Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.10.2003, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24|10|2003 | FÓLKÐ | 15 Franska, indónesíska, rússneska, ísraelska, hol- lenska söngkonan Keren Ann Zeidel á eflaust eft- ir að verða Íslendingum að góðu kunn fyrir fram- lag sitt til skífu Bang Gang sem kom út um daginn. Hún er þó ekki bara að syngja inn á plötur fyrir Barða, hann syngur líka inn á plötu fyrir hana og svo gerðu þau eina skífu saman, Lady and Bird. Not Going Anywhere er önnur sólóplata Ker- en Ann, sem er löngu orðin stórstjarna í Frakk- landi. Keren Ann er snjöll söngkona en einnig fyr- irtaks lagasmiður og músíkölsk fram í fing- urgóma. Tónlist hennar er einkar nútímaleg blanda af rólyndislegri danstónlist, vísnasöng, djass og frönsku poppi. Keren Ann – Not Going Anywhere Eftir því sem mp3-skrár safnast saman í tölv- unni gera menn sér betur grein fyrir því hve óhentugt er að spila þá í tölvu. Víst er hægt að koma sér upp mp3-spilara og í mörgum til- fellum hægt að tengja hann við magnara. Það er þó bara redding og engin ástæða til að grípa til slíkrar reddingar þegar til er græja eins og SliMP3. Það er snúið að lýsa SliMP3 en í sem stystu máli er það mp3-spilari sem tengdur er við tölvu annars vegar og magnara hins veg- ar. Græjan sjálf er 21 sm á breidd, hálfur sjö- undi sentimetri á hæð, framhliðin hulin svörtu glæru plasti, en þegar kveikt er á henni er á bak við plastið mjög skýrt flúrljósa- borð þar sem meðal annars birtast skipanir og athugasemdir eða nöfn laga og hljóm- sveita eftir því sem við á. Þessi græja er svo tengd rafmagni um meðfylgjandi spennu- breyti, en með fylgja snúrur til að tengjast MacOS eða Linux og hugbúnaður á vefsetri framleiðandans fyrir öll þessu stýrikerfi. Eins og nefnt er fylgir fjarstýring með tækinu en líka hægt að stýra því í vafra á viðkomandi tölvu. Hægt er að búa til spilunarlista hvort sem er í tölvunni eða beint í spilaranum og breyta honum jafnharðan. Einnig er hægt að leita að lögum/listamönnum með fjarstýring- unni en einfalt er að fletta fram og aftur í tón- listarsafninu. Það eru engin takmörk á því hver stórt mp3-safnið er, prófaði við 120 GB safn á flakkara og gekk hikstalaust. Allt sem tengist SliMP3 er opinn hugbún- aður og því auðvelt fyrir menn að skrifa við- bætur og það hefur einmitt gerst, til eru leik- ir, vekjarahugbúnaður og svo má telja. Meiri upplýsingar hjá www.klikk.is. Kostir: Frábær lausn, einföld og svínvirkar. Gallar: Enginn sem ég man eftir. |arnim@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Nettengdur mp3-spilari tölvu og magnara og einnig fjarstýring. Það fer eftir tölvuppsetningu hvers og eins hversu auðvelt er að setja græjuna upp. Hún var reynd á tölvum með ólíkri netuppsetningu, oftast var nóg að stinga henni í samband við Ethernet-nöf, en í sumum tilfellum var snúið að setja hana upp. Leiðbeiningar sem fylgja með eru gagnslausar en ágætar upplýsingar á Netinu. Eftir að tækið var komið í samband upp- fyllti það allar væntingar og gott betur, þægi- legt að nota fjarstýringuna, skjárinn ótrúlega skýr, spilarinn innbyggði réð við öll stig MP3- þjöppunar frá 64 bitum og uppúr, og svo má telja. Biðminni í SliMP3 er 1 MB og því hikst- ar tækið ekki þótt verið sé að nota netið. Einnig er hægt að setja upp við það þráð- laust net og þá hægt að hafa það hvar sem er í húsinu, þvílík snilld! Hægt er að nota SliMP3 við Windows-vélar, GRÆJURNAR  http://flanger.blogspot.com/ „Í dag er ég heima með henni Sunnu minni sem er lasin. Hún er að vísu öll að braggast og fer bara býsna mikinn hér á heimilinu. Mér fannst t.d. mjög fyndið að á meðan ég var að ganga frá eftir morg- unmatinn fann hún dömubindi af móður sinni (ónotað) og límdi það á vegginn í herberginu sínu. Svo kom hún til mín ægilega stolt og sagði: „Sjáðu pabbi. Ég var að líma plástur á vegginn!““ 21. október 10.02  http://olafia.blogspot.com/ „*Grát!* Ég þori varla í vigtun á miðviku- daginn :( Ég er búin að narta alltof, alltof mikið þessa daga eftir afmælið mitt! *Snökt* Það er eitt að þyngdin standi í stað eins og síðast, en ef ég hef þyngst...þá veit ég ekki hvað ég geri! Pollýannan í mér segir mér að ég eigi samt bara að halda ótrauð áfram- ...lokatakmarkið frestast þá bara um tvær vikur eða svo...og hvað er það á heilli mannsævi? En samt: *Grát!!!* Ég er svo fúl út í sjálfa mig!“ 21. október 0.52  http://bre.klaki.net/dagbok/ „Í kvöld ég fékk veður af því að MSN- gáttin fyrir Jabber gæti enn tengst MSN netinu. Ég setti svoleiðis gátt því upp á Klaka. Svo neyddist ég til að setja spjall- forritið Gabber upp heima, því CenterICQ er svo vitlaust að það kann ekki að setja upp og stilla Jabber gáttir. Þegar ég var búinn að stilla allt með Gabber þá gat ég hinsvegar notað CenterICQ til að spjalla alveg vandræðalaust.“ 21. október 2.09 Kæri blogger.com… TÓMAS R. EINARSSON – HAVANA Kontrabassaleik- arinn Tómas R. Ein- arsson hefur lengi við hrifinn af kúbverskri tónlist og eflaust hef- ur einhverjum þótt tími til kominn að hann skellti sér til Havana að taka upp plötu þar. Það gerði Tómas einmitt í sumar og haust, fór fyrst út að finna tónlistarmenn og hljóðver og síðan aðra ferð þar sem platan var tekin upp. Tómas segir að platan sé eins konar brú milli kúbversku tónlistarmannanna sem hann vann með ytra og tónhugsunar hans, en þess má geta að hann fékk hingað til lands tvo Kúbverja til að spila með sér á útgáfu- tónleikum vegna plötunnar. DIDDÚ OG VALGEIR – FUGLAR TÍMANS Valgeir Guðjónsson og Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, flytja saman lög Valgeirs við ljóð Jóhannesar úr Kötlum á disknum Fuglar tímans sem kemur út á morgun. Jóhannes Bjarni Jón- asson úr Kötlum var fæddur á Goddastöðum í Dölum 4. nóv. 1899, lést 27. apríl 1972. Hann starfaði sem kennari fram yfir þrítugt og stund- aði ritstörf upp frá því. Jóhannes var virkur í pólitík og sat um tíma á Alþingi fyrir Sósíal- istaflokkinn. Ljóð Jóhannesar hafa verið lista- mönnum vinsælt viðfang, þá sérstaklega jóla- sveinasöngvar hans sem hafa margoft verið hljóðritaðir. Valgeir hefur áður gert plötu með lögum við ljóð Jóhannesar, Fugl dagsins, sem kom út 1985, en þá var hann einnig með Diddú með sér. ELECTRIC SOFT PARADE – THE AMERICAN ADVENTURE Breska rokksveitin Electric Soft Parade vakti mikla athygli fyrir plötuna Holes in the Wall sem var meðal annars tilnefnd til Merc- ury-verðlaunanna. Margur hefur því beðið nýrr- ar plötu hennar með nokkurri eftirvæntingu en sú, The American Adventure, kemur út eftir helgi. Alex White heldur um stjórnvölinn sem fyrr og platan nýja þykir steypa saman bresku gítarpoppi og súrri bandarískri nýbylgju á smekklegan hátt. ARTEMIS FOWL – LÆSTI TENINGURINN Bækur Eoins Col- fers um skálkinn Artemis Fowl hafa notið mikillar hylli víða um heim og einnig hér á landi, enda lipurlega skrif- aðar ævintýrabæk- ur sem eru upp full- ar með gamansemi og furðuleg fyr- irbæri. Í vikunni kom út þriðja bókin um Fowl, Læsti ten- ingurinn, sem Guðni Kolbeinsson þýddi. Í bókinni hefur Fowl nælt sér í almagnaða tölvu og ætlar að hagn- ast svo um munar. Allt fer þó á annan veg og Fowl þarf að leita til álfanna eftir liðsauka. FIFA FOOTBALL 2004 FIFA Football knattspyrnuleikirnir njóta mikilla vin- sælda, ekki síst fyr- ir það að framleið- andinn greiðir FIFA fyrir að fá að nota ýmsar liðsupplýs- ingar í honum og nöfn og myndir leik- manna. Í nýrri út- gáfu, FIFA Football 2004, sem kemur út í vikunni, er búið að bæta því við að leikandi getur byggt upp lið og fylgt því úr neðri deild, byggt það upp með mannakaupum, komist í efstu deild og orðið meistari. Í leiknum er líka nettengimöguleiki og hægt að sækja viðbætur, nýja leikmenn og stöðu liða og einnig er hægt að keppa við aðra nettengda leikendur. ÚTGÁFAN- BÆKUR - GEISLAPLÖTUR - TÖLVULEIKIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.