Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 23 NÚVERANDI og fyrrverandi starfsmönnum Írafossstöðvar í Soginu var ásamt mökum boðið til fagnaðar fimmtudagskvöldið 16. október en þann dag voru ná- kvæmlega 50 ár liðin frá því að stöðin var formlega tekin í notk- un. Írafossstöð er ein þriggja Sogsvirkjana en Ljósafossstöð hóf rekstur árið 1937 og Steingríms- stöðin árið 1959. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu urðu fleiri tíma- mót í virkjanasögu landsins því 10. október sl. voru 50 ár frá því að Laxárvirkjun II var gangsett. Var afmælisfagnaður einnig haldinn þar nyrðra fyrir starfsmenn. Fram að þeim tíma að Lands- virkjun var stofnuð 1965 sá fyr- irtækið Sogsvirkjun um rekstur stöðvanna, sem var sameignarfyr- irtæki ríkisins og Reykjavík- urborgar. Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, og fleiri yfirmenn fyrirtækisins fögnuðu starfsmönnum við Írafoss og Laxá í fortíð og nútíð en þess má geta að Friðrik varð sextugur 18. októ- ber og haft hefur verið eftir hon- um að hann hafi fengið þessar virkjanir í tíu ára afmælisgjöf! Fimmtugum virkjunum fagnað Morgunblaðið/Kári Jónsson Nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Írafossstöðvar ásamt mökum og stjórnendum Landsvirkjunar. Gamlir starfsmenn fögnuðu áfanganum Hellissandi | Kvennakórinn Vox Feminae hélt tónleika í safn- aðarheimili Ingjaldshólskirkju í boði sóknarnefndar kirkjunnar fyrir nokkru. Kórinn bauð upp á fjölbreytta söngskrá. Kirkjulega tónlist, íslensk sönglög og lög úr þekktum söngleikjum og aðra skemmtilega tónlist. Stjórnandi er Margrét P. Pálmadóttir. Kórfélagarnir skoðuðu hina fal- legu eitt hundrað ára gömlu kirkju og muni sem margir eru úr fyrri kirkjum á staðnum, allt frá sextándu öld. Hundrað ára vígsluafmæli Formaður sóknarnefndar, Þor- björg Alexandersdóttir, bauð kór- inn og tónleikagesti velkomna og tilkynnti að með þessum tón- leikum væri hafið hátíðatímabil sem stæði fram í desember í til- efni af og til að fagna eitt hundrað ára vígsluafmæli kirkj- unnar. Sjöunda desember er fyr- irhugað að vígja nýtt pípuorgel. Aðalafmælishátíðin verður 5. október. Kórnum var mjög vel fagnað og þakkað fyrir komuna. Tón- leikarnir voru ágætlega sóttir. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Kórsöngur á Ingjaldshóli VEGAGERÐIN í Austurlands- umdæmi hefur tekið á móti tíu tilboðum í gerð vegar með mal- arslitlagi í Bakkafirði. Um er að ræða fjóra kafla á svonefndum Norðausturvegi, alls sjö kíló- metra langa, frá Brekknaheiði að Saurbæjará. Þar af er 3,2 km nýr vegur. Að auki á verk- takinn að malarbera aðra kafla Norðausturvegar á um 22 kíló- metrum. Verklok eru 1. októ- ber árið 2004. Áætlun Vegagerðarinnar er upp á rúmar 83 milljónir króna og bárust fjögur tilboð undir henni, hið lægsta upp á 68,5 milljónir frá Hólsvélum í Bol- ungarvík. Héraðsverk á Egils- stöðum bauð næstlægst, 74 milljónir, en hæsta boð upp á 114 milljónir kom frá Nóntindi í Búðardal. Bjóða í veg um Bakka- fjörð                                              Hellissandur - umboðsmaður eða blaðberi óskast Umboðsmaður eða blaðberi óskast sem fyrst. Leitað er að ábyrgðarfullum einstaklingi til að sjá um dreifingu og aðra þjónustu við áskrifendur á svæðinu. Umsóknareyðublöð fást hjá nú- verandi umboðsmanni, Láru Hall- veigu Lárusdóttur, Háarifi 15, Rifi, og sendist til Bergdísar Eggerts- dóttir, skrifstofu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 6. nóvember 2003. Hjá Morgunblaðinu eru rúmlega 350 starfsmenn. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík en einnig er starfrækt skrifstofa í Kaup- vangsstræti 1 á Akureyri. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.