Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Handbókin vinsæla frá ISO í íslenskri þýðingu ISO 9001 FYRIR LÍTIL FYRIRTÆKI - LEIÐSÖGN Pantaðu á www.stadlar.is ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Gjögur ehf. hefur keypt 9,3% hlut í Síldar- vinnslunni hf. í Neskaupstað, á geng- inu 4,25. Hlutur Gjögurs í Síldar- vinnslunni er því kominn í 9,64%. Seljandi bréfanna er Íslandsbanki hf. sem á eftir viðskiptin 0,6% í Síld- arvinnslunni. Gjögur gerir út uppsjávar- og tog- veiðiskipin Hákon og Áskel og hafa skip félagsins á undanförnum árum landað stórum hluta af afla sínum hjá fiskimjölsverksmiðjum SR-mjöls og Síldarvinnslunnar. Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs, segir félagið þannig hafa verið í umtalsverðum og góðum við- skiptum við Síldarvinnsluna og kaupin séu liður í að styrkja þá sam- vinnu enn frekar, auk þess sem hann líti á kaupin sem góða fjárfestingu. Gjögur ræður yfir rúmum 4% af heildaraflaheimildum í síld, um 2,66% loðnukvótans auk umtals- verðra aflaheimilda í norsk-íslensku síldinni og kolmunna. Félagið keypti einnig í sumar útgerðarfélagið Sæ- hamar en kaupunum fylgdu afla- heimildir í bolfiski. Gjögur gerir út togbátana Oddgeir og Vörð, auk þess sem félagið rekur saltfiskverk- un í Grindavík. Gjögur kaupir í Síldar- vinnslunni RÍFLEGA fjórðungur kolmunna- kvótans er nú veiddur, en þokkaleg veiði hefur verið að undanförnu. Síðustu daga lönduðu fimm skip alls tæplega 5.000 tonnum og er heild- arafli íslenzku skipanna því orðinn um 392.000 tonn samkvæmt upplýs- ingum frá Samtökum fisk- vinnslustöðva. Leyfilegur afli á vertíðinni er 547.000 tonn og því eru um 155.000 tonn enn óveidd. Erlend skip hafa landað 74.000 tonnum hér á landi þannig að alls hafa verksmiðjurnar tekið á móti 466.000 tonnum. Síld- arvinnslan hefur tekið á móti mest- um afla, 104.400 tonnum. Eskja á Eskifirði er í öðru sæti með 86.300 tonn, Loðnuvinnslan á Fáskrúðs- firði er með 73.300 tonn og Síld- arvinnslan á Seyðisfirði er með 67.800 tonn. Aðrar verksmiðjur hafa tekið á móti mun minna af hrá- efni. Síldveiðin er komin á góðan skrið og verið að salta og frysta síld víða fyrir austan. Alls hefur um 16.500 tonnum verið landað og hefur helm- ingur þess farið til vinnslu en hitt í bræðslu. Mestu hefur verið landað hjá Loðnubræðslunni á Fáskrúðs- firði, 4.600 tonnum. Næst kemur Skinney Þinganes á Höfn með tæp 4.000 tonn, þá Síldarvinnslan í Nes- kaupstað með 3.800 tonn og um 1.600 tonnum hefur verið landað hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og 260 tonnum hjá Vinnslustöðinni. Morgunblaðið/Sigurgeir Ísleifur landar síld hjá nýjum eigendum, Vinnslustöðinni í Eyjum. Þokkaleg veiði UMRÆÐA um bágt ástand þorsk- stofna í Norðursjó og Írska hafinu gæti skaðað markaðssetningu ís- lensks þorsks á Bretlandsmarkaði, að mati Sturlaugs Haraldssonar, framkvæmdastjóra Boyd Line í Hull, dótturfélags ÚA í Englandi. Að undanförnu hefur mikil um- ræða verið í Bretlandi um dvínandi þorskafla í Norðursjó og Írska haf- inu. Umræðan hefur verið lífseig í kjölfarið á því að Alþjóðahafrann- sóknaráðið lagði til á síðasta ári þorskveiðibann á þessum hafsvæð- um. Aftur hefur verið hávær umræða um málið í Bretlandi síðustu daga eftir að Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði aftur til þorskveiðibann í Norð- ursjó og Írska hafinu á komandi fisk- veiðiári. Sturlaugur Haraldsson seg- ir á heimasíðu ÚA að þessi umræða sé til skaða fyrir markaðssetningu í Bretlandi á þorski frá Íslandi og Noregi, enda séu þær raddir nokkuð háværar sem telji að almennt sé þorskur í útrýmingarhættu og því beri að hætta neyslu á honum. „Þessi umræða getur að mínu mati verið skaðleg fyrir hagsmuni Íslendinga á Bretlandsmarkaði. Þess vegna tel ég að við þurfum að leggja áherslu á að koma þeim skilaboðum á framfæri við neytendur hér að fiskur frá Ís- landi sé veiddur samkvæmt mark- vissri fiskveiðistjórn sem hafi það að markmiði að ekki sé of nærri stofn- unum gengið. Almenningur hér gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir því að hlutdeild þorsks úr Norðursjó er sáralítil ef horft er til heildarfram- boðs á Bretlandsmarkaði. Framboð- ið samanstendur að mestu leyti af fiski sem veiddur er í Barentshafi og við Íslandsstrendur. Bretar hafa flestir ekki hugmynd um að fiski- stofnar séu á uppleið á þessum haf- svæðum,“ segir Sturlaugur. Arctic Warrior, frystiskip Boyd Line, er nú í sínum síðasta túr í Bar- entshafi á þessu kvótaári. Gert er ráð fyrir að bolfiskkvóti í Barentshafi fyrir komandi fiskveiðiár, sem er almanaksárið, verði gefinn út í næsta mánuði. Mælingar hafa sýnt að helstu nytjategundir þar, t.d. þorsk- ur og ýsa, eru í töluverðum vexti og því er almennt gert ráð fyrir nokk- urri aukningu í úthlutuðum kvóta á næsta ári, miðað við yfirstandandi ár. Neikvæð umræða gæti skaðað markaði ÚR VERINU SÆNSKA fjármálaeftirlitið mun stöðva starfsemi verðbréfamiðlunar- innar Spectra vegna bókhaldsóreiðu ef ekki hefur tekist að ráða bót á rekstrinum fyrir 1. desember næst- komandi, að því er greint var frá á vefsetri sænska viðskiptaritsins Affärvärlden í gær. Pálmi Sigmarsson, sem hefur ver- ið útibússtjóri Spectra hér á landi, er í forsvari aðila sem eru að yf- irtaka Spectra. Hann segir að búið sé að leysa þau vandamál í rekstri fyrirtækisins sem sænska fjármála- eftirlitið gerði athugasemdir við. Að- finnslur fjármálaeftirlitsins séu vegna fortíðarvanda. Verið sé að taka til í rekstrinum og endurreisa félagið. Nýir hluthafar séu að koma inn og ný stjórn verði skipuð mikils metnum mönnum í Svíþjóð. Pálmi segir að engin bókhalds- óreiða hafi verið í fyrirtækinu, held- ur hafi gagnrýnin fyrst og fremst beinst að því að eigið féð hafi verið orðið of lítið. Fyrirtækinu hafi verið gefinn kostur á því að bæta þar úr og það hafi verið gert. „Ástæða lækkunarinnar var lækkun á verðbréfum í tæknifyrir- tækjum á sínum tíma, en það er vandi sem mörg önnur fyrirtæki lentu í,“ segir Pálmi. „Það tók tíma að laga þá stöðu þannig að hún yrði bærileg.“ Að sögn Pálma hefur rekstur úti- bús Spectra á Íslandi ætíð skilað hagnaði. Hann segir að útlit sé fyrir að hagnaður ársins verði um 90 milljónir króna, sem hljóti að teljast markvert þar sem starfsmenn séu aðeins þrír. Útibússtjóri verðbréfamiðlunarinnar Spectra á Íslandi Vandamálin í Svíþjóð leyst ÍSLANDSBANKI hefur gefið út bók- ina Hlutabréf & eignastýring, þar sem fjallað er um leiðir við val á hlutabréfum og eignastýringu. Bókinni er ætlað að nýtast al- mennum fjár- festum við að ávaxta peninga og ná settum markmiðum við fjárfestingar með tilliti til áhættu. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka og rit- stjóri bókarinnar, segir hugmyndina á bak við bókina að gera grein fyrir helstu aðferðum við val á hlutabréf- um og uppbyggingu eigna. Hann segir að eftir því sem Íslendingar kynnist hlutabréfum betur, hvort sem er á innlendum eða erlendum markaði, þá fari stærri hluti af sparnaði þeirra og tíma í að ávaxta fé í hlutabréfum, en þekkingin mætti stundum vera meiri. „Þetta er jú reynsla og þekking sem hefur byggst upp, sérstaklega hjá engilsaxnesku þjóðunum, í áratugi og í raun alla síðustu öld. Í bókinni er gerð grein fyrir helstu aðferðunum, hvernig þær urðu til, hverjir þróuðu þær og hverjir hafa beitt þeim með bestum árangri. Þannig að bókin er um leið saga aðferða við að fjárfesta í hluta- bréfum í Bandaríkjunum alla síðustu öldina. Og reyndar er líka fjallað um stutta sögu hlutabréfamarkaðarins á Íslandi,“ segir Sigurður. Aðferðir við að fjárfesta Hann segir rauða þráðinn í bók- inni vera tvær aðferðir við að fjár- festa í hlutabréfum, en eignastýring Íslandsbanka hafi reynslu af að nota þær. Önnur sé hlutlausa aðferðin, eða markaðstenging hlutabréfa, og hin sé virðisfjárfesting með tíma- setningu, sem sé virk stýring hluta- bréfasafna. Sigurður segir að í hlutlausu að- ferðinni felist að í stað þess að velja hlutabréf í einstökum fyrirtækjum sé keypt hlutdeild í öllum skráðum fyr- irtækjum á viðkomandi markaði í sömu hlutföllum og markaðs- verðmæti þeirra segi til um. Virð- isfjárfesting með tímasetningu segir Sigurður að sé sérstök að því leyti að með henni séu nýttar upplýsingar frá tveimur sviðum hlutabréfamark- aðarins, annars vegar þær sem fáist með grunngreiningu úr reikningum fyrirtækjanna, og hins vegar nið- urstöður úr tæknigreiningu. Í tækni- greiningu sé eingöngu unnið með skráð markaðsverð hlutabréfanna og veltu þeirra á markaði. Virð- isleiðin sé notuð til að velja hluta- bréfin með samanburði á markaðs- verði og innra verðmæti, en tæknigreiningin sé notuð til að tíma- setja viðskiptin. Sigurður segir að virðisleiðin sé elsta formlega aðferðin við að greina hlutabréf og eigi rætur að rekja til Benjamins Grahams snemma á tutt- ugustu öldinni. Tímasetningarhlut- inn, sem fáist með tæknigreining- unni, sé mun nýrri og hafi náð útbreiðslu með tölvutækninni og Netinu. Í bókinni er einnig fjallað um skuldabréf og afleiður, en að sögn Sigurðar eru skuldabréf grunnur verðbréfamarkaðarins í hverju landi. Bókin fjalli ekki aðeins um val á hlutabréfum, heldur einnig um eignastýringu og þá verði líka að taka tillit til skuldabréfanna, enda séu mjög fá eignasöfn sem ekki inni- haldi skuldabréf. Bókin Hlutabréf & eignastýring er 416 blaðsíður, öll í lit. Aftast í henni er að finna ensk-íslenskan orðalista og íslenskar orðskýringar, auk fjöl- margra kennitalna og hlutfalla sem notuð eru við greiningu á fyr- irtækjum og reikningum þeirra. Ný bók um hlutabréfa- viðskipti og eignastýringu Sigurður B. Stefánsson EF allt fer samkvæmt áætlun gæti farið svo að Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen, gerðust aðilar að Norræna fjárfest- ingarbankanum, NIB, í ársbyrjun 2005. Rætt er um að eignarhlutur landanna verði sameig- inlega 3,5% en Jón Sig- urðsson, bankastjóri NIB, segir það sam- komulagsatriði. Hann segir að gefið yrði út nýtt hlutafé í bankan- um, komi til þessarar aðildar. Norræni fjárfesting- arbankinn, er í eigu Norðurlandanna fimm. „Við erum með lánaskuldbindingar að fjárhæð um 600 milljónir evra í Eystrasaltslöndunum. Sú upphæð kynni að vaxa nokkuð ört ef löndin gerðust aðilar,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Ísland á 1% í bankanum, Danmörk 22%, Finnland á 19%, Noregur 20% og Svíþjóð 38%. Boð ákveðið síðastliðið sumar Forsætisráðherrar Norður- landanna ákváðu í meginatriðum á fundi sínum í júní síðastliðnum að bjóða Eistlandi, Lettlandi og Litháen að gerast aðilar að NIB. Eftir fund ráðherranna fólu þeir fjármálaráðherrum sínum að undir- búa tillögur um skilmála fyrir aðild landanna. Tillögurnar eru tilbúnar að sögn Jóns Sigurðssonar, og verða kynntar á sameiginlegum fundi for- sætisráðherra landanna fimm og for- sætisráðherra Eystrasaltslandanna í Osló á morgun. „Ég hef ásamt formanni undirbún- ingshópsins átt viðræður við fjár- málaráðherra og ráðuneyti landanna Rætt um aðild Eystrasaltsland- anna að NIB þriggja. Ástæða virðist til að ætla að Eystra- saltsríkin hafi áhuga á þessu, þó að auðvitað svari þau sjálf fyrir það. Ég veit ekki hvort þau eru komin að niðurstöðu í því. Jón segir að náist samkomulag milli for- sætisráðherra landanna átta verði næsta skref að fjármálaráðherrar landanna haldi áfram að vinna að málinu. „Auðvitað er það fundur forsætisráð- herranna sem sker úr í þessu máli. Ef allt geng- ur samkvæmt þeirri áætlun sem for- ystulandið í ráðherranefndinni hefur, sem er Svíþjóð, kynni að geta farið svo að Eystrasaltsþjóðirnar verði að- ilar að NIB í ársbyrjun 2005.“ Jón segir að sér lítist ákaflega vel á að fá Eystrasaltslöndin inn í NIB. Með aðild landanna yrði Norræni fjárfestingarbankinn fyrsta norræna stofnunin sem Eystrasaltslöndin fengju formlega aðild að. Íslendingar fylgja málinu eftir Jón Sigurðsson hefur framlengt starfstíma sinn há NIB um eitt ár eða til vors 2005. Þá verður hann búinn að starfa í 11 ár hjá bankanum. Aðspurð- ur segir hann að hugsanleg aðild Eystrasaltslandanna að bankanum og undirbúningur hennar, tengist því að hann hafi framlengt ráðningartíma sinn. „Í svona verkefnum er ekki heppilegt að skipta um hest í miðri á.“ Jón segir að Ísland taki við foryst- unni í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári og það komi því í hlut ís- lenska forsætisráðherrans og fjár- málaráðherra að fylgja málinu eftir fari svo að samið verði um aðild land- anna að bankanum í Osló á morgun. Jón Sigurðsson, bankastjóri NIB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.