Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 11
Nútíma húsgagnahönnun FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 11  GUÐRÚN Bjarnadóttir sálfræð- ingur varði doktorsritgerð í skóla- sálfræði við The Pennsylvania State University í Bandaríkjunum 12. júní sl. Titill ritgerðarinnar er The effects of phonological- awareness in- struction on phonological awareness and reading skills. Þar var fjallað um áhrif mark- vissrar málörvunar á hljóðkerf- isvitund og lestrarnám. Guðrún fylgdist með 160 íslenskum leik- skólabörnum síðasta árið í leik- skóla og í fyrsta bekk grunnskóla árin 1998–2001. Skoðað var hvort það að kenna í leikskóla námsefnið Markviss mál- örvun skilaði sér í bættum lestri og aukinni hljóðkerfisvitund. Leikskólakennararnir kenndu börnunum í litlum hópum og kennslan var skipulögð á tvennan hátt. Annars vegar fékk hluti barnanna hefðbundna markvissa málörvun í samræmi við eldri út- gáfu bókarinnar frá 1988. Hin börnin fengu verkefni sem talin voru henta þeim betur í ljósi fyrri getu. Sem dæmi má nefna að þau börn sem höfðu þegar gott vald á hljóðkerfisverkefnum fengu erfiðustu verkefnin úr Markvissri málörvun, þ.e. þau verkefni sem að öðru jöfnu voru ætluð eldri börnum að lokinni yfirferð léttari verkefna. Í ljós kom að börn juku hljóð- kerfisvitund sína með því að læra markvissa málörvun, hvort sem hún var löguð að getu barnanna eða ekki. Fá börn gátu lesið í lok leik- skóla, en þau sem kennsluna fengu lásu betur í lok fyrsta bekkjar grunnskóla, einkum þau sem fengu verkefni við hæfi. Þrátt fyrir þetta var markvissa málörv- unin ekki sá þáttur sem best sagði fyrir um lestrargetu í fyrsta bekk, heldur málþroski barnanna og bókstafaþekking. Aðalleiðbeinandi Guðrúnar í þessu verkefni var Dr. Joseph L. French. Guðrún fæddist í Hafnarfirði, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1966, kennaraprófi 1967, prófi í tal- og sérkennslu árið 1971 í Osló, BA- prófi í sálfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1990 og M.Sc.-gráðu í skólasálfræði frá Penn State 1993. Lengst af hefur Guðrún starfað við sérkennslu og talkennslu í Hafnarfirði og víðar, og einnig kenndi hún sálfræði og uppeld- isfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð árin 1995–2001. Hún vinnur nú á Miðstöð heilsu- verndar barna í þverfaglegu greiningarteymi fyrir 0–6 ára börn. Sonur Guðrúnar er Bjarni Þór Sigurðsson nemi og maki Geir Þórólfsson vélaverkfræðingur. Doktor í skólasál- fræði UPPLÝSINGAFULLTRÚI Og Vodafone, Pétur Pétursson, gerir athugasemdir við ummæli Páls Ásgrímssonar, forstöðumanns lögfræðideildar Símans, í Morg- unblaðinu sem féllu í kjölfar nið- urstöðu úrskurðarnefndar fjar- skipta- og póstmála um að skilgreina beri Og Vodafone sem fyrirtæki með umtalsverða mark- aðshlutdeild á svonefndum sam- tengimarkaði, sem snýr að gjald- skrám fyrirtækjanna gagnvart hvort öðru. Haft var eftir Páli í blaðinu á miðvikudag að niðurstaða úr- skurðarnefndar skapaði m.a. aukið svigrúm fyrir Símann að keppa við Og Vodafone á jafn- réttisgrundvelli en verið hefði til þessa. Fyrirtæki með fimm milljarða í bankabók Vegna þessara ummæla segist Pétur spyrja sig þeirrar spurn- ingar hvort Síminn hafi átt „mjög bágt“ til þessa. „Er þetta ekki fyrirtæki sem hefur grætt um tvo milljarða ár- lega undanfarin ár og koma þess- ir peningar ekki beint úr vasa viðskiptavinanna? Er þetta ekki sama fyrirtækið og á fimm milljarða inni á banka- bók? Fyrirtæki í þessari stöðu hefur æði djúpa vasa að sækja fjármuni í til fjárfestinga og sam- keppni. Á sama tíma höfum við verið að byggja upp fjarskipta- kerfi til að veita Símanum samkeppni. Þessi uppbygging hefur kostað mikla fjármuni og taprekstur um ára- bil. Það er fyrst á næsta ári að við sjáum fram á að geta verið réttum megin við núllið. Er það þetta sem lögfræðingur Símans á við er hann segir að Síminn hafi ekki getað keppt við Og Voda- fone á jafnréttisgrundvelli til þessa?“ spyr Pétur. Hann segir að Síminn hafi ekki enn framkvæmt þá kostnaðar- greiningu sem fyrirtækinu hafi verið gert að gera samkvæmt fjarskiptaleyfi frá árinu 1999, enda sé það markaðsráðandi á öllum sviðum. Frá þeim tíma megi ætla að önnur símafyrirtæki, forverar Og Vodafone, hafi verið ofrukkuð fyrir milljónir símtala í kerfi Símans og samtengigjaldið ekki verið lækkað niður í 11,11 kr. á mínútu fyrr en í júní sl. Því sé í raun „furðulegt“ að lesa það í tilkynningu Símans að fyrirtækið hafi til þessa selt Og Vodafone aðgang að sínu kerfi fyrir 11,11 kr. á meðan samtengigjald Og Vodafone sé 50% hærra. Pétur segir að það hafi tekið Símann fjögur ár að lækka í þá upphæð úr tæpum 17 kr. á mínútu, með virðisauka- skatti. Ekki réttlátur samanburður hjá Símanum „Þetta er ekki réttlátur sam- anburður hjá Símanum. Með bráðabirgðaúrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar á miðju þessu ári var Síminn knúinn til að lækka sitt samtengigjald þó að kostnaðargreining á neti fyr- irtækisins hafi ekki farið fram,“ segir Pétur. Hann segir að vinna við kostn- aðargreiningu á fjarskiptaneti Og Vodafone verði ekki fram- kvæmd fyrr en endanleg niður- staða sé komin í málið. Verið sé að íhuga hvort niðurstöðu úr- skurðarnefndar verði skotið til dómstóla. Á meðan verði málið í biðstöðu. Og Vodafone spyr hvort Sím- inn hafi átt „mjög bágt“ til þessa UNGLINGAR í Félagsmið- stöðinni Hólmaseli í Breið- holti hafa afhent Alnæm- issamtökum Íslands styrk, en það hafa þau gert sl. fimm ár. Héldu unglingarnir tón- listarhátíð, þar sem sjö hljómsveitir komu fram. Tvö- hundruð manns mættu á tón- leikana og söfnuðust 45 þús- und krónur. Hugmyndin er tvíþætt, að gefa nýjum hljóm- sveitum færi á að koma fram og kynna tónlist sína og að styrkja forvarnarstarf Al- næmissamtakanna. Birna Þórðardóttir, for- maður samtakanna, segir unglingana sýna mikinn þroska með styrkveitingunni. „Þetta er geysilega þýðing- armikið. Það eru ekki pen- ingarnir sem skipta máli heldur sú ábyrgð sem þau taka á eigin forvörnum og fræðslu.“ Á síðasta ári hittu tals- menn Alnæmissamtakanna 9. og 10. bekkinga í grunn- skólum landsins. „Það var geysilega umfangsmikið verkefni og kostnaðarsamt. Án styrkja hefði því ekki ver- ið hleypt úr vör,“ segir Birna. Morgunblaðið/Jim Smart Unglingar huga að framtíðar- forvörnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.