Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁEFNISSKRÁ afmæl-istónleika Sinfón-íuhljómsveitar Norður-lands eru fjögur verk. Fyrst verður flutt lítil svíta fyrir hljómsveit, Jeux d’enfants, Barna- leikir, eftir Bizet, samin árið 1871. Við tekur Trompetkonsertinn eftir Haydn en einleikari er Ásgeir H. Steingrímsson, þá er það verkið Am- or galdrakarl, El amor Brujo, eftir Manuel deFalla og loks flytur hljóm- sveitin „Dansa frá Galanta“ eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodaly. „Þetta eru allt ekta hljómsveit- arverk, verk þar sem mikið er lagt upp úr að nýta krafta hljómsveit- arinnar og möguleika hennar. Það má segja að öll þessi verk séu kon- fektmolar,“ sagði Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri, en hann hefur gegnt starfi aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands frá upp- hafi. Trompetkonsert Haydns er vel þekkt verk og glæsilegt að sögn Guðmundar Óla. „Þetta er eðall á meðal verka frá klassíska tímanum. Hann býður bæði upp á fallegar mel- ódíur og fjörmikinn lokakafla,“ sagði Guðmundur Óli. Hin verkin þrjú eru öll í rómantískum anda, þó svo að verk Ungverjans Kodaly sé samið þegar nokkuð var liðið á 20. öldina. Verk hans „Dansar frá Galanta“ hef- ur ekki áður verið flutt hér á landi að því er hljómsveitarstjórinn best veit. „Þetta er glæsiverk fyrir sinfón- íuhljómsveit. Dregur dám af síg- aunatónlist, er bæði angurvært og fjörmikið,“ sagði Guðmundur Óli. Verkið eftir deFalla er upp- runalega balletttónlist og flutti hljómsveitin það fyrir fáeinum ár- um. „Þetta er afskaplega spænsk tónlist, með flamengótakti en líka svolítið márísk með dulúðugum tat- arablæ,“ sagði hann, en í þessu verki er hinn frægi Elddans sem margir þekkja. Barnaleikir Bizet voru upp- haflega tólf smálög fyrir píanó, en hann umritaði fimm þeirra síðar í verk fyrir hljómsveit. „Þetta verk býður upp á ýmsar ólíkar stemmn- ingar.“ Höfðu þörf fyrir að spila Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands voru í Ak- ureyrarkirkju 24. október 1993. Hljómsveitin var arftaki Kammer- hljómsveitar Akureyrar sem starfað hafði nokkur ár þar á undan, eða frá 1987, og komið fram á um þrjátíu tónleikum víða á Norðurlandi. Starfsemin hefur á þeim tíu árum sem liðin eru farið vaxandi og sem dæmi þar um má nefna að fjár- framlög til hljómsveitarinnar voru tvær milljónir króna á ári í upphafi og haldnir voru tvennir til þrennir tónleikar. Nú eru að jafnaði haldnir allt að átta tónleikar og eru skóla- tónleikar þá ekki taldir með. Á síð- asta ári námu framlög til hljómsveit- arinnar átján milljónum króna. „Þetta var eins og oft er með menn- ingarstarfsemi á Íslandi, hún byrjar af hugsjón og eldmóði einum sam- an,“ sagði Guðmundur Óli og benti á að á fyrstu dögum Kammerhljóm- sveitarinnar hefðu menn spilað án þess að fá greiðslu „bara af því þeir höfðu þörf fyrir að spila“. Síðan hefði smám saman verið hægt að inna lág- ar greiðslur af hendi og það gengi í skamman tíma. „En þegar menn ákveða að byggja hljómsveitina upp til frambúðar færa menn sig æ meir inn á atvinnumennskuna, m.a. með því að greiða hljóðfæraleikurum fyr- ir vinnu sína.“ Nokkuð skortir þó enn að sögn Guðmundar Óla upp á að greitt sé að fullu eftir töxtum, „en við erum alltaf að færast nær og nær því marki“. Engir fastráðnir hljóðfæraleik- arar eru í SN, þeir eru ráðnir fyrir hvert verkefni fyrir sig. Fastur kjarni hljóðfæraleikara hefur leikið með SN síðasta áratug, um þrjátíu manns og flestir á Norðurlandi, allt austur til Vopnafjarðar. Um er að ræða kennara við tónlistarskólana á svæðinu en Guðmundur Óli sagði að eins væri leitað til kennara við tón- listarskóla víða á landsbyggðinni, þannig væru hornleikari frá Hvols- velli og óbóleikari frá Reyðarfirði fastir spilarar í hljómsveitinni. Loks væri leitað til hljóðfæraleikara á suðvesturhorni landsins, en yfirleitt væri þá um að ræða fólk sem ætti rætur að rekja norður, hefði lært við Tónlistarskólann á Akureyri eða kennt við hann. Lengra komnir nemendur við skólann fá einnig tækifæri til að spreyta sig með hljómsveitinni og sagði Guðmundur Óli það mjög þýðingarmikið. „Þeir fá mun meiri hljómsveitarþjálfun en al- mennt gerist í tónlistarskólum.“ Bjartsýni vegna fyrirhugaðs menningarhúss Ákvörðun liggur fyrir um að reisa menningarhús á Akrueyri og sagði Guðmundur Óli að í ljósi þess horfðu menn vongóðir fram á veginn, því það sem helst hefði háð starfsemi hljómsveitarinnar væri bág aðstaða til tónleikahalds. „Það háir okkur ótrúlega mikið, einkum eftir að tón- leikum hefur fjölgað og þá finnum við að þolinmæði starfsmanna t.d. kirkna og íþróttahúsa þar sem við helst höldum okkar tónleika fer þverrandi,“ sagði Guðmundur Óli og vitnaði til Hávamála í þeim efnum: „Ljúfur verður leiður er lengi situr annars fletjum á.“ Hann sagði mikla orku og peninga fara í að bera til stóla og hljóðfæri fyrir æfingar og tónleika. Tónlistarfólk hlakkaði því mikið til þegar sá draumur þess yrði að veruleika að menningarhúsið risi þó svo að enn séu í það nokkur ár. „Tilfellið er að við erum oft í stórum vandræðum vegna húsnæðisleysis, það hefur háð starfsemi okkar mest þannig að við erum mjög glöð nú þegar við sjáum fram á að húsið verður byggt,“ sagði Guðmundur Óli. Síðustu fjögur ár hefur SN leikið á 30 skólatónleikum á ári, spilað fyr- ir grunnskólabörn á Akureyri, Eyja- firði og Suður-Þingeyjarsýslu auk þess sem skagfirsk skólabörn voru heimsótt eitt árið. „Tilgangurinn er að kynna börnum, framtíðarhlust- endum okkar, klassíska tónlist. Eins að börnin fari ekki út í lífið án þess að hafa upplifað og kynnst því hvað tónleikar eru, hvað það er að hlýða á lifandi tónlist,“ sagði Guðmundur Óli. Hann sagði viðbrögðin hafa ver- ið mjög jákvæð og börnin væru ánægð með tónleikahaldið. Hljómsveitin hefur einu sinni leik- ið utanlands, farið var til Grænlands á síðasta ári og leikið þar á nokkrum tónleikum. „Þessi ferð gerði hljóm- sveitinni ansi mikið gott, henni fór ótrúlega mikið fram og við munum búa lengi að þessari reynslu,“ sagði Guðmundur Óli. Auk þess sem SN hefur leikið á Akureyri hefur hún heimsótt nokkra þéttbýlisstaði á Norðurlandi, leikið í Reykjavík og þá sagði Guðmundur Óli að hugur manna stæði til þess að heimsækja Austurland og það væri á stefnu- skránni. „Sennilega hefði verið rétt að nefna hljómsveitina Sinfón- íuhljómsveit landsbyggðarinnar, miðað við þann metnað sem við höf- um fyrir hennar hönd, við vildum gjarnan sjá hljómsveitina sinna landsbyggðinni allri. Við teljum að á vissan hátt höfum við sterkari metn- að og séum betur í stakk búin til að sinna því en Sinfóníuhljómsveit Ís- lands,“ sagði Guðmundur Óli. „Það er kannski af því við erum úti á landsbyggðinni og erum alltaf að spila þar. Okkur finnst þetta standa okkur nær.“ Fjölbreytt efnisskrá í vetur SN mun á þessu starfsári efna til sex tónleika, auk skólatónleikanna, en þeir næstu verða í lok nóvember þar sem flutt verður efnisskrá af skólatónleikum haustsins. Í febrúar flytur hún m.a. Sinfóníu nr. 2 eftir Brahms og er það í fyrsta sinn sem hljómsveitin fæst við Brahms- sinfóníu. „Eftir því sem hljómsveit- inni hefur vaxið fiskur um hrygg hefur hún meiri möguleika á að tak- ast á við þekktari sinfóníur, verk sem menn vilja ekki leika nema hægt sé að gera það sómasamlega.“ Þá verða strengjasveitartónleikar í mars, dagskrá tónleika sem verða í apríl er óákveðin, en starfsárinu lýk- ur með þátttöku í Kórastefnu í Mý- vatnssveit þar sem hljómsveitin flyt- ur óratóríuna Sköpunina eftir Haydn ásamt hátíðarkór og ein- söngvurum. Byrjaði af hug- sjón og eldmóði einum saman Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur fyrstu tónleika vetrarins á morgun, sunnudaginn 26. október, kl. 16 í Akur- eyrarkirkju en með þeim heldur hljóm- sveitin upp á 10 ára afmæli sitt. Margrét Þóra Þórsdóttir spjallaði við Guðmund Óla Gunnarsson hljómsveitarstjóra um tónleikana, söguna og framtíðina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hápunkturinn. Sálumessa Verdis flutt í Íþróttahöllinni á Akureyri. Einsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir, Anna- maria Chiuri, Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórar. Morgunblaðið/Skapti Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri stjórnar Requiem (Sálu- messu) eftir Giuseppe Verdi í Íþróttahöllinni á Akureyri síðastliðið vor. maggath@mbl.is HÁPUNKTUR í starfsemi Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands var síðastliðið vor þegar hljóm- sveitin flutti Sálumessu Verdis í Íþróttahöllinni undir stjórn Guð- mundar Óla. „Þetta er tvímæla- laust stórbrotnasta verk sem ráðist hefur verið í að flytja á Akureyri,“ sagði Jón Hlöðver Ás- kelsson í dómi um tónleikana í Morgunblaðinu. Alls tóku þátt í flutningi um 200 manns, 70 í hljómsveit og 130 í kór. Ein- söngvarar voru þau Annamaria Chiuri, Björg Þórhallsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Krist- ján Jóhannsson. Sömu helgi flutti Sinfóníu- hljómsveit Íslands Sálumessu Benjamins Britten, undir stjórn Vladimirs Azhkenasys. Jafnan fær SN til liðs við sig hljóðfæraleikara af landsbyggð- inni, en þar sem um stóra tón- leika var að ræða hafði verið leit- að liðsinnis meðal spilara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeir áttu svo ekki heimangengt eftir að búið var að færa til tónleika sveitarinnar. „Það kom svo í ljós þegar við fórum að skoða þetta að það eru til í landinu tvær stórar sinfón- íuhljómsveitir þegar á þarf að halda. Það eru talsverð tíðindi í íslensku tónlistarlífi. Mér fannst merkilegt að komast að því að til væri svo mikið af góðu tónlist- arfólki í landinu að hægt er að manna tvær stórar sinfón- íuhljómsveitir,“ sagði Guð- mundur Óli. Um 1700 manns sóttu Verdi- tónleika hljómsveitarinnar. „Það er á engan hallað þó að Guð- mundur Óli Gunnarsson sé sér- staklega nefndur töframaður þessara tónleika, því það er mik- ið afrek að skila sálumessunni með slíkum eldmóði og túlk- unarlegri fulkomnun sem hann gerði,“ sagði Jón Hlöðver í dómi sínum. Eins sagðist hann hafa gert ráð fyrir góðum flutningi, „en að hann færi svo langt fram úr mínum væntingum og næði að örva mínar eitthvað kosn- ingaslæptu taugar og kynda í mér eld svo um munaði bjóst ég ekki við“. Tvær stórar sinfóníuhljómsveitir Morgunblaðið/Kristján Ásgeir H. Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.