Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 17 #7 BLÁA LÓNI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR ÍSHELLAN á norðurheim- skauti bráðnar með ógnarhraða vegna hlýnandi veðurfars. Sýna myndir, sem teknar hafa verið frá gervihnöttum NASA, banda- rísku geimvísindastofnunarinn- ar, að síðasta aldarfjórðung hef- ur hún minnkað um 10% á áratug. Segja vísindamennirnir, að þetta ástand þoli enga bið og eitthvað verði að gera til að vinna gegn því. Segja þeir, að hiti á landi og í sjó umhverfis norðurskaut hafi hækkað um eina gráðu á celsíus síðasta ára- tug og óttast, að miklar breyt- ingar á ísnum geti haft mikil áhrif á sjávarstrauma og fisk- gengd og á veðurfar um allan heim. Varað við sólstormum ÓTTAST er, að svokallaðir sól- stormar geti næstu daga valdið truflunum á ýmiss konar fjar- skiptum og raforkuflutningi. Að undanförnu hefur verið óvenju- mikið um sólbletti í ljóshvolfi sólarinnar en frá þeim streymir ofurheitt gas og hlaðnar agnir í átt til jarðar. Er sólblettahópur- inn stærri nú en í langan tíma og fylgjast stjarnfræðingar með honum af miklum áhuga. Var eitt sólgosið í efsta flokki slíkra fyrirbæra og sendi það næstum 10 milljarða tonna af efni í átt til jarðar. Reynt að bjarga náma- mönnum UNNIÐ var að því í gær í kapp- hlaupi við tímann að bjarga 46 rússneskum námamönnum, sem lokuðust inni í námu í Novosh- akhtínsk í Rost- ov-héraði vegna flóða. Hækkaði vatnið ört en mennirnir voru 800 metrum undir yfirborði jarðar. Talið var í gær, að það tæki tvo daga að ná mönnum út en þá var byrjað á því að grafa til þeirra göng úr nálægri námu. Mestu skipti þó að koma í veg fyrir, að flóðvatnið hækkaði. Kemur það úr neðanjarðarvatni, sem braut sér leið inn í námuna. Margir ættingjar mannanna biðu í gær grátandi og milli von- ar og ótta um afdrif þeirra. Hreyfing tefur fyrir krabbameini HEILBRIGT líferni getur seinkað því mjög, að konur fái brjóstakrabbamein, jafnvel þær, sem erfðafræðilega eiga það mest á hættu. Kemur það fram við rannsóknir í Bandaríkj- unum. Það kom á óvart, að lík- urnar á því, að konur með stökk- breytingar í svokölluðum BRCA1- og BRCA2-arfberum og fæddar fyrir 1940 fengju brjóstakrabbamein um fimm- tugt eða síðar reyndust vera 24% en hjá þeim, sem voru fæddar eftir 1940 67%. Bendir það til, að einhverjir umhverf- isþættir komi hér við sögu. STUTT Ísbráðin ógnar norður- skauti NÆR þrír af hverjum fjórum föng- um í Rússlandi, um það bil 590.000 manns, þjást af geðrænum sjúk- dómum eða alvarlegum sjúkdómum eins og alnæmi, berklum og sára- sótt, að sögn háttsetts embættis- manns í rússneska dómsmálaráðu- neytinu. „Þriðjungur fanganna þjáist af geðrænum vandamálum, 26.000 eru með sárasótt, 1.500 lifrarbólgu og 74.000 berkla,“ hafði fréttastofan Interfax eftir Alla Kuznetsova, að- stoðardeildarstjóra hegningardeild- ar ráðuneytisins. 36.000 með alnæmi Um 36.000 fanganna eru með al- næmi, en ekki kom fram hversu margir þjást af öðrum sjúkdómum. Kuznetsova segir að nú séu um 820.000 fangar í Rússlandi og þeir hafi nánast allir ánetjast áfengi eða eiturlyfjum. Þeir eru 628 á hverja 100.000 íbúa og Rússland er í þriðja sæti á lista yfir þau lönd sem eru með flesta fanga hlutfallslega, á eft- ir Cayman-eyjum í Karíbahafi og Bandaríkjunum sem eru með 686 fanga á hverja 100.000 íbúa. Nær 75% rússneskra fanga sjúklingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.