Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 14
Af hverju Manchester United? „Ég held ég hafi byrjað að halda með Man. United í kringum 1966, þegar töffarinn George Best var að koma fram á sjónarsviðið. Þá fengum við alltaf Tímann í sveit- ina og Hallur Símonarson, sem var mikill United-maður, skrifaði mikið um liðið sitt. Kannski er þetta allt Halli Sím. að þakka. Svo unnum við seinna meir saman á Dag- blaðinu, sem var svolítið skondin tilviljun.“ Má líkja þessu við trúarbrögð? „Þetta er miklu mikilvægara en öll trúarbrögð. Maður leitar til þessa félags mörgum sinnum í viku, nánast á hverjum degi, en hitt er stopulla.“ Hvar er aðsetur klúbbsins? „Það heitir Champions Café, við Gullinbrú.“ Hver er slóðin á heimasíðu klúbbsins? „Hún er ekki flókin: manutd.is.“ Hvernig gerast menn félagar? „Það er útskýrt á síðunni, en það er líka hægt að leita upplýsinga með því að senda póst á manutd@manutd.is.“ Er eitthvað á döfinni núna? „Við förum á næstunni til Grindavíkur og Egilsstaða, til að kynna félagið. Við höfum svolítið farið í svona ferðir og fórum t.a.m. til Akureyrar og á Selfoss í fyrra. Við sendum nýverið bréf til fjölda fólks sem hefur verið í félaginu, þar sem við hættum að senda út gíróseðla og vildum hvetja það til að greiða með greiðslukorti eða í banka.“ EIRÍKUR JÓNSSON ritstjóri fréttablaðs Man. Utd.-klúbbsins og í stjórn13 Meira er sýnt frá ensku knattspyrnunni í íslensku sjónvarpi en á Englandi sjálfu, enda eru ekki beinar útsendingar frá laug- ardagsleikjunum í heimalandinu. Íslendingar eru brjálaðir í enska boltann og hér starfa margir stuðningsmannaklúbbar ensku liðanna. Stjórnarmenn í klúbbunum fengu þrjár tilraunir til að halda bolta á lofti sem oftast. |ivarpall@mbl.is ÞAÐ ER LEIKUR AÐ SPYRNA Af hverju Chelsea? „Þetta byrjaði þegar ég var tíu ára og hlustaði á lýsingar á leikjum í ensku deildinni á BBC World Service. Mér fannst þetta alveg óhemju- flott nafn, Chelsea. Svo fannst mér ekki síðra að sjá myndir af búningunum í Mogganum, en ég athugaði ekki að þær voru prentaðar í svart- hvítu, þannig að ég hélt lengi vel að þeir væru svartir fremur en bláir.“ Má líkja þessu við trúarbrögð? „Kannski má gera það í mínu tilfelli. Maður er í þessu af lífi og sál.“ Hvar er aðsetur klúbbsins? „Við höfum komið saman á Ölveri í Glæsibæ.“ Hver er slóðin á heimasíðu klúbbsins? „Veffangið er chelsea.is.“ Hvernig gerast menn félagar? „Fyrirkomulagið er svolítið sérstakt hjá okkur, því um leið og gengið er í klúbbinn hérna heima er gengið í Knattspyrnufélagið Chelsea í Lond- on. Þess vegna er árgjaldið töluvert hærra en hjá öðrum klúbbum hér á landi. Til að sækja um þurfa menn að skila eyðublöðum til okkar, bæði á ensku og íslensku, ásamt passamynd. Á heimasíðu okkar er að finna upplýsingar um hvernig má hafa samband við okkur með um- sókn í huga.“ Er eitthvað á döfinni núna? „Já, við ætlum að fara hópferð í lok nóvember, á tvo leiki, við Sparta Prag í Evrópukeppninni og Manchester United í úrvalsdeildinni.“ KARL H. HILLERS formaður Chelsea-klúbbsins 13 Af hverju Arsenal? „Ég var í afmælisveislu árið 1971, fimm ára peyi, og það var verið að sýna bikarúrslitaleik í sjónvarpinu. Þetta var árið sem Arsenal vann tvöfalt og ég valdi liðið sem var í fallegri bún- ingunum.“ Má líkja þessu við trúarbrögð? „Já, það er nú eiginlega galli. Maður tekur þetta með sama trompi og stuðninginn við ÍBV í handbolta og fótbolta; nú er það þetta. Það má líkja þessu við trúarbrögð.“ Hvar er aðsetur klúbbsins? „Við komum saman á Mecca Sport.“ Hver er slóðin á heimasíðu klúbbsins? „Við erum að sjálfsögðu á arsenal.is.“ Hvernig gerast menn félagar? „Það er hægt á heimasíðunni og svo auðvit- að með því að hafa samband við stjórn- armennina.“ Er eitthvað á döfinni núna? „Fyrsta hópferðin er í nóvember, á leikinn Arsenal-Fulham. Þetta er þriggja daga ferð með Úrvali-Útsýn. Þetta er reyndar svolítið öðruvísi hjá Arsenal-klúbbnum en hinum klúbb- unum, menn fara kannski í minni hópum, enda eru menn sífellt að ferðast til London á eigin vegum, auk þess sem það er ekki hægt að bjóða upp á leiguflug til borgarinnar. Ég hugsa að ég sé búinn að útvega 80 miða á leiki Ars- enal í London frá áramótum, á hvern einasta leik á Highbury.“ Morgunblaðið/Kristinn JÓHANN FREYR RAGNARSSON varaformaður Arsenal-klúbbsins 14 DANÍEL K. ÁRMANNSSON varaformaður Newcastle-klúbbsins Af hverju Newcastle? „Mig vantaði einfaldlega lið til að halda með einhvern tímann í kringum 1992 og þá kom Kev- in Keegan fram á sjónarsviðið og Newcastle spil- aði mjög skemmtilegan bolta. Ég var nokkuð hlutlaus eftir ófarirnar hjá Liverpool-mönnum ’88–89. Þá hætti ég að halda með þeim og New- castle var með skemmtilegasta liðið. Síðan þá hef ég haldið með því í gegnum súrt og sætt, að- allega súrt þó upp á síðkastið.“ Má líkja þessu við trúarbrögð? „Þetta eru trúarbrögð núna. Maður er kominn með húðflúr og allt. Maður svíkur ekki lit úr þessu.“ Hvar er aðsetur klúbbsins? „Við vorum alltaf á Players í Kópavogi, en núna nýlega skiptum við yfir í Mecca Sport.“ Hver er slóðin á heimasíðu klúbbsins? „Það er einfaldlega newcastle.is. Henni er haldið uppi af miklum krafti.“ Hvernig gerast menn félagar? „Það er hægt að skrá sig á newcastle.is, með því að senda póst á vefstjórann.“ Er eitthvað á döfinni núna? „Klúbburinn verður eins árs í febrúar og þá verður eitthvert húllumhæ. Svo stefnum við á hópferð, annaðhvort á Newcastle-Arsenal 12. apríl eða Newcastle-Chelsea 24. apríl.“ 35 Af hverju Liverpool? „Er maður ekki með rautt blóð? Ég ákvað þetta bara þegar ég var fjögurra ára, að því er mér skilst. Ég vil meina að menn fæðist bara með þetta.“ Má líkja þessu við trúarbrögð? „Það jaðrar við það stundum, já. Fjölskyldan er náttúrulega í fyrirrúmi, en það er fátt skemmtilegra en að vasast í boltanum.“ Hvar er aðsetur klúbbsins? „Við komum saman á Players í Kópavogi.“ Hver er slóðin á heimasíðu klúbbsins? „Liverpool.is. Þar er allar upplýsingar að finna.“ Hvernig gerast menn félagar? „Menn geta skráð sig á heimasíðunni okkar og eins erum við með tilbúin umsókn- areyðublöð, bæði hjá íþróttavöruversluninni Jóa útherja og á Players. Síðan er hægt að hringja í stjórnarmenn, ef menn vilja fara þá leiðina. Til að verða félagar verða menn að greiða árgjaldið, með millifærslu eða greiðslu- korti.“ Er eitthvað á döfinni núna? Á næsta ári verður mikið um að vera, á tíu ára afmæli klúbbsins. Það verður kynnt með nægum fyrirvara.“ SIGURSTEINN BRYNJÓLFSSON formaður Liverpool-klúbbsins 64 Af hverju Tottenham? „Þegar ég var sex ára gamall sagði eldri bróðir minn mér að ég yrði að halda með einhverju félagi í Englandi. Ég var nýbyrj- aður að læra að lesa og benti á Everton á getraunaseðli sem við höfðum við höndina. Hann sagði að ég mætti það ekki, því hann héldi með Everton og ég yrði að velja annað lið. Þá benti ég á liðið sem var að spila við Everton þá vikuna. Það reyndist vera Tott- enham.“ Má líkja þessu við trúarbrögð? „Ekki beint, en mér finnst þetta rosalega gaman. Kannski er vafasamt að líkja þessu við trúarbrögð, en allt að því.“ Hvar er aðsetur klúbbsins? „Við hittumst á Ölveri til að horfa á leiki.“ Hver er slóðin á heimasíðu klúbbsins? „Veffangið er spurs.is.“ Hvernig gerast menn félagar? „Menn geta skráð sig á netinu.“ Er eitthvað á döfinni núna? „Við stefnum á að fara ferð til London eftir áramótin, en það fer að sjálfsögðu eft- ir stemmningunni, sem er auðvitað misjöfn eftir gengi liðsins.“ JÓNAS HJARTARSON stjórnarmaður í Tottenham-klúbbnum30 14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 24|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.