Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FIMM erlendir skákmenn tefldu fyrir átta manna A-sveit Hróksins á fyrri hluta Íslandsmóts skák- félaga, sem hófst í Menntaskól- anum við Hamrahlíð í gærkvöldi, en það er einum fleiri en reglur segja til um að megi. „Í hverri viðureign skal a.m.k. helmingur liðsmanna hvorrar sveitar vera íslenskir ríkisborgar- ar eða hafa haft lögheimili sitt á Íslandi undanfarið ár,“ segir í reglum um Íslandsmót skákfélaga. Skákfélagið Hrókurinn hefur leit- að álits lögfræðings á því hvort heimilt sé að hafa þetta í reglunum og kemst hann að þeirri niður- stöðu að svo sé ekki. Mótsstjórn, sem sker úr um lög- mæti keppenda, fundaði um málið í gærkvöldi og segir að það sé flókið en hún hafi í raun aðeins reglurnar til að fara eftir. Þar seg- ir m.a. að „taki ólöglegur keppandi þátt í keppninni skal mótsstjórn úrskurða skák hans tapaða án kröfu. Úrskurðurinn skal falla inn- an tveggja sólarhringa frá upphafi þeirrar umferðar sem keppandinn tók þátt í. Úrskurði mótsstjórnar er hægt að skjóta til dómstóls SÍ svo og einnig ef mótsstjórn hafi látið undir höfuð leggjast að dæma skák ólöglegs keppanda tapaða.“ Lögin standast ekki Hrafn Jökulsson, forseti Hróks- ins, segir að lið félagsins séu aldrei valin eftir vegabréfum. „Allra síst förum við að útiloka það fólk sem á mestan þátt í þeirri skákvakn- ingu sem er á Íslandi, það er að segja skákmenn sem búa einhvers staðar annars staðar en á Íslandi en hafa komið hingað tugum sam- an á vegum Hróksins á síðustu ár- um.“ Forseti Hróksins segir að lögin um fjölda erlendra skákmanna í hverri sveit standist ekki. „Það er misskilningur að þetta þýði að við getum ekki verið með skákmenn sem búa annars staðar en á Íslandi því að við höfum í höndunum ákaf- lega vandað lögfræðiálit Árna Páls Árnasonar lögmanns sem er sér- fræðingur í þessum málum. Hans niðurstaða er alveg skýr. Þessi svokölluðu lög sem knúin voru í gegn á síðasta aðalfundi Skáksam- bandsins standast ekki EES- samninginn og standast að öllum líkindum ekki Mannréttindasátt- mála Evrópu. Ég vara við því að menn hér á Íslandi leiðist út í þær ógöngur að fara að vega og meta fólk eftir hlutum eins og þjóðerni en það er eitt af því sem enginn ber ábyrgð á.“ Í sveit Hróksins tefldu Ivan Sokolov frá Hollandi, Predrag Nikolic sem er frá Bosníu en bú- settur í Hollandi, Tékkinn Tomas Oral, Regina Pokorna frá Slóvak- íu, Stefán Kristjánsson, Faruk Tairi frá Svíþjóð, Ingvar Þór Jó- hannesson og Páll Þórarinsson. Hrafn bendir á að t.d. Regina sé í sinni fimmtu heimsókn til Íslands á 12 mánuðum. Hún hafi heimsótt tugi skóla og teflt við mörg hundr- uð Íslendinga. Faruk sé kvæntur íslenskri konu og eigi íslensk börn. „Við tilkynntum Eyjamönnum með óformlegum hætti að við myndum velja okkar lið óháð vegabréfum,“ segir Hrafn og bætir við að hann hafi fengið að vita frá mótherj- unum að þeir ætli ekki að kæra uppstillinguna. „Þeir starfa í sama anda og við að mörgu leyti.“ Hrafn segir að enn hafi enginn lögfræðingur haldið því fram að fyrrnefnd klásúla standist nánari skoðun. „Þessum mönnum sem hömruðu þetta ákvæði í gegn hefði átt að vera ljóst að þessari skák væri ekki þar með lokið. Ef ein- hver vill taka að sér þann málstað að kæra okkur þá tökum við því og við munum hafa sigur í því máli fyrir öllum stigum.“ Að sögn Hrafns skilaði hann lögfræðiálitinu til stjórnar Skák- sambandsins í byrjun september ásamt þeim tilmælum að það brygðist við. Í mótsstjórn eru Þor- steinn Þorsteinsson, Þráinn Guð- mundsson, Jón Rögnvaldsson, sem er erlendis, og Bragi Kristjánsson til vara. Aðeins breytt á aðalfundi Mótsstjórnarmenn segja að lög- in gildi og þeim verði ekki breytt nema á aðalfundi Skáksambands- ins. „Það hefur verið mikil um- ræða um þetta,“ segir Þorsteinn, „en okkar er að úrskurða í sam- ræmi við þessa reglu, svo vitræn sem hún er.“ Hann segir að það sé ekki mótsstjórnar að túlka regl- urnar en nefndarmenn þurfi að fara nánar yfir málið. Þráinn og Bragi taka í sama streng. „Þetta er flókið mál,“ segir Þráinn. Hart tekist á um lög Skáksambands Íslands Morgunblaðið/Ómar Frá fyrstu umferð í gærkvöldi. Hægra megin er A-sveit Hróksins með Ivan Sokolov á fyrsta borði. Andspænis honum í liði Vestmannaeyinga er franski stórmeistarinn Igor-Alexandr Nataf. SAMTÖK kvenna af erlendum uppruna voru stofnuð hér á landi í gær. Alls sóttu um 70 manns stofnfund á Hallveigarstöðum í Reykjavík, húsakynnum Kven- réttindafélags Íslands, og þar af um 40 konur af ýmsum þjóð- ernum. Samtökunum er ætlað að sameina, takast á við og ljá hags- muna- og áhugamálum kvennanna eina rödd. Fimm manna stjórn var kjörin á fundinum og formaður er Anh- Dao Tran, fædd í Víetnam. Vara- formaður er Tatjana Latinovic og þrír landshlutafulltrúar eru Amal Tamimi fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurland, Anna Lou Perez fyrir Norðurland, en hún býr á Dalvík, og Dragana Zastavn- ikovic, búsett á Ísafirði, fyrir Vestfirði. Anh-Dao sagði við Morgun- blaðið að stofnfundurinn hefði farið mjög vel fram og margar góðar kveðjur og gjafir borist, m.a. frá félagsmálaráðuneytinu, Fjölmenningarráði og Alþjóða- húsinu. Meðal viðstaddra á fund- inum var Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, og brá hún sér m.a. í hlutverk túlks þar sem ým- is tungumál voru töluð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stofnfundurinn á Hallveigarstöðum í gær var vel sóttur. Í ræðustól er fundarstjórinn, Kesara Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, og við fremsta borð sitja nokkrar af stjórnarkonum samtakanna. Samtök kvenna af erlendum uppruna stofnuð FULLTRÚAR Flugvirkjafélags Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Flugleiða, koma í dag til fundar hjá ríkissátta- semjara. Í fyrradag lauk fundi án þess að samningar náðust. „Ég hef fulla trú á að samningar náist,“ segir Kristján Kristinsson sem á sæti í samninganefnd flug- virkja. Náist það ekki hafa flugvirkj- ar á Keflavíkurflugvelli boðað vinnu- stöðvun aðfaranótt þriðjudagsins. Komi til þess stöðvast allt flug Ice- landair. Samningar um nýjan kjarasamn- ing hafa náðst milli flugvirkja og Flugfélags Íslands og Atlanta og samningur flugvirkja við flugfélagið Bláfugl er í gildi. Samtök atvinnulífs- ins hafa samningsumboð fyrir Tækniþjónustuna á Keflavíkurflug- velli, dótturfélag Flugleiða. Ekki ber mikið í milli Aðspurður af hverju ekki sé búið að semja við Tækniþjónustuna eins og hin félögin segir Kristján samn- ingana sniðna að hverju flugfélagi fyrir sig. Málið hafi æxlast þannig að erfiðara sé að semja við Icelandair. Hann tekur fram að ekki beri mikið á milli og kveðst vona í lengstu lög að búið verði að brúa bilið áður en verk- fall flugvirkja kemur til fram- kvæmda næstkomandi þriðjudag. „Við treystum því að þessi deila leysist og ekki komi til vinnustöðv- unar,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Í byrjun október voru kjarasamn- ingar við Atlanta framlengdir til 15. mars 2004. Fólu þeir í sér 0,5% launahækkun sem er afturvirk frá 1. janúar á þessu ári. Nú þegar er haf- inn undirbúningur við gerð nýs kjarasamnings sem á að taka gildi í lok þessa tímabils. Flugvirkjar Icelandair, sem vinna hjá Tækniþjónustunni á Keflavíkur- flugvelli, hafa einnig þjónustað flug- vélar Iceland Express. Ólafur Hauksson, talsmaður flugfélagsins, segir þetta ekki hafa nein áhrif þeirra flugvélar. Aukin bjartsýni í flugvirkja- deilunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.