Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 19 Háteigsskóla | Mikil stuttmyndaveisla var haldin í Háteigsskóla á dögunum þegar fimmtíu og sjö norskir nemendur komu í heimsókn ásamt kenn- urum og foreldrum og unnu ásamt íslenskum nemendum að gerð stuttmynda. Alls framleiddu nemendurnir saman sautján stuttmyndir á tveim- ur dögum. Myndirnar voru unnar á þremur stöð- um, í Háteigsskóla, Laugarnesskóla og Rétt- arholtsskóla, en alls tuttugu nemendur úr Laugarnes- og Réttarholtsskóla tóku einnig þátt í verkefninu. Þema daganna var „The Sky is the limit,“ enda fara öll samskipti fram á ensku. Þýddi það að nemendur voru hvattir til að koma með sem frumlegastar hugmyndir. Stuttmyndirnar sautján voru síðan allar sýndar í Réttarholtsskóla á fimmtudaginn. Eftir sýning- una héldu nemendur og kennarar hátíð þar sem veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum, þar á meðal fyrir bestu klippingu, bestu töku, besta leik og bestu mynd. Norskir nemendur læra stuttmyndagerð í sex vikur Norsku nemendurnir komu frá bænum Bærum, rétt vestan við Osló, og stunda nám við Ringsta- bekk-grunnskólann. Lars Petter Seljelid, einn af kennurum norsku unglinganna, segir hópinn hafa staðið sig með stökustu prýði. „Í Ringstabekk- skóla höfum við sex vikna námskeið í kvikmynda- gerð sem hluta af grunnnámi unglinga. Þar kynn- ast þau öllum helstu hliðum kvikmyndavinnu, frá fyrstu hugmynd til klippingar, þau læra á kvik- myndatökur, hljóðvinnslu, klippingar og hvernig á að teikna upp söguborðið.“ Elín Lilja Jónasdóttir umsjónarkennari segir að níu nemendur Háteigs- skóla hafi sótt námskeið í kvikmyndagerð en aðrir nemendur hafi ekki verið eins vel undirbúnir. „Þau fengu klukkutíma skyndinámskeið í kvik- myndagerð áður en verkefnið hófst. Engu að síð- ur standa þau sig mjög vel og eru fljót að tileinka sér vinnubrögð og kunnáttu í kvikmyndagerð, þótt norsku nemendurnir hafi meiri reynslu og kunni mjög vel á tækin.“ Elín telur mikilvægt að grunnskólanemar fái tækifæri til að læra á þenn- an miðil eins og aðra, enda sé þetta frábær og fjöl- breytt leið til að segja sögur og koma boðskap á framfæri. Magnað skólaverkefni Að sögn Ásgeirs Beinteinssonar, skólastjóra Háteigsskóla, gekk samstarfsverkefnið afar vel. „Þetta er eitt magnaðasta skólaverkefni sem ég hef orðið vitni að. Unga fólkið er að gera svo gríð- arlega margt og skapa svo mikið. Við gerðum þetta í fyrra og ég vona að þetta verði að hefð því þetta heppnaðist svona vel.“ Krakkarnir byrjuðu á því að kynnast í gegnum Netið til að verkefnið gengi betur. Þegar norsku krakkarnir komu til Íslands fóru þau að vinna með íslensku nemendunum að hugmyndum að stuttmyndum, skrifa handrit og koma þeim á filmu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og þau eru að öðlast reynslu og vináttu sem vonandi endist lengi. Svo eru þau að búa til myndir um ótal efni sem þeim liggja á hjarta.“ Meðal verka unga fólksins er myndin the Blowjob, sem fjallar um hryðjuverkamenn sem hyggjast sprengja upp American Style, mynd um samkynhneigð, önnur um eiturlyf, enn ein um ást og einnig saga um ferðamenn sem eru rændir af þjófi við Hallgríms- kirkju, en þar fer Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður með stutt „cameo“ hlutverk. Íslensku nemendurnir eru afar hressir með heimsókn Norðmannanna, nokkrar ungar stúlkur urðu fyrir svörum og sögðu þær að þessi reynsla ætti eftir að nýtast þeim vel á margan hátt. „Það er líka gott að losna úr venjulega náminu og breyta til. Svo hlakkar maður rosalega til að fá að fara til Noregs í heimsókn.“ Norsku krakkarnir eru álíka ánægðir með að fá að komast í heimsókn til Íslands og kynnast nýj- um vinum. Að sögn Elínar gengu öll samskipti milli unga fólksins mjög vel þótt samvinnan hefði reynt á marga. Stuttmyndadagar í Háteigsskóla Elín Lilja Jónsdóttir og Lars Petter Seljelid myndmiðlakennarar. Morgunblaðið/Kristinn Norrænt samstarf í algleymi og myndinni jafnóðum varpað á tjaldið. Álftanesi | Undanfarna viku hefur staðið yfir þemavika í Álftanes- skóla sem ber yfirskriftina „Allir eru einstakir“. Unnið var út frá fjölbreytileika mannlífsins og áhersla lögð á manngæsku, hvaða þættir eru ólíkir í fari og útliti fólks og að allir hafa rétt á því að vera eins og þeir eru. Ýmis efni og leiðir voru nýttar til að koma þessu til skila. Til dæmis var haldin vina- veggspjalda- samkeppni, bú- ið til vinavegg- teppi og vefur um fjölbreytileika mannlífsins. Gerðar voru skugga- myndir af hverjum nemanda og farið í íþróttir fatlaðra en eins og alþjóð veit er árið 2003 tileinkað fötluðum. Einnig var í vikunni frumsýnt í skólanum leikritið Ýma trölla- stelpa með þeim Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Halldóru Geirharðs- dóttur, en leikritið tekur á spaugi- legan hátt á ýmsum algengum vandamálum sem geta komið upp í samskiptum fólks. Þemavikunni lýkur í dag með sérstökum fjölskyldudegi í Álfta- nesskóla og víðar í bænum, þar sem afrakstur vikunnar verður til sýnis og margt verður gert sér til glaðnings. Er skólinn opinn frá tólf til tvö. Auk þess verður opið hús í náttúruleikskólanum Krakkakoti, Íþróttamiðstöð Álfta- ness og á golfvelli Álftaness auk þess sem Tónlistarskóli Álftaness mun halda tónleika í Íþróttamið- stöðinni klukkan ellefu um morguninn. Þemavika og fjölskylduhátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.