Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 19
Tæpast flokkast The Rundown undir kolsvarta kómedíu, en gráglettinn hasarinn hefur mælst ágætlega fyrir hjá harðhausaaðdáendum vestra. The Rock segist reyndar telja þennan Beck vera frekar mjúkan ef miðað er við al- menna harðhausa og hann fái aukið svigrúm eða eigum við að segja olnbogarými til að slá um sig með húmor en ekki hnefunum og fót- unum einum, öfugt við fyrri leikafrek hans, The Mummy Returns, þar sem hann var í auka- hlutverki, og afleggjarann The Scorpion King, sem gerði hann að þungamiðju kvikmyndar í fyrsta sinn og er hér ekki um líkingmál að ræða. Beck er sumsé harðhaus, eins konar leigu- harðhaus, sem vill rækta mjúka manninn í sér, hætta í þeim hættuspilum sem hann hefur haft atvinnu af og láta draum sinn rætast um að opna krúttlegan lítinn veitingastað. Sá staður gæti heitið Muscles and Meat and Beck’s Beer ef hann vantar hugmynd. En vinnuveitandi Becks vill ekki sleppa honum strax: Hann fær hann til að taka að sér eitt lokaverkefni, sem er að leita að og finna týndan son sem er í regn- skógum Brasilíu á höttunum eftir verðmætri styttu, El Gato Diablo. Soninn leikur sjálfur Stiff- ler úr American Pie-syrpunni, Sean William Scott og á slóðinni verða einnig illmennið Christopher Walken og skutlan Rosario Daw- son. Í The Rundown kemur fram í mýflugumynd, ef unnt er að nota það orð, nýkjörinn ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger. Vel fer á því vegna þess að The Rock er nú talinn arftaki hans í vöðvafjallamyndunum, nú þegar farið er að slá í austurríska kjötskrokkinn og hann verð- ur upptekinn við að bjarga kvikmyndafylkinu frá gjaldþroti og reyna að plotta sig inn í Hvíta hús- ið; í því húsi yrði þá stigsbreyting en ekki eðlis. Þá þarf ferskt flesk til að viðhalda stöðu horm- ónatrölla á hvíta tjaldinu, en sú staða hefur ver- ið allsterk allt frá 6. áratugnum. |ath@mbl.is Bratt vöðvafjall í brasilískum regnskógi FR UM SÝ NTBeck heitir íturvaxna ofurhetjan, sem vöðvafjallið og fjölbragðaglímukappinn fyrrverandi The Rock leikur í gam- ansamri hasarmynd, The Rundown, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. The Rundown er annað leikstjórn- arverkefni leikarans Peters Berg (The Last Seduction), en það fyrra var kol- svört kómedía, Very Bad Things. lands er einkar vel til þess fallin að afhjúpa fordóma og auðvelda sjálfstæða hugsun. Hún tekur ekki afstöðu með eða á móti við- fangsefninu, en sjálft efnisvalið er þó til marks um þá afstöðu kvikmyndagerð- arfólksins að við eigum ekki að horfa fram hjá því. Við eigum að horfa á það, sjá það og hlusta á það. Og hugsa um það. Svo getur hver og einn gert upp hug sinn til þess. Íslenskar heimildarmyndir og gróskan í þeim geira hafa einatt verið til umfjöllunar á þessum vettvangi, m.a. það einkenni hennar að myndirnar lýsa einatt persónu- legri leit kvikmyndagerðarmannanna að einhverju sem þeir hafa glatað eða vilja kynnast. Annað einkenni þessarar grósku er sú viðleitni kvikmyndagerðarmannanna að draga með tökuvélinni athygli okkar að myndefni sem við látum yfirleitt framhjá okkur fara, viljum ekki sjá eða komum ekki auga á. Meistaraverk Ólafs Sveinssonar Hlemmur er gott dæmi um þetta. Þar er veitt innsýn í veröld sem fæstir kjósa að sjá og vita af dag frá degi, eins konar sam- félag til hliðar við miðju mannabyggðar – eða undir henni, eftir því hvernig á það er litið. Hlemmur er gerð af slíku listfengi og tilfinningu að við skiljum viðfangsefnið að sýningu lokinni, sjáum það og höfum sam- úð með því og hugsum um það. Hvort við gerum svo eitthvað með hugsun okkar, skilning og samúð er annað mál og veltur á hverjum og einum. En við höfum í það minnsta betri forsendur til þess. Annað dæmi er sú heimildarmynd sem segja má að hafi markað upphaf þessarar nýbylgju, Lalli Johns eftir Þorfinn Guðnason. Þar kynnumst við öðrum jaðarmanni, undir- heimamanni, sem stendur í sífelldu ströggli við samfélag sitt en þó umfram allt við sjálfan sig, eigin veikleika og veiki. Við kynnumst viðbrögðum samfélagsins við honum og viðbrögðum hans við þeim við- brögðum, svo úr verður eins konar keðju- verkun, illslítanlegur vítahringur. Hvað sem hverjum og einum áhorfanda finnst um þetta viðfangsefni býður myndin uppá for- sendur til að byggja á skoðun og afstöðu í stað fordóma. Þetta er mikilsverðara en menn gera sér kannski almennt grein fyrir í hita og þunga dagsins. Myndaugað staldrar við og festir á nethimnu sína myndefni, fólk og umhverfi og samspil þeirra, sem ella færi framhjá okkur eins og bílarnir sem þjóta framhjá Helga Hóseassyni og mótmælaspjöldum hans á Langholtsveginum. Kaldhæðni reynslunnar kemur ef til vill í veg fyrir að við sjáum eða viljum sjá það sem er fyrir ut- an bílrúðuna. Þar stendur þó manneskja með sínar skoðanir og tilfinningar, sárs- auka og sannfæringu sem engin reynsla getur breytt í kaldhæðni. Ídealismi íslensks kvikmyndagerðarfólks felst þá í því að af- hjúpa idjótíið í fordómum okkar og hroka. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24|10|2003 | FÓLKÐ | 19 FALLÞUNGIR DILKAR FYRR OG NÚ  George Reeves (1914–1959) var fyrsta stjarnan úr heimi vöðvafjallanna, en miðað við þau hormónabólgnu flikki sem á eftir hafa fylgt var Reeves í rauninni rindill. Hann hafði stundað hnefaleika áhugamanna og var lærð- ur tónlistarmaður, fengið nokkur hlutverk í kvikmyndum en varð heimsfrægur sem fyrsti Superman-inn. Leik- tækifærin gufuðu upp og hann var að íhuga að vinna fyrir sér við fjölbragðaglímu þegar hann lést. Hann er talinn hafa svipt sig lífi með skotvopni, en uppi hafa þó verið kenningar um morð vegna þess að hann hélt við eiginkonu áhrifamikils valdamanns hjá MGM-kvikmyndaverinu.  Victor Mature (1915–1999) tapaði fyrir George Reeves í keppni um hlutverk í Gone With the Wind en átti farsælli og lengri feril fyrir höndum en Ofurmennið ólánsama. Mat- ure var letilegur en vörpulegur leikari, sem hafði meiri áhuga á golfi en leiklist, en hann varð um tíma konungur biblíumyndanna, stæltur og óárennilegur í pínupilsum (Samson and Delilah, The Egyptian, The Robe, Demetrius and the Gladiators). Mature var góður húmoristi: „Ég er golfari, en ekki leikari. Ég hef 67 kvikmyndir því til sönn- unar.“  Steve Reeves (1926–2000) vann fyrsta líkamsrækt- artitil sinn aðeins sex mánaða gamall sem „heilbrigðasta barn í Valley County“. Titlunum fjölgaði í takt við kílóin og árin og hann fór í alvöru líkamsrækt sem unglingur og ung- ur maður. Reeves varð Mr. America, Mr. Universe og Mr. World, reyndi að læra leiklist og fá hlutverk, en það gekk treglega þar til hann þáði tilboð frá Ítalíu um að leika tit- ilpersónuna í spagettífornanum Herkúles (1959). Vel- gengni hennar og alls kyns framhald í „sverða-og- sandala“-stílnum gerðu Steve Reeves vellauðugan. Vegna meiðsla varð hann að kveðja „leiklistina“ og lifði góðu lífi við að rækta hesta og berjast fyrir líkamsrækt án lyfja- gjafa.  Sylvester Stallone (1946–) var fyrsta ofurstirnið í Holly- wood af þungavigt. Hann hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Ég er ekki laglegur í klassískum skilningi. Augun eru hálflokuð, munnurinn skakkur, tennurnar beygl- aðar og röddin er eins og hjá kistubera hjá mafíunni. En þetta virkar allt samt, einhvern veginn.“ Um það síðasta má deila. Stallone getur tæpast leikið, en andófs- andhetjur hans, Rocky og Rambo, virkuðu samt, einhvern veginn.  Arnold Schwarzenegger (1947–). Kom á þungstíga hæla Sylvesters sem hefði getað sagt um Arnold: „Hann er ekki laglegur í klassískum skilningi. Augun eru hálf- lokuð, munnurinn skakkur, tennurnar beyglaðar og röddin er eins og hjá kistubera hjá nýnasistum. En þetta virkar allt samt, einhvern veginn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.