Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ísíðasta þætti var fjallað umnotkun forsetninga, m.a. ný-stárlega notkun forsetning-arinnar í gegnum, t.d. (með lítils háttar breytingum): ?nýjung á sviði saumaskapar berst í gegnum karlmenn og ?komast til valda í gegnum niðjamálastofnunina. Enn langar mig að klifa á hinu sama, hjakka í sama farið. Þessu sinni verður vikið að ofnotkun eða öllu heldur ofvexti forsetningarinnar vegna. Forsetningin vegna varð til fyrir áhrif frá miðlágþýsku von wegen ‘fyrir hönd’ [wegen < þgf.flt. af weg]. Orðmyndin vegna hefur hins vegar verið til í íslensku frá fornu fari: (1) alla vegna [< vega-na (þf.flt.)] og (2) þriggja vegna [< vega-na (ef.flt.)]. Í báðum til- vikum gegnir -na bendihlutverki, sbr. svona, hérna, núna, þarna, atarna og sá arna. Elsta merking vísar til stefnu (þriggja/tveggja vegna) líkt og annars vegar, á hinn bóginn o.s.frv. og þar stendur orð- myndin vegna vitaskuld ekki sem forsetning en merkingin ‘fyrir hönd’ er tökumerking (von wegen), kunn frá 14. öld. Orsakarmerkingin er kunn frá 16. öld: refsing vegna óhlýðni og mæta vegna e-s (‘fyrir hönd’ > ‘fyrir; orsök’). Í nútíma- máli er notkun forsetningarinnar vegna nokkuð flókin en í einföldu máli má segja að hún sé þrenns konar: 1. Með tilliti til: Gerðu þetta sjálfs þín vegna; mín vegna getur hann átt sig/farið norður og niður; þín vegna vona ég að þú hafir rétt fyrir þér 2. Orsök, ástæða (‘sökum, sakir; fyrir’): Hátíðinni var frestað vegna veðurs; hann kom ekki vegna þess að hann vildi hitta mig heldur af öðrum ástæðum; hann er veikur og þess vegna getur hann ekki komið; hvers vegna komstu ekki? – Vegna þess að ég hafði ekki tíma til þess; ‘Hvers vegna, vegna þess’ (bókarheiti); Hann er hræddur, þess vegna kemur hann ekki 3. Staður: Beggja vegna árinnar er gott beitiland (‘báðum megin við ána’) Í nútímamáli, einkum talmáli, gætir þess mjög að forsetningin vegna sé notuð til að vísa til ýmiss konar tengsla, án þess að hefð sé fyrir því. Hér verður látið nægja að tilgreina dæmi úr nútímamáli og þau borin undir dóm lesenda: ?gera athugasemd vegna e-s < gera athugasemd við e-ð ?gráta vegna e-s < gráta af e-u/ út af e-u ?kostnaður vegna aðstoð- armanna < kostnaður við e-ð ?loka e-u vegna öryggisástæðna < loka e-u af öryggisástæðum ?skilagrein vegna fjárveitingar < skilagrein fyrir fjárveitingu ?styrkur vegna framhaldsnáms/ rannsókna < styrkur til framhalds- náms/rannsókna ?sýkna e-n vegna ákæru < sýkna e-n af e-u ?tillaga vegna laga/breytingar < tillaga til laga/um breytingu ?tillaga vegna fjárveitingar < til- laga um fjárveitingu ?umsókn vegna starfs/skólavist- ar < umsókn um starf/skólavist ?vinna vegna prófa < vinna við próf ?Þetta eru viðræður vegna fyrsta áfanga < viðræður um ?þegja vegna e-s < þegja (þunnu hljóði) yfir e-u ?vegna annarra ástæðna < af öðrum ástæðum ?hefja rannsókn vegna fjölgunar nauðlendinga (rannsaka e-ð; hefja rannsókn á e-u) ?svar vegna fyrirspurnar < svar við fyrirspurn ?hafa áhyggjur vegna fjölskyldu Kellys < hafa áhyggjur af e-u ?samstarf vegna útboða < sam- starf um e-ð ?óvissa vegna varnarliðsins < óvissa um e-ð ?viðbrögð vegna ummæla e-s < viðbrögð við e-u ?refsing vegna brots á e-u < refsing fyrir e-ð; viðurlög við brotum Dæmi af þessum toga eru auð- fundin í mæltu máli jafnt sem rit- uðu og það mætti æra óstöðugan að elta þau og tína þau til. Rétt og skylt er að játa að umsjónarmanni finnst dæmin misjöfn, sum ótæk en önnur mun skárri. Það er reyndar óþarft að deila um einstök dæmi, aðalatriðið er að ofangreind dæmi og önnur af sama toga sýna ákveðna breytingu eða tilhneigingu sem gætir talsvert í fjölmiðlum. En hvernig skyldi standa á þessu? Ætla má að breytinguna megi rekja til þess að forsetningin vegna hefur eða er að fá svo víða eða óljósa merkingu að handhægt er að nota hana nánast hvar sem er – á kostnað skýrrar hugsunar að mati undirritaðs. Þannig hefur þetta ekki verið og virðist breytingin síst til bóta. Úr handraðanum Öllum Íslendingum mun tamt að nota orðasambandið blaðra um e-ð og önnur skyld orð, t.d. blaður og blaðurskjóða. Með því að skoða rit- málsskrá Orðabókar Háskólans sem er aðgengileg á Netinu, má verða margs vísari um þessi orð. Elstu dæmi um sagnarsambandið blaðra um e-ð eru frá síðari hluta 19. aldar, t.d.: blaðra fram og aftur um e-ð og blaðra um daginn og veg- inn. Sögnin blaðra er skyld nafn- orðinu blað og merkir ‘hreyfa líkt og blað, sveifla/sveiflast’. Þeim sem vilja vita eitthvað um notkun sagn- arinnar í fornu máli er ekki í kot vísað þar sem hin nýja fornmáls- orðabók Árnastofnunar í Kaup- mannahöfn (ONP) er. Í því ágæta verki er m.a. að finna eftirfarandi fornmálsdæmi: skáru af tungu hans ... þá sá þeir að tungan blaðraði og köstuðu [ljónin] sér niður hjá fótum honum og blöðruðu hölunum. Nú- tímamerkingin ‘tala (mikið og ábyrgðarlaust)’ er trúlega dregin af orðasambandinu blaðra tungunni (‘sveifla tungunni’) en það er kunn- ugt úr fornu máli: mér einum af oss kumpánum er eigi enn meður öllu bannað að blaðra minni tungu (ONP) og þá spurðu þeir ef prestur mætti mæla, en hann blaðraði tungunni og vildi við leita að mæla (ONP) og í síðari alda máli: Nú er hún móðir mín komin afturgengin og blaðrar nú tungunni (19. öld) og hvolpurinn blaðraði tungunni (20. öld). Merkingin ‘babla, umla’ er kunn í fornu máli: stýfðu af tung- unni ... og enn síðan er hann braust um og blaðraði þá réðu þeir til þess stúfs í munn honum drógu til sín með töng einni og skáru af annað sinni (ONP); Því blaðrar hún og bendir, hvað er hún mátti, að fyrir guðs nafn sé ... (ONP) og þessi orð blaðrandi til varganna (ONP). Nú- tímamerkingin (‘þvaðra, þætta’) er kunn frá 18. öld (OHR), sbr. einnig eftirfarandi orðskvið úr Viðeyjar- biblíu: Varir hins máluga blaðra óþarfa. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 13. þáttur ÉG var einhvers staðar í háloft- unum milli Ísafjarðar og Reykjavík- ur hér um daginn, þegar ég rakst á enn eina greinina í Morgunblaðinu þar sem sótt var harka- lega að Þjóðkirkj- unni. „Ríkiskirkj- unni.“ „Hugsjóna- lausu kirkjunni.“ „Embættismanna- kirkjunni.“ „Peningakirkjunni.“ Ég hafði verið staddur á Þingeyri við Dýrafjörð í boði sóknarprestsins og sóknarinnar þar á bæ. Við höfðum verið að halda hjóna- og fjöl- skyldukvöld á vegum kirkjunnar. Presturinn hafði undirbúið allt vel og af kostgæfni enda mættu margir eins og venjulega á slíkum kvöldum. Nú var ég á leiðinni heim. Þetta ferðalag mitt var ekkert einsdæmi. Ég hef ferðast vítt og breitt um landið og haldið hjóna- námskeið og fjölskyldukvöld að frumkvæði sóknarpresta og sókn- arnefnda í litlum og stórum söfn- uðum, fólks sem lætur sér annt um íbúana í sinni heimabyggð. Hvar- vetna þar sem ég hef komið hef ég hitt fyrir kirkjufólk sem leggur sig fram um að þjóna fólkinu í sínum söfnuði, hlustar á áhyggjur, sorgir, vonir og vonbrigði þeirra sem til- heyra söfnuðunum, fólksins í land- inu, þjóðarinnar í Þjóðkirkjunni. Einhvern veginn kom ég þessari kirkju ekki heim og saman við hina hugsjónalausu ríkiskirkju sem lýst var í greininni Morgunblaðinu. Kannski er ég bara orðinn svona blindur. Kannski hef ég starfað allt of lengi í Þjóðkirkjunni, búinn að vera í þessu harki í 15 ár – gott betur ef allt er talið til. Eða kannski er þetta ekki blinda hjá mér. Kannski er um að kenna blindu og sinnuleysi þeirra sem stýra umræðunni í þjóðfélaginu, þögn þeirra sem vilja Þjóðkirkjuna burt í núverandi mynd. Já, hvers vegna er annars svona lítið talað um allt það mikla starf sem fram fer í Þjóðkirkjunni, kirkju þjóðarinnar, kirkju fólksins í landinu? Um allt land starfar Þjóðkirkjan við sálgæslu, áfallahjálp, andlegan stuðning, handleiðslu og huggun. Þúsundir sækja til prestanna í einkaviðtöl um sín persónulegu mál- efni. Þúsundir treysta djáknanum sínum fyrir innstu hjartans málum. Þúsundir leita til annarra starfs- manna Þjóðkirkjunnar í gleði og sorg með margvísleg málefni lífsins, lítil og stór. Tugþúsundir eiga sitt besta samfélag í starfi sem fram fer á vegum kirkjunnar. Hjón sem geta ekki lengur talað saman fá stuðning og styrk til að leita nýrra leiða hjá starfsmönnum Þjóðkirkjunnar. Ein- mana og sorgmæddir fá huggun og samfélag, sjúklingar eru sóttir heim, öldruðum veitt andleg aðhlynning, börnum og unglingum gefin leiðsögn og athvarf á tímum hraða og fé- lagslegs kulda. Fræðsla í forvörnum er sett á oddinn í unglingastarfinu. Fjölmargt starfsfólk með margs konar menntun og lífsreynslu leggur sig fram um að þjóna þjóðinni í Þjóð- kirkjunni. Enn fleiri vinna sjálf- boðaliðastörf, vilja ekki einu sinni láta þakka sér fyrir heldur starfa í leynum. Og aldrei er sá sem til kirkj- unnar leitar spurður um trúfélags- aðild. Þjóðkirkjan þjónar öllum. Á spítölunum fara fram þúsundir við- tala milli sjúklinga, aðstandenda, starfsmanna og presta eða djákna. Þjónusta Þjóðkirkjunnar sem fram fer í leynum, fjarri kastljósi fjöl- miðlanna, það er sálgæsla í sinni víð- ustu mynd, sálgæsla við heimilin, sálgæsla á sjúkrastofnunum, sál- gæsla í skólum og á elliheimilum, sálgæsla við leik og störf. Þetta er hin þjónandi Þjóðkirkja, kirkjan sem er jafn virk á Suðureyri og Sel- fossi, Akureyri og Akranesi, Rauf- arhöfn og í Reykjavík. Þegar vélin var lent flýtti ég mér út í bíl og heim á leið. Í fréttum út- varpsins var verið að tala um enn eina ágjöfina á „ríkiskirkjuna“. Ég slökkti á útvarpinu, mátti ekki vera að því að velta mér upp úr þessu lengur. Heyrði hér um daginn af styrktarnámskeiði fyrir konur sem haldið hefur verið á vegum Þjóð- kirkjunnar um allt land. Þúsundir kvenna hafa sótt sér endurnýjun og nýja lífsorku þar. En það er víst ekki fréttnæmt! Þjónandi þjóðkirkja Eftir sr. Þórhall Heimisson Höfundur er sóknarprestur. FÁIR sjúkdómar valda læknum, sjúklingum og aðstandendum þeirra jafnmiklum ótta og heila- himnubólga. Þessi alvarlegi smit- sjúkdómur er sem betur fer ekki al- gengur og tíðni hans fer lækkandi vegna bólusetninga ungbarna. Ungir læknar ljúka margir námi án þess að sjá sjúkling með heilahimnu- bólgu. Enn síður að þeir komi sjálfir að greiningu sjúkdómsins. Raunar þykir mér líklegt að þeir íslenzkir læknar sem sjálfir hafa greint heilahimnubólgu séu í mikl- um minnihluta. Til að missa ekki af heilahimnubólgu þarf góða kunn- áttu en ekki sízt mjög mikla ár- vekni og oft heppni. Penicillinið – lyf aldarinnar Árið 1949 var tveggja ára dreng- ur fluttur meðvitundarlaus á Sjúkrahúsið á Siglufirði. Það hlýt- ur að hafa orðið ungum lækni mik- ið áfall þegar hann eftir margra daga heimsóknir til barnsins áttaði sig á yfirsjón sinni. Aldrei hafa for- eldrar mínir álasað lækninum fyrir þekkingar- og reynsluleysi hans. Eftir sex vikur á sjúkrahúsinu, þar sem liðlega tvítugir foreldrarnir fengu ekki að heimsækja frumburð sinn, var þessi altalandi drengur útskrifaður og sagður heilbrigður. Því mátti þakka nýja undralyfinu, penicillini. Foreldrar mínir sáu þó strax að eitthvað alvarlegt var að. Þessi einstaklega fallegi og efnilegi drengur reyndist algerlega heyrn- arlaus. Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um áhrif þessa á litla fjölskyldu sem auk þessa vænti fjölgunar um haustið. Sjúkraskrá hans á sjúkrahúsinu reynist vera nokkrar handskrifaðar línur! Svo er því logið um allan heim að sjúkraskrár séu til um Íslendinga frá 1915! Frá fjögurra ára aldri ólst bróðir minn upp á fátæklegri heimavist Málleysingjaskólans í Reykjavík eins og hann hét þá, átta mánuði á ári, til sextáns ára aldurs. Á þess- um árum var sú stefna ríkjandi í uppeldi og kennslu heyrnarlausra um allan heim að þeir skyldu að- lagast heimi okkar heyrandi með því að læra varaaflestur. Heyrn- leysingjar töluðu táknmál sín á milli en aðstandendur máttu ekki læra mál þeirra. Við lærðum því aldrei táknmál. Ég gat ekki sam- tímis hlustað á íþróttalýsingar í út- varpinu og útskýrt fyrir bróður mínum. Af þessu hlutust eilífir árekstrar. Fyrir utan fjarvistirnar hefur þetta orðið fjölskyldunni þungbærast – að skilja Gunnar aldrei eins vel og vert hefði verið. Áhyggjur hans, tilfinningar, líðan og langanir. Sextán ára gat þessi gáfaði piltur ekki lesið Morg- unblaðið, sem hann keypti sjálfur, sér til gagns. Hernaðaríhlutun? Efnahagsráðstafanir? Vísitala? Þessi orð og óteljandi fleiri gætu staðið í ýmsum heyrandi. Hvernig áttum við að skilja hann til fulls eða útskýra fyrir honum flókna hluti? Af langri reynslu fullyrði ég að heyrnarleysi er einhver van- metnasta fötlun sem um getur. Sjúkir hafi forgang Andlát lítils barns af völdum heilahimnubólgu í vor hefur orðið tilefni talsverðrar fjölmiðlaumfjöll- unar. Því miður hefur þar ýmislegt verið óvarlega sagt. Reykjavík morar af læknum, á sjúkrahúsum, heilsugæzlustöðvum og einkastof- um. Hvernig getur það gerzt að ungir foreldrar þurfi að líða angist í tvo–þrjá sólarhringa með alvar- lega veikt barn, sem hrakar stöð- ugt? Í Reykjavík? Hvað eru allir þessir læknar að gera? Hvers vegna næst ekki í þá? Það er erfitt að vera í fremstu víglínu. Læknir sem vill forðast mistök verður að leggja sig allan fram. Alltaf og í öllu. Samt mun hann fyrr eða síðar þurfa að axla mikla sorg vegna ákvarðana sinna. Hin leiðin er að velja sér léttara starf. Meira skjól. En læknir sem býður sig fram til að sinna veiku fólki, hugsanlega bráðveiku, verður að vera innan seilingar. Það er oft erfitt en óhjákvæmilegt. Þannig er það ekki í dag. Ég hef fjallað ít- arlega um ástandið í heilsugæzl- unni í Morgunblaðinu síðastliðin ár. Góðir sérmenntaðir heim- ilislæknar flýja hana unnvörpum. Allir þykjast þess umkomnir að stjórna, kenna, leiðbeina, hjálpa og hafa eftirlit með heilsugæzlulækn- inum. Einn situr hann þó uppi með ábyrgðina. Það er alveg sama hve mikið fjölgar í „hjálparliðinu“. Litla gula hænan gefst að lokum upp. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á aðaleftirlitsstofnunina, embætti landlæknis. Landlæknir beitti sér af afli fyrir gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Því endemis ævintýri sem aldrei átti minnsta möguleika að verða barn í brók, ævintýri sem hefur kostað ís- lenzka skattgreiðendur gríðarlegar upphæðir fjár og stórskaðað heil- brigðiskerfið. Gagnagrunnurinn myndi kolstífla heilbrigðiskerfið á einni viku, einkum sjúkrahúsin og heilsugæzlustöðvarnar. Hvað varð annars um framkvæmdastjóra Gagnagrunnsins? Eru þeir at- vinnulausir? Nær væri landlækni að beita sér fyrir því af krafti að leysa þær stíflur sem eru í heilbrigðiskerfinu í dag og eiga þátt í jafnhörmulegu slysi og hér hefur verið til um- ræðu. Landlæknir hefur eftirlit með því hverjir ráðnir eru til lækn- isstarfa á landinu. Sums staðar verður að kalla það gert af nokkru ábyrgðarleysi, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Á sama tíma starfa þrír sérmenntaðir heimilislæknar og þrír smitsjúkdómalæknar bak við skrifborð hjá Landlæknisemb- ættinu. Allir á bezta aldri og á há- tindi þekkingar sinnar og færni. Heilahimnubólga Eftir Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. Á FIMMTUDAG urðu stórpólitísk tíðindi í heiminum. Yfirstjórn bresku járnbrautanna ákvað eftir ítarlega rannsókn að þjóðnýta viðhald og við- gerðir á breska járnbrautarkerfinu. Þetta þýðir að átján þúsund starfs- menn færast frá einkafyrirtækjum til ríkisins. Þetta er nið- urstaða ríkisstjórnar sem hefur lýst því yfir að hún sé ríkisstjórn einkarekstrar alls staðar þar sem því verði við komið. Þetta er ríkisstjórn sem hefur lýst því yfir að hún sé ekki sósíalísk ríkisstjórn. Niðurstaða hennar var að þjóð- nýtingin myndi auka öryggi í lestarkerfinu og spara stór- kostlega fjármuni. Þetta er auðvitað sigur skynseminnar yfir kreddunni. Hin tröllaukna tilraun Thatcher var fram- kvæmd og niðurstaðan er skýr. Það er fásinna að einka- væða samfélagsþjónustu, þar sem ekki er hægt að koma við daglegri sam- keppni og þar sem öryggi, umönnun eða aðrir langtímahagsmunir eru grundvöllur starfseminnar. Þetta verða allir að skilja og láta ekki blindast af tískustraumum dagsins. Vindarnir eru að snúast og við finnum að vind- arnir frá útlöndum eru að hlýna, skynsemin er að sigra á ný, einræði heimskunnar er á undanhaldi. Vindarnir eru að snúast Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er form. BSRB og alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.