Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 3.600 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur Kaupmannahöfn AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Mercedes Benz E, 200 Kopressor, árg. ‘03, ek. 27 þkm. Travertinbeige metallic, beige leðurinnrétting, sjálfskiptur, glertopplúga, Avantgarde álfelgur, ESP stöðugleikakerfi & spólvörn, rafdrifin sæti. Navigation, útvarp & CD o.fl. o.fl. Verð kr: 5.290.000,- Upplýsingar í síma 848 - 2727. Til sölu Mercedes Benz „ÉG ER alltaf á fartinni. Það heldur mér gangandi,“ segir Jóhann Ingi- marsson sem jafnan er kallaður Nói og ýmist kenndur við Örkina, hús- gagnaverslun sína eða fyrirtæki sitt frá því á árum áður, Valbjörk. Nói flutti á dögunum í nýja íbúð í Skálateig, „og mig langaði ekki að taka gömlu húsgögnin með, svo ég smíðaði ný,“ segir hann en hann var við þá iðju á Punktinum löngum stundum og líkaði vel. „Fínt að vera á Punktinum, “ segir hann, en bætir við að tækin sem þar eru í boði séu dálítið úr sér gengin og endurnýj- unar þörf. Meðal þess sem Nói smíðaði var eldhúsborð og það sem strax vekur athygli gesta er að undir því eru tveir fætur. „Finnst ykkur það ekki bara koma skemmtilega út,“ segir hann. „Þeir eru margir sem höfðu enga trú á þessu, fannst þetta ótta- lega vitlaust “ Til borðs er setið á 40 ára gömlum stólum, smíðuðum í Val- björk og voru í eigu Ingu Sólnes. „Þeir gáfu mér þá, strákarnir þegar hún féll frá.“ Stólarnir voru pússaðir og settir á þá ný áklæði, „og þeir eru bara alveg eins og nýir.“ Þá smíðaði hann sófaborðið, en undir því eru vinnuvagnahjól öðrum megin, sjónvarpsskápurinn er líka hans hönnun og smíð sem og einnig sófarnir rauðu sem prýða stofuna. Þar fyrir ofan málverk eftir kappann og í stofuglugganum listaverkið Marbendill, hagleikssmíð, líka eftir húsbóndann.Þá smíðaði hann rúm, náttborð og skáp inn í svefn- herbergið. „Mig langaði að vera svo- lítið öðruvísi en aðrir, ég var orðinn leiður á gömlu húsgögnunum, enda allt innflutt. Vildi hafa mína hluti í kringum mig,“ segir Nói og bætir við: „Ég hef alltaf verið meira fyrir tískuna.“ Og það er nokkuð augljóst þeim gestum sem sækja hann og Sigríði Pálínu Erlendsdóttur heim í Skálateiginn. Fátt bendir til annars en þar búi ungt par, „en ætli kallinn sé ekki orðin 77 ára,“ segir hinn sí- ungi Nói. Nói kom til Akureyrar árið 1944 til að stunda nám við Gagnfræðaskól- ann, en að honum loknum hóf hann að læra húsgagnasmíði í Iðnskól- anum og lauk því námi árið 1949. „Þá fór ég út til Kaupmannahafnar til að læra húsgagnaarkitektúr og var þarna úti í góðu yfirlæti í fjögur ár,“ segir Nói, en örlögin höguðu því svo að hann veiktist áður en hann lauk námi sínu. „Ég þurfti að fara heim af þeim sökum, ætlaði mér samt alltaf aftur út til að klára, af því varð hins vegar aldrei.“ Vinnan kallaði segir hann en honum bauðst að fara út í fyrirtækjarekstur í húsgagnaiðnaði. Hefur trú á húsgagna- iðnaðinum Hann stofnaði fyrirtæki sitt, Val- björk, á Akureyri árið 1953 og rak það til ársins 1970. Þar teiknaði hann húsgögn í gríð og erg og ætli sé of- sagt að á flestum heimilum í bænum hafi verið til Valbjarkarhúsgögn af einhverju tagi. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og oft mikið um að vera, það unnu um 70 manns hjá fyrirtækinu þegar best lét,“ segir Nói, en þeir Valbjarkarmenn sáu m.a. um innréttingar í Lofleiðahót- elið á sínum tími og þá var mikið um- leikis. „Við vorum að störfum um allt land, starfsemin var alls ekki ein- skorðuð við Akureyri,“ segir hann. „Húsgagnaiðnaðurinn hrundi,“ segir hann þegar við gengum í EFTA, þá voru tollar af húsgögnum afnumdir og húsgögn flutt inn til landsins í stórum stíl.“ Er þó á því að hægt hefði verið að byggja iðnaðinn upp að nýju, með nýrri tækni og fjár- magni. „Ég er sannfærður um að hægt er að framleiða húsgögn hér á landi, með nýjum vélum og góðri hönnun er það hægt og ég veit það kemur að því. Þau verða eitthvað dýrari, en fólk getur verið visst um að fá vandaða vöru.“ Eftir að Valbjörk leið undir lok opnaði Nói húsgagnaverslunina Örk- ina hans Nóa og rak hana í miðbæ Akureyrar í 20 ár ásamt Guðrúnu Helgadóttur, konu sinni sem nú er Alltaf verið meira fyrir tískuna Jóhann Ingimarsson lætur fara vel um sig í nýja sófanum. Hjá honum situr dótturdóttir hans, Karen Kristjánsdóttir. Málverkið á veggnum er einnig eftir Jóhann og segist hann alltaf hafa nóg af verkefnum. Jóhann er með mjög gott útsýni á svölunum heima í Skálateig eins og sést vel á myndinni til hægri. Morgunblaðið/Kristján Jóhann smíðaði nýtt eldhúsborð, sem er með tveimur öflugum fótum. Þá gerði hann upp stólana við borðið. Sófaborð sem Jóhann smíðaði og setti undir tvö öflug vinnuvagnahjól. Hannaði og smíð- aði nær öll hús- gögn í nýju íbúðina Auk húsgagna í stofu og eldhús smíðaði Jóhann líka hjónarúm og náttborð. látin. Nói hefur ekki setið auðum höndum eftir að formlegum starfs- degi lauk og segir sér fátt meir á móti skapi en liggja með tærnar upp í loft. „Ég ætla mér ekki að leggjast í kör, það er af og frá,“ segir hann og nefnir fjölda verkefna sem bíði hans á sviði listsköpunar. Hvar er stöðumælirinn? |Til- kynnt var til lögreglu á Akureyri nú í vikunni um þjófnað á stöðumæli, en hann hafði staðið í göngugötunni til móts við Hafnarstræti 104. Þeir sem kunna að vita um afdrif stöðumæl- isins eru beðnir að láta lögreglu vita.    Fékk nagla í höndina |Vinnuslys varð á athafnasvæði Eimskips á Oddeyrarbryggju í vikunni, en þar fékk maður sem var að smíða vöru- bretti nagla úr loftbyssu í höndina. Hann slasaðist ekki alvarlega að því er segir í dagbók lögreglunnar.    Skemmdarverk |Einnig kemur þar fram að skemmdarverk voru unnin á vinnuvélum á athafnasvæði Hringrásar við Krossanes, en brotn- ar höfðu verið rúður í vinnuvélum og mælar í stjórntækjum skemmdir.    Rólegt á rjúpnaslóð |Lögregla á Akureyri fór á fimmtudagsmorgun í eftirlitsferð á rjúpnaveiðislóðir í Vaðlaheiði. Þar sáust engir á ferli, hvorki fólk né fiðurfé, en fram kem- ur í dagbók lögreglu að hún muni áfram fylgjast með því að rjúpna- veiðibann sé virt.    Evrópa og Rómaréttur |Franc- esco Milazzo prófessor í Rómarétti við lagadeild háskólans í Catania flytur fyrirlestur á Lögfræðitorgi Félagsvísinda- og lagadeildar HA á mánudag, 27. október. Hann verður í húsakynnum háskólans við Þingvallastræti 23, stofu 14 og hefst kl. 16.30. Í erindi sínu mun hann fjalla um ástæður þess að Rómaréttur hafi haft mótandi áhrif á einkamálarétt Evrópuríkja sam- tímans, en um slíkt eru fræðimenn sammála, segir í frétt um fyrirlest- urinn.    Halldór efstur | Haustmót Skák- félags Akureyrar stendur nú yfir og hafa verið tefldar 6 umferðir. Hall- dór Brynjar Halldórsson lagði Skúla Torfason eftir stutta en sviptinga- sama skák í 6. umferð nú í vikunni og hefur unnið allar 6 skákir sínar.    Fyrsti leikurinn |Fyrsti íshokkí- leikur vetrarins verður í Skautahöll- inni á Akureyri í dag og hefst hann kl. 18. Þar eigast við félagar í Skauta- félagi Akureyrar og Skautafélagi Reykjavíkur. Þessi leikur markar upphafi Íslandsmótsins í íshokkíi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.