að halda utan um þetta allt saman? „Það er ótrúlegt að fylgjast með leikurunum í Stúdentaleikhúsinu,“ segir Þorleifur Örn. „Annan eins leiklistaráhuga hef ég aldrei séð. Fólk vakir allar nætur. Það er aldrei kvartað. Ég dáist að þessum krökkum. Við vinnum eins og hestar. – Djöfull ertu fljótur að pikka!“ hváir hann skyndilega og heyrir greinilega til blaðamanns berja á tölvunni. – Þakka þér fyrir, segir blaðamaður auðmjúkur. En hvernig er það, á þetta leikrit erindi við nútímann? „Nútímann? Heldur betur,“ segir hann og og hlær. „Í leikritinu er mik- ið lagt upp úr því að það sé sameiginlegur óvinur. Það var einmitt það sem Hermann Göring sagði að þyrfti til að fylkja fólki á bakvið sig, – sameiginlegur óvinur. Er ekki alltaf verið að sýna mynd af Osama bin Laden, sem enginn hefur séð mjög lengi? Hugsanalögreglan er heldur ekki langt frá okkur. Þegar Stasi-skjölin voru opnuð, þá var mamma mín þar á skrá. Hér á Íslandi er verið að keyra sameiginlegan gagnagrunn yfir nánast allar upplýsingar, sem t.d. fíkniefnalögreglan hefur aðgang að. Það getur verið allt í lagi í lýðræðislegu stjórnarfari, en hvað tók það mörg ár fyrir Nasistaflokkinn að yfirtaka Þýskaland? Þá eru upplýsing- arnar sem til eru um mig og þig orðnar ansi hættulegar.“ Það er greinilegt á öllu að Erni er mikið niðri fyrir. „Orwell er að vekja okkur af draumi – gegn hugarstjórnun. Þetta er kyndillinn sem við í Stúdentaleikhúsinu viljum bera áfram. Við ætlum ekki að mata fólk, en vonandi vekjum við það til umhugsunar. Við viljum opna gáttir inn í nýja heima, sem það getur sjálft farið og rannsakað.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Er verið að fylgjast með okkur? 25. október 1984 – ástarsaga frumsýnt í Tjarnarbíói ORWELL ER AÐ VEKJA OKKUR AF DRAUMI – GEGN HUGARSTJÓRNUN Haustútsalan er hafin 40% afsláttur af völdum haustvörum                                                           !     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.