Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við höfum verið beðnir um að útvega til kaups fasteignir í útleigu með traustum leigutökum á höfuðborgarsvæðinu. Eignir án leigutaka koma til greina ef seljandi er tilbúinn til að taka sjálfur eignina á leigu til langs tíma. Um er að ræða trausta aðila með öruggar greiðslur og koma eignir á verðbilinu frá 50.000.000 - 2.500.000.000 til greina. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við Óskar Rúnar Harðarson lögfræðing eða Sverri Kristinsson löggiltan fasteignasala hjá Eignamiðlun.Óskar Rúnar Harðarson, lögfræðingur Sverri Kristinsson, löggiltur fasteignasali EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ YAJI er mætt í vinnuna klukkan átta hvern einasta dag og næstu tólf tímana puðar hún í erfiðri vegavinnu við nýjan þjóðveg í út- jaðri borgarinnar Tsetang í Tíbet. Um það bil sem hún er að leggja verkfærin frá sér er Qixizhuoma hins vegar að hefja sinn vinnudag; búin að varalita sig og lita kinn- arnar. Qixizhuoma er vændiskona að atvinnu og er mætt á bakka Yarlung-árinnar á hverju kvöldi klukkan átta, í hjarta rauða hverf- isins í Tsetang, sunnarlega í Tíbet. Verkamannavinna og vændi geta ekki talist hefðbundin kvennastörf í Tíbet, landi þar sem búddatrú er iðkuð af eljusemi. Fyr- ir ungar dætur fátækra tíbetskra bænda, sem vilja eiga hlutdeild í efnahagsumbyltingunni sem er að eiga sér stað, er hins vegar ekki marga aðra atvinnu að hafa. Stúlk- urnar tvær hafa, hvor á sinn hátt, stuðlað að þeirri breytingu sem er að verða í Tsetang: bærinn er að breytast úr fátækum útkjálkabæ í nútímalega kínverska borg. „Ég kann ekki við mig hérna. En ég á engra annarra kosta völ,“ segir Yaji, sem er átján ára gömul. „Ég á tvær systur. Þær þarfnast peninga til að geta sótt skóla.“ Miklar breytingar hafa átt sér stað í þessum hluta Tíbets und- anfarin ár. Kínverjar hafa sest hér að í miklum mæli og samfélagið hefur tekið breytingum: tíbetsk dreifbýlismenning hefur látið und- an síga. Yfirvöld hafa veitt fé til byggingar brúa, vega og háhýsa og til Tsetang hafa því flykkst um tíu þúsund kínverskir far- andverkamenn. Í borginni Lhasa, heilögustu borg Tíbet, er talið að um helmingur íbúa sé nú kínversk- ur. Mikil fátækt í hinum dreifðari byggðum Tíbet hefur valdið því að fólk eins og Yaji og Qixizhuoma hefur neyðst til að flytja til borg- anna. Konur eiga hins vegar erfitt með að fá góða vinnu þar nema þær tali kínversku reiprennandi og hafi aðlagast kínverskum háttum. Yaji er ekki svo vel á vegi stödd og hún segir að hún myndi heldur vilja ganga í skóla en vinna svona erfiðisvinnu. Hún neyddist til að hætta eftir áttunda bekk til að hjálpa til við að brauðfæða fjöl- skyldu sína. „Síðan í apríl hef ég unnið mér inn 250 dollara,“ segir hún. „Ég sendi það allt saman til foreldra minna.“ Engu að síður er það nú svo að stúlkur eins og Qixizhuoma öfunda þær sem fengið hafa vinnu við vegagerð eða byggingavinnu; stúlkur eins og Yaji. „Þær vinna sér þó inn peninga á heiðarlegan hátt,“ segir Qixizhuoma, sem er tvítug. Hún er tíbetsk í húð og hár, á rætur að rekja til Sichuan- héraðs. Sichuan var áður hluti veldis Tíbeta en tilheyrir nú Vest- ur-Kína. Qixizhuoma dreymdi um að verða söngstjarna þegar hún var yngri. Hún gekk til liðs við söng- og dansgrúppu en bandið hætti störfum. Þá flutti hún til Lhasa og allt gekk vel í byrjun. Fjöldi fólks kom og hlýddi á hana syngja. Inn- an fárra mánaða hafði lögreglan hins vegar lokað veitingahúsinu, sem hún vann á. Qixizhuoma ákvað þá að reyna fyrir sér í Tsetang. Hún dróst hins vegar út í vændi og þó að mán- aðartekjur hennar séu um það bil 400 dollarar á mánuði fær hún ekki að halda eftir nema afar litlum hluta. Melludólgur fleytir rjómann af tekjunum. Qixizhuoma hefur ekki þorað að segja foreldrum sínum frá því hvernig hún vinnur fyrir sér. „Ég er orðin slæm stúlka. En ég get ekki farið neitt,“ segir hún og grætur örlög sín. „Ef ég flý þá get ég ekki lengur sent neina peninga heim. Hvað myndi þá verða um systur mína? Hún þarf á peningum að halda til að geta farið í heima- vistarskóla.“ Viðskiptavinir Qixizhouma eru af ýmsum toga; farandverkamenn, verslunarmenn, jafnvel lög- reglumenn. Þeir borga ekki alltaf fyrir greiðann, segir hún. Qix- izhuoma reynir lítið að leggja fé til hliðar, í staðinn eyðir hún öllu til- tæku fé á vídeóleigunum. Þannig að flýr hún raunveruleikann. Biðja bænanna sinna Bæði ungar vændiskonur eins og Qixizhuoma og verkamenn eins og Yaji reyna að fara einu sinni í viku í búddahofið til að biðja bænanna sinna. Verkakonurnar segja að þær óski sér oftast góðrar heilsu, því þannig tryggi þær sér betri tekjur. Qixizhuoma óskar þess aft- ur á móti stundum að líkami henn- ar myndi gefast upp á öllu saman. Það virðist stundum eina leiðin til að uppfylla hennar æðsta draum hennar: „Mig langar bara heim,“ segir hún. „Mig langar bara heim“ Ungar tíbetskar stúlkur eiga erfitt með að fóta sig við breyttar aðstæður TPN Tsetang í Tíbet. Los Angeles Times. SOONG Mayling, fyrrverandi for- setafrú Kína og Taívans, lést á Long Island í New York í gær, á 106. ald- ursári. Soong var ekkja Chiang Kai- shek hershöfðingja, forseta Kína 1948–49 og Taívans 1950–75. Hún hafði búið á Long Island frá 1991 og átt við alvarleg veikindi að stríða frá því í febrúar. Soong Mayling, sem var kölluð „drekafrúin“, fæddist í Shanghai ár- ið 1898. Faðir hennar, Charlie Soong, var fyrst kristniboði en byggði síðar upp mikið viðskipta- veldi í Shanghai. Hún giftist Chiang Kai-shek árið 1927 og auðæfi föður hennar auðvelduðu hershöfðingjan- um að byggja upp Kuomintang, flokk þjóðernissinna. Hún talaði reiprennandi ensku þar sem hún hafði stundað háskólanám í Banda- ríkjunum og flutti áhrifamikla ræðu á þinginu í Washington árið 1943 þar sem hún hvatti Bandaríkjamenn til að styðja eiginmann sinn í barátt- unni við innrásarher Japana í Kína. „Drekafrúin“, ekkja Chiang Kai-sheks, látin Taipei. AFP. BANDARÍSKI ævintýramaðurinn Steve Fossett hyggst gera tilraun til að verða fyrstur manna til að fljúga einn síns liðs umhverfis jörðina án þess að lenda eða taka eldsneyti, að því er breski kaup- sýslumaðurinn Richard Branson greindi frá í gær. Virgin Atlantic, flugfélag Bransons, styrkir Foss- ett. Branson greindi ennfremur frá því að hann myndi sjálfur búa sig undir að geta hlaupið í skarðið ef Fossett gæti ekki farið ferðina. Í Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkj- unum væri verið að smíða sér- staklega sparneytna og létta flug- vél sem eigi að vera tilbúin er flugið á að hefjast, sem er áætlað að verði um miðjan apríl. „Eina flugafrekið sem er óunnið inni í andrúmslofti jarðar er að fljúga einn umhverfis jörðina án þess að millilenda eða taka elds- neyti. Þær tæknilegu áskoranir sem þetta felur í sér eru ómót- stæðilegar,“ sagði Branson á fréttamannafundi. Árið 1986 urðu Dick Rutan og Jeana Yeager fyrst manna til að fljúga umhverfis jörðina án þess að millilenda eða taka eldsneyti. Tók ferð þeirra níu daga og var farin á flugvél sem bar nafnið Voyager. Fossett og Branson áætla að flug þeirra muni taka um 80 klukkustundir, og flogið verður í 52 þúsnd feta hæð, sem er mun hærra en venjulegar farþegaþotur fljúga. Reyna einmenningsflug umhverfis jörðina London. AP. 9".:;$<=>=?/"@$.ABC@D.:) E F  A  $+ +@ G' &9 +         (*  ( -  *  '    ! =HH' I &    9 & * /  )  G>+  $  +):  *';# "  : <=#  35    >%=2:/31: 0 =#5 222   9 '% ' 2 ?  -:@  9:: 8:: A !  ! " # '   ;#'   + =#  ( 8: ,= *   &    &    ! " "#  &    &  222: 2 222 Reuters Richard Branson (t.h.) og Steve Fossett halda á módeli af flugvélinni Global Flyer sem Fossett ætlar að reyna að fljúga einn síns liðs umhverfis jörðina. SAMÞYKKT var í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrradag að upp- hefja bann við ferðum bandarískra borgara til Kúbu en það hefur nú staðið í fjóra áratugi. Hefur það þá verið samþykkt í báðum deildum með góðum meirihluta þrátt fyrir hótun George W. Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn því. Tillaga um að nema bannið úr gildi var samþykkt með 59 atkvæð- um gegn 36 í öldungdeildinni og með 277 atkvæðum gegn 188 í full- trúadeildinni í september. Í báðum deildum eru repúblikanar, flokks- bræður Bush, í meirihluta. „Afstaða þingsins er yfirlýsing um, að Bandaríkjamenn vilja ekki, að ferðafrelsi þeirra sé takmarkað,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Byron Dorgan og bætti við, að Bush vildi viðhalda ferðabanninu til að þóknast kúbanska samfélaginu í Flórída. Hefur Bush ekki aðeins hótað að beita neitunarvaldi gegn samþykkt þingsins, heldur hefur hann lagt til, að hert verði á ferða- banninu. Chuck Hagel, öldungadeildar- þingmaður repúblikana í Nebraska, sagði, að það þjónaði ekki hags- munum Bandaríkjanna að einangra sig frá Kúbu auk þess sem það bitnaði verulega á samkeppnisstöðu bænda, launþega og bandarískra fyrirtækja. Aðrir tóku undir það og sögðu, að ljóst væri, að ferðabannið heyrði brátt sögunni til. Þingið afnemur ferðabann Washington. AFP. ALLMIKIÐ snjóaði í Austurríki, Ungverjalandi, Þýskalandi og Belg- íu í gær og olli það víða miklu öng- þveiti í umferðinni. Er snjórinn óvenju snemma á ferðinni eftir óvanalega hlýtt sumar. Í Austurríki vaknaði fólk upp við snævi þakta jörð en þar byrjar yf- irleitt að snjóa um miðjan nóvember. Í München í Bæjaralandi í Þýska- landi hefur snjórinn ekki fallið jafn- snemma í 20 ár. Þar týndi einn mað- ur lífi, ökumaður sendibíls, sem rann út af veginum. Einni helstu þjóð- brautinni fyrir sunnan Vín var lokað á 20 km kafla vegna árekstra og út- afaksturs og það sama var uppi á teningnum með marga aðra vegi. Þá voru víða truflanir á raforkuflutningi sökum þess, að greinar brotnuðu undan snjóþunga og féllu á raflínur. Kuldatungan, sem snjókomunni olli, náði einnig til Belgíu og þar var sums staðar nokkurt frost í fyrri- nótt. Snjókomunni var fagnað í Ölpun- um og var vonast til, að þar yrðu skíðabrekkur opnaðar um helgina. Snjórinn snemma á ferð í Evrópu Vín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.