Morgunblaðið - 25.10.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.10.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 289. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is 15-70% AFSLÁTTUR Í eldlínu á Evrópumóti Undirbúningur fyrir EM í hand- bolta er að hefjast | Íþróttir 52 Nauðsynleg hugarleikfimi Geta ekki verið án krossgátunnar í sunnudagsblaðinu | Daglegt líf Dansað í úrslit Við erum alltaf að segja eitt- hvað með líkamanum | Fólk 60 FJÖGUR systkini úr Garðabænum eru öll mennt- uð einsöngvarar. Þetta eru Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskáld og systkini hennar sem öll hafa oft komið fram sem einsöngvarar, með kór- um, á einsöngstónleikum og í óperuflutningi, Ólafur, Þorbjörn og Hallveig. For- eldrar þeirra eru Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, tónlistar- kennari og Rúnar Einarsson, raf- virki, sem bæði stunduðu söngnám á sínum tíma og hafa bæði um árabil iðkað söng; með Pólýfónkórnum og síðar Hljómeyki. Systir Guðfinnu Dóru, Áslaug Ólafsdóttir, tónlist- arkennari, er gift Halldóri Vilhelmssyni, söngvara, þau eru bæði söngmenntuð, og sungu líka bæði í Pólýfón- kórnum og Hljómeyki. Börn Áslaugar og Halldórs eru Hildigunnur, fiðluleikari; Sig- urður, sellóleikari og Marta Guðrún, söngkona. Hildigunnur Halldórs- dóttir leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands en lauk líka söngprófi í fyrra; Sigurður syngur með Voces Thules og Marta Guðrún hefur starfað sem einsöngvari um árabil, auk þess að vera menntuð í píanó- leik. Næsti frændgarður Hildigunn- ar Rúnarsdóttur er því líka allur í tónlist, og öll hafa þau meira og minna sungið með Hljómeyki eins og foreldrarnir, en einnig fleiri kórum. Söngelsk fjölskylda  Ég verð að semja/Lesbók 8 Hildigunnur Rúnarsdóttir NEMENDAHÓPUR í Verslunarskóla Ís- lands (VÍ) afhenti í gær skólastjóra sínum bréf með áskorun um að lækka skólagjöld stelpna í samræmi við þann launamismun sem þær gætu átt von á í framtíðinni. Að sögn Stefaníu Benónísdóttur, einnar hvatakvenna verksins og nemanda við VÍ, vaknaði hugmyndin í tengslum við bar- áttudag kvenna, 24. október. „Við vorum að spá í þennan launamun kynjanna, sér- staklega hjá menntuðu fólki. Fórum að spá í hversu fáránlegt það væri að menntun okkar væri minna virði en strákanna og ákváðum að benda á það á þennan hátt. Okkur fannst það skemmtileg leið.“ Að sögn Stefaníu skifuðu á milli 250 og 300 nemendur undir áskorunina en hug- myndin kviknaði í fyrradag svo tíminn til að safna undirskriftum var naumur. Stefanía segir að nemendur af báðum kynjum hafi alla jafna verið jákvæðir þó að sumir hafi ekki alveg skilið kaldhæðnina sem bjó í aðgerðinni. „Skólastjórnendur tóku mjög vel í þetta og fannst þetta frá- bært framtak. Að sjálfsögðu búumst við ekki við að fá þetta í gegn enda er ekki til- gangurinn að leiðrétta rangt með röngu,“ segir Stefanía. Morgunblaðið/Sverrir Skólagjöld lækki sem nemur launamuni TUTTUGU og sjö ára sögu farþegaflugs með hljóðfráum Concorde-þotum lauk á Heath- row-flugvelli við Lundúnir í gær, er þrjár síð- ustu slíku vélarnar, sem British Airways hafa haft í rekstri öll þessi ár, lentu þar eftir að brezka fánanum út um glugga flugstjórnar- klefans eftir lendinguna síðdegis í gær, en þúsundir manna voru saman komnar á flug- vellinum til að verða vitni að endalokum merkilegs kafla í flugsögunni. hafa skotizt á tvöföldum hraða hljóðsins fram og aftur yfir Atlantshafið, með marga far- þega úr röðum ríka og fræga fólksins innan- borðs. Hér sjást flugmenn einnar þotunnar veifa Tímamót í flugsögunni Reuters Tuttugu og sjö ára sögu farþegaflugs með Concorde-þotum lýkur ALÞJÓÐLEGRI fjáröflunarráð- stefnu til stuðnings uppbyggingar- starfi í Írak lauk í Madríd í gær með því að þrettán milljarðar Bandaríkjadala, andvirði um 1.000 milljarða króna, bættust við þá 20 milljarða dala sem Bandaríkja- stjórn hafði áður heitið. Stærstur hluti viðbótarfjárframlaganna er þó í formi lána, en á herðum Íraka hvílir langur skuldahali fyrir. Þessi framlög, „meira en 33 milljarðar dala í formi styrkja og lána, [verða greidd út] frá þessari stundu fram til ársloka 2007,“ sögðu skipuleggjendur ráðstefn- unnar í lokayfirlýsingu hennar. Fulltrúar yfir 70 landa sátu hana, þar á meðal Íslands. Meðal skipu- leggjenda voru Bandaríkjastjórn, urstaða „sýndi að alþjóðasam- félagið er að ná saman“ um að hjálpa til við endurreisn Íraks. Ana Palacio, utanríkisráðherra gestgjafalandsins Spánar, sagði ráðstefnuna hafa skilað „miklum árangri“. Upphæðin sem safnaðist er þó langt frá því sem fram- kvæmdaráð Íraks, bráðabirgða- stjórnin sem starfar í skjóli her- námsyfirvalda, hefur áætlað að þurfi að berast inn í landið til að fjármagna brýnustu endurreisnar- verkefnin fram til 2007. Það segir 56 milljarða dala vera lágmark. Powell viðurkenndi að það væri ekki óskastaðan hve hátt hlutfall framlaganna væri í formi lána, með tilliti til þess að skuldir Íraka eru a.m.k. 120 milljarðar dala. Evrópusambandið, Alþjóðabank- inn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að þessi nið- Alþjóðlegri fjáröflunarráðstefnu í þágu Íraks lýkur Ný framlög upp á 13 milljarða dala Madríd. AFP, AP. AP Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og japönsk starfssystir hans Yoriko Kawag- uchi kveðjast í Madríd í gær. DAGFINN Høyebraten, heil- brigðismálaráðherra Noregs, kynnti í gær nýtt og umfangs- mikið átak sem norsk heil- brigðisyfirvöld hyggjast efna til, með það að markmiði að minnka reykingar meðal ung- menna um helming á næstu fimm árum. Noregur er fyrsta landið í heiminum til að innleiða al- gert bann við reykingum á öll- um opinberum stöðum, þar á meðal veitingastöðum og öld- urhúsum, en það tekur gildi 1. júní á næsta ári. „Sígarettan er á útleið. Eft- ir 50 ár munum við líta á tób- aksnotkun sem mjög sér- kennilegan kafla í sögu mannkyns,“ sagði Høyebraten í Ósló. „Sígar- ettan á útleið“ Ósló. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.